Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1982 I leiðinni Mohammed Lorgat leist ekki á blikuna. Þaö var ískalt og hvítur snjórinn yfir öllu. Hann harkaði samt af sér og þrammaði áfram. Hann var líka í vinnunni og varð að gera skyldu sína. Mohammed var nefnilega bréfberi í póstþjónust- unni í Birmingham, en afrískur að uppruna og hafði aldrei séð snjó. Þegar tók að hríða svo sá ekki útúr augum, varð Mo- hammed viti sínu fjær af hræðslu, kastaði póstburðar- töskunni í næstu öskutunnu og hljóp eins og fætur toguðu heim, skreið undir sæng og ákallaði sólarguðinn. „Hann hélt það væri kominn heimsendir," sagði lögfræðingurinn við dómarann, Mohammed til málsbóta, en kom fyrir lítið. Mohammed var sekt- aður um 225 pund og rekinn ævilangt úr póstþjónustunni ... Ekki alls fyrir löngu kom út á Englandi bók sem ber yfirskriftina „Russia Dies Laughing". Þar segir Ked Z. Dolgopolovas nokkuð af skop- skyni þessarar kúguðu þjóðar, sem maður gæti kannski ímynd- að sér að hefði fátt til að kætast yfir. En það er öðru nær. Til að mynda hlægja Sovéttar hvað ákafast að kúgunaraflinu sjálfu, kommúnistaflokknum og vald- höfum hans. Hér koma dæmi: Á hverjum morgni gerist það við verslunargötu nokkra í Moskvu, að maður einn birtist þar flautandi lagstúf fyrir munni sér og stígur inn til blaðasalans. Hann kaupir sér eintak af Prövdu, rennir augun- um yfir forsíðuna, vöðlar svo blaðinu saman og kastar því í ruslafötuna, stingur höndunum i frakkavasann og stígur út. Blaðasalinn horfði nær orðlaus á þessar aðfarir morgun eftir morgun, og einn daginn stóðst hann ekki mátið og spurði manninn af hverju hann kastaði alltaf blaðinu þegar hann hefði rennt augunum yfir forsíðuna. Maðurinn horfði dálitla stund á hann, leit svo í kringum sig og hvíslaði: Ég hef aðeins áhuga á dánar- fregnunum. En dánarfregnirnar eru alls ekki á forsíðunni, sagði blaða- salinn. Ég skal segja þér, hvíslaði maðurinn og beygði sig nú yfir borðið; dánarfregnin sem ég er að bíða eftir verður á forsíðunni. Einhverju sinni var það sem Leonid Brésnef ákvað að bjóða móður sinni til Moskvu og sýna nú gömlu konunni hvernig son- urinn hefði komist áfram í ver- öldinni. Hann sýndi henni höll- ina sína, stóra útisundlaugina og límósínið. Gamla konan átti ekki til orð og Brésnef dró stoltur fram úr pússi sínu ljósmyndir af einkaflugvélinni sinni, sumar- höllinni við Svartahaf og stóru skemmtisnekkjunni. Móðir hans gapti af undrun: Þú hefur sannarlega staðið þig, Lyonechka, sagði hún loks, en ég er áhyggjufull. Hvað verð- ur um þig, ef bolsévikarnir koma aftur ... Ekki er ailtaf létt að greina hvoru megin járntjalds slíkir pólitískir brandarar verða til. Hér er einn sem gæti hafa verið smíðaður beggja vegna járn- tjalds. Sovéskur forstjóri nokkur var á ferð á Englandi og bankaði þá uppá hjá enskum starfsbróð- ur sínum. Sovéttinn bar sig vel og lét mikið af ánægjuiegum samskiptum sínum við verkalýð- inn í Sovét. Það er aldrei neitt múður hjá okkur, sagði hann stoltur: Verkamennirnir okkar eru svo áhugasamir að þeir krefjast aldrei hærri launa og fara aldrei í verkfall. Enski forstjórinn hristi höfuð- ið mæðulega. Það verður aldrei í þessu landi, sagði hann: Hér eru verka- menn ekkert annað en trylltir djöfulsins kommúnistar! Anthony Powell Ford hinn fégráðugi við það að hrasa i opin- berri heimsókn í Tokýó. Víkjum næst til Þýskalands. Þar í landi varð presta- stéttin fyrir nokkru áfalli, þegar upp komst að einn úr þeirra röð- um var ekkert annað en ótindur þjófur. Séra Anton Wagner, prestur í Augsborg, Bæjara- landi, var nýverið færður fyrir rétt. Maðurinn sá er haldinn ólæknandi stelsýki, en var svo ósvífinn að segja framaní dóm- arann: Það er hreint út sagt ótrúlegt hvað prestum eru færðar marg- ar gjafir! En þó dómarinn gerði ráð fyrir einstæðum vinsældum prestsins og ótrúlegri gjafmildi safnaðarbarna hans, þá var ekki annað hægt en dæma manninn. Heimili hans var eins og vöru- hús. Þar ægði öllu saman: svo sem geysimörgum silkiteppum, hljómflutningstækjum af öllum gerðum og stærðum og fatnaði, þar á meðal 88 buxur. Alls fund- ust yfir 3.000 hlutir, sem ætla mátti að væru stolnir, að verð- mæti um 2,5 milljónir nýkróna (250 milljónir gamlar). Dómar- inn sagði að hýbýli prestsins hefðu fremur líkst lager stórfyrirtækja en mannabústað og séra Anton Wagner var dæmdur fyrir stórfelldan þjófn- að á liðnum árum og missti hempuna ævilangt. Hann virtist hafa stolið nær hvar sem hann stakk niður fæti — úr kirkjum, verslunum, heimilum, skólum ... Anthony Powell (1905) heit- ir enskur skáldsagnahöf- undur, sem sumir telja Dickens tuttugustu aldar í enskum bókmenntum. Powell er annars lítt kunnur hérlendis og kannast ég ekki við að neitt verka hans sé til í íslenskri þýðingu. Hann hef- ur ekki markað tímamót í stíl ellegar frásögn, en allt sem hann gerir þykir afburða vel gert og það sem meira er: hann er skemmtilegur. Powell hafði skrifað nokkrar afberandi kímnisögur áður en hann tók til við stórvirkið „A Dance to the Music of Time“ (1951—75) sem þykir svipa til hins mikla verks Marcel Proust „A la Recherche du Temps Perdu". Hér um ræðir flokk skáldsagna sem allar má lesa hverja fyrir sig, en eru samt sem áður ein heild og lýsa ein- hverju tilteknu breytingarskeiði í mannfélaginu. „A Dance to the Music of Time“ þykir stórkost- legt verk og stenst fyllilega sam- jöfnuð við hið fræga verk Proust, hvað varðar fjölbreytni sögupersóna, andríki og fyndni og endursköpun heiis þjóðfélags á bók. Powell lýsir því skeiði í breskri sögu þegar bóhemar sameinast aristókrötum og finnst breskum spekingum sem Bretlandi tuttugustu aldar sé fyrirkomið í hnotskurn í þessu mikla verki, „A Dance to the Music of Time“. Þess vegna er nú sagt hér frá Powell, að hann sendi nýverið frá sér síðasta bindi sjálfsævisögu sinnar, „The Jimmy Carter hefur efni á því að fara á veiðar. Brésnef og hin glað- lynda kona hans Vikt- oria ásamt eina barna- barnabarni sinu, Galyu. Strangers All Are Gone“. Þar kennir, eins og vænta mátti, margra grasa og meðal annars segir frá því þegar Powell gerð- ist bókaútgefandi. Þá gaf hann út bók eina, sem honum tókst að koma fyrir í fyrsta sæti á „best- seller“-lista, þó hún hefði í raun- inni einungis selst í þremur ein- tökum. Þetta bar ávöxt — bókin seldist upp á nokkrum mánuð- um. Powell fjallar nokkuð um skáldsagnagerð tuttugustu aldar í þessari sögu sinni og segir með- al annars svo: „Rithöfundar verða fyrr eða seinna að gera það upp við sig, hvort þeir ætla sér að stefna að fullkomnun í texta, eða helga sig frásögninni. Meðal hinna mestu rithöfunda sögunnar eru fá dæmi um fullkomnunina, kannski hjá Flaubert, kannski hjá Joyce — en jöfrar eins og Balzac og Dickens voru menn sem umfram allt vildu segja frá ... Frá mínum bæjardyrum séð verður höfundurinn að gera þetta upp við sig á grundvelli sköpunargáfu sinnar. Þegar mátturinn er slíkur sem hjá Balzac eða Dickens, þá skipta slæmir kaflar ekki svo miklu máli innan um leiftrandi frá- sögnina og stórkostlegan skáld- skapinn. En þegar skortir á þennan ofurmannlega mátt hjá rithöfundinum, þá getur hann ekki leyft sér að láta gamminn geysa. Hann verður að velta fyrir sér hverri setningu!" Jimmy Carter, fyrrum Bandaríkjaforseti, kom nýverið til Óslóborgar og hélt þar erindi á fundi 300 kaupsýslu- manna og svaraði nokkrum fyrirspurnum. Nú er það ekki í frásögur færandi, því fátt stór- merkilegt hraut af vörum mannsins, nema hann tók 220 þúsund krónur fyrir þetta verk (22 milljónir gamlar). Það er 40 þúsundum meira en Henry Kiss- inger fékk í sinn hlut fyrir sama verk í fyrra, þegar hann kom við í Ósló á ferðum sínum. Þessar peningaupphæðir sem mennirnir þiggja fyrir eina kvöldstund og kannski nokkurra daga undir- búning eru nálægt tvöföld árs- laun verkamanna, en þessir kall- ar hreyfa sig bara ekki fyrir minna. Og hví skyldu fyrrum ráðamenn í Bandaríkjunum ekki þiggja sömu laun og kvikmynda- leikarar og poppsöngvarar? Gerald Ford, sem einkum verður minnst í sögunni fyrir að hrasa oftar við opinber tækifæri en aðrir forsetar Bandaríkjanna, þykir gírugur mjög í fé. Nýverið bankaði hann uppá í Hvíta húsinu, en ekki til að rabba við Ronald Reagan, heldur til að láta skoða tennur sínar. Á þeim bæ er nefnilega veitt ókeypis tannlæknisþjón- usta — og Gerry kallinn sleppir ekki slíkum tækifærum. Fé- græðgi hans er með ólíkindum og á því fékk ekki minni kall en stjórnarformaður Pepsi-sam- steypunnar, Don Kendall, að kenna nýlega. Don hefur lengi stutt Repúblikanaflokkinn dyggilega og þegar hann fyrir skömmu hélt mikla veislu í heimabæ sínum, Palm Springs, heyrði hann að vinur hans Ger- ald Ford væri í bænum. Hann sló á þráðinn og spurði hvort Gerry vildi ekki gera sér þann heiður að líta við. Jú, jú, sagði Ford, en ég verð að fá þetta venjulega fyrir snúð minn. Kendall hélt það nú og hló hjartanlega, en hafði varla lagt á tólið, þegar hann uppgötvaði hvað Ford kallaði „þetta venju- lega fyrir snúð minn“. Það var sjaldan minna en 100 þúsund kall (10 milljónir gamlar). Þegar forsetinn birtist í veislunni seint og um síðir, spurði hann gest- gjafann hvort ekki væri hægt að ganga frá þessum peningamál- um strax. Kendall vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið og muldraði vandræðalega hvort forsetinn fyrrverandi gæti sætt sig við það að fá ekki peninginn fyrr en á morgun, hann væri því miður ekki með heftið á sér. Ford andvarpaði þunglega um leið og hann samþykkti þessa til- högun, og lét á sér skiljast að honum þætti sér meira en lítið misboðið. í býti næsta morgun færði sendisveinn Ford ávísun uppá 100 þúsund krónur frá Don Kendall — en það fylgdi engin kveðja. Jakob F. Ásgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.