Morgunblaðið - 13.07.1982, Side 1

Morgunblaðið - 13.07.1982, Side 1
r * 48 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTABLAÐI 152. tbl. 69. árg. ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Falklandseyjastríðinu formlega lokið: Bretar senda fangana heim London, 12. júlí. AP. TILKYNNT var í London í dag, að brezka stjórnin liti nú svo á að ollum vopnaviðskiptum á Suður-Atlantshafi va'ri formlega lokið og þeim 593 Argentínu- mönnum, sem enn vsru í haldi, yrði sleppt. Í tilkynningu brezka utanríkisráðu- neytisins segir að borizt hafi viðhlítandi trygg svör um að Argentínumenn teldu ófriðnum lokið og því yrðu allir fangar frá Argentinu sendir heim. Þeirra á meðal er Mario Menendez, sem stýrði argentínska liðinu á Falklandseyjum. Bretar munu hins vegar áfram halda uppi hafn-og loftferðabanni við Falklandseyjar og við strönd Argentínu og viðskiptabanni á Arg- entínu verður ekki aflétt að svo stöddu. Talið er afar langt í land með að nokkrar viðræður geti hafizt um endanlega framtíð eyjanna. Fangarnir 593 verða fluttir með brezku skipi til Argentínu. Argent- ínumenn hafa þegar skilað eina brezka stríðsfanganum, sem þeir höfðu í haldi. Að sögn Breta hjálp- uðu 35 af föngunum sjálfviljugir við að hafa upp á djúpsprengjum, sem Argentínumenn höfðu komið fyrir og mun einn fanganna hafa slasast við það starf. Argentínumenn hafa sakað Breta um að fara illa með fangana, en Bretar hafa vísað þeim ásökunum á bug og sagt að þeir séu í haldi undir umsjón Rauða krossins. Reagan Bandaríkjaforseti aflétti í dag viðskiptabanni Bandaríkja- manna af Argentínu og hvatti alla aðila að Falklandseyjastríðinu til að stuðla að vináttu og samvinnu. Banni Bandaríkjastjórnar við sölu á hergögnum til Argentínu, sem verið hefur í gildi í nokkur ár vegna mannréttindabrota í landinu, var þó ekki aflétt. Utanríkisráðherra Argentínu, Aguirre Lanari, sagði í kvöld að Argentínustjórn gæti ekki litið svo á að ófriðnum væri formlega lokið fyrr en Bretar afléttu hafn- og loft- ferðabanninu við Falklandseyjar. Stórinnrás ír- ana yfirvofandi Nikósíu, New York, 12. júlí. AP. ALLT BENDIR til þess að íranir hafi nú i undirbúningi mikla sókn inn í írak með það fyrir augum að koma Saddam Hussein forseta frá völdum. Að sögn útvarpsins í Teheran er „mikil og söguleg orrusta" framundan. Bandaríska fréttaritið Time, greinir frá því í nýjasta hefti sínu, að myndir frá njósnahnöttum sýni greinilegá að íranir hafa safnað saman miklu liði við landamæri íraks og geti liðið verið tilbúið til árásar í þessari viku. Að sögn blaðsins hefur hersveitum alls staðar að í íran verið beint til landamæranna, þ.á m. átta herdeild- um, sem áður voru staðsettar við sovézku landamærin. Búast megi við því að innrás verði gerð í Irak á þremur stöðum, við hafnarborgina Basra, þar sem helztu olíumannvirki íraka eru niðurkomin, t miðhluta landsins um 320 kílómetra frá höf- uðborginni Bagdad og nyrzt í land- inu, þar sem Kúrdar hafa lengi hald- ið uppi andófi. Stríð Irana og Iraka hefur nú staðið í tæp tvö ár, en Hussein for- seti íraks lýsti einhliða yfir vopna- hléi í síðasta mánuði og hefur kvatt hersveitir sínar heim frá íran. Engu að síður hafa verið nær daglegar skærur milli herja landanna undan- farið. Leiðtogar írans hafa ekki virt vopnahléð og sagst mundu binda enda á stríðið með þeim hætti einum að koma Hussein frá völdum í írak. Hussein sagði í viðtali við Time í síðustu viku, að horfur á friði milli landanna væru ekki góðar. Hann sagðist jafnframt halda að íranir hefðu aðgang að sovézkum vopnum og nytu stuðnings ísraelskra og norður-kóreanskra ráðgjafa. Tilkynnt var í Bonn í dag, að íran hefði opnað sendiráð sitt í V-Þýzka- landi á nýjan leik, en því var lokað fyrr á árinu. (Símamynd AP.) HEIMSMEISTARARNIR KOMA HEIIVl — itolsku knattspyrnumennirnir sem sigruðu í heimsmeistarakeppn- inni í Madrid í fyrradag sjást hér við komuna til flugvallarins í Róm í gær. Fremstur fer Enzo Bearzot þjálfari liðsins en næstur á eftir kemur Dino Zoff markvörður og fyrirliði ítalska liðsins og heldur hann hróðugur á verðlaunabikarnum. Sjá nánar af úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar á Spáni á íþróttasíðum MikiÖ mannfall í Beirut um helgina: Ekkert ríki fæst til að taka við skæruliðum PLO Beirút, Tel Aviv, WaHhington, 12. júlí. AP. SAMNINGAVIÐRÆÐUR um brottflutning Yasser Arafats og skæruliða PLO stranda nú á því, að erfiðlega gengur að finna ríki til að taka við þeim, eftir að Sýrlendingar tilkynntu að skæruliðarnir fengju ekki að fara til Sýrlands. Einnig gengur erfiðlega að ná samkomulagi um hvernig aðskilja skuli herliðin sem tekist hafa á í og við Beirút undanfarið, að því er heimildir i borginni herma. Mjög harðir bardagar voru í Beir- út í gærdag en vopnahléi var komið á undir kvöld. Að sögn líbönsku lögreglunnar var barizt samfellt í 10 tíma í gær með þeim afleiðingum að 83 biðu bana, 211 særðust og 166 Hreinsanir í pólska kommúnistaflokknum Varsjí, 12. júlí. AP. UM 50 þúsund menn voru reknir úr pólska kommúnistaflokknum í apríl og maí, að því er greint var frá í Trybuna Ludu, málgagni flokksins, í dag. Alls hafa tæplega 100 þúsund manns verið reknir úr flokknum á þriggja mánaða tímabili og hefur þeim flestum verið gefið að sök að hafa vikið frá stefnu flokksins. Fréttin í Trybuna Ludu er birt þremur dögum áður en fundur er fyrirhugaður í miðstjórn komm- únistaflokksins, en hún hefur æðsta vald í málefnum hans milli flokksþinga. Þetta verður þriðji fundur miðstjórnarinnar frá því herlög voru sett í landinu 13. desember sl. Trybuna Ludu segir að brott- rekstur alls þessa fólks sýni að verið sé að byggja upp „álit, traust og áhrif“ flokksins að nýju. Jafnframt greinir blaðið frá því, að 3.032 hafi verið teknir í flokkinn á tímabilinu desember — júní og þar af hafi 40% verið verkamenn. Nú er talið að um 2,3 milljónir manna séu í pólska kommúnistaflokknum, en 3,5 milljónir voru taldar vera í flokknum á síðasta ári. Málgagn pólska hersins sagði í dag að það myndi flýta fyrir því að herlög yrðu numin úr gildi í landinu, ef félagar í Samstöðu hættu að fara að fyrirmælum leiðtoga sinna, sem fara huldu höfði í landinu. Izvestia, málgagn Sovétstjórn- arinnar, sagði í dag að því færi víðs fjarri að erfiðleikarnir í Póllandi væru að baki. Sagði blaðið að óróleikinn í landinu væri ekki sízt að kenna and- sósíalískri hreyfingu meðal ungs fólks og kaþólikka. byggingar eyðilögðust í vesturhluta borgarinnar. Aðalstöðvar friðar- gæzluliðs Sameinuðu þjóðanna í Líbanon voru meðal þeirra húsa sem urðu fyrir stórskotahríð í gær. Að sögn talsmanns ísraelshers létu þrír ísraelskir hermenn lífið í átökunum í Beirút í gær og hafa ísraelsmenn þá misst alls 285 her- menn frá því þeir gerðu innrás í Líbanon 6. júní sl. Að sögn Is- raelsmanna skutu sýrlenzkir her- menn á ísraelska hermenn í austur- hluta Beirút í dag og særðu nokkra. Fulltrúi PLO í London, Nabil Ramlawi, skoraði í dag á allar Arabaþjóðir að senda herstyrk til Líbanon til að berjast gegn ísraels- mönnum. Hann bætti því jafnframt við, að Sýrlendingar yrðu að opna landamæri sín til að hleypa slíkum liðssafnaði til Líbanon. Ramlawi sagði að ef ísraelsmenn yrðu ekki stöðvaðir nú myndi allur þessi heimshluti í hættu, þ.á m. hinir helgu staðir í Saudi-Arabíu og olíu- lindirnar við Persaflóa. George Habash, leiðtogi eins hinna róttækari arma innan PLO, sagði í dag að ekki kæmi til greina fyrir hreyfinguna að láta hrekja sig úr landi. Habash sagði að haldið yrði áfram að berjast til síðasta blóðdropa og baráttunni yrði haldið áfram frá Sýrlandi, Egyptalandi og Jórdaníu. Habash lýsti einnig mik- illi vanþóknun á öllum hugmyndum um að bandarískt herlið tæki að sér friðargæzlu í Beirút. í Bandaríkjunum lýsti Reagan forseti því yfir í dag að hann væri nokkuð bjartsýnn á að brátt yrði endi bundinn á ófriðinn í Líbanon. Byltingartil- raun í leigubíl Prag, 12. júlt. AP. KAREL Kartosek, sagnfræðingur og einn þeirra, sem undirrituðu Mannréttindaskrána ’77, verður dreginn fyrir dómara á fimmtu- daginn nk., 15. júlí, sakaður um að hafa „hvatt til byltingar" í Tékkóslóvakíu. „Byltingartilraunin" hans Bartoseks var með þeim hætti, að í desember sl., þegar hann var á ferð um götur Prag í leigubíl ásamt tveimur öðrum farþegum, sagðist hann vera andvígur herlögunum í Póllandi og gerði auk þess tilraun til að „breyta andstæðum skoðunum" leigubílstjórans og samferða- manna sinna. Bartosek hefur síðustu árin haft ofan af fyrir sér með verk- smiðjuvinnu enda fær hann ekki fremur en aðrir andófs- menn að stunda það starf, sem hann hefur menntun til.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.