Morgunblaðið - 10.06.1982, Side 20

Morgunblaðið - 10.06.1982, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1982 Skólaslit Iðnskól- ans á Akureyri Iðnskólanum i Akureyri var slitið í sal skólans 28. maí sl. í upphafi máls síns gerði skólastjórinn, Aðalgeir Fálsson, grein fyrir vetrarstarfinu. Þetta var 77. árið frá stofnun skólans 1905. Skólinn starfaði á fjórum stöðum, í skólahúsinu við ÞórunnarstrKti, í smíðahúsi að Glerárgötu 2b, í vélasal við Gránufélagsgötu og ■ gömlu Tunnuverksmiðjunni. Alls voru innritaðir i skólann 314 nemendur. Þetta var 40 nemendum ferra en síðastliðið skólaár. Nemar voru í 17 iðngreinum, tréiðnamenn 32, málmiðnamenn 55, rafvirkjar 19, en færri í öðrum greinum. í grunndeildum verknáms voru 38 nemendur. f frumgreina- deildum tækniskóla voru 27 nemend- ur. í velskóladeildum voru 23 nem- endur. í tækniteiknun 18 nemendur og í meistaraskóla 14 nemendur. Fastráðnir kennarar eru 17, 4 þó aðeins í hlutastarfi, stundakennarar 21. Stöðugildi á vorönn voru 22. Frá skólanum brottskráðust 88 nemendur þar af 65 iðnnemar, 17 nemendur úr 2. stigi vélskóla og 6 úr raungreinadeild tækniskóla. Hæstu einkunnir hlutu Smári Árnason vélvirkjanemi og Tómas Hansson úr raungreinadeild og hlaut hann verðlaun frá Norður- landsdeild Tæknifræðingafélags ís- lands fyrir frábæra frammistððu í raungreinum, verðlaunin afhenti Torfi Guðmundsson formaður deild- Viðurkenningar- skjöl handverks- bakara afhent til 26. júní næstk. Stundarskráamyndaleik „hand- verksbakara" fyrir veturinn 1981 — 1982 er að Ijúka. Afhentir hafa verið allir miðarnir á „Korna-stund- arskrána'*. Til 26. júní næstkomandi verða þeim skólabörnum, sem koma með „Korna-stundarskrána" útfylita til fulls í handverksbakaríin afhent sérstök viðurkenningarskjöl. Viðurkennnigarskjölin eru núm- eruð og eftir 26. júní verða dregin 30 vinningsnúmer úr þessum númer- um. Þau börn sem hljóta vinnings- númer fá rjómatertu frá hand- verksbakaríi á næsta afmælisdegi sínum. U.þ.b. 13 þúsund skólabörn í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði hafa tekið þátt í þessu happdrætti handverksbakara. arinnar. Kinnig hlaut Sturla Sigur- geirsson úr 2. stigi vélskóla bóka- verölaun frá Vélstjórafélagi Norður- lands fyrir frábæran námsárangur. Um framtíð Iönskólans á Akur- eyri má segja að samkvæmt sam- þykkt bæjarstjórnar Akureyrar óskar hún eftir við menntamála- ráðherra að Verkmenntaskólinn á Akureyri verði formlega stofnaður og taki til starfa sem sjálfstæð stofnun eigi síðar en 1. júní 1984. Við það er miðað að Verkmenntaskólinn á Akureyri verði sameinaður skóli Iðnskólans á Akureyri, Hússtjórn- arskólans á Akureyri og fram- haldsdeilda Gagnfræðaskóla Akur- eyrar. Fram til þess tíma leggjast allar byggingar sem byggðar eru á vegum Verkmenntaskólans til starfsemi Iðnskólans. Nú stendur yfir smíði 800m' málmsmiðju á vegum bygg- ingarnefndar undir forsæti Hauks Árnasonar formanns skólanefndar Iðnskólans. Standa allar vonir til að taka megi þetta húsnæði í notkun í haust. Hér er um veigamikið skref að ræða og gerir okkur kleift að bjóða kennslu i framhaldsdeildum málmiðna. Skólastjóri ávarpaði að lokum brottfararnema og árnaði þeim allra heilla og þakkaði kennaraliði og öðru starfsfólki skólans vel unnin störf og sleit skólanum. Hnmao League eins og hún kemur til landsins f dag. Höfuðpaurinn Phil Oakey er þriðji frá hægri. Human League kem- ur til landsins í dag BRESKI poppflokkurinn Human League kemur til landsins í dag. Heldur hann tvenna tónleika hér á landi og verða þeir báðir i Laugar- dalshöll. Þeir fyrri annað kvöld kl. 21 og þeir síðari á sama stað og á sama tima á laugardagskvöld. Human League er einhver þekkt- asta popphljómsveit Breta í dag og hefur henni verið hampað, sem „Abba níunda áratugarins". Hljómsveitin á rætur sínar að Tvennir tónleik- ar hljómsveitar- innar hér á landi rekja til stálborgarinnar Sheffield í iðnaðarhéruðum Englands og þar var hún sett á laggirnar fyrir 5 ár- um. Sú útgáfa Human League, sem slegið hefur svo rækilega í gegn Þór Jakobsson tekur þátt í sov- ézkum hafrannsóknarleiðangri ÞÓR Jakobsson, veðurfræðingur og deildarstjóri hafísrannsóknadeildar Veðurstofunnar, hefur nú þegið boð um að taka þátt i tveggja vikna sov- ézkum hafrannsóknarleiðangri norður með austurströnd Grænlands. Leið- angurinn verður farinn með rannsókn- arskipinu Ottó Smith, sem jafnframt er ísbrjótur, og hefst á fímmtudags- morgun. lihK0titihiithih BLAÐBURÐAR- FÓLK Austurbær OSKASTJ Snorrabraut, hærri tölur. Lindargata. Vesturbæi Tjarnarstígur Ú á i 5 Morgunblaðið hafði samband við Þór Jakobsson vegna þessa. Sagði hann að tilboð hefði borizt Ran- nsóknarráði ríkisins frá vatna- og veðurfræðistofnuninnni í Murm- ansk um að senda tvo menn í leið- angur þennan. Ákveðið hefði verið að Svend Aage Malmberg frá Haf- rannsóknarstofnun tæki einnig þátt í leiðangrinum, en af því hefði ekki getað orðið vegna seinkunar, sem varð á því að hann gæti hafizt. Ætl- unin væri að fara meðfram ísjaðrin- um í norðvestur og siðan i norðaust- ur og þræða ísinn norðaustur að 72. breiddargráðu, rétt norður fyrir Jan Mayen. Væri þá ætlunin að kanna hafisinn, kortleggja hann og gera ýmsar haffræðilegar mælingar. Þór sagði ennfremur, að líklega væri þetta í fyrsta sinn, sem íslend- ingur tæki þátt í leiðangri á þessum slóðum og sjálfsagt hefði verið talið að þiggja boðið, þar sem þarna væri um mikilvægar vísindalegar rann- sóknir að ræða. Þetta svæði, sem nú yrði rannsakað, hefði orðið nokkuð út undan í rannsóknum undanfar- inna ára og því mætti búast við mik- ilvægum upplýsingum, sem yrðu gott innlegg í þekkinguna. Vegna þess að nú væri hægt að fara tals- vert inn í ísinn, yrði hægt að ákvarða gerð hans til dæmis ,og ef rannsóknum yrði haldið áfram næstu árin, væri hægt að finna út breytingar á ísnum frá ári til árs. Þá væri rétt að geta þess að Land- helgisgæzlan myndi fljúga yfir svæðið nokkrum sinnum meðan á rannsóknum stæði og hjálpa til við heildarkortlagningu svæðisins. Þá yrði kortlagningin og annað, sem fram kæmi, borið saman við veður- tunglamyndir, þegar komið yrði til baka. jafnt í heimalandi sínu, sem og nú í Bandaríkjunum, er hins vegar ekki nema tveggja ára gömul. Kom upp tónlistarlegur ágreiningur innan hljómsveitarinnar fyrir tveimur árum og fóru þá meðlimirnir hver í sína áttina. Eftir stóð Phil Oakey, höfuðpaur flokksins, ásamt Adrian Wright, sem til þess tima hafði séð um ljósabúnað hljómsveitarinnar. Þeir félagar söfnuðu liði og ráku smiðshöggið á verkið er þeir rákust á vinkonurnar Joanne Catherall og Susanne Sulley þar sem þær voru að dansa á diskóteki. Leist Oakey svo vel á þær að hann bauð þeim starf í hljómsveitinni, fyrst og fremst með það í huga að láta þær dansa á sviðinu. Þær hafa þó sung- ið lítillega. Nokkrar plötur liggja eftir Hum- an League, en sú þeirra, sem er langsamlega þekktust er Dare, sem kom út í fyrrahaust. Náði hún efsta sæti enska vinsældalistans fyrir áramót, datt síðan aðeins niður, en náði toppnum aftur siðla vetrar. Hér heima hefur hljómsveitin not- ið talsverðrar hylli og þá einkum lagið Don’t you want me. Undan- farnar vikur hefur hróður hljóm- sveitarinnar aukist mjög í Banda- ríkjunum. Er Dare þar á hraðri uppleið. Bandarískur heimspeki- prófessor flytur fyrirlestur WILLIAM Leon McBride, prófessor í heimspeki við Purdue-háskóla í Indiana-fylki í Bandaríkjunum, flyt- ur opinberan fyrirlestur í boði heim- spekideildar Háskóla íslands, laug- ardaginn 12. júní, klukkan fjögur, í stofu 101 i Lögbergi. Fyrirlesturinn fjallar um rit Sartres um Flaubert: „L’idiot de la famille" og verður fluttur á ensku. Prófessor McBride hefur m.a. gefið út eftirfarandi bækur: „Fundamental Change in Law and Society, Hart and Sartre on Revol- ution" (1970), „The Philosophy of Marx“ (1977) og „Social Theory at Crossroad" (1980). Um þessar mundir vinnur hann að riti um réttlæti og ranglæti. Útibasar Fríkirkjunnar T f Upplýsingar sima 35408 FÖSTUDAGINN 11. júní mun Kven- félag Frikirkjunnar í Reykjavík halda útibasar. Að þessu sinni verður basar- inn ekki á Lækjartorgi eins og undan- farin ár, heldur við sjálfa Fríkirkjuna á horni Skálholtsstígs og Fríkirkjuveg- ar. Hafa viðkomandi yfirvöld veitt Kvenfélaginu leyfi til að hafa basar á þessum stað. Vil ég hér flytja þeim alúðarþakkir fyrir vinsemd þeirra og skilning. Kvenfélag Fríkirkjunnar er og hefur verið ein af máttarstoðum safnaðarins. Án dugnaðar og fórn- fýsi kvennanna ætti söfnuðurinn erfitt með að starfa. Ég hvet því alla til að koma við á horninu við Frí- kirkjuna þennan dag. Þar verður tekið vel á móti öllum, auk þess sem margt girnilegt verður á boðstólum, heimabakaðar kökur, blóm og ým- islegt fleira. Basarinn hefst kl. 9 árdegis. Kristján Róbertsson, safnaðarprestur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.