Morgunblaðið - 13.07.1982, Page 30

Morgunblaðið - 13.07.1982, Page 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1982 + Móðir okkar JÚLÍANA ÁGÚSTA GÍSLADÓTTIR lést aö Elliheimilinu Grund Olga Þorateinsdótlir Ólína Þorsteinsdóttir Pálína Þorsteinsdóttir Þorsteinn Þorsteinsson t Systir okkar og mágkona mín MARGRÉT HELGADÓTTIR, Hávallagðtu 17, andaðist í Landspitalanum 11. júlí. Guörún Helgadóttir Kristín Helgadóttir Gestur Þóröarson + Konan mín, dóttir min, móðir okkar og tengdamóöir, ÞÓRA HARALDSDÓTTIR, Hagamel 44, andaöist í Landspítalanum, sunnudaginn 11. þ.m. Guðmundur Jónsson Ástríöur Einarsdóttir Ástríöur Guömundsdóttir Halldóra Guömundsdóttir Helgi Már Pálsson Þorvaröur Jón Guömundsson Áslaug Guömundsdóttir + Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, H. B. Ingimar Haraldsson, húsasmíóameistari, Fýlshólum 11 lést í Landspítalanum 12. þ.m. Sigríöur Ásgeirsdóttir Haraldur Ingimarsson Elínborg Angantýsdóttir Jensína Ingimarsdóttir Einar Jónsson Guörún Ingimarsdóttir Hilmar Þorkelsson og barnabörn + Eiginmaöur minn og faöir okkar JÓN ÞORLEIFSSON, vélstjóri frá ísafiröi, Merkurgötu 4, Hafnarfiröi, veröur jarösunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfiröi miövikudaginn 14. júlí kl. 13.30 Sólveig Steindórsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Systir mín og móöursystir, PÁLÍNA FRIDFINNSDÓTTIR, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 14. júlí, kl. 13.30 Guórún Friölinnsdóttir Guörún Guólaugsdóttir + Eiginmaöur minn og faöir okkar, ÞORSTEINN GUÐBJÖRNSSON, málari, Flúöaseli 66, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 13. júlí kl. 13.30 Þórunn Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn Þeim sem vildu minnast hins látna er vinsamlegast bent á Flug- björgunarsveitina. Minningarorð: Þorsteinn Guöbjörns- son (Steini málari) Sumt fólk er betra en annað fólk og þiggur í vöggugjöf þær lyndis- einkunnir, sem allir þrá að gera að sínum. Um skeið hef ég notið þeirra forréttinda að eiga að nágrönnum og vinum þau hjónin Þorstein Guðbjörnsson og Þórunni Jóns- dóttur, að ógleymdum börnunum þeirra. Og nú er Steini vinur minn all- ur, horfinn af þessum heimi og farinn til fundar við litla drenginn sinn. Erfitt er að skilja, hvernig á því stendur, að hraustur maður í blóma lífs og starfs, fullur lífs- löngunar og ástar til meðbræðra sinna, er kallaður brott svo skyndilega. En allt hefur sinn til- gang, og ég er þess fullviss, að Drottinn, skapari himins og jarð- ar, gerir okkur það ljóst í náð sinni, þótt síðar verði. Og eitt verður ekki frá okkur tekið: Minn- ing um góðan mann. Minning sem er fordæmi ein sér. Við Þorsteinn áttum bernsku- heimili í sama hverfi og vorum frá líkum heimilum. Við gengum í sömu skóla og Iærðum hvor sína iðngrein. Loks eignuðumst við framtíðarhúsnæði hlið við hlið, þá orðnir fulltíða menn með stórar fjölskyldur. Síðan þá hafa fjöl- skyldur okkar staðið hlið við hlið og aldrei borið skugga á. Ófáa morgna hittumst við fyrir utan og gerðum góðan dag betri með góðlátlegu gríni, um leið og við heilsuðumst. Það eru forrétt- indi að fá að byrja daginn á þenn- an hátt. Og hann Steini hafði tíma. Hann hafði e.t.v. minnstan tíma handa sjálfum sér, því hann þurfti svo mikinn tíma handa öðr- um. Það er gott að þiggja gjafir eins og þær sem hann gaf: Hlý orð, bros og hlátur, og síðast en ekki síst skilning. Margt kvöldið áttum við saman fjögur, þar sem rætt var um heima og geima, um menn og mál- efni. Og eitt var það, sem við hjón- in tókum eftir í fari Steina og Þór- unnar, en það var, að aldrei hraut af vörum þeirra eitt hnjóðsyrði um nokkurn mann. Það er eins og maður vaxi sjálfur í návist slíks fólks, og maður finnur, að ham- ingjan og lífsfullnægjan er í manns eigin túni, en ekki annars staðar. Þegar starf mitt krafðist þess, að ég væri langdvölum úti á landi, leituðu synir mínir til Steina, ef hjálpar var þörf. Þeim fannst það eðlilegt, að Steini leysti úr vanda þeirra, og honum fannst það líka. „Hann Steini hjálpaði mér,“ var viðkvæðið. Þakklæti er efst í huga mínum, þegar ég kveð Þorstein Guð- björnsson hinstu kveðju. Ég bið algóðan Guð að blessa minningu hans og styðja og styrkja Þórunni og börnin. Asgeir Þormóðsson Enginn ræður sínum næturstað. Horfinn er góður félagi á svip- stundu, hrifinn brott, mitt í ákafa- fullu áhugastarfi. Þorsteinn, eða Steini málari, eins og við kölluðum hann alltaf, var fæddur í Reykjavík 5. júlí 1941. Hann lést að kvöldi fertug- asta og fyrsta afmælisdags síns. Foreldrar hans voru Guðbjörn E. Ingvarsson málarameistari í Reykjavík og fyrri kona hans Elín Torfadóttir. Steini lærði málara- iðn hjá föður sínum og lauk sveinsprófi 1961. Starfaði hann upp frá því við iðn sína. Ég kynnt- ist honum fyrst sem starfsfélaga, en leiðir okkar lágu saman á öðr- um vettvangi, er við gengum báðir í Flugbjörgunarsveitina. Steini var mjög mikið fyrir ferðalög og náttúruskoðun. Ferðaðist hann mikið með Farfuglum á árum áð- ur, og bar æ síðan mjög hlýjan hug til þess félagsskapar. Hann var einnig félagi í Þjóðdansafélagi Reykjavíkur og kom fram á sýn- ingum á vegum þess. Mest og best urðu kynni okkar í Flugbjörgunarsveitinni, enda var Steini einn af hennar bestu félög- um. Hann vildi aldrei láta mikið á sér bera í félagsstarfinu, en var samt ávallt með þeim fyrstu á vettvang ef á þurfti að halda, úr- ræðagóður og laus við öll vanda- mál. Hans aðal áhugamál innan sveitarinnar, var fallhlífastökkið, og sat það í fyrirrúmi fyrir öðru félagsstarfi, sérstaklega seinni ár- in. Er við hittumst í síðasta skipti um kvöldmatarleytið fyrir nokkr- um dögum, mátti hann varla vera að því að tala við mig, því hann var á leið upp á Sandskeið með hóp nýliða sem hann var að kenna fallhlífarstökk, bjóst hann við að vind myndi lægja með kvöldinu. Var Steini eini kennarinn í þessari íþrótt, sunnan fjalla. 25. nvoember 1966 stökk hann sitt besta stökk, er hann gekk að eiga konu sína Þórunni Jónsdótt- ur. Áttu þau saman fjögur börn. Eru þau Guðmundur f. 1966, d. 1967, Elín Valdís f. 1968, Gróa Guðbjörg F. 1969, Steinþór Darri f. 1970. Einnig ól hann upp tvö börn Þórunnar frá fyrra hjóna- bandi, Sigurbjörgu Jónu f. 1958 og Pétur Kristin f. 1960. Þórunn reyndist sá bakhjarl sem Steini þurfti á að halda. Tók hún þátt í áhugamálum hans, og latti hann ekki, þótt hún yrði að vera bæði húsmóðir og húsbóndi á hinu stóra heimili þeirra, þegar Steini var á ferðalögum, gjarnan að vetrarlagi, enda var hann bú- inn að ganga landið þvert og endi- langt með félögum sínum. + Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma MARGRÉT VÍGLUNDSDÓTTIR, Ljósheimum 6, veröur jarösungin frá Fríkirkjunni miövikudaginn 14. júlí kl. 15.00 e.h. Jarösett verður í Gufuneskirkjugaröi Kristinn Halldórsson Sigríöur Kristinsdóttir Higgins Konráð Ó. Kristinsson, María Siguróardóttir Víglundur Kristinsson, Marta Guðrún Jóhannsdóttir Sigurbjarni Kristinsson Áslaua B. Matthíasdóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu GUÐNÝJAR SÆMUNDSDÓTTUR Sigríöur Gunnarsdóttir, Jón Hjörtur Gunnarsson, Steinunn Gunnarsdóttir Heslep, Sæmundur Gunnarsson, Baldur Gunnarsson, Sæunn Gunnarsdóttir, Guöný Gunnur Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn Tómas Grétar Sigfússon, Sesselja Steingrímsdóttir, Ruby Gunnarsson, Alda Traustadóttir, Siguröur Lýósson, Haraldur Sigfússon, Gott er að minnast kvöldstunda á heimili þeirra hjóna, en þó koma mér sérstaklega í huga stundir sem við áttum saman sl. hvíta- sunnu, smáhópur ogxæddum ýms mál. Vona ég að þær stundir komi okkur öllum sem þar voru, til góða. Að lokum viljum við hjónin senda Þórunni og börnunum dýpstu samúðarkveðjur, og biðj- um Guð að geyma þau og heimili þeirra um ókomna tíð. Einar Gunnarsson Kveðja frá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavik. Þegar síminn hringir á næturn- ar eða seint á kvöldin, dettur mér oftast í hug „æ ætli sé nú einhver týndur" og svona var um 23.30 mánudagskvöldið 5. júlí sl. í sím- anum var einn félaga okkar í fall- hlífadeild Flugbjörgunarsveitar- innar. Ég er uppi á Sandskeiði og ætla að tilkynna þér lát Steina málara. Ég man að ég missti alveg málið um stund og ég fann hvern- ig maginn herptist saman og hjartað tók viðbragð. Ótal hugsan- ir þutu gegnum hugann, að hann var uppi á Sandskeiði þýddi fall- hlífarstökk og gat það verið að dýri fullkomni fallhlífarbúnaður- inn hefði brugðist. Nei, það var skrúfan, sagði hann, þessi hættu- legi en þó nauðsynlegi hlutur sem alltaf er með þegar stokkið er fall- hlífarstökk. Steini var að þjálfa nokkra félaga, bæði byrjendur og lengra komna, í fallhlífarstökki og þar á meðal var stjúpsonur hans. Þarna var líka hans trausta eig- inkona, Þórunn Jónsdóttir, að fylgjast með, en hún er starfandi í kvennadeild Flugbjörgunarsveit- arinnar. Þjálfun í fallhlífarstökki á vegum sveitarinnar miðar að því að geta sent vel búna og þjálfaða björgunarmenn til aðstoðar ef slys henda á afskekktum stöðum eða einangruðum. Einnig er miðað við, að hægt sé að senda niður búnað til nauðstaddra í fallhlífum. Steini var traustur í öllu sínu starfi fyrir sveitina og þá ekki síst eftir að hann tók að sér starf fallhlífar- stökkskennara sveitarinnar. Hann gætti þess vel að halda sig innan marka reglna og heilbrigðrar skynsemi þegar stokkið var. En hversu góða þjálfun menn hafa fengið og hversu vel þeir gæta sín, virðast alltaf geta orðið slys og enginn virðist eiga undankomu- leið, þegar feigðin kallar. Við Steini kynntumst fyrst sem unglingar þegar við stunduðum skíðin á vegum skíðadeildar Ár- manns í Jósefsdal. Síðar endur- nýjuðust svo kynnin þegar hann gekk í Flugbjörgunarsveitina árið 1966. Hann hafði sérstaka kímnigáfu, létt skap og hæfileika til að kynn- ast fólki fljótt og vel. Þess vegna var hann þekktur og virtur af öll- um félögum sveitarinnar. Og ef litið er til þess, hve margir, utan sveitar og innan, þekktu Steina er auðvelt að sjá hvern mann hann hafði að geyma. Það má til dæmis nefna að þó hann væri þrekmikill og duglegur kaus hann oftast að vera samferða þeim er síðastir gengu í erfiðum gönguferðum, svona til að rabba við þá og hvetja ef með þurfti. Steini hafði gaman af að leika badminton og spiluðum við saman í mörg ár. Þar kom oft fram einn hans ágætu eiginleika, að vera ekki að ergja sig út af smámunum. Stundum voru menn ekki sam- mála um hvort boltinn hefði lent utan línunnar eða innan og hló hann þá gjarnan og sagði, við gef- um bara aftur, eða strákar, þetta er nú bara leikur. Honum var illa við allt tildur og prjál og var ekkert um að vera í fararbroddi. Hann vildi t.d. helst ekki vera í stjórn sveitarinnar og þó hann væri í mörg ár okkar helsti fallhlífarstökkskennari þá vildi hann ekki vera flokkstjóri fallhlífardeildarinnar. Annað mesta áhugamál Steina var að ferðast um óbyggðir lands- ins og þá helst á skíðum, að vetri til. Sjö eða átta sinnum gekk hann, ásamt öðrum, á skíðum yfir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.