Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ1982 Pottarím Umsjón: SIGRUN DAVÍÐSDÓTTIR í dag er létt og Ijúffeng vormál- tíð á borðum. Þar er boðið upp á carpaccio, hrátt nautakjöt með góðri sósu, ýsu i gúrkusósu og skyrtertu í eftirrétt E.tv. kjósa einhverjir að bjóða frekar upp á grænt salat i eftirrétt og geyma kökuna þangað til með kaffinu. Það er kannski grænstur kostur- inn. Margir kjósa vísast að hluta matseðilinn í sundur og nota rétt- ina á sinn hátt Uppskriftirnar eru handa fjórum. Skyrtertan sómir sér auðvitað ekki siður á eftir ein- hverjum öðrum réttum en eru nefndir hér, og er glæsileg fylgi- terta te- eða kaffibolla að morgni, um miðjan dag eða kvöld ... Góða skemmtun! Carpaccio Málvísir sjá sennilega að þessi réttur er ættaður frá Italíu. Þetta er hrátt nautakjöt, borið fram með góðri sósu. Sósan sem fylgir hér er e.t.v. svolítið öðru- vísi er sú sem ítalir nota, en býsna góð samt. Venjulega er hún búin til úr edikssósu, sem er bragðbætt með ólífum, capers, ansjósum og hvitlauk. Sósan sem fylgir hér á eftir er íslenzkt afbrigði þessarar sósu. I þennan rétt er bezt að nota beztu hlutana af nautinu, helzt filé, en annars meyrt og vel hangið kjöt. Skerið vendilega allar sinar og himnur af kjötinu og sneiðið það þunnt. Ráð til þess fylgir á eftir. Það fer vel á að bera kjötið fram á fati, frem- ur en á diski fyrir hvern og einn. Það er kannski mismunandi hversu mikið fólk borðar af þess- um rétti. Reyndar er kannski hyggilegt að huga að hverjum þið bjóðið upp á þennan rétt. Veðjið frekar á þá sem þið vitið að eru sæmi- lega ævintýragjarnir í mat. Við vitum vist öll að það eru ekki bara blessuð börnin sem eru matvönd. Það eru líka til mat- vönd börn á fullorðins- eða gam- als aldri... Það er ekki mikið um það í okkar matargerð að matur sé hafður hrár. Hákarl er reyndar hrár, en hann er ekki borðaður nýr. Grafinn lax er yfirleitt allt- af borðaður hrár, þó hugsanlegt sé að hita hann eða steikja. Saltsíld í kryddlegi er hrá. En vegna þess að það er þó búið að eiga eitthvað við þennan mat, þá hafa fæstir neina tilfinningu fyrir því að þarna sé um hrámeti að ræða. Kjötið hér á eftir er hins vegar alveg hrátt og ekkert gert við það nema skera það niður. Þarna er horfið til þess tima þegar leitin að eldinum hafði enn ekki lánazt, forfeðrum okkar enda ekki dottið í hug að hann væri nauðsynlegur til matseldar. Og þó við berum okkur að á síðfágaðan hátt, skerum kjötið fallega niður, röð- um á fat í stað þess að rífa kjötið í okkur beint af dýrinu, þá finnst líklega einhverjum að hér sé nokkuð villimannlega að ver- ið. Hrámetisætum finnst kannski að slík afstaða beri vott um úrkynjun, fyrst þeir sem hýsa slíkar tilfinningar geta ekki notið jafn algengs matar og kjöt er, öðruvísi en það sé búið að svipta það frumeinkennum sínum með því að sjóða það eða steikja. En allir verða að fá að hafa sínar skoðanir á mat og matar- tilbúningi og það er gizka rótgróið í okkur hvað okkur finnst viðeigandi í mat og hvað ekki. Carpaccio er óvenjulegur réttur og rétt að hafa hann að- eins fyrir þá sem gleðilega víkja af aðalbrautum matargerðar- listarinnar og halda spenntir út á troðningana. Það er fleira borðað hrátt í heiminum er nautakjöt á Ítalíu. Japanir borða gjarnan hráan fisk, ekki sízt túnfisk, oftast með léttum sósum úr sojasósu og fleiru, eða sojasósu eingöngu. Hrá ýsa og lax er lostæti, glæ- Hrámeti og fleira gott nýtt auðvitað. Ostrur þykja víða eðalmatur og eru borðaðar hrá- ar beint úr skeljunum. í Suður- Ameríku borða menn gjarnan hráan fisk, sem þeir láta fyrst liggja í sítrónu- eða límónusafa (lime). Þá hleypur fiskurinn saman, verður hvítur og stinnur, líkt og soðinn fiskur á að líta, þó bragð og áferð sé ólíkt. Ceciche kallast þessi réttur í Perú. En ég hef vist nefnt hráan fisk áður. Nú er það sumsé hrátt kjöt... 300 gr meyrt nautakjöt, gjarnan filé Sósa: 3 msk ólífuolía eða önnur matarolía 1 msk vínedik 15 ólífur I hvítlauksrif 3 tómatar ofurlítið af oregano og timjan nýmalaður pipar 1 Blandið edik og olíu. Saxið ólífurnar, hvítlaukinn og tómat- ana smátt. Blandið öllu saman. Það er gott að útbúa sósuna sól- arhring áður, svo hún fái að standa og jafna sig vel. Bragðið blandast þá betur en ella. 2 Kjötið getið þið skorið fyrr um daginn, þegar þið ætlið að hafa það á borðum. Það má þó ekki standa of lengi skorið því þá þornar það. Breiðið vel yfir það ef það stendur eitthvað. Kjöt og fisk sem þarf að sneiða þunnt er bezt að láta frjósa svo- lítið. Þá er það stinnt og stíft og skerst vel. Setjið því kjötbitann i frysti og látið hann vera þar í um 1—1V4 klst. eða þar til kjöt- bitinn er orðinn sæmilega stífur. Skerið hann þá þvert á vöðvana í örþunnar sneiðar. Sneiðarnar er síðan gott að fletja aðeins út, t.d. með spaða eða öðru ámóta áhaldi. Það á þó alls ekki að berja kjötið, því þá fer það í mauk, og það er ekki ætlunin. Raðið kjötinu nú á disk eða fat og berið það fram kalt. Sósan er bezt svöl ekki ís- skápsköld, því þá er bragðið dauft. Gott heimabakað brauð er frábært með þessum rétti. Ysa í gúrkusósu Gúrka er frábært grænmeti, holl og bragðgóð, fellur flestum í geð, og við eigum eftir að njóta hennar enn í marga mánuði. Og siðast en ekki sízt þá býður hún upp á ótrúlega möguleika í matseld. Og ekki er ýsan átak- anlega sjaldgæfur fiskur. Það er sjálfsagt að hefja hana stundum upp til þeirrar virðingar sem hún á skilið, og vanda sig vel og vandlega við að matreiða hana. Þá er hún engin „bara ýsa“. Sjóðið hana stutt og þá komizt þið að raun um hvað þetta er safaríkur og bragðgóður fiskur. Og hún er mögur og holl. Ef þið viljið hafa meira við getið þið bætt rækjum í sósuna um leið og þið berið fiskinn fram. Ef laukur fer að spira hjá ykkur, þá eruð þið heppin. Blöð- in eru einstaklega bragðgóð. Skerið þau i þunnar sneiðar og látið þau malla í ofurlitlu smjöri, þar til þau eru mjúk. Stráið þeim yfir fiskinn þegar þið berið hann fram. Blaðlaukur er einnig góður kostur, en marg- falt dýrari en laukur sem skýtur út bragðgóðum blöðum. Hráum, söxuðum graslauk er gott að strá yfir fiskinn um leið og hann er borinn fram. 800 gr ýsuflök með roói 4 dl vatn 1 msk kryddjurtir eftir smekk (stilkar af steinselju, blöð af sell- eríi ef þið eigið) 1—2 msk sítrónusafi eða 2—3 msk þurrt vermút 100—150 gr rjómaostur Vi gúrka (1 blaðsellerístöngull ef þið eigið) 2 dl rjómi eða 1 dós sýrður rjómi 1 Skerið roðið af fiskinum. Sjóðið roðið í vatninu, sítrónu- safa eða víni, kryddjurtunum, og steinseljustilkum eða öðru slíku, ef þig eigið. Þetta á að sjóða í um 'h klst. svo þið náið kraftin- um úr roðinu. Síið soðið frá, pressið safann úr roðinu og jurt- unum. Þetta getið þið gert deg- inum áður, eða 2—3 vikum fyrr og fryst. 2 Skerið fiskinn í væna bita, sem eru hæfilegur skammtur á disk. Setjið soðið og fiskinn í pott og látið hann sjóða til hálfs, þ.e. að hann sé soðinn að neðan en enn hrár að ofan. Það tekur kannski um 8 min. en treystið fyrst og fremst á sjónina, ekki klukkuna. Takið fiskinn varlega upp úr með spaða eða öðru traustu amboði, setjið fiskinn á disk eða fat og haldið honum heitum. Það er t.d. ágætt að láta hann standa i volgum ofni eða undir álpappir. 3 Afhýðið gúrkuna og skerið hana í bita, skerið einnig sellerí- stöngulinn ef þið hafið hann. Setjið þetta út í soðið, ásamt rjómaostinum. Látið nú gúrk- una soðna og soðið sjóða niður svo það verði aðeins um 2 dl eft- ir. Málið þarf þó ekki að vera nákvæmt. Setjið þetta í kvörn, svo gúrkan fari í mauk, eða nuddið þessu í gegnum sigti. Þið getið líka stappað gúrkuna og selleríið með gaffli, ef þið sjóðið það nægilega. Sósan þarf ekki að vera alveg slétt. 4 Hellið rjómanum eða sýrða rjómanum í soðið, setjið fisk- stykkin í og látið fiskinn full- sjóða. Hann þarf vísast ekki nema 2—3 mínútur. Ef þið notið sýrðan rjóma látið þá ekki bullsjóða, því þá er sósan ekki eins falleg á að líta. Upp á bragðið er það þó allt i lagi. Saltið sósuna örlítið, 'k tsk er nóg, og berið fram. Þar geta gestir ykkar saltað frekar ef þeim þykir það nauðsynlegt. Bragðið er fíngert og ljúft, mjög í samræmi við árstíðina, ekki satt... En það skiptir öllu að ýsan sé hæfilega soðin. Ef þið komizt yfir lax eða sil- ung hentar slíkur fiskur einkar vel í þessa uppskrift. Með þessum rétti er alveg nóg að bera fram gott brauð. Skeið er eiginlega nauðsynleg með, svo hægt sé að njóta sósunar til fullnustu, því hún er megin- nautn hér, þunn og ljúf ... Kart- öflur eru líka góðar með, venju- legar soðnar, en þær verða auð- vitað að vera góðar, ekki bara 1. flokks ... Skyrterta Þeir sem eru hallir undir ostakökur, þ.e. kökur úr rjóma- osti, ættu umsvifalaust að gæða sjálfum sér og öðrum á þessari tertu. Þeir verða ekki sviknir af henni. Ég ætla ekki að hafa fleiri orð um hana. Biti er betri en orð... Botninn er mulningsbotn, en | þið getið notað einhvern annan mulningsbotn í staðinn fyrir þann sem uppskriftin er af hér á eftir. 2 dl haframjöl Vt dl gróft saxaöar heslihnetur eða möndlur 30 gr smjör 2 msk hunang eöa einhverskonar sykur 1 Hitið þetta allt saman á pönnu, svo þetta samlagist vel og brúnist aðeins. Þrýstið blönd- unni í vel smurt form með laus- um botni (springform), um 20 cm í þvermál. 375 gr skyr, óhrært, ekki dósaskyr (dósaskyr má þó nota ef annað fæst alls ekki!) 100 gr rjómaostur 2 dl rjómi 2 dl flórsykur 1 dós sýröur rjómi 5 eggjarauöur Vt—1 tsk vanillusykur safi úr 'á— 1 sítrónu + rifinn börk- ur af 3 sítrónum 2 msk maismjöl (t.d. frá Mutana), ekki maísena 5 eggjahvítur 2 Setjið ofninn á 150°. 3 Hrærið allt saman nema maísmjölið og eggjahvíturnar. Látið þetta samlagast vel. Stráið mjölinu yfir og blandið því sam- an við. 4 Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim í skyrblönduna. Það er bezt að gera það með sleif eða sleikju. Hvíturnar eiga ekki að samlagast skyrblöndunni al- veg, heldur mega gjarnan vera hvítir eggjahvítuhnoðrar sjáan- legir hér og þar. Hellið þessu yf- ir botninn og setjið inn í ofn á neðstu rim. Nú á kakan að bak- ast í 1 klst og 15 mín. Slökkvið þá á ofninum, opnið hann aðeins og látið kökuna standa þar i 30—45 mín. Látið kökuna síðan kólna í forminu. Athugið að hún fellur og rifnar kannski einnig, þegar hún kólnar. Hún er mjög góð volg, en einnig við stofuhita. Látið hana ekki i kæliskáp, þvi þá tapar bragðið sér. Góð sulta eða ávaxtamauk, t.d. nýsoðið úr rabarbara og sveskjum er gott með, en hún sómir sér einnig mjög vel ein sér. Nautnaspekúlantar fá sér e.t.v. glas af hálfsætu eða sætu sérrí með, portvíni eða madeira. „Slátrarinn“ helgaður afmæli SS Fyrsta tölublað „Slátrarans" 1982, blaös Starfsmannafélags Sláturfélags Suöurlands, er helgað 75 ára afmæli Sláturfélags Suðurlands. Er blaðið að meginefni grein eftir Ragnar Gunnarsson, þar sem skýrt er frá aðdragandanum að stofnun fé- lagsins og rakin saga þess. Ritstjóri blaðsins er Gunnar V. Hannesson. SLATRARINN Utgefandl Starfamannafélag Sláturtélags Suðurland 4. érg 1. tbl. apríl 198: Sinnisspeglar í Gallery Lækjartorgi Um þessar mundir stendur yfir í Gallery Lækjartorgi sýning Guö- mundar Björgvinssonar, sem hann kallar „Sinnisspegla". Sinnisspeglar Guömundar eru 57 að tölu og allir gerðir meö blandaðri tækni; prentlit- um, tússi, bleki og lakki. Sýningin er opin mánudaga til miðvikudaga klukkan 14 til 18 og fimmtudaga til sunnudaga frá klukkan 14 til 20. Henni lýkur 6. júni. Að sögn Guðmundar er nafn- giftin þannig til komin að mynd- irnar höfða á ýmsan hátt til áhorfandans og gefa allt mögulegt og ómögulegt í skyn. Menn sjái hver sinn hiutinn í myndunum og þær endurspegli þannig hvað í sinni þeirra býr. Guömundur Björgvinsson við einn sinnisspeglanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.