Morgunblaðið - 13.07.1982, Qupperneq 40
Síminn á afgreiöslunni er
83033
N
ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1982
KVÖLDVAKA Á VINDHEIMAMELUM
Landsmóti hestamanna að Vindheimamelum í Skagafirði lauk á sunnu- Ekki vantaði að áhorfendur tækju undir sönginn, enda hestamenn
dag. Mannfjöldi fylgdist með kvöldvökum landsmótsins og það þrátt söngelskir i meira lagi. Myndin var tekin á vökunni á laugardagskvöld.
fyrir úrhellisrigningu. Boðið var upp á söng og gamanmál ýmiss konar. Sjá úrsiit á Vindheimamelum á bls. 30 og 31. MorgunbiaaiA/ Krútján örn.
MIKII) hefur borist af karfa til Sandgerðis að undanfórnu en þaðan eru gerðir
út 35—40 bátar, sem sótt hafa í karfastofninn vegna þorskleysis. Þá hefur
ra'kjuaflinn verið góður frá því sem af er, og hafa þeir níu bátar sem stunda
rækjuveiðarnar frá Nandgerði verið með 17—1800 kiló í róðri og veitt rúmlega
400 tonn af þeim 700 tonna kvóta, sem þeim var úthlutað. Myndin er tekin er
unnið var við uppskipun úr Haferninum tiK 90, sem kom inn til Sandgerðis með
120 tonn af karfa í gærmorgun. MorminblaðíA/ RAX
24 punda lax
úr Kjarrá
THTTUGU OG fjögurra punda lax
veiddist í Kjarrá, efri hluta Þverár í
Borgarfirði þann 7. júlí síðastliðinn,
en laxinn veiddi Þórarinn Sigþórsson
tannlæknir, samkvæmt upplýsingum
sem Mbl. fékk hjá Sigmari Björtts-
syni í gær.
Laxinn, sem er hængur, veiddist
í svokölluðu Einarsfljóti og tók
hann maðk. Þetta er stærsti lax
sem Mbl. hefur haft spurnir af í
sumar. Einarsfljót er veiðistaður
mjög ofarlega í ánni, upp á Tví-
dægru og er þangað langur vegur.
Veiðin í Þverá er öll að glæðast
og er mikil ganga í ánni. A laug-
ardag höfðu um 300 laxar veiðst í
efri ánni, —Kjarrá. Þá var þriggja
daga „holl“ að ljúka veiðum og fékk
það 109 fiska, sem er mjög góð
veiði.
Einn Akranestogaranna bundinn við bryggju:
Heftir áhrif á af-
komu 200 manns
„VIÐ gátum ekki fengið olíu á togar-
ann, nema gegn staðgreiðslu. Það
gátum við ekki, því rekstarfé fyrir-
tækisins er þrotið og meira en það
og fyrirgreiðslu til greiðsiu á olíu
gátum við hvergi fengið. Af þessum
sökum fer Óskar Magnússon ekki
til veiða á ný,“ sagði Finnur Sigur-
geirsson, framkvæmdastjóri Útgerð-
arfélags Vesturlands, í samtali við
Morgunblaðið í gær, en skuttogar-
inn Óskar Magnússon er í cigu
þessa félags.
„Við vitum ekki hvenær eða
hvort við komum togaranum til
veiða á ný, það verður ýmislegt að
skýrast áður, en við höfum reynt
að þrauka eins og frekast hefur
verið kostur," sagði Finnur enn-
fremur.
Það kom fram hjá Finni að mik-
il hætta er á einhverju atvinnu-
leysi á Akranesi, nú þegar Óskar
Magnússon fer ekki til veiða. Á
togaranum sjálfum eru 16 menn
og fjórir vinna við útgerðina í
landi. Togarinn hefur lagt upp
afla hjá tveimur frystihúsum á
Akranesi: Hraðfrystihúsi Þórðar
Óskarssonar og hraðfrystihúsi
Hafarnarins. Aflinn úr Óskari
Magnússyni hefur verið uppistaða
hráefnisins í þessum frystihúsum
9g er nú mjög lítið að gera í þeim.
I þessum tveimur frystihúsum
vinna hátt á annað hundrað
manns, en um 200 manns á Akra-
nesi byggja afkomu sína á vinnu í
frystihúsunum tveimur og útgerð
Óskars Magnússonar.
„Mér kemur stöðvunin á Óskari
Magnússyni ekki á óvart, og sjálf-
ur tel ég furðulegt að það skuli
ekki vera fleiri togarar, sem nú
þegar hafa stöðvast," sagði Ágúst
Einarsson hjá Landssambandi ís-
lenzkra útvegsmanna þegar Morg-
unblaðið bar stöðvun togarans
undir hann.
Hittir
Vigdís
Reagan?
SAMKVÆMT upplýsingum,
sem Mbl. hefur aflað sér, benda
líkur til, að forseti Islands,
Vigdís Finnbogadóttir, muni
hitta Ronald Reagan, Banda-
ríkjaforseta, í ferð hennar til
Bandaríkjanna í haust vegna
Norðurlandakynningarinnar,
sem þá fer fram.
Ekki mun ákveðið, hvernig
fundi þeirra verður háttað.
Hvalveiðum Islend-
inga mótmælt við
sendiráðið í Bonn
HÓPUR fólks úr þýzku Green-
peace-samtökunum mótmælti hval-
veiðum íslendinga fyrir framan ís-
lenzka sendiráðið i Bonn í gær. Fé-
lagar úr samtökunum fóru einnig
að sendiráðum Rússlands og Jap-
ans og mótmæltu hvalveiðum þess-
ara þjóða. Mótmælaaðgerðir fóru
mjög friðsamlega fram og kom
hvergi til neinna átaka.
Pétur Eggerz, sendiherra Is-
lands í Bonn, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi að fá-
mennur hópur fólks, úr þýzku
Greenpeace-samtökunum hefði
tekið sér stöðu fyrir framan
Sendiráð Islands síðdegis í gær og
þrír fulltrúar samtakanna hefðu
fengið Ieyfi til að koma inn í
sendiráðið.
„Inni í sendiráðinu afhentu full-
trúar samtakanna mér ályktun,
þar sem hvalveiðum Islendinga er
mótmælt og ég var beðinn um að
koma á framfæri á íslandi. Þessir
menn voru allir mjög prúðir, en ég
átti nokkur orðaskipti við þá al-
menns eðlis. Þeir spurðu mig
spurninga, sem ég var tilbúinn að
svara, því lögreglan hafði áður að-
varað okkur og sagt að mikil
þátttaka yrði í mótmælum
Greenpeace fólksins. Það var mjög
fátt utandyra, en fulltrúar sam-
takanna sögðust vera fulltrúar
einnar milljónar dýravina um allt
Þýzkaland," sagði Pétur Eggerz.
Pétur sagðist ekki vita til að
nein læti hefðu orðið við sendiráð
Rússa og Japana, þar sem hval-
veiðum þessara þjóða var mót-
mælt í gær
Tíu hús á Suð-
ureyri til sölu
BLIKUR eru á iofti í atvinnu-
málum á Suðureyri við Súg-
Ungur mað-
ur hrapaði til
bana í Eyjum
UNGUR maður hrapaði til bana í
Vestmannaeyjum um miðjan dag á
sunnudag, en hann var á lundaveið-
um í Sæfelli, samkvæmt upplýsingum
sem Mbl. fékk hjá lögreglunni í Vest-
mannaeyjum í gær.
Talið er að pilturinn hafi hrapað
30—40 metra niður í sjó, en lík
hans fannst seint á sunnudags-
kvöld eftir nokkra leit. Maðurinn
var 18 ára gamall. Hann hét Magn-
ús Guðmundsson til heimilis að 111-
ugagötu 71, Vestmannaeyjum.
Hann var fæddur 23. mars 1964.
andafjörð. 10 hús, flest nýleg
einbýiishús, eru þar nú til
söiu, vegna þess að fólkið
hyggst flytjast í burtu.
Af þessu tilefni hafði Mbl.
samband við Ellert Ólafsson,
sveitarstjóra á Suðureyri. Ellert
sagði að atvinnulíf væri í dauf-
ara lagi um þessar mundir. Einn
bátur hafi verið seldur í burtu,
Fiskiðjan Freyja hefði dregið
saman seglin, og öll útgerð væri
afar erfið.
Sagðist Ellert hafa heyrt af
fólki sem ætlaði að flytja í burtu
en gæti ekki selt húsin sín, þó
væri aðeins einn á atvinnuleys-
isskrá enn sem komið væri.
Ellert sagði að það kæmi í ljós
í haust hvernig þessi atvinnu-
mál færu.