Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ1982 55 Borgirotjórinn I Paimpol, Max Querrier, tekur i móti kapteinunum á skútunum Cadudal og Colin. Hver íslendingur gat verið stoltur af að sji íslenzka finann blakta einan við hún i hafnarbakkanum framan við skúturnar. Þrir „íslendingar“. íslandssjómaðurinn Tonton Yves, sem í rauninni endur- lífgaði, með bók sinni og frisögnum, hinn gamla tíma sjóferðanna i ís- landsmið. Og með honum Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiriðsritari í París, og Hanna Þorleifsdóttir, nimsmaður, sem oft heimsækir hann. Skólabörnin í Paimpol komu í hópum i korta- og myndasýninguna til að kynna sér þann tíma, þegar afar þeirra og forfeður sóttu þorsk i fslandsmið. Hér er móðir að hjálpa syni sínum að skrifa niður upplýsingar. þarna 3 minni sýningar með myndum af skútunum frá hérað- inu og búningum fólks frá þeim tíma. Komu skólabörnin á daginn með kennurum sínum á þessa sýn- ingu og lærðu um fortíð staðarins, enda var sýningin mjög mikið sótt. Og síðasta daginn fóru fram kortaskipti. Nútíma ísland á tjaldinu Önnur myndasýning frá göml- um tíma vakti ekki síður athygli. Á laugardagskvöldið, þegar hátíð- in var við höfnina undir beru lofti, hafði verið komið fyrir á hafnar- bakkanum geysistóru sýningar- tjaldi fyrir framan upplýstar skúturnar og sýndi Pierre Floury þar um 200 myndir frá skútuöld- inni, sem hann hefur safnað úr gömlum bókum og skjölum. Mátti þar meðal franskra mynda sjá myndir frá íslandi, frá greftrun franskra sjómanna á Fáskrúðs- firði og í Vestmannaeyjum o.fl. I hátíðarsalnum voru öll kvöldin sýningar. Byrjaði með 3 kynn- ingarkvikmyndum frá íslandi, sem sendiráðið hafði lánað. Nefndust þær ísland elds og vatns, Andlitin þrjú á íslandi og Saga íslands, dálítið gamlar myndir, sú nýjasta þjóðhátíðarmyndin frá 1974. Spurðu áheyrendur á eftir um ísland og undirrituð lenti í að svara. Fleiri kynningar voru á íslandi nútímans. Til dæmis var á föstu- dagskvöldið myndasýning af gerð- inni „audiovisuel", þar sem lit- skyggnum frá íslandi var varpað úr 5 myndavélum á 3 geysistóra skerma. Frakkinn Patrick Cellier og kona hans Catherine hafa í nokkur ár ferðast um ísland og tekið litmyndir, sem þau hafa sett saman í myndasýningu með texta og sýnt víða í Frakklandi. Eru myndirnar valdar úr 11.000 skyggnum og hafa sýningarnar vakið athygli víða í Frakklandi. Jafnframt hafa þau til sölu vand- að plakat með mynd af tslandi og bækling með upplýsingum. Birtist þar í myndum og frásögnum ís- land, eins og Frakki hefur séð það og upplifað og er falleg og merki- leg frásögn. Eitt kvöldið fór kynningin fram í æskulýðshöll staðarins, sem er gömul höll er borgin keypti með landi og byggði á skóla. En í gömlu höllinni fer fram æsku- lýðsstarf. Þarna voru kynntar á stórum sjónvarpskermi 3 myndir fyrir fullu húsi. Komu myndir frá nútíma íslandi þar fyrir í mynd um forseta íslands, Vigdísi Finn- bogadóttur með viðtali við hana, sem frönsk blaðakona hafði tekið. Annar þátturinn þetta kvöld var viðtal og kvikmynd um gamla ís- landssjómanninn Toton Yves, höf- und bókarinnar um íslands- sjómennina, sem þýdd var á ís- lenzku og kom út fyrir jólin. Var það líka unnið úr sjónvarpsviðtali með kynningu á þessum tíma. Tvær gamlar kvikmynd- ir um Islands-sjómenn Þriðji þátturinn á íslandskynn- ingunni þetta kvöld var gamla kvikmyndin um íslands-sjómenn- ina, Pecheur d’Islande, sem Jaqcu- es de Baroncelli gerði 1924 með leikaranum Charles Vanel í aðal- hlutverkinu. Þetta er þögul mynd og mjög þekkt, sem kvikmynda- safnið hér hefur eignast. En Charles Vanel er einn af þekkt- ustu leikurum Frakka og er enn að leika, 82ja ára gamall. Á föstudagskvöldið var sýnd önnur merkileg mynd, gerð eftir sögu Pierres Lotis um fiskimenn- ina á íslandsmiðum. Hún var frumsýnd þarna, sem sýnir hve mikið Paimpol-borg lagði í að hafa þessa íslandsviku myndarlega. Þessi mynd er frá 1936 og gerð í Paimpol eða á þeim slóðum. Þá voru komnar talmyndir og í aðal- híutverkum eru leikararnir Tony Boudelle og Marguerite Winter- berger, en tónlistina gerði þekkt tónskáld frá Bretagne, Guy Ro- partz. Þessi mynd var aðeins til í einu eintaki og það á gamalli eld- fimri filmu, og því algerlega bann- að að nota hana. En bæjarstjórnin í Paimpol lét vinna hana upp á nothæfa filmu, og á nú eintakið, kostaði milljón franka til að bjarga henni. Sú mynd er samt ekki að mínum dómi eins tækni- lega vel gerð og þögla myndin frá 1924. Talmyndin segir fremur rómantíska ástarsögu íslands- sjómannsins Yans og unnustu hans og sýnir líf þeirra heima, en nær ekkert er sýnt af miðunum við ísland, líkt og í þöglu mynd- inni. Þó væri gaman ef hægt væri að sýna hana hér. Ekki get ég yfirgefið svo frá- sögnina af kvikmyndunum á ís- landsvikunni, að ekki sé nefnd ein enn, sem raunar var ekki sýnd þar, en við Islandingarnir fengum að sjá að eigin ósk. Það er leik- mannsmyndin sem Jean le Meur gerði með 14—16 ára gömlum skólabörnum í Paimpol fyrir 2 ár- um og nefnist „Súkkulaðibolli". Það er 50 mínútna löng mynd, byggð að nokkru á frásögnum ís- lands-sjómannsins Yves le Roux. Hafa krakkarnir viðtal við hann, við gamla sjómannsekkju og einn- ig ungt fólk í Paimpolj sem spurt er hvað það viti um Islandssigl- ingarnar. Var myndin þannig sett upp, að krakkarnir eru í leit að fortíð sinni. Sagði Le Meur, sem starfar í þessum skóla, að ef hann ynni þessa mynd upp aftur, myndi hann gera hana tæknilega betri. I myndinni segir Tonton Yves gamli, sem varð árið 1912 skip- reika við ísland, að hann telji sig fyrst af öllu Bretona, síðan íslend- ing — og í þriðja lagi Frakka, enda hafi hann barist í 3 stríðum fyrir Frakka. „Og svo spyr maður sig til hvers það hafi verið allt saman," segir hann. Goletturnar eingöngu til íslandssiglinga Aðalhátíðarhöldin voru um helgina og stóðu þá allan daginn. Enda sigldu góletturnar tvær, Etoile og Belle Poule, inn í höfnina í Paimpol kl. 7 á laugardags- morgni. Höfðu að vísu fellt seglin áður en þær komu inn um þrönga rennuna þar sem enginn vindur var. En þær voru tignarlegar þess- ar tvær stóru skútur með möstur upp í 32,5 metra það aftara og 22,20 metra það fremra og löngu bugspjótin. 275 tonna skip með seglabúnaði upp á 450 fermetra og möguleiki á að bæta á seglin upp í 750 fermetra. Og á eftir þeim fleiri gömul seglskip, og um 40 nútíma seglbátar, sem höfðu siglt með þeim frá Brest. Þessar skútur voru byggðar 1932 eða fyrir 50 árum, og eru nákvæm eftirlíking af hinum svonefndu golettum, sem voru um 1880 byggðar í Paimpol, sérstak- lega til Islandssiglinga. Skúturnar sem notaðar voru á Nýfundna- landsmið voru þrímastra og allt öðruvísi, enda fiskað úr doríum þar. I skipabók Fjölva segir svo um þessi skip: Frakkar smíðuðu mikið af tvímastra skonnortum og voru þær tíðir gestir á miðunum kring- um Island. Þeir kölluðu skonnort- ur golettur og er talið að það sé tekið úr bretónsku og þýði upp- haflega mávur. Þannig höfðu sjó- mennirnir tilfinningu fyrir því að hin oddhvössu segl skonnortanna líktust vængjum máfsins, þar sem hann sveif yfir hafið. Frakkarnir kalla þessar íslandsskútur hunier, sem nefnt hefur verið á íslenzku toppskonnortur vegna toppsegls- ins á aftara mastri. Frönsku skonnorturnar töpuðu ört tölunni á íslandsmiðum. Fóru Paimpolar- ar því að þróa upp betri seglskip, og þóttu þau skera sig úr að því leyti að þau voru sterkbyggðari, fóru vel i sjó, sem hentaði vel þeg- ar veitt var á línu, og voru fljót að ná upp hraða. Goletturnar tvær, Etoile og Belle Poule, eru skólaskip í sjóflot- anum með heimahöfn í Brest. Þær eru í gangi allt árið og fá allir sjóliðar þjálfun á þeim. Með þeim í þessari ferð var minni skúta frá sjóhernum og af annarri gerð, „Le Mutin“. Það var gaman að vakna og líta út um gluggann á hótelinu og sjá öll þessi seglskip sigla inn með sekkjapípublæstri í morgun- sárið. Og það var gaman um kvöldið, þegar skipin voru öll fán- um prýdd og upplýst, að sjá ís- lenzka fánann blakta á hafnar- bakkanum. Maður var óneitanlega dálítið stoltur. Á daginn fór hljómsveit ungsjóliða frá Brest um bæinnn með lúðrablæstri, yf- irmenn stunduðu kurteisisheim- sóknir og borgarstjóri tók á móti gestum, en almenningur skoðaði skúturnar. Við Islendingarnir þrír lentum um borð í Sólweigu, sem reyndist vera hin merkasta skúta, 80 ára gömul og hafði fram í stríð verið lóðsbátur til að leiða skip inn í höfnina í Le Havre. Nú er hún í einkaeign og notuð til kennslu, og um borð voru þjóðlagasöngvar- arnir bretónsku, sem nefnast Ceb- estan, þeir hafa unnið upp gamla sjómannasöngva, sem m.a. hafa komið út á hljómplötu. Þeir eru sérfræðingar í söngvum af hafinu og um borð í skipunum fyrrum, þar sem menn sungu sig í takt við verkin og var mjög gaman að heyra þá flytja þessa tónlist um kvöldið með upplýstar skúturnar í baksýn, en komið hafði verið fyrir stólum og var mikill mannfjöldi á hafnarbakkanum. Þar sungu líka Paimpol-kórinn og Breiz Ihuel- hópurinn. Og allan tímann var varpað á tjald gömlum sjómanna- myndum, sem fyrr er sagt. En síð- degis á sunnudag sýndi áhugahóp- ur þjóðdansa í þjóðbúningum þarna á Duguay-Trouin hafnar- bakkanum. Og ýmis félög voru með góðgæti á söluborðum fram að miðnætti. Á sunnudagskvöld var svo allsherjar ball á staðnum með hljómsveitinni Night Birds og mikil kæti. Og með því lauk hátíð- inni. Svo sem ljóst má verða, hefur á síðustu árum vaknað geysilegur áhugi í Paimpol að rifja upp þann blómatíma, þegar þorskveiðar voru stundaðar við ísland og að kynnast fortíðinni. Fyrir 3 árum var efnt til sjóminjasafns, sem er til húsa niðri við höfnina. En nú hefur borgin keypt í miðborginni gamalt seglasaumaverkstæði og saltverkunarhús til að geta flutt þangað sjóminjasafnið og aukið það. Einnig hefur borgin nýlega keypt gamlan bát, Mad Atao, sem áhugamannafélag til styrktar safninu ætlar að gera upp í sjálf- boðavinnu og á að liggja í höfn- inni. Áhuginn er gífurlegur og ættu íslendingar ekki síður að hafa áhuga á að rifja upp þennan tima og endurnýja tengslin. Væri til dæmis vel viðeigandi að hafa vinabæjatengsl t.d. milli Fáskrúðsfjarðar og Paimpol. Og ekki væri ónýtt að fá sýningar og annað sem dregið var saman á íslandsvikunni í Paimpol á hátíð á íslandi, t.d. næstu listahátið. - E.Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.