Morgunblaðið - 13.07.1982, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1982
41
1« lk í
fréttum
Jerry Hall er bæéi sýningarstúlka og kábojstúlka.
+ Jerry Hall er IjóshærA sýningar-
stúlka frá Texas, sem hefur aðsetur i
Farís. Hún er ein hæstlaunaðasta
sýningarstúlka í heimi, auk þess sem
hún og Mick Jagger í hljómsveitinni
Kolling Stones eru ástfangin hvort
af öðru og hafa verið það i fjögur ár.
Jerry Hall er mikil hestakona og
hún á nú þegar 200 ekra búgarð í
Texas sem hún hefur keypt sér
sjálf fyrir þá peninga sem hún
hefur unnið sér inn sem sýn-
ingarstúlka. En nú hefur Mick
Jagger gefið henni 300 ekrur af
landi til viðbótar. Ætlar Jerry
Hall nú að hefja hrossarækt á
búgarði sínum, en Mick Jagger
hefur í hyggju að framleiða
kvikmynd sem á að heita: „Jafnvel
kábojstúikur hafa heimþrá."
Mkk Jagger og Jerry Hall eru alltaf jafn ástfangin.
JERRY
HALL
VERÐUR
RÍKARI
RÍKARI
Roger Vadim
COSPER
Hungraði
engillinn
+ Franski leikstjórinn Roger Va-
dim, fyrsti eiginmaður Brigitte
Itardot og sá sem fyrst gerði hana
fræga i kvikmyndinni „Og Guð
skapaði konuna“, er nú orðinn 54
ára og örlítið farinn að fitna. Fyrir
nokkrum árum skrifaði hann ævi-
sögu sina og hét hún „Minningar
djöfulsins.“ Nú hefur hann skrifað
aðra bók og heitir hún „Hungraði
engillinn." Hún fjallar um 18 ára
leikara sem kunnugir segja að lík-
ist Roger Vadim mikið á þessum
aldri. Edith l’iaf og Boris Vian
koma líka fram í bókinni undir
öðrum nöfnum.
Roger Vadim á fjögur börn
með fjórum konum. Dóttir hans
og Jane Fonda heitir Vanessa og
að eigin sögn lætur hann sér
mjög annt um hana. „í lengri
tíma hef ég ekki gert annað en
að fara á milli Frakklands og
Bandaríkjanna til að halda nógu
nánu sambandi við hana. I sex
mánuði var hún svo í París hjá
mér og ég hugsaði svo mikið um
hana að hún gleymdi sér oft og
kallaði mig mömmu. Að lokum
endaði þetta með þvi að ég
keypti mér hús beint á móti húsi
Jane. Vanessa mun aldrei sakna
foreldra sinna,“ segir Roger
Vadim. Að auki á hann 23 ára
dóttur, Nathalie, með Annette
Stroyberg, Christian sem nú er
17 ára er sonur hans og Cather-
ine Denevue og Vania 6 ára, er
dóttir hans ' og Catherine
Schneider.
Sumarhús
Til sölu sumarhús á 10.000 m2 landi á einum besta
staö í Borgarfiröi. Skipti á 2ja til 3ja herbergja íbúö á
Reykjavkursvæöinu kæmi til greina.
Símar
20424
14120
Heimasímar 43690, 30008.
Sölumaður Þór Matthiasaon.
Lögfrmöingur Björn Baidursson.
Til sölu
Chevrolet Van m/gluggum, lengri gerö árg. ’76. Allur
ný yfirfarinn aö utan sem innan. Ný klæddir hækkaöir
stólar frammí, bekkur afturí og ný sprautaöur aö utan
sem innan. 8 cyl. 350 sjálfssk. power stýri og brems-
ur, skoöaður ’82. einstaklega vel meö farinn bíll.
Uppl. í síma 85040 á daginn og 35256 á kvöldin.
Nú eru
sértilboðin
líka á
sunnudögum
Sértílboðin okkar hafa eingöngu gilt í miöri viku,
en nú er hægt aö fá þau líka á sunnudögum,
þ.e.a.s. ef dvaliö er lengur en eina nótt.
Innifalið
í sértilboói:
kvöldveröur, morgunveröur, hádegisveröur og
gisting fyrir aðeins
a mann.
390 kr.
Það býður enginn betur.
Munið
bátaleiga, — gufubað, sólaríum, minigolf, video og
síöast en ekki síst, fyrir þá sem vilja halda sér í formi
í fríinu:
Líkamsræktaraðstaða
og thailenzk nuddkona fyrir þá sem vilja slaka á og kasta
stressinu á braut.
Fyrir börnin
er sérstakur barnaleikvöllur.
Perla
fslenskrar
náttúrufeguröar