Morgunblaðið - 13.07.1982, Page 5

Morgunblaðið - 13.07.1982, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1982 5 Stroku- fanginn ófundinn Ferðir milli Reykja víkur og Mývatns FERÐASKRIFSTOFA Guðmundar Jónassonar helur hadð áætlunarferðir milli Reykjahliðar i Mývatnssveit og Reykjavíkur. Farið er um Sprengisand, á laugar- dögum norður yfir og suður á sunnudögum. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem haldið er uppi áætlunarferðum milli Mývatns- sveitar og Reykjavíkur, en ætlunin er að ferðirnar standi yfir frá því að Sprengisandur verður bílfær og fram um mánaðamótin ágúst/sept- ember og jafnvel lengur ef grund- völlur verður fyrir því. Farið var í fyrstu ferðina um helgina og tókst hún vel í alla staði. Lagt er upp klukkan 8 frá Umferðamiðstöðinni í Reykjavík og á sama tíma á sunnu- dögum frá hótel Reynihlíð í Mý- vatnssveit, og gert er ráð fyrir að komið sé í áfangastað klukkan 7 að kvöldi. FANGINN AF Litla Hrauni, sem strauk af Borgarspítalanum í síð- ustu viku er enn ekki kominn í leitirnar, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá lögreglunni í gær. Maðurinn strauk þegar hann var í læknisskoðun á Borgarspít- alanum. Hann reif sig lausan frá hjúkrunarkonu og komst óséður út af spítalanum. Lögreglan leitar nú mannsins. Ennþá má finna skafla á leiðinni yfir Sprengisand. Hér má sjá einn sem ekki var krækt fyrir, heldur brotist í gegnum. Til hliðar má sjá Guðmund Jónasson. ?**'?'? WW/J J: NÝLEGA var frá því skýrt í frétt í Morgunblaðinu aö miklar gatnagerð- arframkvæmdir stæðu yfir í sumar á Blönduósi. Gengið er frá götum og bílastæðum í kauptúninu og lagt var- anlegt slitlag. Myndin er tekin nýlega af framkvæmdunum á Blönduósi. Flugvél nauðlendir FLUGVÉL af geröinni Cessna Skyhawk, sem ber einkennis- stafina TF-DUA, nauðlenti aðfaranótt laugardags á veginum í Hvalfirði skammt frá bænum Galtalæk. Engin slys urðu á fólki. Vélin var að koma ofan af Snæfells- nesi, þegar hreyfillinn stöðvað- ist skyndilega og sá flugmað- urinn, sem er ung stúlka, sér ekki annað fært en að lenda á veginum, sem var eini sjáan- legi lendingarstaðurinn í ná- grenninu. Nauðlendingin tókst eftir atvikum vel, en aðstæður til lendingar voru erfiðar, orðið skuggsýnt, nokkur hliðarvind- ur og brekka uppí móti. Við lendinguna rak vélin niður annan vænginn. Skemmdir á vélinni eru ekki taldar alvar- legar. daga ævintýraferð til Norður-Ameríku Fyrsta flokks langferðarbifreið Við heimsækjum: 16 tylki í Bandaríkjunum 2 fylki í Kanada 10 stórborgir Heimssýninguna 1982 í Tennessee Aðeins ein ferð eftir 6. ágúst Við sjáum: Stórskipasiglingar á St. Lawrence-fljóti Tóbaksekrur Suöurríkjanna Sólbakaða Atlantshafsströndina Hjólabátana á Mississippi-fljóti DALA-RAFN frá Vestmannaeyj- um seldi 60 tonn af fiski í Grimsby í gærmorgun fyrir 503 þúsund krónur og var meðalverð á kíló krónur 8,50. Við förum: í frægustu háhýsi í heimi: Sears-bygginguna í Chicago CN-turnínn í Toronto World Trade Center í New York Lögreglan á Húsavík: Þakkar rall- keppendum prúðmannlega framkomu Við skoðum fræg söfn: Smithsonian-safniö í Washington Metropolitan-safniö í New York Museum of Industrial Science í Chicago Ford-bílasafniö í Detroit Indíánasafniö í Cherokee, N-Carolina MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá lögregl- unni á liúsavík. Lögreglan á Húsavík vill koma á framfæri þökkum til keppenda í Húsavíkurralli 1982 fyrir drengi- lega og prúðmannlega framgöngu í umferðinni, í nýafstöðnu ralli. Einnig þakklæti til Bifreiðaíþróttaklúbbs Húsavíkur fyrir gott samstarf og góða skipu- lagningu á keppninni. Viljum við taka fram að þrátt fyrir mikið eft- irlit og radarmælingar um helgina og sérstaklega á meðan keppni stóð yfir, var enginn keppandi eða áhangendur keppninnar, svo sem þjónustubílar eða tímaverðir, teknir fyrir of hraðan akstur um helgina. Þess má geta að 14 al- mennir borgarar voru teknir fyrir of hraðan akstur á sama tíma. Lögreglan á Húsavík. Sérlega vel skipulögö hringferð, ■■■1^ en ekki of erfiö. ísienzkur fararstjóri ^^allan tímann. Allar nánari upplýsingar liggja frammi á skrifstofunum. Reykjavík: Austurstræti 17. Sími 26611. Akureyri: Kaupvangsstræti 4 Sími 22911. Feróaskrifstofan

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.