Morgunblaðið - 10.06.1982, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 10.06.1982, Qupperneq 21
21 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1982 Sænsku orgellcikararnir Ingegerd Björklund-Nyström og Kaj Nyström. Sænskir orgelleik- arar halda tónleika HÉR Á landi eru stödd sænsku hjónin Ingegerd Björklund-Nyström og Kaj Nyström. Bæði eru þau hjón- in orgelleikarar en þar að auki er hún sópransöngkona og hann leikur á trompet. Þau munu halda hér tvo tón- leika, þá, fyrri á Selfossi, föstu- daginn 11. júní, kl. 20.30, og þá síðari í Fíladelfíu í Reykjavík kl. 17.00, laugardaginn 12. júní. Þau leika verk eftir P. Baldassare, F. Durante, H. Purcell, C. Franck og fleiri. Auk þess leikur Ingegerd af fingrum fram í lok beggja tónleik- ensku í London Angloschool er á einum besta staö í Suöur-London og er viður- kenndur meö betri skólum sinnar tegundar í Englandi. Skóla- timinn á viku er 30 tímar og er lögö mikil áherzla á talaö mál. Skólinn er búinn öllum fullkomnustu kennslutækjum. Kynnisferöir eru farnar um London, Oxford, Cambridge og fleiri þekkta staöi. Viö skólann er t.d. Crystal Palace, íþróttasvæði, þar sem hægt er að stunda allar tegundir íþrótta. Er til London kemur býrö þú hjá valinni enskri fjölskyldu og ert þar í fæöi. Margir Islendingar hafa veriö viö skólann og líkað mjög vel. Stórkostlegt tækifæri til aö fara í frí og þú nýtir tímann vel og lærir ensku um leið. 3. tímabil 4. tímabil 5. tímabil 6. tímabil 7. tímabil 28. júni 5. júlí 2. ágúst 31. ágúst 27. sept. 4 vikur 4 vikur 4 vikur 4 vikur 4 vikur Öll aðstoö veitt við útvegum farseðla og gjaideyris. Er þegar byrjaö að skrifa niöur þátttakendur. Sendum myndalista á is- lensku og ensku. Allar nánari uppl. veitar í síma 23858 eftir kl.7 á kvöldin og allar helgar. Magnús Steinþórsson. Hringdu strax í dag. iH w*w _ j ; LIKAMSR/STIN . rry laugavegi 59. simm6400 | \ Ar j Kjallari Kjörgarðs Vegna óska frá fjölmörgum við- skiptavinum okkar, höfum við ákveðið að gefa fólki kost á aö kaupa æfingaskírteini til 3ja, 6 og 12 mánaða með afslætti þannig: 1 mánaðar gjald verður kr. 450. 3ja mánaða gjald verður kr. 1.200. 6 mánaða gjald verður kr. 2.200. 12 mánaðagjald verð kr. 4.000. Ef sá sem keypt hefur 12 mánaöa skírteini for- fallast einhverra hluta vegna, er honum heimilt aö framselja þaö öörum, enda sé þá hinn nýi aðili skráöur hjá okkur í staö hins fyrra. Innifaliö í gjaldinu er að sjálfsögöu hér eftir sem hingaö til, öll sú þjónusta sem líkamsræktin hefur uppá aö bjóöa: Æfingar undir leiðsögn þrautreyndra þjálfara. Sólbaðssamlokur, nuddpottar, gufuböö, mat- arleiðbeiningar, matarkúrar. Cellulite kúrar. Viö álítum aö meö hliðsjón af allri þeirri þjón- ustu sem innifalin er í gjaldinu, sé hér um kostaboð aö ræöa, enda er þaö stefna okkar aö stuðla aö aukinni heilbrigöi almennings. 0KKAR STYRKUR ER REYNSLAN OPNUNARTÍMAR MÁNUDAGA TIL FöSTUDAGA KL. 7—21.30. LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA KL. 10—14.30. Lúdrasveitir í rúma öld - sögusýning i Hafnarfirði SAMBAND íslenskra lúðrasveita Reydarfirði, 8. júní. HÉR Á Reyðarfirði hefur verið tannlæknalaust þar til nú, að Sigur- steinn Gunnarsson og kona hans eru nýflutt hingað og opna á næstu dög- um tannlæknastofu hér. Reyðfirðingar hafa því hingað til þurft yfir til Eskifjarðar eða upp í Egilsstaði til að fá þessa þjónustu og oft hefur veður aftrað því að fólk hafi getað sótt pantaða tíma á vetrum og verið mikill aukakostnaður vegna þess. Þá hef- ur Björk Einarsdóttir opnað hér rakarastofu, sem er eitt af því, sem hefur vantað hér. Rakarinn á Eskifirði hefur komið hér inneftir fyrir stórhátíðar til að sinna þessu, en þess á milli hefur fólk þurft út á Eskifjörð þessara er- inda. Með þessari þjónustu, sem nú er fengin, breytist mikið til batnaðar því að samgöngur eru oft erfiðar, sérstaklega á veturna, en þess má geta að við fáum aðeins lækni tvisvar í viku hingað frá Eskifirði. Hljómsveitin Egó úr Reykjavík hélt hljómleika hér í félagsheimil- inu í gærkvöldi við mikla hrifn- ingu áheyrenda. Gréta Lúðrasveit Isafjarðar árið 1956. Við sögu lúðrasveitanna hafa margir mætir menn komið og ungi pilturinn lengst til hægri í miðröð á þessari mynd er Sighvatur Björgvinsson, alþingismaður. gengst fyrir myndasýningu í Flens- borgarskóla vegna ritunar sögu hornaflokka og lúðrasveita á íslandi frá 1876 til þessa dags. Sýningin er haldin í tengslum við 10. landsmót SÍL í Hafnarfirði um helgina og stendur í aðeins einn dag, laugardag- inn 12. júni. Undanfarin tvö ár hefur verið unnið að heimildasöfnun varðandi sögu hornaflokka og lúðrasveita á íslandi frá upphafi til þessa dags á vegum Sambands íslenskra lúðra- sveita. Lúðrasveitirnar voru fyrstu og um áratuga skeið einu hljóm- sveitirnar á íslandi. Við sögu þeirra hefur mikill fjöldi manna komið og þeirra á meðal margir sem á fyrri hluta aldarinnar urðu miklir atkvæðamenn í íslensku tónlistarlífi, þegar það tók að ger- ast fjölbreyttara. Eiga lúðrasveit- irnar það því skilið að sögu þeirra sé haldið til haga, en hún spannar nú rúma öld. Fyrstu lúðrasveit á íslandi, Lúð- urþeytarafélag Reykjavíkur, stofn- aði Helgi Helgason trésmíðameist- ari árið 1876, og hafa lúðrasveitir starfað í Reykjavík samfellt síðan þá. Næsta lúðrasveit var stofnuð á Akureyri 1892, í Hafnarfirði um 1890, þá á Eyrarbakka um aldamót og þvínæst á Isafirði og í Vest- mannaeyjum, árin 1903 og 1904. Láta mun nærri, að lúðrasveitir hafi starfað á tuttugu stöðum hér- lendis fyrir árið 1955, þegar fyrstu skólahljómsveitirnar voru stofnað- ar. í Reykjavík höfðu níu lúðra- sveitir starfað um lengri og skemmri tíma frá öndverðu til sama árs, 1955. Þá hafa lúðrasveit- ir verið starfandi með hléum í ýms- um stærri kaupstöðum og þannig hægt að ræða um allt að fjórar lúðrasveitir í sama kaupstaðnum, t.d. á ísafirði og í Vestmannaeyj- um. Söfnun heimilda hefur gengið vel og hafa lúðrasveitir víðs vegar um landið aflað upplýsinga um starfið í sinni heimabyggð. Þá hefur mikill fjöldi einstaklinga, sem þekktu til starfa lúðrasveita á fyrri tíð, gert sér mikla fyrirhöfn vegna öflunar heimilda, svo og starfsmenn ým- issa opinberra safna. Ritari Sam- bands íslenskra lúðrasveita, Atli Magnússon blaðamaður, hefur haft söfnun heimilda með höndum fram til þessa. Við söfnun heimilda hefur þess orðið vart, að ekki mátti seinna fara af stað með þetta verk, því aðstoð ýmissa mjög aldraðra manna hefur þegar skipt sköpum fyrir það. Að endingu er vert að geta sér- staklega um það myndefni sem safnast hefur, sem er mjög mikið að vöxtum og stór hluti þess ein- stæður vegna hins menningarsögu- lega gildis hans. Samband ís- lenskra lúðrasveita hefur efnt til sýningar á hluta þessara mynda í tengslum við 10. landsmót SIL sem nú stendur yfir í Hafnarfirði. (Frétt frá Sambandi ísl. lúdraaveita.) Reyðarfjörður: Rakarastofa og tann- læknastofa opnaðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.