Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ1982 67 Ihaldsemin bitnar á kvenfólkinu í Grúsíu ... hafði borgarstjóri haft samband við fólk, sem var á höttunum eftir íbúðum, og boðist til þess að útvega því þær — gegn þóknun (Sjá: KOMMARAUNIR) FJOLDAMORÐl Byltingu lauk með blóðbaði Til Vesturlanda hafa borizt sögur af því, að þær „refsiaðgerðir“ sem íbúar hinnar fornu borgar Hama voru beittir að undir- lagi sýrlenzku stjórnarinnar í febrúar sl. hafi verið hryllilegri en orð fái lýst. ASSAD. Morftsveitir huu fengu frjáisar bendur. gemeinde" án alvarlegra afleið- inga. Tillaga um að veita konum at- kvæðisrétt til héraðsstjórnar í Appenzell var felld með fjórum at- kvæðum gegn einu og urðu konur bæði undrandi og reiðar yfir þess- um málalokum. Úrskurðurinn í Liechtenstein kom hins vegar ekk- ert sérlega á óvart, en konurnar þar ætla ekki að láta deigan síga. Þær eru staðráðnar í að vísa máli sínu til Evrópuráðsins og ef til vill til mannréttindanefndar Samein- uðu þjóðanna. — LIESL GRAY Flóttamenn frá Hama full- yrða að 25 þúsund manns að minnsta kosti hafi verið drepnir og heilu borgarhverfin jöfnuð við jörðu í tveggja vikna ráns- og drápsherferð. Það voru svo- kallaðar varnarsveitir stjórnar- innar undir forystu Rifaat al- Assad, bróður forsetans, sem stóðu fyrir þessum níðingsverk- um og nutu þar aðstoðar sér- þjálfaðra sveita undir stjórn Ali Haydar. Hvernig svo sem í málinu liggur er ljóst, að morðin voru flest framin eftir að yfirvöld höfðu aftur náð Hama á sitt vald eftir að byltingarhópurinn „Muslim-bræður" hafði tekið rniðborgina herskildi 2. febrúar. Um 10.000 hermenn með fa.ll- byssur og þyrlur voru sendir á vettvang og fóru létt með að vinna sigur á uppreisnar- mönnum, sem voru um 500 tals- ins. Því næst fóru þeir með morðum og ránum um borgina að undirlagi stjórnvalda að því er virðist. Flestir þeirra, sem létu lífið, voru saklausir borgarbúar. Auk þess voru unnin mikil skemmd- arverk á rúmlega 100 moskum og þrem kirkjum kristinna manna. Það er óhjákvæmilegt að skoða þessi ofbeldisverk í sam- OTIÐINDI Enn hrakar vesalings Fyrr í þossum mánuði var haldin í Nairobi í Kenýa umhverfis- málaráðstefna Sameinuðu þjóðanna og var það viðfangsefni hennar að meta stöðuna eins og hún er nú, tíu árum eftir að hin sögulega Stokkhólmsráðstefna lagði fram fyrir mannanna börn. Til umfjöllunar á þessum fundi voru skýrslur, sem sérfræðingar víðs vegar um heim höfðu unnið, og er ekki hægt að segja, að þar hafi verið um mikinn fagnaðar- boðskap að ræða. Á þessum ára- tug, frá 1972, hefur sem sagt afar lítið áunnist, hvort sem er í bar- áttu iðnríkjanna gegn menguninni eða í baráttu þriðja heimsins gegn uppblæstri og ásókn eyðimark- anna og fyrir varðveislu þeirra á náttúrulegum auðlindum eins og t.d. skógum, ræktarlandi og hreinu vatni. Og horfurnar eru þær, að á þessum áratug muni náttúruslysunum fjölga enn. í einni skýrslunni, sem unnin er tillögur um bjartari og betri heim af heimskunnum vísindamönnum, er því spáð, að mengun af völdum iðnaðar og umferðar eigi eftir að stóraukast á næstu árum, en sam- kvæmt tölvuspám mun hitinn á jörðinni aukast um 1,5—3 stig á C ef mengunin tvöfaldast. Um þetta síðastnefnda eru þó ekki allir sammála því að aðrir þættir kunna að hafa hér áhrif á. Ef hita- stigið fer hins vegar að hækka munu afleiðingarnar t.d. verða þær, að heimskautaísinn bráðnar og sjávarborðið hækkar um marga metra. Um það voru þó vísinda- mennirnir sammála, að afleið- inganna af aukinni mengun muni ekki gæta fyrr en um það bil þær veröldinni skella yfir og að þá muni verða of seint að grípa í taumana. Kolsýringur og „súr rigning" eru ein af þeim plágum, sem nú herja á iðnvædd ríki, og á ráð- stefnunni var sérstaklega varað við vaxandi hættu á húðkrabba hjá hörundsbjörtu fólki. Stafar það af því, að áðurnefnd efni eyða ozon-laginu, sem hlífir jörðinni við hættulegum útfjólubláum geislum. Önnur vandamál, sem við blasa á þessum áratug, einkum þó í þriðja heiminum, eru sjúkdómar af völdum mengaðs vatns, en ástandið í þeim málum verður stöðugt alvarlegra. Malarían mun leggja æ fleiri í gröfina, fyrst og fremst ung börn, vegna þess, að venjulegt skordýraeitur er hætt að hafa nokkur áhrif á moskító- fluguna auk þess sem sýkillinn sjálfur er orðinn ónæmur fyrir þeim lyfjum, sem notuð hafa ver- ið. í staðinn fyrir að þessi áratugur verði tími allsnægtanna, munu erfiðleikar í matvælaframleiðslu og dreifingu sjá svo um, að helsta banamein manna og sjúkdóms- valdur í þróunarlöndunum verður vannæring og stöðugt hungur. Sérfræðingar SÞ telja, að á síð- asta áratug hafi vannært fólk ver- ið um 450 milljónir talsins en nú er það miklu fleira og 30—40% allra barna í þróunarlöndunum bera einhver merki um vannær- ingu. Enn er einn umsvifamesti manndráparinn ótalinn en það er bíllinn. Ekki bara vegna óhollust- unnar af útblæstrinum, heldur fyrst og fremst fyrir það, að á hverju ári hníga 250.000 manna í valinn fyrir þessu „tæki dauðans". — ÁLASTAIR MATHESON hengi við hatramma baráttu Assads Sýrlandsforseta við neð- anjarðarhreyfingu múham- eðstrúarmanna, en í henni hafa fallið hundruð manna úr Ba’- ath-flokknum og Alawis, sem er trúflokkur í minnihluta, en nýt- ur stuðnings og aðildar forset- ans. Þegar uppreisnarmennirnir tóku Ilama, tóku þeir af lífi alla fulltrúa stjórnarinnar og þá embættismenn, sem þeir náðu til. En heiftarleg viðbrögð stjórnvalda við þessum aðgerð- um geta samt engan veginn flokkast undir sjálfsvörn, til- raunir til að koma á lögum og reglu, né heldur refsiaðgerðir gegn glæpamönnum. Það er engum vafa undirorpið, að aðgerðirnar í Hama þjónuðu ákveðnum tilgangi. Með þeim vildi forsetinn vara íbúa ann- arra borga í landinu við því að rísa gegn valdi sínu. Leynilög- reglan hefur látið það kvisast út, að aðrir andófsmenn geti átt samskonar blóðbað yfir höfði sér. Sagt er, að borgarstjórinn í Hama hafi gefið Ássad forseta skýrslu um gang mála, þá er enn rauk úr rústum borgarinnar. Á þá forsetanum að hafa orðið ein- ungis þetta að orði: — Geta „Muslim-bræður" nokkru sinni risið upp aftur? Það var raunar yfirlýstur tilgangur stjórnar- innar, að ganga milli bols og höfuðs á „Muslim-bræðrum" í eitt skipti fyrir öll. Eins og fyrr segir tilheyrir forsetinn Álawi-trúflokknum, en trúbræður hans fara með öll völd í landinu og hreykja sér hátt. Hins vegar stendur þeim ógn af Sunnítum, sem eru í miklum meirihluta, og þeir hafa sýnt fullan fjandskap. Það er einmitt þessi fjandskapur, sem lá á bak við hinar hroðalegu að- gerðir í Hama. Það virðist óhjákvæmilegt, að allar vonir um sættir á milli hinna stríðandi afla í Sýrlandi séu brostnar. Forsetinn virðist hafa gefið upp á bátinn allar til- raunir til að breikka þann grunn, sem vald hans hvílir á, og hallar sér nú eingöngu í þá átt, þar sem hann veit að honum er tryggilega borgið, þ.e. að trú- bræðrum sínum, sem eru í minnihluta. - PATRIC SEALE II NORDSJO málning og lökk I þúsundum lita, útl og Innl, blandaö eftir hlnu vinsœla TINTORAMA-litakerti, sem far- iö hefur slgurför um alla Evr- ópu. Gæöin þekkja alllr þelr sem notað hafa NORDSJÖ- málnlngarvörur. Útsölustaöir Reykjavík Malarameistarinn, Grensásvegi 50, sími 84950. Hafnarffjörður Lækjarkot sf., Lækjargötu 32, sími 50449 Grlndavík Haukur Guðjónsson, málarameistari, Víkurbraut 8, sími 92-8200. Kefflavík Birgir Guönason, málarameistari, Gróflnni 7, sími 92-1950. Höfn, Hornaffjörður Víöír Jóhannsson, málarameistari, Hafnarbraut 7, simi 97-8622. Borgarnes Einar Ingimundarson, málarameistari, Kveldúifsgötu 27, sími 93- 7159. Akranes Gler og Málning sf., Skóiabraut 25, sími 93-1354. Selfoss Fossval, Eyrarvegi 5, simi 99-1803. Elnkaumboö fyrir island: Þorsteinn Gíslason, heildverslun, Grensásvegi 50, sfmi 84950.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.