Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 42
90 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1982 Sama gatnla þrasíð í Washington Ronald Reagan, forseti, ásamt konu sinni, Nancy, við stttðuTatnið við búgarð þeirra í Santa Barbara í Kaliforníu. Frá Önnu Bjarnadóttur, frétu- ritara Mbl. í Wanhington. Það hefur verið heldur grá- myglulegt í Washington fyrir þennan árstíma undanfarna daga. Nancy og Ronald Reagan hljóta því að vera fegin að vera komin í frí til Kaliforníu. Það rignir aldrei í Suður-Kaliforníu, eins og allir vita. Sólin hefur heldur ekki brosað við Reagan í pólitíkinni undanfarið en á heimaslóðum mætir hann vin- semd og hlýju. Þar getur hann slappað af, áður en hann heldur til Evrópu nú í vikunni og náð andanum áður en hann þarf að svara spurningum annarra þjóð- arleiðtoga um vaxtaþróun í Bandaríkjunum og stendur frammi fyrir friðarhreyfingunni í Evrópu. Af hverju skyldi nokk- ur maður kæra sig um að vera forseti Bandaríkjanna? Þrasið um fjárlögin hefur nú gengið í marga mánuði en nú fer því senn að ljúka. Öldungadeild- in hefur samþykkt fjárlög sem Reagan sættir sig við en full- trúadeildin getur ekki komið sér saman um nokkurn hlut. Þó lítur helst út fyrir að hún muni sam- þykkja tillögu Robert Michels, leiðtoga repúblikana í deildinni. Reagan er hlynntur tillögu Michels, þótt hún leggi til hærri greiðslu ríkisins til félagsmála en hann telur þörf á og dragi nokkuð úr útgjöldum til varn- armála og hækki skatta. Hann verður að bíta í það súra epli að fá ekki alltaf vilja sínum fram- gengt. Símtöl Hann hefur eytt löngum stundum í símanum á tali við þingmenn í von um að vinna þá yfir á sitt band. Einn þingmann reynir hann þó ekki lengur að hafa áhrif á. Það er Tip O’Neill, demókrati frá Massachusetts og forseti fulltrúadeildarinnar. O’Neill er Iri eins og Reagan og jafn þrjóskur. Hann hefur verið í þinginu í 30 ár og ber því nokkra ábyrgð á hvernig komið er fyrir þjóðinni. Reagan skilur ekki frjálslynda stefnu O’Neills og átti væntanlega meðal annars við hann þegar hann sagði í ræðu í Kaliforníu: „Ég var hér í Hollywood þegar sumir þessara manna voru fyrst kjörnir á þing. Það var meira vit í „Bedtime for Bonzo" en því sem þeir hafa ver- ið að gera síðan." Bonzo var api sem Reagan lék á móti á sínum yngri árum. Fimm fyrrverandi fjármála- ráðherrar og einn viðskipta- máláráðherra gerðu sér ferð úr fyrirtækjunum sem þeir starfa nú við til Washington í vikunni og lögðu fram sameiginlega fjár- lagatillögu. Þeir þjónuðu undir forsetum, allt frá Kennedy til Carters, og hafa því ólíkar hug- myndir og stjórnmálaskoðanir. En þeir hafa allir áhyggjur af hallanum á fjárlögum sem blasir við næstu árin og komu sér sam- an um að eitthvað verði til bragðs að taka. Þeir sættust á að það verður að hækka skatta og draga úr útgjöldum ríkisins, jafnt til félagsmála sem varn- armála. Tillaga þeirra kann að hafa áhrif þegar öldungadeildin og fulltrúadeildin reyna að koma sér saman um endanleg fjárlög. Ef ekki þá hafa ráðherrarnir fyrrverandi alla vega gert sitt besta og komist aftur í fréttirn- ar áður en þeir gleymast alveg. Áhugi fréttamanna Tveir ráðherrar Reagans þurfa ekki að kvarta undan áhugaleysi fréttamanna — og væntanlega annarra — undan- farið. Ray Donovan atvinnu- málaráðherra er talinn á leið úr stjórninni og William French Smith dómsmálaráðherra á í vök að verjast. Donovan liggur undir ámælum fyrir að hafa haft rangt við og keypt upplýsingar um út- boð framkvæmda þegar hann starfaði hjá verktakafyrirtæki sem hann á hlut í í New Jersey. Hingað til hefur aðeins verið vit- að til um ámæli gamalla glæpa- hunda sem Donovan kallar morðingja og lygara, en nú hefur komið í ljós að alheiðarlegur maður hefur sagt FBI og atvinnumálanefnd öldungadeild- arinnar frá miður heiðarlegum bollaleggingum sem Donovan ræddi við hann fyrir 10 árum. Smith á við annan vanda að stríða. Skattaframtöl opinberra aðila hafa verið birt og þá kom í ljós, að Smith fjárfesti háar fjárfúlgur á síðustu þremur ár- um í þeim tilgangi einum að bera tap af þeim og geta þannig talið það fram til frádráttar og lækkað skatta sína verulega. Skattasérfræðingar bentu hon- um á, á sínum tíma, að þetta væri ævintýramennska en Smith tók áhættuna og var tilbúinn að fara fyrir dómstólana ef þörf krefði. Starfsmenn skattstof- unnar hafa málið nú til athug- unar. Smith segist ekki ætla að segja af sér dómsmálaráðherra- embættinu þótt hann verði dreg- Raymond Donovan, atvinnumála- ráðherra. inn fyrir dómstólana, hann er tilbúinn til að greiða það sem hann skuldar ríkinu ef ævintýri hans verður dæmt ólöglegt. Einnig kom í ljós að hann þáði 50.000 dollara að gjöf þegar hann hætti stjórnarsetu í fyrir- tæki nokkru þegar hann tók við ráðherraembættinu. Það er ekk- ert ólöglegt við það, en mörgum finnst það siðferðilega rangt og ekki er lengur talað um Smith sem líklegan hæstaréttardóma Bandaríkjanna eins og áður var gert. Laun forsetans Laun opinberra aðila í Banda- ríkjunum þykja nokkuð góð. Laun forsetans eru t.d. 189.167 dollarar á ári. Þó þykir fólki rétt að senda forsetahjónunum smá- gjafir og meðal annars þáði Nancy þrjá baðmullarnáttsloppa í fyrra og Ronald tvö pör af cowboy-stígvélum, alls þáðu þau gjafir að verðmæti 31.000 doll- ara. Þau fengu látúnsklukku, silfurbakka, ramma og kerta- stjaka, kínverskt matarstell, beltisspennur og peysur. Forset- inn má lögum samkvæmt taka við hvaða gjöf sem er, svo lengi sem hann telur allar yfir 100 dollara virði fram til skatts. George Bush varaforseti taldi fram gjafir að verðmæti 17.000 dollara. Hann verður að telja allt 35 dollara virði fram til skatts og má ekki taka við gjöf- um erlendis frá. Meðal gjafanna sem Bush taldi var kristalbakki, fimm kassar af víni, golfkúlur, ársmiðar á baseballkappleiki, baseballjakkar, smásjá og gler- fíll. Ekki allir eru svo heppnir að vera baðaðir í gjöfum og góðum launum. Á þriðjudag lést maður á sjúkrahúsi í Baltimore sem hafði verið meinuð sjúkrahús- vist á fjölda sjúkrahúsa í Georgíu af því að hann átti enga peninga og hafði ekki heilsu- tryggingu. Maðurinn brenndist illa fyrir nokkrum vikum en læknar vísuðu honum á dyr hver á fætur öðrum þegar kom í ljós að hann gat ekki greitt fyrir læknisþjónustuna. Að lokum skarst George Busbee ríkisstjóri Georgíu í leikinn og lofaði að greiða kostnaðinn svo lengi sem einhver fengist til að hjálpa manninum. Hann var fluttur til Baltimore þar sem fullkomnustu tæki voru til staðar, en allt kom fyrir ekki og ekki tókst að bjarga lífi mannsins. Það er næstum ótrúlegt að fólki í lifshættu sé meinuð lækn- isaðstoð af því að það á enga peninga. Það er sérstaklega óhugnanlegt að heyra þetta á sama tíma og skattaframtöl þeirra sem taka ákvarðanir um stefnu þjóðarinnar eru birt. Þá kemur í ljós að 17 öldungadeild- arþingmenn og 24 fuiltrúadeild- arþingmenn eru milljónamær- ingar, þrír dómarar í hæstarétti og forsetinn sjálfur. Ekki að það sé neitt rangt við að vera millj- ónamæringur, heldur dettur manni í hug, að þetta fólk eigi kannski erfitt með að setja sig í fótspor þeirra sem hafa ekki efni á því að lenda í slysi. Reagan myndi sárna ef hann heyrði þetta, því hann segist bera mikla umhyggju fyrir þeim verst settu í þjóðfélaginu. Það verður bara að finna leið til að hjálpa þeim með öðru en ríkisstyrkjum. o <2 Takið sumarið snemm öll fjölskyldan til MALLORKA wum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.