Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 24
72 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1982 hvers staðar nálægur, og æskunni fannst þá allir vegir færir.“ I>egar forsetatíðinni lauk hélt Teddi í mikla reisu til Afríku og gaf sig að náttúruvísindum og dýraveiðum. Hér stendur forsetinn fyrrverandi við þrettánda nashyrninginn sem hann drap í þessari Afríkuför. Enginn hefur átt jafn hamingjuríka daga og ég, sagði Theodore Roose- velt. sínum Henry Cabot Lodge og bauð honum til miðdegisverðar. í boðsbréfinu sagði meðal annars: „Við getum ef til vill rætt um keisaradæmi Hittita, Java-mann- inn og ástarsöngva Magya og farið nákvæmlega í skyldleika Atla í Völsungasögu og Atla Húnakon- ungs í Niflungaljóðum og skyld- leika þessara beggja við Attila." Teddi Roosevelt var semsé eng- inn undirmálsmaður. Þeir gleymdu honum seint sem sáu hann á velli; lítill, gildur og kringluleitur í andliti, smitaði hann frá sér krafti og sannfær- ingu og lífsfjöri. Menn gleymdu stað og stund horfandi á Tedda, þar sem hann hnykklaði brýrnar og yggldi sig, með mikið yfirvara- skeggið og glottandi svo sást í stóran tanngarðinn. Hann var uppáhald allra skopteiknara og það var enginn skopteiknari svo lélegur að hann næði ekki Tedda. Þegar hann flutti ræður var ekki nóg með að hann talaði með öllu andlitinu, heldur var skrokkurinn á sífelldu iði: hann baðaði út hönd- unum, grenjaði framaní áhorfend- ur, hvíslaði, hughreysti þá, hvatti, áminnti og hirti. Það sópaði að honum hvar sem hann fór. Eftir hvern stjórnmálamanninn öðrum leiðinlegri frá lokum borg- arastyrjaldarinnar, varð Teddi Roosevelt amríska undrið og keppti við þjóðgarðana og Nia- gara-fossana um hylli ferðalanga. Tíðindamenn blaða fylgdu honum eins og skugginn og í hvert sinn sem hann lauk upp munni, básún- uðu fjölmiðiar það yfir allan landslýð. Fjölskylda hans var líka í sviðsljósinu og allir vissu þegar strákarnir hans Tedda brutu rúðu í Hvíta húsinu, þegar þeir voru í hornabolta, og þegar þeir riðu á folöldum sínum inná forsetasetrið og inní lyftuna og uppá aðra hæð... Teddi var ákaflega vinsæll með löndum sínum og segir í einni heimild: „Gamla fólkið gleymdi áhyggj- um og elli, þegar Teddi var ein- essi fjandans kúreki, sagði Mark Hanna og Teddi byrj- aði forsetatíð sína með því að sefa íhaldsmenn í flokki sínum og lofa að breyta ekki útaf stefnu McKin- leys. En jafnframt vó hann að auðhringunum í landinu. Rocke- feller sagði að það væri hættu- legur maður sestur á valdastól í Bandaríkjunum. Þann 18da febrú- ar 1902 dró Roosevelt Northern Securities-félagið fyrir dómstóla en almenningur hafði óbeit á þeim félagsskap. Það var járnbrautar- samsteypa J.P. Morgans og fleiri auðjöfra. Fleiri saksóknir fylgdu í kjölfarið. Baráttu sína gegn auð- hringunum skýrði Teddi svo: „Markmið okkar er alls ekki að koma hinum stóru samsteypum á kné, heldur þvert á móti eru þess- ar stóru samsteypur óaðskiljan- legur hluti í þróun nútíma iðnað- ar ... En við verðum að spyrna við fótum, þegar um misnotkun og spillingu er að ræða. Málið snýst um það hvort stjórnvöld hafi völd til þess að halda uppi lögum og reglu eða ekki.“ A þessu hamraði Roosevelt, en málshöfðanir hans báru litinn árangur og runnu flestar útí sand- inn. Það virðist sem hann hafi ekki verið heill í þessum efnum. Jafnvel samsteypur, sem allir vissu að höfðu ýmislegt óhreint í pokahorninu, voru látnar í friði, samsteypur eins og Standard Oil og American Tobacco Company. Sagnfræðingar hafa oft bent á, að stjórn Tafts sem tók við af Roose- velt, hafi orðið miklu meira ágengt í þessari baráttu, þó fjaðrafokið hafi ekki verið eins mikið. Taft stóð fyrir 90 málshöfð- unum á fjórum árum, á meðan Teddi stóð aðeins fyrir 54 á sjö árum. Sá kunni sagnfræðingur Hofstadter, fullyrðir að veidi auð- hringanna hafi aldrei vaxið hrað- ar en í stjórnartíð Roosevelts. Roosevelt var mjög í nöp við auðmenn, en hræddist múginn. Hann skrifaði árið 1906: „Hin leiðinlega og blinda heimska auðmannanna: gróðafíkn þeirra og hroki, og spillingin sem fylgir þeim í viðskiptalífinu og stjórnmálum — allt þetta vekur óheilbrigða æsingu og gremju meðal almennings, sem birtist í hinum sósíalska áróðri, sem allt ætlar um koll að keyra." Roosevelt leit hornauga öll kennimerki um samtök meðal verkafólks. Hann beitti sér samt fyrir ýmsum félagslegum umbót- um og sýnir það sig í þeirri stað- reynd að hann stofnaði fyrstur Bandaríkjaforseta embætti við- skipta- og atvinnumálaráðherra í stjórn sinni árið 1903. Þá fær Roosevelt gott innlegg í sögunni fyrir að miðla málum í kolaverk- fallinu 1902. Það hafði ekki gerst fyrri í sögu Bandaríkjanna, að for- seti hlutaðist til um lausn vinnu- deilna. Atvinnurekendur leystu venjulega slíkt uppá sitt eindæmi með aðferðum sem hæfðu tíðar- andanum. Roosevelt náði léttilega endur- kjöri í kosningunum 1904. Hann var, sem áður segir, mjög vinsæll af löndum sínum alla tíð, þó hann hafi fengið misjafna dóma sagn- fræðinga. Roosevelt beitti sér fyrir ýmsum frekari umbótum og breytingum innanlands en á fyrri árum stjórnar sinnar. Iutanríkismálum var Roosevelt vel heima. Sem gamall út- þenslusinni var hann betur upp- lýstur um utanríkismál en nokkur fyrirrennari hans og hafði auk þess sérstakan áhuga á utanrík- ismálum. Hann var einbeittur og lét ekki segja sér fyrir verkum, trúði á land sitt og þjóð, og bauð Evrópustórveldunum byrginn. Helstu afskipti hans af utanrík- ismálum felast annars vegar í auknum ítökum í Rómönsku- Ameríku, og eru athafnir hans þar kallaðar á sögubókum „The Roose- velt Corrollary to the Monroe Doctrine". Hann kynnti þjóðinni stefnu sína í þeim efnum árið 1906, og réttlætti afskipti Banda- ríkjanna af málefnum ríkja í Rómönsku-Ameríku og vildi hindra afskipti Evrópuríkja af þessum heimshluta. Hann hafði áður veitt Kúbumönnum tolla- ívilnanir og bætt þar með efnahag þeirra, sent herlið til Santa Dom- ingo til að hindra Evrópuveldin í að hlutast þar til um mál, en Santa Domingo-menn voru skuld- um vafðir og lánardrottnarnir ætluðu að sýna í sér tennurnar. Einnig hafði hann beitt Þjóðverja þvingunum í deilum við Venesú- ela-stjórn. Þá lét hann grafa Panama-skurðinn, sem var stór- virki. Ahrif Bandaríkjanna bárust einnig til Asíu í stjórnartíð Roose- velts. Hann taldi Kínverja ekki meðal siðmenntaðra þjóða, hern- aðarstyrkur þeirra var lítill og engin framfaraöld í landinu, box- arauppreisnin nýafstaðin og keis- arastjórn í andarslitrunum. Roosevelt leit því til Japana og í stríði þeirra við Rússa 1904—’05 veitti hann Japönum diplómatísk- an stuðning. Hann gegndi svo hlutverki sáttasemjara í því stríði og fórst það vel úr hendi. Að vísu efldust Japanir mjög með samningunum og tóku að færa sig uppá skaftið í Kóreu og Mansjúríu. Roosevelt samdi þá við Japani um að ábyrgj- ast óbreytt ástand í Austurlönd- um fjær og sendi flota sinn í sigl- ingu um heimshöfin. Þá var Af þýðingu Stephans G. Það var Aðalsteinn Kristjáns- son sem bað Stephan G. Steph- ansson að þýða kvæði Kiplings, „Great Heart“. Það var árið 1926 og var Stephan þá 73 ára og átti aðeins eftir ár ólifað. Stephan sagði frá þýðingu sinni á þessu kvæði í einu bréfa sinna til séra Rögnvalds Péturssonar, en stend- ur þá í þeirri trú að það hafi verið Hall Caine sem orti kvæðið. Það var hins vegar Rudyard Kipling, svo sem Aðalsteinn tiltekur í Svipleiftri samtíðarmanna, en þar birtist íslensk þýðing kvæðisins í fyrsta sinn á prenti. Þá er Kipling nefndur höfundur kvæðisins í Andvökum. Aðalsteinn og Steph- an áttu nokkur bréfaskipti og minnist Stephan stundum á Aðal- stein í bréfum til vina sinna og veit ekki fyllilega hvernig hann á að taka Aðalstein. Hann segir meðal annars í bréfinu til Rögn- valds: “Þakka þér líka fyrir aðvör- un þína með A(ðalstein). Annars ekki, held ég, hundrað í hættu. Ég er honum svo að segja ókunnugur, nema af bréfaviðskiptum, og af- spurn, — en ég hef tæpl. skilið í honum.“ Síðan rekur Stephan stuttlega skipti sín við Aðalstein „sem hefir ekkert nema vel við mig mælt“ og skal hér vitnað í bréfið, þegar Stephan kemur að því að Aðalsteinn biður hann að þýða kvæðið um Roosevelt: „Enn síðar sendi hann mér nokkur blöð vélrituð úr bók, sem hann kvaðst vera að semja og nefndi „Menn, sem ég hefi kynnzt", að mig minn- ir. Það var um Roosevelt forseta — ómelt lof, að mér virtist, og víst eftir öðrum haft, nema A. Hafði heyrt ræðu til „Tedda“ sáluga einu sinni, að því er séð varð. Svo mæltist hann til, að ég þýddi fyrir sig kvæði um Roosevelt, eftir Hall Kain (Hall Caine). A. hafði beðið einhvern ísl. hagyrðing að þýða það, áður en mig, en ekki orðið ánægður — og ekki að raunar- lausu, eftir sýnishorni að dæma, sem A. sendi mér. Eftirmæli Halls voru auðvitað eins konar verðleikalaun fyrir glamur Roose- velts með Englendingum í stríð- inu stóra — það var auðskilið, en Stephan G. Stephansson, sjötugur. kom hvergi blátt fram í ljóði hans. En kvæðið átti þann þýð- ingar-rétt á sér, að það var, í mín- um augum, undarlega fallegt og vel kveðið.þessi „keltneski" kveinstafa-blær yfir því (eins og haustgola í laufföllnum skógi), hve heimurinn yrði snauðari „When Great-Heart is gone“, eins og Caine kenndi Roosevelt og sem ég þýddi „Hjartaprúður". Ég hafði því hálfgerða skemmtun af að rubba þetta á íslenzku. Sendi svo A. það með þeirri athugasemd í bréfi, að Roosevelt væri að mínu áliti, frægari sökum síns bægsla- barnings í orði en á borði." Stephan mistekur sig sem sé þarna á höfundi kvæðisins, en í bréfi til Aðalsteins nokkrum ár- um áður en Kipling orti kvæðið „Great Heart", er að finna at- hugasemd Stephans, sem gæti raunar allt eins staðið sem at- hugasemd við „Great Heart". Þar segir Stephan G. Stephansson: „Ég trúi líka á afarmennin, en ekki eins og Kipling. Mín eru þau, sem lyfta öðrum upp, jafnfætis sér, þrátt fyrir hæfileika-mun. Það er afarmennanna sérstaki hæfileiki."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.