Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ1982 ld»«Kð12h.*td*Uhá18k,ób SoU« dH FétM Eapowtion do cortot po«toto« — ooo »o» , oxpositioo do photo* nonwn do ta rdpioo , •« pooitioo do photoi do viou> botooux do lo rdgioo , MAIDI U MAl : SoMo dot Fétoo, 0 » h, Itoio fdoM wr ooooo á 21 houroi Extro* do ' Péchoix cíWondo por- tro* do b Préndooto do b Répubbquo Woodoóo , un toportogo do ff> 3 ur Tonfon Tvo« JIUDI M MAl : A 21 h. SoUo dot Fétot. * Mchour d'kloo- do *, uo filro do 1t3d ovoc Tooy toordid* ot Horgoo I II MAl : SoUo dot Fétot. á 21 h, protoction MBM 11 MAI : A 7 hourot Arvivdo dot GoébWo. of dot botooua du G. F C o« doo Otd Goffors A 16 hotrot, ó Ctuckin : Match de Football ontro b G. F. C ot ta Monno Notnnob A 21 hourot 30, rur b quol CXjguay-TrowW I SOIREE Chansons o Groupo Cobotfon, b Choour dot Prdmpotait ot Duront tout foprét rwidt. quot Ouguoy Trouir. EHVfBS I onimét por bt oMooahont portkirontot B 11 MAI I Lo motin, b Huoiqoo do flcob doo Auglýsingar um íslandsvikuna með dagskrá hénjpi uppi um alla Paimpol. Stóru skúturnar Etoile og Belle Poule aigla inn I htffnina i Paimpol og á eftir má sjá fleiri minni skútur koma inn f rennuna. Þær leggjast við hafnarbakkann ... Paimpol, hafið og ísland Vikukynning á gamla skútu- tímanum og nútíma íslandi íslenski og bretónski fáninn á vegg í móttökusal borgarstjórnar við opnun- ina. Querrier borgarstjóri við hljóðnemann og hjá honum Le Meur, formaður sýningarnefndar og driffjöðrin í íslandskynningunni. ... Þar sem alveg samskonar golettur, ætlaðar til íslandssiglinga, lágn á sama stað fýrir aldamóL 30 — PAIMPOL. Le Quai Morand et les Bassinf Eftir Elínu Pálmadóttur „Alla vikuna frá 17. til 23. maí lifir Paimpol-bær tíma íslands og hafsins." Þannig byrjaði blaðið La Press á Bretagne-skaga frásögn sína af mikilli íslandsviku, sem bæjarstjórin í Paimpol efndi til undir heitinu Paimpol, hafið og ís- land, og sparaði þar hvorki fé né fyrirhöfn. Og blaðið hélt áfram: „Gegnum sýningar, kvikmyndir og söngva mun almenningur á Bret- agne fá tækifæri til að uppgötva ísland nútímans, þessa eyju elds og ísa milli Evrópu og Grænlands, og jafnframt ísland fyrri tíma, þegar hundruð sjómanna frá Paimpol og nágrenni héldu á hverjum vetri þangað til að veiða þorsk, við aðstæður svo erfiðar að ekki er hægt nú á tímum að ímynda sér þær. Þeir sem komu aftur, báru með sér heim í minn- ingarsjóði um þessa eyju, — þar sem þeir stigu raunar sjaldan á land — mynd af gestrisnu landi. Og þeir sem urðu skipreika við strendurnar og áttu engu öðru líf sitt að launa en óbilandi aðstoð íslendinga, þeir skildu hluta af hjarta sínu eftir á þessari fjar- lægu eyju. Þessi djúpstæðu gömlu tengsli, sem bundist höfðu milli Paimpol og íslands, höfðu smám saman slaknað eftir lok „La grande péche" eða veiðanna miklu. En undanfarin örfá ár hefur Paimpoi reynt að beina sjónum sínum aft- ur til þessarar fortíðar, fyrir áhrif nokkurra manna, sem er annt um að varðveita og meta að verðleik- um þennan arf okkar frá sjónum. Þakkir séu gamla íslandssjó- manninum Tonton Yves, sem hef- ur borið vitni um þennan tíma. í kistu uppi á háalofti hefur Paim- pol fundið aftur það sem hún hafði geymt þar eða falið. Þarna er í raun að finna fegurri hluti, af því þeir eru sannir, heldur en dapur- legu og fremur harmþrungnu en glæstu sögurnar, sem meira hafði verið haldið á lofti." Ekki verður betur lýst aðdrag- andanum að þessari miklu hátíð í Paimpol, þar sem annars vegar var lögð áhersla á að draga fram hinn gamla tíma Islandssigl- inganna, þegar í 82 ár sigldu iðu- lega um 80 skútur af þessum slóð- um á úfið haf við ísiand og 2000 sjómenn fórust, en hápunktur þess þáttar var koma tveggja 50 ára gamaila seglskipa frá sjóhern- um, nákvæm eftirlíking á paimp- ólsku fiskiskútunum frá 1880, er sigldu á laugardagsmorgni inn í höfnina í fylgd með fjölda af öðr- um skútum. Hins vegar höfðu Paimpolarar útbúið yfirgrips- mikla kynningu á nútíma tslandi með kvikmyndum, myndasýning- um og myndbandasýningum og ekkert verið til þess sparað. Höfðu í 18 mánuði verið að undirbúa kynningarvikuna, og upphaflega gert sér vonir um að forseti Is- lands, sem sérstakan áhuga hefur sýnt á þessu tímabili frönsku sjó- mannanna, gæti verið viðstödd. Þegar ljóst var að svo yrði ekki á þessu sumri, gripu þeir tækifærið vegna hálfrar aldar afmælis þess- ara glæstu seglskipa, Etoile og Belle Poule, og dagsettu hátíðina í samræmi við komutíma þeirra. Sendiherra íslands í París gat ekki komið því við að koma, en í vikulokin kom þar Gunnar Snorri Gunnarsson sendiráðsritari, sem var bundinn yfir kosningu í sendi- ráðinu fram á föstudag, og einnig ungur námsmaður, Hanna Þor- leifsdóttir. Blaðamaður Morgun- blaðsins, sem boðið hafði verið að koma og blaðið lagt áherziu á að sinnti slíku boði, hlaut því sem eini íslendingurinn konunglegar móttökur bæjarfulltrúa á staðn- um framan af viku. Max Querrien borgarstjóri í Paimpol er jafnframt mikill áhrifamaður í stjórnarráðinu i París, á m.a. sæti í stjórnsýslu- og áfrýjunarstofnuninni fyrir ráðu- neytin, var lengi stjórnarformað- ur fyrir deild er sér um sögulegar minjar Frakka og mun nú með nýjum forseta hafa tekið til að sinna sveitarstjórnamálum. Hann sagði í ávarpi: „Hér er ekki bara um venjulega hátíð að ræða, eins og þær gerast hvarvetna. Þemað í öllu sem við gerum þessa viku er á einn eða annan hátt Paimpol, ís- land og hafið. Við munum lifa í náinni snertingu við menningar- arf okkar. Mikilvægur hluti af sögu staðarins, sem hefur gert okkur að því sem við erum i dag og sem við eigum að þekkja ef við viljum þekkja okkur sjálf, verður hér endurvakinn á filmu og með músík og sýningum af ýmsu tagi.“ Lífínu lýst meö 1500 gömlum póstkortum Þröngu göturnar í gamla mið- bænum í þessum skemmtilega bæ, þar sem ein gatan ber nafnið Rue des Islandais, voru fánum skreytt- ar og plaköt út um allan bæinn. Raunar mátti heyra af þökkum til hinna ýmsu samtaka í bænum við opnunina hve margir höfðu raun- verulega lagt sitt fram til að ís- landsvikan mætti takast. Fiski- mannasamtökin höfðu fúslega rýmt höfnina um helgina, aðrir hafnarbakkana og kaupmenn séð um skreytingar o.s.frv. En öllu stýrði svo Jean le Meur bæjar- fulltrúi og formaður vinafélags Sjóminjasafnsins, mikill áhuga- maður um þessi og raunar öll menningarmál í bænum. Hann sagði að aðalhugmyndin væri að íbúar Paimpol fengju rétta mynd af islandi, svo að þetta mikilvæga land í sögu þeirra lifði síður sem glansmynd eða jafnvel helvíti í augum margra afkomenda sjó- mannanna af skútunum. Raun- verulega myndin væri svo miklu fegurri en sú ímyndaða. En hvað var þá gert? Hátíðin hófst á mánudegi við hátíðlega opnun á póstkortasýningu i mót- tökuhúsi sem Paimpol-borg á við höfnina. Varaborgarstjórinn Lou- is Queneuder setti hátíðina. Á þeim tíma sem franskir sjómenn sóttu Islandsmið á skútum frá því 1852—1935, er til mikið af gömlum póstkortum, sem eru í eigu safn- ara, og lýsa vel lífinu á staðnum á þessum tíma. Samtök kortasafn- ara á Norðurströndinni völdu því og lánuðu 1500 kort, sem valin voru með samkeppni og sett upp í hátíðarsalnum. Var sýningin opin alla vikuna. Þar mátti sjá á mynd- um hvernig skúturnar lágu í höfn- inni frá september til febrúar svo þétt, að hægt var næstum að ganga eftir skipum yfir hana þvera. Allir að búa sig undir ver- tíðina á Islandi, prófa seglabúnað, bera vistir og dýnur um borð, kon- urnar í hópum að kveðja og guðs- þjónusta til að blessa skipin með hátíð á eftir og svo þegar þeir komu aftur og hióðu dóti sínu á hestvagna, en konurnar sem ekki fengu menn sína biðu úti við ekkjukrossinn. Á kortunum mátti sjá lífið í þorpunum allt í kring um Paimpol. Jafnframt voru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.