Morgunblaðið - 10.06.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1982
31
l'rá kröfugttngn sýningargesta á Don Kikóta frá Hafnarbíói og niður á Torg.
Ljósm. KÖE
Neyðist Alþýðuleik-
húsið til að loka?
Á MÁNUDAGSKVÖLD var síðasta sýning Alþýðuleikhússins á þessu leikári á
Don Kíkóta. Fjttlmenni var á sýningunni og urðu margir frá að hverfa. Meðal
þeirra sem sóttu sýninguna voru fulltrúar á Norræna leiklistarþinginu.
Alþýðuleikhúsið var með 211 sýn-
ingar á þessu leikári og hefur leik-
húsið frumsýnt 7 verk á árinu, þar
af 3 fyrir börn og unglinga, og eru
sýningargestir komnir yfir 29 þús-
und.
Fjárhagsstaða leikhússins er
mjög slæm nú í lok leikársins. Al-
þýðuleikhúsið skuldar um 900 þús-
und krónur, þar af yfir helming í
launakostnað og höfundarlaun.
Þrátt fyrir það hefur stór hluti af
fólki sem er á mánaðarlaunum unn-
ið ólaunaða vinnu til að halda leik-
húsinu gangandi. ALþýðuleikhúsið
fékk 400 þúsund kr. á síðustu fjár-
lögum til starfsemi sinnar frá rík-
inu og frá borginni fékk það 140
þúsund krónur, auk 100 þúsund
króna sem gengu upp í kostnað
vegna breytinga á Hafnarbíói.
Fyrir viku fékk leikhúsið síðan 600
þúsund króna aukafjárveitingu frá
ríkinu til að halda starfsemi sinni
gangandi til vors.
n Fulltrúar Norræna leiklistar-
þingsins tóku málefni leikhúsa á
borð við Alþýðuleikhúsið sérstak-
iega fyrir og samþykktu ályktun
sem m.a. felur í sér, að Norræna
ieiklistarþingið leggi sérstaka
áherslu á að íslensk menningar- og
fjármálayfirvöld viðurkenni til-
verurétt frjálsra leikhópa með því
að veita nægilegt fjármagn til slíkr-
ar starfsemi. Þá segir í ályktuninni:
„Alþýðuleikhúsið er dæmi um
frjálsan leikhóp sem hefur sýnt og
sannað tilverurétt sinn. Þess vegna
skorum við á hið opinbera að beita
öllum tiltækum ráðum til að starf-
semi AL þurfi ekki að leggjast
niður."
Eftir sýninguna á Don Kíkóta í
fyrrakvöld fóru sýningargestir í
kröfugöngu frá Hafnarbíói og niður
á Torg, til að minna á tilurð leik-
hússins. Þar var flugeldasýning og
greidd voru atkvæði um „líf eða
dauða" leikhússins og var samþykkt
einróma að reyna að sporna við
þeirri þróun að Alþýðuleikhúsið
yrði að leggja upp laupana.
í viðtali við blaðið sagði Sigrún
Valbergsdóttir hjá Alþýðuleikhús-
inu „að mikill vilji væri fyrir því að
halda leikstarfinu áfram næsta
haust; þau ættu æfð tvö leikrit fyrir
börn og unglinga, auk þess sem þau
væru núna að sýna Don Kíkóta
fyrir fullu húsi.“
Sigrún sagði ennfremur að ekki
yrði hægt að hefja leikhúsrekstur
næsta haust ef ekki kæmu til aukn-
ar fjárveitingar frá því opinbera.
Breyttur
skrifstofutími
Frá 7. júní til 31. ágúst veröa skrifstofur okkar aö
Hallveigarstíg 1 opnar frá kl. 08.00—16.00 mánudag
til föstudags.
Félag íslenskra iðnrekenda.
Útflutningsmiðstöð iðnaðarins
KORT
viö öll tækifæri.
Gjafapappír, gjafavörur, sumarleikföng, Matchbox-
módel og módellökk, litabækur og litir.
Verslunin Örk,
Verslunarmiðstöðinni Miðvangi,
Hafnarfirði. Sími 54333.
Útsala Útsala
Innflutt húsgögn
Seljum næstu daga meó 20% afslætti:
Furu eldhúsborð og stóla. Húsbóndastóla með
skammeli o.fl.
Eitt gullfallegt leðursófasett
á aðeins 20.700,-
Útsala S
STÁLIÐJANhf
SMIÐJUVEGI 5, KÓPAVOGI, SÍMI 43211
ER BYGGINGAVÖRUR HE
SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331.
ÞAK3A1
i hvaöa lengd
semer
„Standard” lengdir eða sérlengdir, allt eftir óskum kaupandans.
Að auki þakpappi, pappasaumur, þaksaumur, kjöljárn, rennu-
bönd og rennur.
I- iann Dúddi er fluttur ■ JzJ\
Dúddi hárgreiðslumeistari er fluttur frá Suðurlandsbraut 10 að Hótel Esju. ^ 5 Idttcl