Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1982 „Að yera sjálftim sér trúr“ I>að er fátítt að íslensk leikrit séu sýnd erlendis, öðru vísi en sem gestaleikir. Nú verður íslenskt leikrit tekið til sýningar á næsta leikári í þremur leikhúsum á erlendri grund, í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn, í Dramaten í Stokkhólmi og í borgarleikhúsinu í Braunschweig í Þýskalandi. Leikritið sem um er að ræða er „Stundarfriður“ eftir Guðmund Steinsson, sem sýnt var . í Þjóðleikhúsinu fyrir fáum árum við miklar vinsældir. „Lcikhúsió höfóaöi ekki til mín“ „Þetta er vitanlega mjög ánægjulegt fyrir mig og spenn- andi um leið og vonandi gagnlegt fyrir íslenskt leikhús," segir Guðmundur þegar ég innti hann eftir þessu á heimili hans og Kristbjargar Kjeld leikkonu í Fossvoginum. „Eg ætla að reyna að fylgjast eitthvað með æfing- um. Það verður gaman að sjá hvernig erlendir leikhúsmenn taka á þessu. Islenska sýningin er búin að gera afar vel. Það hef- ur verið farið með hana í tvær ferðir til útlanda, fyrst á alþjóð- lega leiklistarhátíð í Júgóslavíu og til Helsingfors og Stokk- hólms, en síðar var verkið sýnt í Lúbeck og Wiesbaden á leiklist- arhátíðum og ennfremur í Kaup- mannahöfn. Þá verður gerð sjón- varpsupptaka af því nú í júní.“ Um þessar mundir er verið að æfa nýjasta verk Guðmundar, „Garðveislu", í Þjóðleikhúsinu. En Guðmundur hóf ritferil sinn sem skáldsagnahöfundur. Hann gaf út tvær skáldsögur á sjötta áratugnum og vakti sú síðari, „Maríumyndin" (1958), töluverða athygli. „Þegar hún kom út var ég bú- inn að ákveða að snúa mér að því að skrifa leikrit í stað skáld- sagna og það hef ég gert síðan, eða í tæpan aldarfjórðung. Þetta er reyndar dálítið undarlegt, því ég hafði verið harðákveðinn í að verða skáldsagnahöfundur, var á engan hátt tengdur leikhúsinu og hafði ekki haft neinn áhuga á leikhúsi sem unglingur. Leikhús- ið höfðaði ekki til mín. Það sannfærði mig ekki. Það var ekki fyrr en seinna þegar ég var við nám erlendis, að áhuginn á leik- húsi vaknaði." „Ég skrifaöi stööugt“ En leikhúsin voru lengi treg til að taka verk Guðmundar til sýninga. „Forsetaefnið" var sýnt í Þjóðleikhúsinu 1964 og „Fóst- urmold" og „Sæluríkið" voru sýnd af Leikfélaginu Grímu, ár- in 1965 og 1969. Síðan liðu mörg ár án þess að nokkur af verkum Guðmundar væru sýnd. „Þessi tregða breytti engu um það, að ég skrifaði stöðugt. Þótt ekki sé vel gott að vera fjarri leikhúsinu um lengri tíma þá hafði þetta þann stóra kost í för með sér, að mér vannst tími og tækifæri til að taka mína eigin stefnu. Eg hugsaði mér aldrei að skrifa eitt leikrit og bíða svo og sjá hvort Ieikhúsin hefðu áhuga á því. Ég ætlaði að helga mig leikritum alfarið hvort sem verkin yrðu sýnd eða ekki. Þótt ekkert verk eftir mig hefði enn verið sýnt, væri ég samt að skrifa. Ég hef skrifað alls fimmtán verk og átta þeirra hafa verið sett á svið. Sum verkanna hef ég aldrei sent frá mér.“ „Þetta er svo afstætt“ „Þetta er svo afstætt, hvort verk þykja góð eða ekki. Það miðast við smekk leikhúsanna hverju sinni. Því er mjög mikil- vægt fyrir leikhúsið að átta sig á nýjum og sérstæðum verkum. Leikrit er að vissu leyti eins og óskrifað blað. Ég hef til dæmis stundum velt því fyrir mér, hvað orðið hefði um Beckett ef hann hefði skrifað á íslandi. Mér er til efs, að hann hefði nokkurn tíma verið uppgötvaður. Hvað mig sjálfan áhrærir, þá væri ég löngu hættur að skrifa leikrit, ef ég hefði látið leikhúsið ákveða fyrir mig, hvort ég gæti skrifað eða ekki. En leikhúsið hefur breyst. Það hefur komið nýtt fólk. Og það kom að því, að menn fóru að for- vitnast um það hvaða verk þetta væru eiginlega sem þessi Guð- Morgunblaðið/Emilía. Rætt við Guðmund Steinsson leikritahöfund mundur Steinsson var alltaf að skrifa. Ég er þrautseigur og mér fannst alltaf að það hlyti að koma að því að það fyndist leik- hús sem hefði áhuga á því sem ég væri að skrifa. Ég varð að skrifa og mér fannst ég líka vita nokkuð glöggt hvað ég var að gera. Þess vegna skrifaði ég öll þessi ár. Með þessu móti verður maður ákaflega sjálfstæður sem höfundur og leikhúsið verður annaðhvort að taka manni eins og maður er, eða hafna manni alveg.“ „Veröa stundum að taka áhættu“ Einn var sá aðili er tók því með miklum feginleik þegar Guðmundur Steinsson og leik- húsið náðu saman eftir margra ára sambandsleysi. Það voru áhorfendur. Þeir flykktust í Þjóðleikhúsið til að sjá „Sólar- ferð“ og síðar „Stundarfrið". „Sólarferð" var sýnd 48 sinnum árið 1976 en „Stundarfriður" 79 sinnum frá því verkið var frum- sýnt árið 1979, að viðbættum 7 sýningum erlendis. „Já. Maður veit það aldrei fyrirfram, hvernig verkum verð- ur tekið. Aðalatriðið er auðvitað að vera sjálfum sér trúr. Annað verður að ráðast. Það er ekki hægt að slaka á þeim kröfum til þess að ná fremur til áhorfenda. Fólk vill vissulega skemmta sér í leikhúsi, en það vill líka sjá eitthvað sem dýpkar skilning þess og gerir það þannig ríkara. Það þarf sem sagt ekki að skrifa tveggja tíma langan brandara til að fá fólk í leikhúsið." En velja ekki leikhúsin gjarn- an verk til sýninga sem þau telja líkleg til að njóta vinsælda? „Jú, enda er töluvert í húfi fjárhagslega fyrir leikhúsið. Þó verða menn stundum að taka áhættu með nýja höfunda og ný verk. En allt þetta gerir það erf- itt að komast inn í leikhúsið. Eins og eðlilegt er, eru leikhúsin alltaf að leita að einhverju væn- legu en taka hins vegar mið af viðteknum smekk. Þeim gengur því oft erfiðlega að koma auga á það sem er nýtt og frumlegt. Franskur leikstjóri gekk t.d. í fjögur ár á milli leikhúsa með handritið að „Beðið eftir Godot" eftir Beckett, áður en hann fékk tækifæri til að setja verkið upp. Hefði þessi maður ekki verið svona þrjóskur er alls óvíst að nokkur þekkti leikrit Becketts. Það er ekki ólíklegt að góð leik- verk liggi og rykfalli í skúffum út um allar jarðir." „Mótbyrinn styrkti mig“ „Tíminn skiptir miklu máli, hvenær verk eru sýnd. Ég lauk við að skrifa Stundarfrið árið 1974, en síðan liðu fjögur ár þar til það var sett upp. Ef Stundar- friður hefði verið sýndur strax, efa ég að verkið hefði fengið þann hljómgrunn sem það fékk. Mótbyrinn styrkti mig. Vita- skuld var þetta stundum erfitt, það þarf úthald. En núorðið er þetta ekkert vandamál. Hefur ekki verið lengi. En það var svo komið að ég var hættur að sýna leikhúsunum verkin. Þau hlóðust bara upp hjá mér. Öðrum þræði var það þjakandi, en ef manni tekst að sigrast á vandanum, þá verður maður sterkur innra með sér, og það er það sem skiptir öllu máli. Það er nánast ríkjandi viðhorf að menn séu annaðhvort „success" eða „failure". Þetta er alveg katastrófalt lífsviðhorf.“ „Leikhúsheimur- inn er grimmur“ „Faðir minn var verkamaður. Það var ekki skrifað um hans verk í blöðin. Það var engin brennandi spurning: — tókst mér, eða tókst mér ekki? Þannig lífsviðhorf er farsælt. Líf manns má ekki um of vera háð umsögn- um annarra. Maður mænir ekki á árangurinn þegar maður vinn- ur, — maður vinnur. Það er óhollt að gera mikið veður út af hlutum, á hvorn veg- inn sem er, hvort sem er til lofs eða lasts. Fjölmiðlarnir gera ein- mitt þetta. Þeir brengla hlutina. Menn eru háðari fjölmiðlunum í leikhúsinu en þeir vilja vera láta, til dæmis gagnrýninni. Leikhúsheimurinn er grimm- ur. Ég er ekki viss um að ég hefði farið út í það að skrifa leikrit á sínum tíma, hefði ég þá þekkt innviði leikhússins. Hins vegar er á það að líta að það er gaman að vinna í leikhúsi þegar sam- staða næst um verkefnin og ég hef verið heppinn, hvað það varðar. Mér finnst leikhúsið hafa sér- staka þýðingu vegna hins beina sambands sem þar ríkir milli leikara og áhorfenda. Þar standa manneskjur hver andspænis annarri. Eftir því sem niður- soðnu efni vex ásmegin verður leikhúsið þýðingarmeira. Öfugt við margt annað vex að- sókn að leikhúsum þegar harðn- ar í ári. Fólk leitar þá uppörvun- ar í leikhúsinu. Hana getur það fengið þar, ef leikhúsið er gott. En leikhús er alla vega.“ SIB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.