Morgunblaðið - 13.07.1982, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ1982
45
Rossi skorar annað mark sitt í leik Italíu og Póllands.
Sjónvarpsleysið og HM:
Furðulegt að fúlsa
við auglýsingatekjum
upp á hundruð þúsunda
Jón Olafsson skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Mig langar til að taka undir þær
raddir sem gagnrýnt hafa Ríkis-
útvarpið/Sjónvarp hér í dálkunum
og lýst hneykslan sinni á meðferð
þess á HM-keppninni á Spáni.
Það er í rauninni alveg furðu-
legt, að stofnun sem berst í bökk-
um fjárhagslega skuli leyfa sér að
fúlsa við auglýsingatekjum upp á
hundruð þúsunda króna. Og það er
líka furðulegt, að stofnun, sem
þarf á velvild og meðbyr að halda
hjá almenningi, ekki síður en
stjórnvöldum, ef hún ætlar að
leysa vandræði sín, skuli ögra
viðskiptavinum sínum eins frek-
lega og raun varð á hjá sjónvarp-
inu, þegar það skellti á og lokaði
fyrir útsendingar frá heimsmeist-
arakeppninni. Og einkarétt sinn
gat Sjónvarpið aðeins hugsað sér
að nota til að hindra að myndirnar
yrðu sýndar — láta þær úreldast
og falla í gengi, en valda þúsund-
um og aftur þúsundum áhorfenda
vonbrigðum og ergelsi.
Hvað var það sem olli þessum
ólíkindaviðbrögðum Sjónvarps-
ins? Um það hafa engin svör feng-
ist önnur en þau, að forráðamenn-
irnir viti ekki hvað sé að gerast í
kringum þá. Þetta er vissulega
ekki uppörvandi til afspurnar. En
er þar ekki að nokkru komin skýr-
ing á því geðleysi sem birtist
okkur daglega á skjánum (nema
auðvitað ekki á fimmtudögum)
allan ársins hring (nema auðvitað
ekki í júlí).
Ég held að þetta breytist ekki
nema með nýjum mönnum, sem
eru tilbúnir að láta skriffinnsku
víkja fyrir verkum, dáðleysi fyrir
dug. En ef stofnunin heldur áfram
í óbreyttri mynd, þá legg ég til að
hún verði gerð að deild við Þjóð-
minjasafnið og sett undir yfir-
stjórn Þórs Magnússonar."
Þessir hringdu . . .
Svækjuhiti
á Hrafnistu
H.B. hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja: — Ég fór upp á
Hrafnistu á sunnudag til að heim-
sækja ömmu mína, sem er svo sem
ekki í frásögur færandi. En hissa
varð ég þegar ég varð vitni að því
að gamla fólkið varð bókstaflega
að flýja fram á gangana, vegna
þess að ekki var líft inni á her-
bergjunum fyrir hita. Mér er sagt
að það sé vegna geislahitunar sem
er í húsinu og virðist erfitt að hafa
stjórn á. Og ekki lítur út fyrir að
loftræstingin á staðnum sé nógu
góð, því að það var svækjuloft í
húsinu og fólki leið alveg hrylli-
lega illa. Svo að ég nefni annað í
leiðinni, þá finnst mér það furðu
sæta, að heimilið skuli ekki hafa
orðið sér úti um myndsegulband
til að bæta upp sjónvarpsleysið í
júlímánuði, eins og gert hefur ver-
ið á spítölunum. Ég heyrði að fólk-
ið var að tala um hvað því leiddist
mikið, kvöldin væri svo löng. Það
var að reyna að horfa á útsending-
una frá HM á Spáni, en hafði lítið
gaman af því. Annars horfir það
yfirleitt á allt sem á boðstólum er
hjá sjónvarpinu, barnatímana og
annað.
Um notkun
stefnuljósa
Loks langar mig að nefna notk-
un stefnuljósa í umferðinni, sem
Steinar Waage taldi að leigubíl-
stjórar vanræktu aðallega. Mín
reynsla er sú að það er frekar ungt
fólk, sem nýbúið er að fá bílpróf,
sem notar stefnuljósin eins og
vera ber. Aðrir virðast vanrækja
þessa skyldu afleitlega og skapar
það vissulega óvissu og hættu. Ég
hef heyrt marga unga krakka tala
um þetta, hvað það sé óþægilegt.
Svikin
um miðlærin
J.H., Hafnarfirði, hringdi og
kvað eftirfarandi vísu hafa flogið
sér í hug við lestur greinarkorns
hér í dálkunum:
Rannveigarraunir
Rannveig, húsfrú höfuðborgar,
hringdi mikið vonsvikin.
Við matarkaup til sárrar sorgar
svikin var um miðlærin.
Frábær þjónusta
í NLF-búðinni
Svana hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja: — Fyrir helgina
þurfti ég að versla í NLF-búðinni
á Laugaveginum. Mig vantaði all-
margar vörutegundir í rétt sem ég
ætlaði að búa til. Þegar ég gat um
þetta við afgreiðslustúlkuna, tók
hún körfu og tíndi allt til fyrir
mig. Þetta gerði hún með ljúfu
geði og hefi ég ekki áður fengið
eins frábæra þjónustu í nokkurri
verslun. Mig langar til að senda
þessari glaðlegu og hressu stúlku
kveðju mína og þakklæti.
NYKOMIÐ ■
OFNÞURRKAD
OREGONPÆN
STÆRÐIR 2V2“x5“ og 3“x6“
PANTANIR ÓSKAST SÓTTAR STRAX.
ALLAR UPPLÝSINGAR VEITTAR
Á STADNUM OG í SÍMUM 11333 — 11420
M| TIMBURVERZLUN
UU ÁRNA JÓNSSONAR & CO. H/F
LAUGAVEGI 148
ANNAR VALKOSTUB
-ALLRAHAGUR
tffl
FREEPORTKLÚBBURINN
boðar til
FUNDAR
með
DR. FRANK HERZLIN
eiganda og yfírlækni
FREEPORT HOSPITAL
um efnið
SUCCESSFUL LIVING
1
KRISTALSAL HÓTELS LOFTLEIÐA
ÞRIÐJUDAGINN 13. JÚLÍ 1982 KL. 20.30
Fundurinn er öllum opinn