Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 25
bandaríski flotinn orðinn sá þriðji stærsti í heiminum. Flotinn hafði viðkomu í Japan og var ferðin í heild mikill sigur fyrir Roosevelt og túlkuðu menn hana svo, að hún hefði tryggt öryggi Filippseyja. Árið 1906 stillti Roosevelt til friðar með Frökkum og Þjóðverj- um í deilunni um Marokkó og Als- ír. Þá studdi hann ákaft friðarráð- stefnuna í Haag 1907. Þetta eru í stórum dráttum helstu athafnir Roosevelts í utan- ríkismálum. Aldrei fyrr höfðu Bandaríkin spilað jafn stóra rullu í alþjóðamálum. En þrátt fyrir viðleitni Roosevelts og góða til- burði, er óvíst um þýðingu alls þessa, hvort allt þetta streð hans hafi í rauninni verið til góðs eða ills. í Mið-Ameríku höfðu Banda- ríkin gengið fram með helsti mik- illi hörku, sem gerði þau óvinsæl, meðal þjóða þar. En það má segja á móti þessu, að þar sé ekki Roose- velt um að kenna, heldur tíðar- andanum. Sagnfræðingar hafa gagnrýnt mjög aðferðir hans, þeg- ar hann lét grafa Panama-skurð- inn, en sjálfur var Roosevelt einna stoltastur af því verki sínu. „Frið- arsamningar Rússa og Japana gerðu Bandaríkjunum hvorki gott né vont,“ sagði prófessor Samuel Flagg Bemis á sínum tíma, en samt má hæglega álykta sem svo, að forseti Bandaríkjanna hafi áunnið sér virðingar alþjóðar með sáttahlutverki sínu, enda fékk hann friðarverðlaun Nobels fyrir vikið, og komið mönnum í skilning um aukið hlutverk Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi. En af friðar- samningum leiddi svo sem ekki annað en að Japanir urðu öflugir og mesta ógnin í austri í stað Rússa, og öryggi Kína var ótryggt. En Bandaríkjamenn sjálfir voru flestir í sjöunda himni með gang mála. Nú fyrst stóðu þeir engu stórveldanna að baki. Teddi Roosevelt hafði sýnt það á sinni valdatíð, að Bandaríkin voru stór- veldi, sem öll Evrópa varð að taka tillit til. Það útaf fyrir sig er ekki svo lítill ávinningur í augum Bandaríkjamanna og það er stað- reynd að Theodore Roosevelt var forseti þegar þetta varð. Roosevelt hafði strengt þess heit snemma á forsetaferli sínum, að bjóða sig ekki fram í kosningunum 1908. Hann stóð við það, þó hann iðraðist þess. Hann hefði að líkindum farið léttilega með sigur af hólmi. í stað þess lét hann Repúblikanaflokkinn út- nefna William Taft sem forseta- efni og studdi hann dyggilega. Taft var vinur hans og Roosevelt stóð í þeirri trú, að hann myndi fylgja sinni stefnu. Hann sté úr forsetastóli og fór í MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ1982 73 Friðarsinninn stillir til friðar með Rússum og Japönum. heljarmikla reisu til Afríku og stundaði þar náttúruvísindi og dýraveiðar, heimsótti svo Evrópu- lönd og flutti fyrirlestra um vís- indaleg efni í Oxford og veitti við- töku friðarverðlaunum Nobels fyrir þátt sinn að samningunum milli Japana og Rússa. Hann kom sæll heim. Þetta hafði verið mikil sigurför. En hann var ekki lengi glaður. Það var komið á daginn að Taft fylgdi stefnu hinna gömlu repú- blikana, afturhaldsstefnu, og dró úr öllum umbótum Roosevelts. Roosevelt reiddist þessu og í ræðu sem hann hélt á frægum fundi í Osawatomie í Kansas-fylki var hann mun róttækari en áður. „The New Nationalism" kallaði Roosevelt stefnu sína og krafðist þess að stighækkandi tekjuskattur yrði tekinn upp og erfingjar skattlagðir harkalega, ráðist yrði í margþættar framkvæmdir, land- vernd yrði haldið áfram svo sem áður var, hann lagði fram sæg til- lagna um félagslegar úrbætur og stjórnarfarslegar umbætur. Allt þetta gekk fram af íhaldsmönnum i flokki hans og um leið forsetan- um, en Roosevelt ákvað samt að berjast ekki gegn Taft fyrr en á kosningaárinu sjálfu, 1912. Taft beitti þá brögðum við útnefningu fulltrúa á þing flokksins og útilok- aði marga fylgismenn Roosevelts. Þeir drógu sig þá út úr Repúblik- anaflokknum og stofnuðu The Progressive Party. Roosevelt sagði: „Það sem ég er talsmaður fyrir er ekki villt róttækni, heldur æðsta stig íhaldsstefnunnar og það gáfulegasta!" Þessi nýi stjórn- málaflokkur var annað og meira en hópur dyggra stuðningsmanna Tedda Roosevelts. Hann var rót- Roosevelt á útifundi tæk tilraun til að aðlaga hina hefðbundnu amrísku lýðræðis- hyggju að nútímanum, eins og segir í einni sögubók, og sameina nýjar hugmyndir og gamlar og stendur skrifað að margar tillögur prógressivistanna endurspeglist seinna í „New Deal“ Franklin D. Roosevelts (fjarskyldur frændi Tedda). En þessi tilraun mislukk- aðist. Teddi beið lægri hlut fyrir frambjóðanda Demókrataflokks- ins, Wodrow Wilson. Hann fékk samt mikið fleiri atkvæði en Taft, og sameinaðir hefðu þeir gersigr- að í kosningunum. Prógressivistar máttu samt vel við una og kosn- ingarnar 1912 voru góðs viti fyrir framtíðina. Þeir horfðu flestir bjartsýnir til kosninganna 1916, en Roosevelt þóttist hafa lært sína lexíu og honum var meinilla við að fá demókrata í forsetastól og beindi því til manna sinna að leggja allt kapp á að sameina Repúblikanaflokkinn. Stríðið skall á og þá fékk Teddi nóg um að hugsa. Honum fannst Wilson ekki nógu skeleggur og barðist af hörku gegn honum fyrir „undir- lægjuhátt gagnvart Þjóðverjum", og að taka ekki strax þátt í stríð- inu og styðja bandamenn. Hann vildi fara fyrir sveit sjálfboðaliða til Frakklands að berjast, en Wil- son neitaði honum um leyfi. Það var þá sem George Clemenceau skrifaði Wilson forseta bréf, þar sem segir meðal annars: „Ef ég hefi dirfsku til að ávarpa þig, þá er það vegna þess, að með því gefst mér tækifæri til þess að kunngera þér, að nafn Roosevelts kastar meiri frægðarljóma yfir hluttöku Bandaríkjaþjóðarinnar í baráttu okkar fyrir tilverunni en nafn nokkurs annars núlifandi Teddi tekur til við að þvo óþverrann af auðhringunum. >' Hjartaprúöur Rudyard Kipling Hér fer á eftir kvæði Rudvards Kiplings „Great Heart — Theodore Roosevelt in 1919“ í íslenskri þýðingu Stephans G. Stephanssonar, svo sem það birtist í riti Aðalsteins Kristjánssonar „Svipleiftur samtíðarmanna" árið 1927. Af foringjum fremstu Sem frægði mest vor öld, Bar hann einn yfir alla Sinn ægis-hjálm og skjöld. Við hafsbotn heimsálfanna Nú hikar göfugt starf — öll héruð hafa smækkað „Fyrst Hjartaprúður hvarf.“ Á fúsa fyrirætlun Hans framkvæmd lagði hönd, Öll lofsverk honum hugfeld, Jafnt hættuleg sem vönd Hann stöðugt stóð við, í styrjaldar hvell — Og hugaðri er ei heimur, Fyrst Hjartaprúður féll. Við búafólk beinmáll, En bermáll við fals, Bað kóng sem kotung, vera Jafn klækilausan alls. Hvert heiti hélt ’ann sjálfur, Til hvers sem það dró — Ei hækka haldinyrðin Fyrst Hjartaprúður dó. Af eldmóð hans örvandi Stóð ylur um lönd. Hann unni þeim, sem unnu Með anda og hönd, Því ást hans og óvild Ei uppgerðar beið — Og hollari er ei heimur fyrst Hjartaprúður leið. Á skákum valdaskólans Ei skeikaði honum tafl. Af ljúfu lýð hann veitti Sitt liðsinni og afl, Sem hollþjónn, ástsæll herra Alls hjálparvættur þó — Ei minkar hálka í heimi Fyrst Hjartaprúður dó. En vita þeir, sér voga hans vaskleik, skjöld og sverð Hvort vopnum hans þeir valdi I vörn og sóknar-ferð? Því herinn höfuðlausi, I harðbakkanna þraut, Nú þarfnast hugaðs hertoga, Fyrst Hjartaprúður laut.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.