Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 1
Sunnudagur 30. maí Bls. 49-96 Viðtal: Bragi Oskarsson ASTUNGU AÐFERÐIN Rætt við Marinó Ólafsson sem fundið hefur upp tæki er skapar nýja möguleika í lækningum * Þegar ég fór fram á viðtal við Marinó Olafsson, tæknimann hjá Sjónvarpinu, um kínversku nála- stunguaðferðina (acupuncture), fann ég að ekki mátti miklu muna að hann hafnaði því. Hann sagði að þetta væru yfirgripsmikil fræði — það væri eiginlega ekki hægt að fjalla um þau í stuttri blaðagrein án þess að koma af stað misskilningi og mistúlka þýðingarmikil atriði. „Nálastunguaðferðin byggir líka á hugmynda- kerfi sem kemur okkur vesturlandabúum ókunn- uglega fyrir sjónir — allt öðru viðhorfi til manns og heims en við höfum vanist, — þess vegna hættir okkur vesturlandabúum til að vanmeta þessa lækningaaðferð, sem að mínu áliti á eftir að valda gjörbyltingu í lækningum og það áður en langt um Iíður.“ LjÓNmynd: Kristán Kinarsson. Marinó Ólafsson vid kínverskt nálastungukort en nokkur slík hanga uppi í vinnuherbergi hans. í hægri hendi heldur hann á rafeindatækinu, sem fjallad er um í viðtalinu, og beinir því ad nálastungupunkti á teikningunni. Marinó hefur kynnt sér nála- stungulækningar undanfarin 10 ár og notað til þess nær hverja frí- stund sem gefist hefur. Kunningi minn benti á hann sem fróðasta mann hérlendis varðandi nála- stunguaðferðina, og hélt því jafn- framt fram að hann hefði náð ótrúlegum árangri í lækningum með þessum hætti. „Nei, ég held að það þýði ekkert að eiga við þetta viðtal," sagði Mar- inó. „Það veldur aðeins misskiln- ingi — kínverska nálastunguað- ferðin er eitthvað um 5 þúsund ára gömul og varðandi hana eru notuð hugtök sem við fyrstu skoðun virð- ast aðeins trúarlegs eðlis, en eru raunverulega góð og gild — rétt eins og þau hugtök sem notuð eru í nútímavísindum. Ég er heldur varla tilbúinn að tala við blöð núna um þetta efni — það gæti hreinlega leitt til þess að ég fengi ekki vinnufrið. Ég hef und- anfarin ár verið að hanna rafeinda- tæki, sem ég uppgötvaði eftir tölu- verða tilraunastarfsemi. í mörgum tilfellum kemur þetta tæki alveg í staðinn fyrir nálarnar og gerir þessa lækningaaðferð miklu auð- veldari. Árangurinn af tilraunum til að lækna suma sjúkdóma var það mikill, að meðan á þeim stóð lét fólk mig hreinlega ekki í friði. Nú vinn ég að lokahönnun tækis- ins og er með öllu hættur að fást við tilraunalækningar. Ég lít ekki á það sem mitt fag að stunda lækn- ingar á fólki, enda er það mér óheimilt lagalega séð. Hins vegar vinn ég nú að því að koma þessari þekkingu bent til almennings, þannig að hver sem er geti hagnýtt sér hana. Og eins og ég sagði er ekki hægt að kynna hugmyndakerfið sem nálastungulækningaaðferðin bygg- ir á í stuttri blaðagrein. Fólk myndi líta á þetta sem einhverja vitleysu, stjörnuspeki eða eitthvað þess háttar og ekki fást til að taka opnari fyrir nýjungum en sérfræð- ingar er hafa bitið í sig alskyns kennisetningar sem algildan og endanlegan sannleik. Blaðagrein um þetta efni sé einmitt tímabær. Og loksins dregst Marinó á viðtal — með semingi þó. Hann segir að tilraunir sínar séu á viðkvæmu stigi og hvað þær varði geti hann ekki sagt nema undan og ofanaf. Árangurinn af lækningum með tækinu sem hann hefur fundið upp sé oft hreint ótrúlegur — t.d. hefur venjulegt kvef verið læknað með tækinu að fullu á nokkrum mínút- um. 4500 ára gömul aðferÖ „Nálastunguaðferðin kínverska er a.m.k. 4500 ára gömul,“ sagði Marinó. „Enginn veit með vissu hvernig hún er upprunnin en í kínversku riti sehi samið er um 2500 árum fyrir Kristsburð er hugmyndakerfið sem þessi aðferð byggir á sett fram fullmótuð. Grundvallarhugmyndin er eig- inlega sú að í heilbrigðum líkama eigi að ríkja jafnvægi lífsorkunnar, sem þó er alltaf í sífelldri röskun vegna utanaðkomandi áhrifa og eins vegna áhrifa sem koma innan frá. Verði röskun jafnvægisins á tiltekin hátt, varanleg, kemur fram sjúkdómur. Grundvallarhugtök þessa hug- myndakerfis eru andstæðurnar, yin og yang. Ég hef ekki lagt í það að finna íslensk nöfn, við eigum ekki safnhugtök sama eðlis en þekkjum samt vel þann hugsunar- hátt sem þeim tengist. Svart — hvítt, mínus — plús, niður — upp, dimmt — bjart, — allt eru þetta andstæður, yin og yang, en þrátt fyrir það undarlega samofnar og tengdar." Yin og yang „Samkvæmt hinu gamla kín- verska kenningakerfi verða and- stæðurnar, yin og yang, að vera í jafnvægi ef vel á að fara. Hvað lík- amann varðar þýðir jafnvægi þess- SJA NÆSTU SÍÐU Auga Xálastungupunkturinn Chengqi (St 1) Nálastungulækningar með hefðbundnum aðferðum eru tölvert áhættu- samar. Lendi nálin í nákvæmlega réttum punkti verður oft undraverð lækning en skeiki lækninum hið minnsta geta nærliggjandi vefir orðið fyrir stórskaða. Myndirnar eru teknar úr kínverskri kennslubók í nála- stungulækningum. það alvarlega. Maður verður að kynna sér svona hluti gagngert til að öðlast skilning á þeim. Við skul- um láta þetta eiga sig núna, en þú mátt hringja til mín eftir nokkra mánuði — þá verð ég kannski til- búinn til að segja eitthvað." En ég tel að hér sé um áhugavert mál að ræða og sleppi Marinó ekki svona auðveldlega. Ég bendi hon- um á að lífeðlisfræðin hafi þegar viðurkennt nálastungur sem deyf- ingaraðferð, sem hafi marga kosti fram yfir lyf. Lækningar með þess- um hætti hafi þegar vakið mikla athygli á Vesturlöndum — þær verði, því þurfi menn að kyngja þó ekki hafi fundist læknisfræðilegar skýringar á með hverjum hætti slíkt gerist. Ég bendi Marinó á að almenningur sé allajafna miklu fírotin lína: Röng dýpt. Heil lína: Rétt dýpt. siefna Sálastungu punkturinn \ Yamen (Du 15)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.