Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 22
I „Ég hef séð hér tvö undursamleg furðu- verk í Amríku: Theodore Roosevelt og Niagara-fossana.u Þetta sagði enski skör- ungurinn John Morley, þegar hann heim- sótti hinn nýja heim árið 1904. Theodore Roosevelt var vissulega furðuverk. Yngsti forseti Bandaríkjanna, 43ja ára gamall cg forseti í sjö ár; ræðuskörung- ur, rithöfundur, vísindamaður; stríðs- hetja; veiðimaður; íþróttamaður. Hann varð þjóðhetja í lifanda lífi og jafnan kallaður „Teddi“. Þann 27da október 1857 fædd- ist hjónunum Mðrtu og Theo- dore Roosevelt sveinn, sem heitinn var í höfuðið á föður sínum. Roosevelt þessi var kaupmaður af þýskum ættum og þótti maður ráðríkur, en þó léttlyndur og geð- góður. Hann brýndi fyrir syni sín- um góða siði og heiðarleika. Theo- dore Roosevelt yngri var heilsu- veill í æsku, þjáðist af andarteppu og var allur hinn aumingjalegasti í útliti. Hann naut kennslu í heimahúsum heilsu sinnar vegna og leið ákaflega fyrir bágindi sín. Saga er af því, þegar hann mætti eitt sinn tveimur jafnöldr- um sínum á götu úti. Svo sem stráka er háttur tóku þeir uppá því að stríða Tedda, fyrir hvað hann væri vesæll og reiddist þá Teddi og réðist á strákana, sem hlógu upp í opið geðið á honum og sneru hann léttilega niður. Teddi grét sárt eftir. Þegar hann hélt til New York skömmu síðar byrjaði hann líkamsæfingar af miklum þrótti og tókst smám saman að byggja upp mikinn skrokk — ekki ósvipað og Atlas síðar. Eftir það fylgdu honum, hvert sem hann fór, boxhanskar, gormar og þess konar tæki sem aflraunamenn skemmta sér við. Hann sinnti íþróttum fram á gamalsár, gekk mikið, glímdi uppá amríska vísu, æfði hnefaleika — og í hnefaleikakeppni í sjálfu Hvíta húsinu mun hann hafa misst sjón á öðru auga — hann fór í útreiðartúra, var tennisleikari ágætur, og í forsetatíð hans voru ráðgjafar hans jafnan nefndir „The Tennis Cabinet". Roosevelt var sæmilegasti námsmaður og mikill áhugamaður um náttúruvísindi og sagnfræði. Hann lauk prófi frá Harvard- háskóla árið 1876. Þremur árum síðar gekk hann að eiga Alice Lee og áttu þau saman eitt barn. Roosevelt unni konu sinni mjög. En þó hann hefði eflst mjög lík- amlega var hann enn smeykur við lífið á marga lund. Hann var hald- inn nær sjúklegum ótta um að kona sín hlypist á brott með öðr- um manni. í náttborði sínu hafði hann til taks pistólu, slíka sem menn brúkuðu fyrrum í einvígum. „Ég hræddist margt sem ungur maður," skrifaði hann í æviminn- ingum sínum. „En með því að ein- setja mér að hegða mér ævinlega eins og ég væri hvergi smeykur, tókst mér með tímanum að yfir- stíga þessa hræðslu." Roosevelt hóf laganám við Col- umbia-háskóla, en lagði það á hill- una, þegar hann var kosinn á þing búskap og sagnfræðirannsóknum. En áhugi hans á pólitík reyndist svo djúpstæður að áður en langt um leið var hann aftur kominn á kaf í stjórnmálabaráttu. Hann gekk einnig að eiga Edith Carow, sem hvatti hann ákaft útí pólitík- ina á nýjan leik. Þau voru æskufé- lagar og áttu saman fimm börn. Arið 1886 var Teddi útnefndur borgarstjóraefni flokks síns í New York, en lenti ekki nema þriðji í þeirri orustu. Það sama ár skrifaði hann á fjórum mánuðum ævisögu Tómasar Hart Bentons og á næstu árum sjö stórar bækur um sagnfræðileg efni, stóð jafn- framt á haus í pólitík og sinnti búi sínu samviskusamlega. „Komdu þér að verki," ráðlagði hann, „gerðu eitthvað og þú held- ur sönsum. Sólundaðu ekki tíma þínum, skapaðu, framkvæmdu, láttu til þín taka, hvar sem þú ert.“ í þessum orðum felst lífshug- sjón Theodore Roosevelts. Hafi einhver maður fylgt þessum heil- ræðum, þá var það Teddi sjálfur. Hann skrifaði „The Winning of the West“ í fjórum bindum á ár- unum 1889—1895 og skipaði sér þá sess meðal öndvegis sagnfræðinga bandarískra á sinni tíð. Arið 1889 var hann skipaður yf- irmaður „Civil Service Commis- sion“, sem var lítilsmegandi fyrir- tæki, en Teddi blés lífi í starfsem- ina og þegar hann lét af starfan- um sex árum síðar var „Civil Ser- vice Commission" orðið að mikil- vægri stofnun í Bandaríkjunum. Árið 1895 gerðist Roosevelt lög- reglustjóri í New York. Hann að- lagaði lögregluna nýja tímanum, Hin vaska sveit sjálfboðaliða í spænsk-ameríska stríðinu, „The Rough Riders“. í New York fyrir Repúblikana- flokkinn. Þetta var árið 1881 og þá JSkOb F. var Teddi einungis 23ja ára gam- ÁonoireefM* all. Hann vakti snemma athygli á ASJöllSSOII sér á þingi, sérílagi fyrir heilindi tók saman sín í baráttu gegn spillingu innan Repúblikanaflokksins. En árið 1884 varð hann fyrir þungu áfalli. Kona hans, Alice, og Marta móðir hans létust með stuttu millibili. Þessi dauðsföll fengu svo á Roose- velt að hann dró sig um skeið útúr stjórnmálum og gaf sig að búskap og fræðistörfum. Hann kom sér upp búgarði í Dakóta sem hann nefndi Elkhorn. Þar vann hann jafnan 14—16 stundir á sólarhring við búskap- inn, en gaf sér samt tóm til rit- starfa. Um tíma hugleiddi hann jafnvel að hætta alfarið afskiptum af stjórnmálum og helga líf sitt Þáttur afþeim furðulega manni, Theodore Roosevelt, yngsta forseta Bandaríkjanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.