Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ1982 57 Listasafn Einars Jónsson- ar opið dag- lega í sumar Listasafn Einars Jónssonar er opið daglega frá og með fyrsta júní, nema mánudaga, frá kl. 13.30 til kl. 16. Heimili Einars Jónsson- ar og Önnu, konu hans, var á efstu hæð safnsins, og yfir sumarmán- uðina er það opið almenningi til sýnis á sama tíma og listasafnið. Kolbeinn Bjarnason Einleikur á flautu í Fé- lagsstofnun Þriðjudagskvöldið 1. júní mun Kolbeinn Bjarnason flytja tvö verk eftir franska tónskáldið André Joli- vet, þ.e. 5 særingarþulur, samdar 1938 og Ascéses (Meinlæti) samin 1967. Þá mun hann einnig spila Part- ítu í a moll fyrir einieiksflautu eftir J.S. Bach. Kolbeinn lauk prófi frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík vorið 1979, þar sem kennari hans alla tíð var Jósef Magnússon. Síðan stundaði hann nám hjá Manuelu Wiesler til haustsins 1981, en í vetur hefur hann verið nemandi japanska flautuleikarans Kiyoshi Kasai í Basel. Leiðir hans hafa líka legið til Toronto, í tíma hjá Robert Aitken en við undirbúning þessara tónleika hefur hann notið tiisagnar Manuelu Wiesler. Spilamennska þessi fer fram í Félagsstofnun stúdenta og hefst kl. 20.30. f KAUPMENN- VERSLUNARSTJÓRAR AVEXTIR IKUNNAR Bananar Doló — Epli rauð Extra Fancy USA — Epli rauð Clermont USA — Epli gul frttnsk — Epli grœn Granny Smith — Appelsínur Jaffa — Appelsínur Marokko — Grape Outspan — Sítrónur Outspan — Klementínur Jaffa Topas — Perur Cape — Melónur gular Honey Dew — Vatnsmelónur — Vínber — Nektarínur — An- anas — Avocado. EGGERT KRISTJANSSON HF Sundagörðum 4, sími 85300 PA 460 eldavélin með gufugleypi Glæsilegir tiskulitir karry gulur, avocadó grænn mál: 60x60x85 (eða 90) PA 460 eldavélin er ein fullkomn- asta og glæsilegasta eldavélin á markaðnum. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. Bergstaðastræti 10 A - Sími 16995 4 hellur, termostathella Upplýst takkaborð Tvöföld köld ofnhurð meó barnaöryggislæsingu Stór ofn aó ofan með rafdrifnu grilli, sjálfhreinsandi Stórofn að neðan, sem líka má steikja og baka í Sterkur gufugleypir fylgir, með klukku og sjálfvirkni fyrir eldavélina Kolasía ef gufugleypirinn á ekki að blása út fæst auka- lega. . + + + + + + + Til þess að gera þér mögulegt að eignast þessa glæsilegu eldavél og gufugleypi bjóðumst við til aó taka gömlu eldavélina þína upp í fyrir 500 krónur. Engar áhyggjur, við komum til þín meó nýju vélina og sækjum þá gömlu án tilkostnaðar fyrir þig (gildir fyrir stór Reykjavíkursvæð- ió). Sértu úti á landi. — Hafðu samband. Umboðsmenn okkar sjá um fram- kvæmdina. Dragðu ekki að ákveöa þig. Við eigum takmarkað magn af þessum glæsilegu KPS PA 460 eldavélum á þessum kostakjörum. Kr. 10.390,- Útborgun Kr. 2.000,- Eftirstöðvar kr. 1.400,- á mánuði að viðbættum vöxtum. Veró PA 460 eldavél með gufugleypinum Mínus gamla eldavélin Kr. 10.890,- Kr. 500,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.