Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 26
74 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ1982 íþróttamaðurinn í Harvard-háskóla, búinn að rífa sig uppúr aumingja- dóm æskuáranna. manns. Ég bið aðeins um það, sem Roosevelt hefir beðið um sjálfur, að honum sé leyft að koma fram á vígvöllinn með sjálfboðaliðs her- deild. Hann hefir verið forseti Bandaríkjanna, og einn helzti og snjallasti meistarinn í tilrauna- verksmiðju þeirri, sem mestum frægðarljóma bregður yfir nútíð ykkar og framtíð. Þér getur ekki verið móðgun í því, herra forseti, að nöfn ykkar verði sameinuð í sálum okkar — og framtíðarinnar. Hermennirnir okkar trúa á snilld- ar leiðtogahæfileika hans; nær- vera Roosevelts mundi veita þeim nýjan fögnuð og þrótt. Kitchener hafði þannig löguð áhrif. Málefni mannkynsins, sem er einnig þitt málefni, krefst þess, að þú fram- kvæmir áhrifamesta kraftaverkið, sem þú hefir vald til þess að gera, fyrir hina þjökuðu hermenn, til þess að gleðja þá. Þegar fyrsta herdeildin ykkar kom fram á víg- völlinn, vakti það innilegan fögn- uð meðal hersveita okkar. En dát- arnir spurðu: „Hvar er Teddy Roosevelt?" Það var töfranafnið „Teddi", sem við fundum að skap- aði þeim þrek og þrótt." Theodore Roosevelt tók mikinn þátt í pólitísku lífi Banda- ríkjanna síðustu árin í lífi sínu. Hann var alltaf á oddinum, en þó ekki frambjóðandi Repúblikana- flokksins í kosningunum 1916. Theodore Roosevelt, 26ti forseti Bandaríkja Norður-Amríku, lést í svefni þann 6ta janúar 1919 á frægu heimili sínu í Sagamore Hill. Er þá lokið stuttri samantekt um mikinn mann, sem var barn síns tíma. Eins og oft vill verða um mikla afkastamenn er mis- jafnt um langlífi verka þeirra. Theodore Roosevelts verður minnst sem undraverðs gáfu- og afkastamanns, fremur en að hann hafi skilið eftir sig mikil spor í sögunni — og persónan Teddi mun Kosningarnar 1912 — Taft og Roosevelt slást uppá líf og dauða, en iifa. Wilson fylgist rólegur með. J.F.Á. Vönduð y SUMARHUS með mörgum valkostum flexpksn -húsin Sumarhús okkar thna Ji^SKJÓLBÆRSF. Borgartúni 29 Sími29393 Nú á dögum gerum við meiri kröfur til sumarbú- staða en áður tíðkaðist. Við erum farin að tala um SUMARHÚS og eigum þá við vönduð, falleg og vistleg hús sem nota má í fristund- um bæði sumar og vetur. Við viljum að þau falli vel inn í umhverfið og innrétting og allur búnaður á að vera haganlegur og eiga sinn þátt í að gefa notendum góðar frístundir saman. Með samstarfi íslenskra og danskra aðila hefur tekist að uppfylla þessar kröfur og aðrar að auki FLEXPLAN - sumarhúsið er byggt á einingakerfi sem býður marga valkosti um stærð, innréttingu, liti, fyrirkomu- lag glugga og hurða og það sem hver og einn kýs að fýlgi húsinu (útihús, bílskýli, kamina sérhannað útigrill, útipallur, torfþak ofl.) FLEXPLAN sumarhúsin eru auðveld í uppsetningu og gefa þannig kaupandanum kost á hollri og skemmti- legri tómstundarvinnu. Skýrar leiðbeiningar fýlgja. Aukþesserhægtaðfáhús- § in uppsett og tilbúin til J notkunar - jafnvel borð- sl búnaður og sængur- fatnaður geta fylgt húsun- M um. Flexplan sumarhúsin eru nýstárleg og vönduð. Pau voru kosin sumarhús ársins af tímaritinu Bo Bedre 1976. Flex- plan sumarhúsin eru hönnuð af arkitektunum Torben Rix og Leif Jensen, m.a.a. sem hlotið hafa margs konar viður- kenningu. Mikil sala víða um heim og hagkvæmni í fram- leiðslunni gerir verðið einkar sanngjarnt. Auk allrar venjulegrar fyrirgreiðslu önnumst við útvegun sumarbústaðalands - og getum nú þegar boðið land í fögru umhverfi við Svínavatn í Vatnaskógi. Afgreiðslu- frestur á húsunum er tveir mánuðir og til uppsetningar má áætla hálfan mánuð. i KaupnioniMihöfvi FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.