Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1982 „Vid höldum út núna um næstu mánaöamót og leikum á einum átta stöðum — aðal- lega í Lundúnum,“ sögöu Þeysarar er Járnsíðan lagði leið sína til þeirra þar sem þeir hafa æfingaaðstöðu úti á Álftanesi. Ekki amalegt að geta æft í friði og ró svo aö segja úti í sveit og ekki gerir það neitt verra, að forsetinn er í næsta nágrenni, á Bessa- stöðum. f ensku poppblööunum er þaö algild regla aö ekki er heiglum hent aö komast í gegnum viötöl blaöa- manna án þess aö vera mjög vel aö sér í „local-húmor“ og þekkja ákaflega vel til innviöja poppsins þar í landi. Fyrir vikiö eru viötöl oft á tíöum nær ólesanleg. í Ameríku er þessu ööru vísi far- iö. Viötölin eru undantekningarlítið auömelt og þægileg aflestrar, en gallinn er bara sá, aö meginhluti ritmálsins fer oft á tíöum í þaö eitt aö útlista fyrir lesandanum á hvaöa hátt viökomandi blaöa- manni tókst aö ná tali af, eöa sitja fyrir, umræddri poppstjörnu. Þar eru poppara meöhöndlaðir eins og guöir og framkoma i þeirra garö af hálfu blaöamanna tekur oft mjög miö af því. Hér á íslandi erum viö blessun- arlega laus viö allt slíkt glingur. Mannfæðin gerir þaö að verkum aö hér er allt miklum mun per- sónulegra og popparar eru ekki aö setja sig á háan hest (meö fáeinum undantekningum þó). En sleppum þessu. Ekki var ætlunin aö gera úttekt á viðtökum í erlendum blööum aö þessu sinni heldur voru þaö Þeys- arar sem voru til spjalls. Litlum vandkvæöum var bundiö aö ná tall af þeim drengjum, þótt tveir þeirra gætu ekki veriö viöstaddir og viö erum ekkert að meöhöndla hina þrjá sem einhverja guöi heldur ávörpum þá bara eins og þeir koma fyrir: Maggi, Gulli og Tryggur (Sigtryggur). Þeysara voru orönar ansi háþróaö- ar um skeiö. Alls kyns sögur gengu um höfuðborgina þvera og endi- langa varðandi samstarf Þeys og þeirra Jaz og Geordie úr Killing Joke. Á endanum varö ekkert úr því samstarfi — a.m.k. ekki aö sinni — og Þeysarar halda áfram reynslunni ríkari. ÁTÖK „Þetta er búiö aö vera skrambi átakamikið tímabil og um tíma vissu menn vart í hvorn fótinn þeir áttu aö stíga. Menn settust niöur og fóru aö velta hlutunum fyrir sér og á endanum sáu menn hvernig landiö lá. Viö settum Jaz upphaf- lega ákveöin takmörk í fyrirhugaðri samvinnu viö hann. Þau fólust þó aöeins í því aö viö vildum hafa frumkvæðiö. Hann virti þaö hins vegar ekki. Viö erum á því aö hljómsveitin komi sterkari en nokkru sinni út úr þessu erfiöleikatímabili. Þaö er bú- iö aö hreinsa allt illgresiö frá, en það er ósköp eölilegt aö hljómsveit þurfi aö ganga í gegnum svona tímabil fyrr eöa síöar. Þetta á sér allt eölilegar skýringar ef út í þaö er fariö. Viö vorum komnir fram á brún hengiflugsins en menn náöu aö bremsa sig af í tæka tiö og hugsa málin. Lausnin varö farsæl. Allt þetta umstang hefur komiö okkur til aö átta okkur almennilega á þeim kjarna Hávamála, sem kveöa svo á um aö maöur eigi aö reynast vinur vina sinna, en láta hina sigla sinn sjó. Máliö er aö vera sannfæringu sinni trúr.“ Hljómsveitin Þeyr hefur veriö starfrækt af miklum krafti undan- farin tvö ár eöa svo. Á þeim tíma hefur hljómsveitin sent irá sér fjór- ar hljómplötur, þótt sú fyrsta hafi aö mestu leyti fariö fyrir ofan garö og neöan hjá almenningi. Lenti upplagiö á flækingi og sást mest lítiö af því. Bar sú plata nafniö Þagaö í hel og veröur aö segjast aö meira viöeigandi nafn er vart hugsanlegt á plötuna. „Það hefur mikiö breyst hjá okkur. Áöur fyrr sömdum viö t.d. lög þannig, aö einn okkar kom með hugmynd og síöan var unniö út frá henni. Nú veröa lögin þannig til, aö allir vinna aö þeim í samein- ingu. Viö erum pólitískasta hljómsveit landsins. Þetta hefur bara á einhvern hátt alltaf fariö framhjá öllum. Viö höfum dálítiö fundiö fyrir því aö fólk er aö finna aö okkar „image“, en þaö á bara ekkert aö vera aö einblina á þaö. Það er tónlistin, sem skiptir öllu máli. Annars erum viö ekkert svo upp- teknir af þessari ímynd, svoköll- uöu. Þaö er eins og fólk finni þessa ímynd í textunum. Ef svo er þá er helmingur þjóöarinnar bara ekki læs.“ — SSv. Jonee Jonee í stúdíói Þungbúnir Þeysarar á Álftanesi. Frá vinstri: Guðlaugur, Sigtryggur og Magnús. Litla innfellda myndin er af tæplega aldargömlu húsi þar sem viðtaliö var tekið. vtorKunbiaðíA/ — ssv. öflugt (á okkar mælikvarða) plötudreifingarfyrirtæki aö nafni Greenworld Dístributions þar sem starfa 45 manns. Hein jiessi var fyrir nokkru staddur í höfuöstöövum enska út- gáfufyrirtækisins Rough Trade og þar heyröi hann lög af safnplötunni margumtöluöu (og kannski gleymdu líka), Northern Lights Playhouse, sem hefur aö geyma ís- lenskt efni meö 6 flytjendum. Hein heillaöist af því sem hann heyröi þarna og ákvaö aö skella sér til eyjunnar köldu í Dumbshafi til að kynnast þessum tónlistar- mönnum betur og af eigin raun. Undanfarna daga hefur hann veriö á fundum meö plötuútgefendum hérlendis og viöaö aö sér fróöleik um íslenska tónlist. Járnsiöan veit fyrir víst, aö hann keypti 100 eintök af stóru plötum Purrksins, Ekki enn og Googoo- plex, en alls mun hann hafa haldiö út meö um 1000 plötur. Hefur hann í hyggju aö koma þessu á framfæri í Kaliforníu og að því er viö best vitum mun ætlun hans aö helga íslandi eina síöu í mjög ítar- legum „katalóg“ sem fyrirtækið býöur upp á. Jonee Jonee hefur undanfarið dvalið viö upptökur í Grettisgati viö Grettisgötu, stúdíói þeirra Þursa. Hafa þeir tekiö upp 12 lög, sem ekki hefur enn verið ákveðið hvort veröa gefin út á einni eöa tveimur plötum. Þá hafa heyrst sögusagnir þess efnis aö einhverjar af yngri hljómsveitum höfuöborgarinnar hyggji jafnvel á plötuútgáfu, en hér skulu engin nöfn nefnd fyrr en af því verður. Jonee Jonee hafa undanfariö veriö við upptökur og plata er væntanleg frá tríóinu áður en langt um líöur. AÐALNÚMER „Við komum alls staðar fram sem „headline", þ.e. erum aðal- númeriö þar sem við spilum. Viö leikum t.d. á frægum klúbbum eins og Venue og Heaven auk annarra staöa. Þá er ætlunin aö taka eitthvaö upp í leiöinni og veröur þaö aö líkindum í Hastings." — Hvaö er fleira í deiglunni? „Svíþjóö viröist standa okkur vel opin og maöur þar, Arnar Há- konarson í Hot-lce, sá sami og flutti inn plötu Utangarösmanna á sínum tíma, vill óöur og uppvægur fá okkur til Svíþjóöar. Okkur var nýveriö sagt aö hann heföi fjölda staöa þar sem viö gætum leikiö og í raun væri bara veriö aö bíöa eftir aö viö gætum komiö. Þá er útvarp og sjónvarp í Svíöþjóö inn í mynd- inni. Margt fleira er opiö. Þaö gæti t.d. vel veriö aö viö færum í lengra og umfangsmeira feröalag i haust og i sambandi viö England má t.d. nefna þaö að John Peel hefur reynst okkur ákaflega innan hand- ar og veriö er aö athuga möguleika á þvi aö viö komum fram i BBC. Peel þessi er einhver virtasti plötu- snúöur Breta og hefur veriö í „bransanum“ um langt skeiö. Fylg- ist mjög vel meö allri þróun í tónlist og þrátt fyrir aö vera vel kominn til ára sinna af plötusnúö að vera, er hann opinn fyrir öllum nýjungum. Annars veltur þetta mikiö á af- stööu FÍH. Þaö er félagsskapur, sem viröist ekki vera til neins gagns fyrir poppara, a.m.k. höfum viö ekki fundiö fyrír slíku. Annars erum viö ekki í FÍH nema Steini frá fyrri tíö. Viö eigum nú samt tæpast von á því aö FÍH geti teygt arma sína til Englands, þótt þeir hafi kæft íslenska tónlist i Keflavíkur- útvarpinu af því Kaninn vildi ekki borga STEF-gjöld.“ NÝTT EFNI — Hvaöa efni bjóöiö þiö upp á í feröinni? „Viö veröum meö svo til allt nýtt efni nema hvað viö leikum 4—5 lög af Mjötviöur mær, svona rétt til (sem í raun er Mjötviöur mær meö smávægilegum breytingum, m.a. tveimur lögum af Iðrum tll fóta) kom út hjá Shout-útgáfufyrirtæk- inu í byrjun þessa mánaöar. Hafa fyrstu 5000 eintökin sem pöntuö voru, rokiö út eins og heitar lumm- ur og þaö sem meira er, þær fóru allar til Þýskalands og Japan. Englandsmarkaöur fær því ekki sneiö af kökunni fyrr en í næstu sendingu. „Viö vorum mjög heþpnir aö ÞEYR aö lofa fólki aö heyra hvernig tónn- inn er á henni. Tónlistin hefur talsvert breyst hjá okkur undanfar- iö eöa frá því Mjötviöur mær kom út. Sennilega er þetta stærsta stökkiö í okkar tónlist. Hér eru komnar hugmyndir, sem hafa veriö aö meltast í allan vetur en eru nú loks aö brjótast út. Þaö er meiri tilgangur kominn i tónlistina hjá okkur en var. Þótt Mjötviöur mær sé ágætis piata á margan hátt er hún mjög sundurlaus. Þaö er nú búiö aö koma togstreitunni, sem ríkti á milli einstakra laga, inn í lög- in sjálf.“ Plata Þeysara, As above... komast í samband viö fyrirtæki eins og Shout. Aðalmaöurinn á þeim vígstöövum er Mark Easton og þaö var einmitt John Peel, sem leiöbeindi okkur aö þeim örfáu út- gáfufyrirtækjum, sem enn eru til og leggja ekki ofurkapp á pen- ingaspursmálið. Easton þessi er sjálfur tónlistarmaöur og hefur aöra afstööu til þeirra hljómsveita, sem eru á snærum Shout, en flest- ir aörir í hans stööu. Viö erum t.d. meö mjög góöan samning við Shout aö okkar mati, sem hljóöar upp á 60% alls hagnaöar til okkar. Slíkt er nánast fátítt nú orðiö.“ Vangavelturnar um framtíö Tengsl íslenskra poppara við umheiminn eru greinilega farin að vinda örlítið upp á sig eins og snjóboltinn í sögunni forðum. Hér á landi var fyrir nokkru staddur maöur aö nafni William Hein, búsettur í því suölæga ríki Bandaríkja Norður-Ameríku, Kaliforníu. Þar rekur sá hinn sami Fjórða plata Purrks- ins í burðarliðnum Purrkur Pillnikk gerir það ekki endasleppt í plötubrans- anum. Þriðja plata kvartettsins, Googooplex, er rétt nýkomin út en engu aö síður hafa þeir til- kynnt að fjögurra laga plötu, sem tekin var upp í Southend Studios í Lundúnum fyrir nokkru, sé að vænta áður en langt um líöur. Umsjónarmaöur Járnsíðunnar fékk aö heyra upptökur af plöt- unni og eins gott er fyrir að- dáendur Purrksins aö halda niöri í sér andanum. Googooplex er sterk plata en þessi nýja vænt- anlega fjögurra laga hlýtur aö flokkast undir eitthvað meirihátt- ar. Bíöiöi bara! „Síðasti vals- inn“ á Borg- inni að sinni Tónleikar hafa veriö meö miklum blóma í borginni und- anfariö, enda sumarið á næstu grösum (sumir segja þaö reyndar löngu komiö) og létt yf- ir mönnum, jafnt tónlistar- mönnum sem öörum. Hótel Borg mun á fimmtudag bjóöa upp á sína síöustu popptón- leika aö sinni. Verður þar Purrkur Pillnikk í aöalhlutverki, en ennfremur koma hljómsveit- irnar Jonee Jonee og Vonbrigöi fram. íslensk popptónlist á framfæri í Kaliforníu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.