Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1982 51 „Sjúkdómur í líffærí getur einnig haft áhrif á rásirnar, og viðkvæmir blettir myndast á ferli vidkomandi rásar. Punktur að na fni Lanwei (botnlangi) getur orðið viðkvæmur í bráðu botníangakasti, en Zhong fu ef lungun eru sýkt.“ „Hjartarásin á upptök sín í hjartanu. Þaðan fer hún í gegnum þindina og tengist við smágirnið. Grein fer frá hjartanu upp eftir hlið vélindis, í tungu, og bindst auganu. Aðalrásin fer þvert frá hjartanu í lungað, og kemur út í handarkrika, — fer síðan eftir aftari brún á innanverðum handlegg að úlnlið — eftir lófanum og meðfram innri hlið litla fingurs að nögl og tengist við smágirnisrásina, sem byrjar þar. — Efum truflun er að ræða í hjartarásinni, getur það lýst sér sem sársauki eða óþægindi eftir aftari og innri hlið efri útlima, þar sem hjartarásin fer um, eða það getur verið um grípandi tilfinningu að ræða fyrír brjósti, vélindi, tungu og auga, sem sársauki eða önnur einkenni. “ eða tvo nálastungupunkta. Nála- stunguaðferðin hefur um þúsundir ára verið ein aðal lækningaraðferð Kínverja og er það en þann dag í dag, ásamt öðrum læknisaðferðum. Vandamálið hefur hins vegar alltaf verið að finna nálastungupunktinn sem meðferðin á að fara fram á — til þess þarf meistara í þessum fræðum, og dugar stundum ekki til. Með tækinu, sem ég hef smíðað, getur hins vegar hvert barn fundið nálastungupunktana nákvæmlega. Margar nálar voru neyðarúrræði sem sumir nálastungulæknar gripu til í þeirri von að a.m.k. ein nál hitti í réttan punkt. Eins og ég sagði áðan getur stundum verið nóg að nota aðeins einn punkt, liggi nákvæm greining fyrir, en algengt er þó að fjórir til sex punktar séu notaðir í hvert skipti." Eru nálastungu- lækningar hættulegar? Nú hefur nálastunguaðferðin verið talin hættuleg nema í hönd- um færustu nálastungulækna. „Já, hún er það óneitanlega — jafnvel í höndum færustu nála- stungulækna. Ég get sýnt þér myndir af hreint ótrúlegum nála- stunguaðgerðum sem framkvæmd- ar eru í Kína. Þriggja tommu löng- um nálum er iðulega stungið á kaf inn í líkamann þannig að ekki má muna hársbreidd að þær skaddi viðkvæm líffæri s.s. hjarta, mænu eða heila. Eftir að þeim hefur verið komið fyrir er þeim snúið og þær jafnvel undnar, og dregnar fram og aftur. Árangur af þessum lækning- um er oft stórkostlegur, en það hvarflar að manni að það hljóti að koma fyrir að örlítil mistök valdi óbætanlegum skaða. Það er hins vegar einn helzti kosturinn við þetta tæki mitt að ómögulegt er að skaða sig á því ef fylgt er vissum einföldum varúð- arreglum. í stað nálarinnar er komin sérstök rafeindaverkun, sem undir engum kringumstæðum get- ur skaðað vefi líkamans. Þá hef ég komist að því við tilraunir með tækinu í fjölda ára, að það virðist hafa lítil áhrif á nálastungu- punkta, nema því aðeins að þeir séu á rás sem tengist „líffæri“ sem er í ójafnvægi." Þú telur sem sé að tækið og þessi lækningaraðferð hafi nánast enga ókosti? „I hreinskilni sagt, nei. En þessi lækningaaðferð hefur að sjálfsögðu sín takmörk, þó ég sé hreint ekki viss um hver þau eru.“ Fyrirbyggjandi lækningar „Hafa verður í huga að í kín- verskum fræðum er litið þannig á að lækningar eigi að vera fyrir- byggjandi. Sjúkdómur getur verið orðinn svo rótgróinn að hann sé því sem næst ólæknandi. Samkvæmt kenningunni hefst sjúkdómur við röskun orkujafnvægis aðallíffær- anna 12. Verði röskun á tiltekinn hátt viðvarandi, verður vart sjúk- dómseinkenna í líkamanum. Og viðhaldist röskunin áfram breiðist sjúkdómurinn sífellt meira út. Af þessu leiðir að því fyrr sem meðferð er framkvæmd, því betur gengur lækningin — og er þetta einmitt reynslan af mínum til- raunalækningum. Þess vegna væri æskilegast að geta framkvæmt að- gerðir gegn sjúkdómum áður en þeirra yrði vart í líkamanum — þannig tel ég hugsanlegt að koma mætti í veg fyrir ansi marga sjúk- dóma. Það er einmitt af þessum ástæðum sem ég hef lagt kapp á að hanna greiningartækið sem ég minntist á. Væri það til staðar gæti fólk einfaldlega lítið „yfirfara" sig t.d. fjórum sinnum á ári. Grein- ingartækið mundi gera það fram- kvæmanlegt að finna hvort „líffær- in“ 12 væru í orkujafnvægi eða ekki, og gæti þannig greint sjúk- dóm áður en hann kemur fram í líkamanum. Þetta er lýgilegt — en gæti engu að síður verið fram- kvæmanlegt." En hvað með kenningakerfið sem liggur að baki nálastunguaðferð- inni? — í hreinskilni sagt virðist það vera út í hött. „Nei Ching“ „Ég get ekki annað en verið sam- mála því — það virðist vera út í hött, en er það bara alls ekki. Kín- verjar hafa stundað lækningar eft- ir því í tæp fimmþúsund ár en aldr- ei fundið í því vitleysu eða agnúa. Sjálfur hef ég af því sömu reynslu, en ég hef að vísu aðeins rannsakað það í áratug. Svo virðist sem þetta kerfi sé byggt á allt öðrum husunarhætti og þekkingargrundvelli en við Vesturlandamenn kunnum skil á. Ef til vill á kínverska myndletrið og sú tjáning sem það leiðir af sér nokkurn þátt í þessu — framsetn- ing þessa lækningakerfis er greini- lega mótuð af tjáningarháttum myndletursins. Ég hef þurft að kynna mér kínverska myndletrið nokkuð, í sambandi við nöfn og ein- kenni nálastungupunkta, og tel að hluti skýringar þess hve þetta kerfi er einkennilegt gæti legið í þessu. í kínversku bókinni „Nei Ching“, elztu lækningabók veraldar, sem skrifuð var fyrir um 4500 árum, er kenningin bakvið nálastunguað- ferðina sett fram fullmótuð. A öll- um þeim tíma sem liðinn er síðan hefur mönnum ekki tekist að bæta neinu við það hugmyndakerfi sem þar er sett fram, og það hefur held- ur ekki tekist að finna á því neinn agnúa eða vöntun. Ef til vill verður hægt að útskýra þetta kerfi og skilgreina hina ýmsu hluta þess með rannsóknum, þann- ig að við getum skilið eðli þess og tengt það nútíma þekkingu. En varðandi notagildi kerfisins held ég að það breyti ekki öllu hvort við skiljum til fulls hvað þarna er að verki.“ Veitingastofan <: Þrastalundur v. Sog —------ Höfum opnað I Veriö ávallt velkomin Eins og áður bjóðum viö upp á: ★ Veitingar og feröamannavörur •k Málverkasýningar ★ Laxveiði í Soginu ★ Bensínafgreiösla Esso-þjónusta Til helgarinnar Hamborgari feröamannsins eöa Þrastalundar-samloka og TAB kr. 69,00 Ath.: Sérstakur kaffi- og kökuskammtur í tilefni árs aldraöra kr. 39,90. — Úrvals kökur og rjúkandi kaffi. Sigþrúður Pálsdóttir sýnir verk sín um þessar mundir. Hún nam í New York. Fyrsta sýning hennar á islandi. Óskum öllum landsmönnum ánægjulegrar helgar og hafiö hugfast aö áfengi og útivist eiga ekki samleiö Sprite Þ R £ T A L U N D U R Drekkið TaB sykurlaust AVALLT KALDIR OG HRESSANDi Þjonusta — Vörur Afgreiöslupiltur Hörður KR Traustason Verið ávallt velkomin Uthverfi: Hjallavegur Austurbrún frá 8 Kambsvegur Síðumúli Upplýsingar í síma 35408 Tn Uj m : ■ ' PTi iTl Kl 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.