Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ1982 (Ljósm. A.E. Jensen) Hörður Sveinsson f Les-prjón, ásamt konu sinni Elínu, og er hún hér í einni af mörgum fallegum peysum sem Les-prjón framleiðir. Umboðsmaður Álafoss f Danmörku er Elinor Jelsdorf, sem bér er með dóttur sinni, er aðstoðaði móður sína i sýningunni. UUarrörum Álafoss var smekklega fyrir komið f sýningarbis, þar sem innkaupendur fri mörgum löndum litu inn. Guðný Bergsdóttir skrifar frá Kaupmannahöfn: Katahönnuðir eru alltaf snemma i ferðinni þegar tískan er annars vegar og eru t.d. þegar búnir að ákveða og hanna tískuna fyrir næsta haust og vetur. Og fram- leiðsluna sýndu þeir nýlega i stórri sýningu i Bella Center í Kaupmannahöfn, en sýning þessi var aðeins opin innkaupendum og lokuð almenningi. Blaðasnipar fengu þó að kíkja inn og líta di- semdirnar augum. Hvorki meira né minna en 688 fyrirtæki fataframleiðenda frá um 23 löndum sýndu þarna hina litskrúðugu framleiðslu sína og tæplega tuttugu þúsund inn- kaupenda frá 31 landi komu til að kaupa og líta á fatnaðinn. Og það var svo sannarlega mikið að skoða og mikið að velja í milli. Hér situr eigandi Prjónastofunnar Iðunnar, Njáll Þorsteinsson, með konu sinni, Lovísu Marinósdóttur, og sýningarstúlkurnar Brynja Nordquist (t.h.) og Linda Haraldsdóttir, standa hjá þeim, klæddar tvískiptum kjólum úr eingirni, er vöktu mikla eftirtekt á sýningunni. Fatasýningar erlend- is hafa mikið að segja — telja þeir íslendingar, sem sýndu framleiðslu sína á al- þjóðlegri tískusýningu í Höfn Tvisvar á ári eru haldnar svona tískusýningar í Kaupmanna- höfn, vor og haust, og bæði sýn- ingaraðilum og innkaupendum fjölgar ár frá ári, jafnvel þó sumir haldi því fram, að sams- konar sýningar í Stokkhólmi „steli" miklu, hvað aðsókn inn- kaupenda snerti. Allavega er það staðreynd, að á nýafstaðinni sýningu hafa aldrei verið eins margir sænskir fatahönnuðir. Hið sama er því miður ekki að segja um íslenska fatahönnuði, þeir hafa sjaldan verið jafn fáir og á umræddri sýningu, reyndar aðeins fjórir aðilar. Aftur á móti eru þeir margir íslensku fata- innkaupendurnir sem áhuga hafa á sýningunni í Bella Center og það voru nákvæmlega 102 ís- lenskir innkaupendur sem skráðu sig og komu til að líta á tískunýjungarnar. Sýningaraðilar komu frá um 23 löndum eins og áður er sagt, þar á meðal frá öllum Norður- löndunum, svo og Bretlandi, Vestur-Þýskalandi, Frakklandi, Belgíu, Austurríki, Ítalíu og Bandarikjunum. En snúum okkur að hinni „ís- lensku hlið“ sýningarinnar. Hvað hafa hin tiltölulega litlu íslensku fyrirtæki, a.m.k. þegar miðað er við hin stóru erlendu fyrirtæki, að gera á svona stóra sýningu? Mikið, finnst hinum fjórum íslensku aðilum sem þarna sýndu vörur sínar, en þau eru Prjónastofan IÐUNN, ÁLA- FOSS, LESPRJÓN og SAM- BANDIÐ. Þau tvö síðastnefndu eru reyndar með fasta sýn- ingarbása í Bella Center allt ár- ið, en nú mun Les-prjón loka sín- um bás og aðeins taka þátt í hin- um tveim árlegu sýningum í staðinn. Alltaf vinsælt Til fleiri ára hefur Elinor Jelsdorf verið umboðsmaður Álafoss í Danmörku. Hún hefur verið með á umræddum sýning- um í Bella Center síðan þær hóf- ust, en rekur annars eigið fyrir- tæki „Strikgárden" í Tureby. El- inor Jelsdorf hefur margoft ver- ið hér heima og er mjög hrifin af þeim vörum sem hún selur fyrir Álafoss. Enda, segir hún, eru þetta gæðavörur, sem hvarvetna eiga miklum vinsældum að fagna. Hins vegar finnst henni að íslendingar ættu að vara sig á öllum hinum mörgu eftirlíking- um, sem fyrirtaéki á Norðurlönd- um gera. Þ.e.a.s líkja eftir ís- lenskum mynstrum, blanda ull saman við ýmis gerfiefni og geta svo selt þessa vöru mun ódýrari en íslenska varan er. „En þeir sem til þekkja, sjá undir eins hvort um alíslenska ull er að ræða,“ segir hún. Að venju var sýningarbás Ála- foss hinn smekklegasti og þang- að komu margir gestir og fengu hinn myndarlega og vel unna auglýsingapésa. Það eru að mestu peysur, jakkar og kápur, en einnig treflar, húfur, vettl- ingar og sokkar, sem sýnt var að þessu sinni. Góð sala Samband Of Iceland hefur haft fastan sýningarbás í Bella Cent- er í mörg ár. Það eru jú margir innkaupendur frá öðrum lönd- um, sem koma í sýningarhöllina fyrir utan hinar föstu tískusýn- ingar tvisvar á ári, og því eru fjölmörg fyrirtæki, sem hafa fasta bása allan ársins hring og sýna þar hið nýjasta af fram- leiðslu sinni. Það er Ólafur Har- aldsson, sem sér um söluna hjá Sambandinu á ullarfatnaði. Óg Ólafur kvað sýninguna hafa gengið vel, t.d. hefði hann fengið mjög margar pantanir þegar fyrsta daginn. Hins vegar sagði hann líka, að það tæki venju- legast fleiri mánuði áður en hægt væri að segja um hve mikið sýningin í heild myndi gefa af sér, þar sem margir innkaupend- ur kæmu sér í lagi á sýninguna til að skoða og fá upplýsingar, pantanirnar koma svo seinna. Þetta á reyndar við á öllum svið- um og því eiga sýningaraðilar erfitt með að segja, hvað í raun- inni þeir fá út úr svona sýningu fyrr en 3—5 mánuðum eftir að henni er lokið. Nýjir pelsar Lesprjón hefur s.l. sex mánuði verið með fastan sýningarbás í Bella Center, en hefur nú lokað honum og eigandinn, Hörður Sveinsson, segir að hann muni nú aðeins sýna á hinum föstu sýningum. Ýmsar ullarvörur, peysur, vesti og jakkar úr alís- lenskri ull, skreyttu bás Les- prjóns en einnig kynntu Hörður og kona hans Elín, alveg nýja framleiðslu, pelsa úr íslensku Gæruskinni. Pelsarnir eru gljá- slípaðir eða klipptir, fóðraðir með silki og þeir eru að sjálf- sögðu í sauðalitunum. Samskonar vesti var Lesprjón einnig með. Bæði vestin og pels- arnir eru hannaðir og saumaðir af Evu Vilhelmsdóttur og eru enn ekki komnir í framleiðslu. Reyndar sagði Hörður að Eva hefði setið og saumað fram á síð- ustu stundu áður en haldið var til Kaupmannahafnar með pels- ana. Hörður og Elín búast við miklu af þessari nýju vöru, sem óneitanlega er faíleg og vakti verðskuldaða athygli á sýning- unni. Frá Kaupmannahöfn héldu þau hjón áfram með framleiðslu sína, bæði pelsa og ullarvörur, til að sýna á sýningum í Diisseldorf og þaðan liggur leiðin svo áfram til Bandaríkjanna, þar sem þau munu kynna framleiðsluna á sýningum meðal annars í Las Vegas. Vinsæl vara Prjónastofan Iðunn er ekki að- eins vel þekkt nafn hér heima heldur einnig víða erlendis fyrir bæði góða þjónustu og afburða gæðavörur. Fyrirtækið var stofnað 1934, en það var árið 1950 að núverandi eigandi, Njáll Þorsteinsson tók við því. Kona Njáls er Lovísa Marinósdóttir og hún tekur þátt í rekstri fyrir- tækisins af lfi og sál. Undir stjórn þeirra hjóna hefur fyrir- tækið bæði stækkað og eflst og farið hefur verið inn á nýjar framleiðslubrautir. Iðunn hefur um langt árabil verið virkur þáttakandi í tísku- sýningum erlendis og þá að mestu í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi, en fyrirtækið hefur einnig umboðsmenn annars staðar, t.d. í Frakklandi. „Við höfum fengið hátt í tvö hundruð fasta erlenda viðskiptavini, sem má rekja til þáttöku okkar í sýn- ingum erlendis," segja Njáll og Lovísa. Hér er líka hægt að nefna lítið dæmi, fyrir nokkrum árum sýndi Iðunn vörur sínar á sýningu í London, þar sem marg- ir komu og skoðuðu vörurnar. Einn þeirra var Frakki nokkur, sem heilum þrem árum eftir sýninguna, sneri sér til Iðunnar og hafði áhuga á framleiðslunni. Frakki þessi er í dag einn af stærstu viðskiptavinum Iðunnar. Og það leikur enginn vafi á að þessar sýningar hafa mikið að segja, ekki aðeins fyrir hin ein- stöku fyrirtæki, heldur eru þær mikil og góð landkynning um leið. Tískuvörur Iðunnar úr ein- girni vöktu verðskuldaða athygli á sýningunni og þá ekki síst vegna þess, að í sýningarbás þeirra var komið fyrir litlum palli, sem tvær íslenskar sýn- ingarstúlkur sýndu framleiðsl- una við fjöruga músík. Þær eru Brynja Nordquist og Linda Har- aldsdóttir og fengu þær mikið hrós fyrir eðlilega framkomu, enda fylgdist fjöldi manns með hverri tískusýningu hjá Iðunni, en þær voru alls fjórar á hverj- um degi þá daga sem sýningin stóð. Hönnuður tiskufatnaðar Ið- unnar er dönsk stúlka að nafni Kristen Ostergárd, sem þekkt er í sínu fagi í Danmörku, hefur t.d. lengi unnið hjá hinu þekkta fyrirtæki Hjertegarn. Það eru reyndar aðeins þrjú ar síðan Ið- unn byrjaði að framleiða tísku- fatnað úr eingirni, en hann hef- ur vakið verðskuldaða athygli, enda bæði léttur, þægilegur og óvenjulegur, en fylgir þó um leið nýjustu kröfum tískunnar. Og eins og Njáll segir, þá er fatnað- urinn líka á mjög hagstæðu verði. „Annars vil ég gjarnan koma því hér að, að bankakerfi okkar heima er fyrsta flokks þegar miðað er við erlend kerfi, því hjá okkur gengur öll afgreiðsla um bankana miklu fljótar fyrir sig. Það sama er að segja um tollinn, hér heima fáum við t.d. vörur í gegnum toll á mjög stuttum tíma, meðan slíkt erlendis getur tekið upp undir fleiri vikur," seg- ir Njáll. Hann bætir við að álagn- ingarreglur hjá okkur mættu þó vera öðruvísi. „Það má helst ekki vera minni en 100% álagning á tískuvörur, það er að ganga að iðnverkafólki með því að leyfa ekki meiri álagningu. Við höfum reyndar beðið Félag ísl. iðnrek- enda að athuga þetta mál,“ segir hann. „í sambandi við þetta er hægt að geta þess, að það væri t.d. ódýrara fyrir íslenska kaupend- ur að kaupa okkar vörur hér á sýningunni í Bella Center en heima, einmitt vegna þessarar heildsölu- og smásöiuálagningar, en þetta er flókið mál, segja þau hjónin. Það leikur engin vafi á því, að íslensku vörurnar eru í fyrsta flokks gæðaflokki og njóta mik- illa vinsælda hjá hinum mörgu innkaupendum erlendis. Is- lensku ullarpeysurnar eru t.d. fyrir löngu orðnar sígildar og eru alltaf mikið keyptar. Og hin- ir mörgu innkaupendur fylgjast af áhuga með öllum nýjungum, sem fram koma. Svo er bara að vona að árangurinn af þessari sýningu hafi verið sem jákvæð- astur fyrir þau fjögur íslensku fyrirtæki er sýndu framleiðslu sína í Bella Center nú í vor. -gb

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.