Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ1982 71 skar upp herör gegn spillingu inn- an hennar og jók baráttuna með mönnum og efldi siðferðÍ9þrekið. Tveimur árum síðar útnefndi McKinley, Bandaríkjaforseti, hann aðstoðarflotamálaráðherra. Roosevelt vildi efla bandaríska flotann með öllum tiltækum ráð- um, jafnframt sem hann talaði fyrir stríði gegn Spánverjum. Hann vildi koma Spánverjum sem fyrst burt úr hinum nýja heimi og gera Bandaríkin að heimsveldi. Arið 1898 sagði hann af sér í flota- málaráðuneytinu og stóð fyrir sveit sjálfboðaliða til Kúbu ásamt Wood hershöfðingja, að berja uppá Spánverjum, sem þar höfðu hreiðrað um sig og beitt Kúbubúa harðræði, sökkt bandarísku her- skipi og vildu eigna sér miklar fjárfestingar Bandaríkjamanna á eynni. Sveitin gekk undir nafninu „The Rough Riders" og þótti hin vasklegasta. Roosevelt kallaði spænsk-amr- íska stríðið jafnan „þetta indæla litla stríð". Hann sagði með stolti við fréttamenn á Kúbu: „Ég kálaði einum Spánverjan- um, ja, rétt eins og hverri annarri kanínu." Og þegar Teddi reið um vígvöll- inn eitt sinn eftir orustu, sagði hann og benti á líkin: „Sjáiði þessa fjandans Spán- verja dauða!" Þremur árum síðar varð hann forseti Bandaríkjanna. Roosevelt naut sín í samvistum við grófa menn og harðgera, sem létu sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Kúrekar voru hans menn, hann dáði frumbyggjana í vestr- inu og talaði kuldalega um indí- ána: „Ég geng ekki svo langt að segja, að dauðir indíánar séu einu almennilegu indíánarnir, en ég segi að níu af hverjum tíu séu það. Spilltasti kúreki hefur meira sið- ferðisþrek en venjulegur indíáni." Skoðanir Tedda á stríðsrekstri tilheyra einnig gamla tímanum. viðhorfið endurspeglast í þessum orðum hans: „Enginn sigur í friði kemst í hálfkvisti við sigur í stríði. Við Bandaríkjamenn höfum lifað í friði í þessu landi og getum þakk- að gjöfulu iandinu auðsæld okkar, en engu að síður finnst okkur, að stríðshetjur okkar eigi einar skilið að njóta þess besta sem landið OTfur...“ Þegar Roosevelt kom frá Kúbu var hann stríðshetja í Bandaríkjunum. Forystumenn Repúblikanaflokksins hugðust nota sér frægð hans til að dreifa athyglinni frá hneykslismáli sem frammámenn flokksins höfðu þá nýlega lent í. Teddi var tilnefndur borgarstjóraefni flokksins í New York í kosningunum 1898. Teddi sigraði með herkjum og lét strax að sér kveða með óvenjulegum hætti, svo íhaldssömum repúbli- könum rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Roosevelt lagði nýja skatta á stóru fyrirtækin, kom af stað víðtækri landverndaráætlun, hækkaði laun kennara og bætti aðstæður verkafólks í ýmsum iðn- aði. Þvílíkar endurbætur fóru fyrir brjóstið á mörgum aftur- haldssömum flokksbræðrum hans og þeir reyndu að hrekja hann úr embætti og hófu baráttu fyrir því að hann yrði útnefndur varafor- setaefni McKinleys í kosningunum 1900. í þann tíma jafngilti það pólitískum dauðadómi að verða varaforseti. Varaforsetinn hafði nær engin völd og lítil áhrif. Þess vegna var stundum brugðið á það ráð að reyna að koma mönnum, sem voru óþægir í taumi og til vandræða, í þetta embætti, því þá voru þeir jafnan úr sögunni og þurfti ekki að óttast þá meir. Roosevelt tók við útnefningunni og hefur vafalaust hugsað sér að hefja embættið til vegs og virð- ingar, svo sem gerist um atkvæða- mikla menn að þeir gera mikið úr litlu. Teddi Roosevelt hefði aldrei orðið venjulegur varaforseti, aldr- ei auðsveip undirtylla. Á það reyndi samt aldrei. McKinley og Roosevelt unnu kosningarnar, en haustið 1901 varð McKinley fyrir skotárás pólsks stjórnleysingja og lést af völdum sáranna. Theodore Roose- velt tekur þá við forsetaembætti Bandaríkjanna, sá yngsti í sög- unni, aðeins 43ja ára. Mark Hanna varð þá að orði: „Now look! Þessi fjandans kú- reki orðinn forseti Bandaríkj- anna.“ Þessi fjandans kúreki, já. En Teddi Roosevelt var annað og meira en venjulegur kúreki. Hann var afburða skýr í hugsun og fljót- ur að átta sig. Á sumum sviðum voru gáfur hans hreint undraverð- ar. Hann las með ótrúlegum hraða og hafði einstakt minni. Honum var létt um að skrifa, eins og kom- ið hefur verið inná, og skrifaði í allt 30 stórar bækur um ýmis efni. Hann var viðurkenndur sagnfræð- ingur og náttúrufræðingur. Þar að auki er hann talinn einhver af- kastamesti bréfaskrifari sem sög- ur fara af. Fróðum mönnum reiknast svo til að hann hafi skrif- að um 150 þúsund bréf á anna- samri ævi. Hann lék það, segir sagan, að lesa bréf fyrir tvo hrað- ritara, svo báðir sátu sveittir, og skrifaði sjálfur þriðja bréfið. Hann var ótrúlegur afkastamað- ur. Ræðuskörungur, orðheppinn með afbrigðum og snjall í rökræð- um og varð margt fleygt sem hann sagði og auðgaði orðabók stjórn- málamanna. Það var fátt sem fór framhjá Tedda Roosevelt. Hann var geysi- vel að sér og las léttilega fræði- bækur á fjórum tungumálum. Hann var kunnugur norrænum fræðum og líklega eini forseti Bandaríkjanna sem hefur lesið um Leif heppna og Vínlandsför hans. Eitthvert sinn skrifaði hann vini SJÁ NÆSTU SÍÐU Hugprúöi víkingurinn meö barnshjartaö Aðalsteinn Kristjánsson, Vestur- íslendingur, fasteignasali og rithöf- undur, híýddi eitt sinn á Theodore Roosevelt flytja ræðu og hefur lýst þeim fundi í bók. Aðalsteinn fæddist að Bessa- stöðum í Öxnadal 14da apríl 1878. Foreldrar hans voru Kristján Jónasson frá Engimýri og Guð- björg Þorsteinsdóttir frá Mýrar- lóni. Hann fluttist ungur til Vest- urheims, „ötull, framgjarn, óskólagenginn æskumaður", eins og séra Jónas A. Sigurðsson kemst að orði í formála að Svip- leiftri samtíðarmanna, og heldur áfram: Aðalsteinn „hefir reynst hinn mesti atorkumaður við starfsmál, átt bólstað langvistum í New York-borg og Winnipeg, en jafnframt iðjuríku starfslífi hefir honum unnist tími til ótrúlegrar sjálfsmenntunar og stundað nám við „The Brooklyn Institute of Arts and Science" og varið hvíld- arstundum til að rita á móður- máli sínu um ættland sitt og Bandaríkin og hina þjóðnýtu Vesturheimsmenn." Aðalsteinn var í breska hernum árið 1918, en stundaði verslunarstörf og fékkst nokkuð við ritstörf. Meðal bóka hans má nefna Austur í blámóðu fjalla, ferðaminningar frá íslandi; gefnar út í Winnipeg árið 1917. I bókinni Svipleiftur samtíðarmanna, sem Columbia Press Ltd. gaf út í Winnipeg árið 1927, og Aðalsteinn tileinkaði foreldrum sínum, skrif- ar hann um nokkra „þjóðnýta Vesturheimsmenn" og þar á með- al Theodore Roosevelt. Kaflinn um hann heitir „Hugprúði víking- urinn með barnshjartað" og þar er meðal annars að finna frásögn af því þegar „forseti Bandaríkj- anna bjargar kettlingi á leið til kirkju". Hér fer á eftir lýsing Aðalsteins Lýsing íslendings af því þegar hann sá Theodore Roosevelt í fyrsta og eina sinn: „Eftir ytra útliti að dæma, sam- anborið við hinn afkastamikla æfiferil, — og skoðanir þeirra, sem honum voru persónulega kunnugir, þá var Theodore Roose- velt sá sérkennilegasti maður, sem eg hefi nokkurn tíma séð. Hann var nærri sextugur, þegar mér fyrst og síðast gafst tækifæri til að hlusta á hann halda ræðu. Roosevelt var þá búinn að standa á vígvelli stjórnmálanna í þrjátíu og fimm ár. Hann var fyrst kosinn á þing í New York ríki 1881, þá rúmlega tvítugur. Eftir svo langa, ábyrgðarfulla og erfiða baráttu, er flestra fjör far- ið að dofna. — Það var ekki sjá- anlegt, að Theodore Roosevelt væri einn í þeirra tölu. Eg sat í sjöundu röð frá ræðupalli, hafði þess vegna gott tækifæri til þess Aðalsteinn Kristjánsson að fylgjast með hverri hans hreyf- ingu. Eg hafði í mörg ár lesið alt, sem eg náði til, ritað af Roosevelt eða um hann. Það, sem einkendi hann fyrst af öllu, var hans dæmafáa einlægni, æskumanns áhugi, sem næstum því á öllum sviðum mannlegrar starfsemi virtist eiga ítök — virt- ist eiga ríkjum að ráða. Allar hreyfingar Roosevelts voru svo tilgerðarlausar og djarflegar. Manni kom til hugar vængjuð vera, þegar hann kom fram á ræðupallinn. „Eg hefi aldrei mætt neinum, sem hefir haft eins mikið heillandi segulmagn,“ sagði einn hámentaður maður, sem starfaði með Roosevelt í mörg ár. Allir, sem hlustuðu á hann, jafnvel mót- stöðumenn hans, gleymdu öllum ágreiningi. Eru til margar sögur um það; menn, sem hötuðu hann, klöppuðu sem ákafast fyrir ræð- um hans. Eg þóttist finna ástæðu fyrir því, að Roosevelt hafði þetta takmarkalausa vald — jafnvel yf- ir óvinum sínum — fram yfir flesta aðra samtímismenn sína. Hans dæmafái æskumannsáhugi veitti tilheyrendum hans bæði fjölbreytt og óvænt umhugsunar- efni; — enginn meðalmaður hafði tíma til að geispa. Hann var allra manna fljótastur að skilja, fyrir hvaða málefnum fólk hafði mest- an áhuga. Hann saddi forvitni fjöldans áður en grein hafði verið gerð fyrir því, hvar þörfin var sárust. Hann var fljótur að sjá hvert stefndi, fljótur að sjá hið rétta og ranga, í störfum og fyrir- tækjum þjóða og einstaklinga, og gerast talsmaður þeirra, sem hon- um virtust vera hafðir fyrir rangri sök. Hann gleymdi ekki þeirri fögru dygð í þetta skifti. Efni þessarar ræðu var meðal annars um loforð og framkvæmd- ir stórþjóðanna í utanríkismálum — að vernda réttindi smærri þjóða, hvernig Bandaríkin hefðu brugðist við gefnum loforðum, að verja hlutleysi Belgíu, eftir samn- ingum undirrituðum í Hague. Hann mintist þess í upphafi ræð- unnar, að það væri oft sagt, að hann vildi ætíð fara í stríð, hvað lítið sem á milli bæri. „Það er eng- inn maður í þessu landi, sem hat- ar stríð meira en eg. Eg á fjóra syni, sem allir færu í stríðið — og tengdasynir mínir tveir. Þið hljót- ið að sjá, að móðir þeirra og eg tökum nærri okkur að sjá þá fara í stríðið, en eg vildi mikið heldur fylgja þeim til grafar en að vera mér þess meðvitandi, að þeir hörfi undan þegar skyldan kallar. Það var skylda okkar að mótmæla að- förum Þjóðverja í Belgíu 1914, eftir Hague samningunum, sem Bandaríkin höfðu undirskrifað ásamt fleirum, að vernda hlut- leysi Belgíu. Það geta verið skift- ar skoðanir um það, á hvern hátt heppilegast hefði verið að frelsa Belgíu, en við gátum ekki sóma okkar vegna setið hjá aðgerða- lausir. Við höfum hagað okkur eins og Micawber, í hinni frægu sögu Charles Dickens. Þegar ávís- anir hans féllu í gjalddaga, þá rit- aði hann ætíð aðrar í staðinn. Það er óþarfi að skýra þetta dæmi frekar; þeir, sem fylgst hafa með stefnu og framkvæmdum stjórn- arinnar hér í landi, þurfa þess ekki með.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.