Morgunblaðið - 13.07.1982, Page 42
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1982
Rossi varð
• ítalir hafa varla ráðið sér af gleði að undanförnu vegna velgengni landsliðs þeirra í knattspyrnu. Þegar liðið varð
heimsmeistari stigu ítalskir áhorfendur villtan gleðidans á áhorfendapöllunum á leikvanginum í Madrid. Á myndinni
hér að ofan má sjá hvar ítalskir áhorfendur fagna sigri. ítalski fáninn var alls staöar og dansaö var og sungið.
markakóngur
The Guardian:
Ruglingsleg og
óvænt úrslit
BRESKA blaðið The Guardi-
an segir fyrir stuttu, aö þrátt
fyrir að lið Englands, Skot-
lands og N-lrlands hafí verið
slegin úr keppninni, geti menn
sætt sig við það.
Blaðið segir, að nú er Ron
Greenwood hætti sem lands-
liösþjálfari Englands, geti hann
bent á, að úrslit margra leikja í
keppninni hafi verið svo rugl-
ingsleg og óvænt, að gjörsam-
lega ómögulegt sé að fullyrða
að besta lið keppninnar hafi
orðið heimsmeistari.
Blaðið bendir á nokkur úr-
slit, hjá liðunum fjórum, sem
léku í undanúrslitunum. Það
segir: „Úrslitaliðin eru Pól-
land, sem ekki tókst að sigra
Kamerún; ftalía, sem þrátt
fyrir að vera of góðir fyrir Bras-
ilíu, tókst hvorki að sigra Kam-
erún né Perú; Vestur-Þýska-
land sem tapaöi fyrir Alsír og
Frakkland, sem Englendingar
lögðu að velli án mikilla erfið-
leika.“
Blaðið segir ennfremur að
erfitt sé að draga neina
ákveðna ályktun af þessari
ruglingslegu kcppni, nema
hvað knattspyrnan sé skrýtinn
leikur.
Fagnaðarlætin á Ítalíu:
„Megi Þýskaland hvfla í friði“
ÍTALIK voru að sjálfsögðu yfir sig
hrifnir með frammistöðu sinna
manna á Spáni, og eftir úrslitaleik-
inn á sunnudaginn voru geysileg
fagnaðarlæti á götum úti á Ítalíu.
Aðeins nokkrum mínútum eftir að
flautað hafði verið til leiksloka, og
ítalir höfðu tryggt sér heimsmeist-
aratitilinn í þriðja skipti, hafði ara-
grúi fólks safnast saman utan dyra í
borgum landsins. Þó óvenju kalt
væri í veðri á Ítalíu kom það ekki í
veg fyrir að fólk tæki þátt í fagnað-
arlátunum.
90 mínútum áður höfðu göturnar
verið gjörsamlega auðar, og jafnvel
ítalska fréttastofan, Ansa, hafði lok-
að meðan á leiknum stóð.
Á Piazza Del Popolo, stærsta
torgi Rómaborgar, höfðu hundruð
manna fylgst með leiknum í risa-
stórum sjónvarpsskermi, og eftir
leikinn fylltist torgið af reyk frá
flugeldum, og þúsundir manna
blésu þar í flautur og börðu
trommur. Einnig voru menn þar
með ýmiskonar áletruð skilti, á
einu stóð „Megi Þýskaland hvíla í
friði“ og „ítalir, þið eruð stórkost-
legir“.
Fréttastofan Ansa líkti fagnað-
arlátunum við það þegar Italir
urðu heimsmeistarar í fyrsta
skipti 1934 og síðan aftur 1938.
Skip í Napolíhöfn þeyttu þoku-
lúðra og sírenur, og þúsundir bíla
og fótgangandi vegfarenda tróðu
sér um götur borgarinnar.
Gabriela Damera, kona að verða
sjötug, líkti látunum við það þegar
Mussolini var að þruma ræðum
sínum yfir fólkið á valdatíma hans
1922 til 1943.
Einn ítölsku aðdáendanna var
með líkkistu sem á stóð; „Herra
Þýskaland, látinn eftir 90 kvala-
fullar mínútur.“
Þýsku leikmennirnír daufir:
„Eg trúi þessu varla enn“
ÞÝSKU leikmennirnir voru mjög
niðurlútir er þeir yfirgáfu Santiago
Bernabeu-leikvanginn eftir leikinn.
Sumir þeirra kenndu sjálfum sér um
tapið, en aðrir höfðu afsakanir á
reiðum höndum. Miðvörðurinn Uli
Stielike, var mjög reiður út i dómar-
ann brasilíska, og sagði „að hann
hefði greinilega dæmt ítölum í hag.
Hann fór illa með okkur. Sá sem
ekki tók eftir þvi hlýtur að hafa
horft á allt annan leik.“
Flestir leikmannanna neituðu að
ræða við blaðamenn, en Klaus
Fischer gat þó stunið upp nokkrum
oröum. „Ég trúi þessu ekki enn,“
sagði hann. „Ég var svo nálægt þvi
að verða heimsmeistari. Verðlauna-
pening fyrir þann titil mun vanta í
verðlaunagripasafn mitt sem
atvinnumanns í knattspyrnu. Nú
verður það aðeins draumur," sagði
þessi 32 ára framherji frá Köln.
• ítalinn Paolo Rossi var kjörinn besti leikmaður keppninnar og varð hann
jafnframt markahæstur, skoraði sex mörk. Hér fagnar Rossi einu marka
sinna.
Blöðin hrósa Ítalíu fyrir góða
Dagblöð út um allan heim eru
sammála um að landslið ftalíu sé
mjög vel að Heimsmeistaratitiinum
komið. Liðið hafi slegið út allar
HM 1986:
Verður
KÓLUMBÍA er eina landið sem til
greina kemur, til að halda næstu
hcimsmeistarakeppni í knattspyrnu,
að sögn Joao Havelange, forseta
FIFA, á laugardaginn.
Kom þetta fram á blaðamanna-
fundi, þar sem rætt var um, hvort
Kolumbía væri ekki reiðubúin að
halda keppnina 1986. „Þeir hafa
aldrei tjáð FIFA að þeir væru ekki
tilbúnir að halda keppnina. Það eru
aðeins sögur sem birst hafa í blöð-
um,“ sagði Havelange.
sterkustu knattspyrnuþjóðir verald-
ar í keppninni og leikið stórkostlega
vel gegn Argentínu, Brasilíu og
V-Þjóðverjum. Danir eru ánægðir
Hann sagði að FIFA myndi
senda nefnd til Suður-Ameríku-
ríkisins á næstunni til að ræða
undirbúninginn. Fregnir herma að
bandaríska knattspymusamband-
ið sé reiðubúið að halda keppnina
eftir fjögur ár, en Kurt Lamm,
formaður sambandsins, sagði um
helgina, að þeir hefðu sótt um að
halda mótið 1990 og byggjust við
að Kólumbía stæði við sitt. Ef þeir
hins vegar gæfust upp „gæti önn-
ur staða komið upp í málinu,“
sagði Lamm.
knattspyrnu
með sigur ítala og í dönsku blöðun-
um í gær mátti lesa fyrirsagnir eins
og þessa: „Eina liðið sem sigraði
Ítalíu var danska landsliðið". En
eins og öllum er kunnugt um sigraði
danska landsliðið það italska 3—1 á
Idrettsparken í Kaupmannahöfn, í
undankeppninni fyrir HM.
Fyrirsagnir stórblaðanna voru á
ýmsan hátt, til dæmis: Þeir sigr-
uðu vélmennin, Rossi er konung-
urinn, Stórkostlegt Ítalía, og
fleira í þessum dúr. ftalía lék
klassískan fótbolta og sigraði,
sögðu sérfræðingar ensku blað-
anna. Það var alveg greinilegt á
umsögnum blaðanna að lið Þjóð-
verja var ekki í neinu uppáhaldi
hjá þeim. Mörg þeirra skrifuðu að
þó ekki hefði verið nema fyrir
brotið á Battiston sem markvörð-
urinn Schumacher framdi þá hefði
verið réttlætanlegt að liðið hefði
tapað.
ÍTALINN Paolo Rossi varð marka-
kóngur HM-keppninnar. Hann skor-
aði 6 mörk og næstur varð Karl-
Heinz Rummenigge, V-Þýskalandi,
með 5 mörk. Þeir voru jafnir fyrir
úrslitaleikinn, en Rossi skoraði eitt
mark í honum og tryggði sér marka-
kóngsnafnbótina.
Rossi skoraði ekkert í þremur af
fjórum leikjum Ítalíu á Spáni,
þegar liðið gerði jafntefli við Perú,
Pólland og Kamerún og sigraði
Enginn er eins vinsæll á Italíu í
dag og knattspyrnumaðurinn Rossi.
Hann varð markahæsti leikmaður
HM-keppninnar og kom iiði Ítalíu á
skrið. Nú keppast allir um að heiðra
Rossi. Skóverksmiðja tilkynnti að
hann fengi fría skó hjá fyrirtækinu
til æviloka. Matsölustaður einn í
svo heimsmeistara Argentínu. En
síðan vaknaði Rossi svo sannar-
lega til lífsins. Þrjú mörk hans
nægðu til að sigra Brasilíu og
tryggja Ítaiíu sæti í undanúrslit-
unum, og síðan skoraði hann bæði
mörk liðsins í 2—0 sigrinum við
Pólland. Síðan kom hann ítölum á
sporið í gær er hann skoraði
fyrsta markið gegn Þjóðverjum.
Tveir leikmenn skoruðu þrjú
mörk, Zbigniew Boniek, Póllandi,
og Zico frá Brasilíu.
Róm bauð honum að borða fritt það
sem eftir væri ævi hans. Rossi verð-
ur sæmdur stórriddarakrossi Ítalíu.
Og síðast en ekki síst er talið að
hann hafi hækkað í verði um 25
milljónir ísl. króna vegna frammi-
stöðu sinnar í keppninni.
í Kólumbíu
Rossi hækkar í verði
tl m t* Cl S.I «. ffntii) m H M * i m m rm m% m m- »• « «« mt tm ** *« *
a r* «■ * m*