Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ1982 65 Arsenik hér og EITUR arsenik þar - en upp komast svik um síðir Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunbladsina í Waahington. Charles Albanese værí vænt- anlega frjáls maður í dag, ef líkskoðarar í héruðunum fyrir norðan Chicago héldu ekki ávallt með sér fund annað slagið. Þrír aldraðir ættingjar hans létust með heldur stuttu millibili fyrir nokkru og bróðir hans þjáðist af arsenikeitrun, en enginn sá neitt athugavert við það fyrr en lík- skoðararnir fóru að bera saman . bækur sínar. Grunur vaknaði á fundinum og líkin þrjú voru grafin upp og endurkrufin. Alb- anese hefur nú verið fundinn sekur um að hafa byrlað föður sínum, bróður, tengdamóður og tengdaömmu arsenik og stolið úr sjóðum fjölskyldufyrirtækisins. Bróðirinn lifði eitrið af, en nær aldrei fullri heilsu. Charles kann að eiga dauðarefsingu yfir höfði sér. Mæðgurnar Mary Lambert og Marion K. Mueller voru 89 og 69 ára, þegar þær létust með þriggja daga millibili í ágúst 1980. Nokkrum dögum áður höfðu þær eytt deginum með Albanese-hjónunum í smábæn- um Spring Grove, Illinois, og snætt hjá þeim. Virginia Alban- ese sór við réttarhöldin að mað- ur hennar hefði ekki komið nærri matargerðinni þennan dag, en hann hefði kannski blandað drykk handa móður hennar og ömmu. Sjálfur sagðist hann hvorki hafa gefið gömlu konunum vott né þurrt. Virginia hlýddi á réttarhöldin yfir manni sínum með herptar varir og krosslagðar hendur. Hún er þriðja kona hans. Þau hjónin erfðu 67.229 dollara eftir mæðg- urnar er þær höfðu nýlega breytt erfðaskrám sínum Virg- iniu i vil. Við réttarhöldin kom í ljós, að Charles hafði lifað nokkuð um efni fram á þessum tíma. Hann átti meðal annars yfir höfði sér fangelsisvist fyrir ógreidda 3000 dollara í barnameðlag. Hann starfaði í fyrirtæki föður síns við verðlaunagripaframleiðslu og hafði dregið sér fé frá fyrir- tækinu. Bróðir hans, Michael, veiktist fyrst í september 1980 af arsenikeitrun og síðan aftur í janúar 1981. Charles sagðist hafa verið frá vinnu í bæði skipt- in, en saksóknari lagði fram ávísanir fyrirtækisins sem Charles hafði skrifað undir á þessum tíma. Michael var hærra settur í fyrirtækinu en Charles, þótt hann væri 34 ára og 10 árum yngri en Charles. Faðir þeirra, M.J. Albanese, var 69 ára og er enn forstjóri fyrirtækisins. Saksóknari sagði, að Charles hefði byrlað honum smá- skammta af arseniki í nokkra mánuði, en hellt örlagaskammt- inum í undanrennuglas þegar hann heimsótti föður sinn í sjúkrahús, þegar gamli maður- inn þjáðist af magasári. Charles sagði við réttarhöldin, að hann hefði aldrei verið einn með föður sínum í sjúkrastofunni, móðir sín, Clara, hefði ekki vikið frá sjúkrabeði eiginmanns síns. Verjandinn í málinu reyndi ár- angurslaust að hafa upp á Clöru, svo hún gæti borið vitni með syni sínum. Charles viðurkenndi, að hann hefði fengið tvær tunnur af ars- eniki frá félaga sínum fyrir all- löngu. Hann sagðist hafa notað eitrið strax, löngu áður en nokk- ur ættingja hans veiktist eða lést, til að drepa rottur sem sóttu í ruslatunnurnar hans. Hann sagðist aldrei hafa sagt konu sinni eða nágrönnum frá eitrinu og ekki varað neinn við hættunni sem stafaði af því. Charles var handtekinn í nóv- ember þegar hann var á leið í frí til Florida með móður sinni og konu. Rannsókn málsins var þá ekki lokið, en laganna verðir óttuðust um líf kvennanna. Saksóknari fagnaði úrskurði kviðdómenda á þriðjudag og sagði að þeim hefði tekist að ráða sannkallaða sakamála- þraut. Verjandinn sagði, að saksóknara hefði alls ekki tekist að sanna sekt Charles. Charles fullyrti við réttarhöldin, að hann væri saklaus og Michael, bróðir hans, væri hinn seki. Michael hefði tekið eitrið til að beina at- hygli frá sjálfum sér, en hann hefði viljað bola Charles út úr fyrirtækinu, svo hann gæti setið einn að afrekstrinum af sölu verðlaunagripanna. — ab. SAGA HÓTEL Kaupmannahöfn, Colbjornsensgade 20, DK-1652 Copenhagen, sími (01)-24-99-67 Staösett 200 fm frá járnbrautarstööinni, 300 m frá Tívolí og 700 fm frá Ráðhústorginu. íslendingar fá 10% afslátt. Eins manns herbergi án baös frá kr. 145—165. Tveggja manna herbergi án baös frá kr. 240—260. Eins manns herbergi meö baöi kr. 230—240. Tveggja manna herbergi meö baöi frá kr. 340—360. Morgunmatur innifalinn. Litasjónvarp og bar. Meö vinarkveöju frá Bredvig-fjölskyldunni meö ósk um gleöilegt sumar. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU HAFSKIP HF. REYKJAVIK AÓalfundur Aðalfundur Hafskips hf. verður haldinn föstudaginn 4. júní í salarkynnum Domus Medica v/Egilsgötu. Fundurinn hefst kl. 17.00 Stjórn Hafskips hf. Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að hafa með sér atkvæðaseðla og aðgöngukort er send voru út með fundarboði. Aðgöngukortin afhendist við innganginn. ^Baukne cht Sérti ílboð kÆU-°g jlSKÁPAP PD 2601 pC 30 wæa:153„cl" ®rei?fi0crT> q 05O uæö:14lcrTL eSSd;55crn ;60 cno Sta« ögreiös luverö DýP1 kr.7-3°°‘ magn ^ RAFBUÐ @ SAMBANDSINS Ármúla 3 • Simi 38900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.