Morgunblaðið - 28.09.1982, Side 5

Morgunblaðið - 28.09.1982, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1982 5 Frá Reykjavík til Chicago AF ÁHUGA las ég bók Hannesar Jónssonar „Friends in Con(1ict“ og greinar um hana eftir Björn Bjarnason og sir Andrew Gilchrist í Morgunblaöinu. I bókinni heldur Hannes Jónsson því fram, að Andrew Gilchrist hafi verið laekkaður í stöðu innan bresku utanríkis- þjónustunnar um tvö stig, þ.e. frá sendiherra í aðalraeð- ismann, þegar hann fór frá Is- landi til stárfa í Chicago. Þar sem ég starfaði með sir And- rew í 12 mílna „þorskastríðinu" finnst mér sú skylda hvíla á mér að leiðrétta þessa stað- haefingu. í bresku utanríkisþjónust- unni voru starfsmenn flokkaðir frá 10. stigi (byrjendur) upp til 1. stigs og við þá flokkun skipti titillinn, sem starfsmaðurinn bar í stöðu sinni: sendiherra, sendiráðunautur, aðalræðis- maður o.s.frv., aðeins máli útá- við, á meðan viðkomandi starfsmaður sinnti skyldu- störfum sínum, en titillinn skipti engu máli inn á við varð- andi flokkun í þjónustunni. Chicago er ein mikilvaegasta viðskiptaborgin í Bandaríkjun- um og var hún í nákvæmlega sama flokki og Reykjavík inn- an utanríkisþjónustunnar þó forstöðumaður hennar væri kallaður aðalræðismaður. Öll- um þeim, sem eitthvað þekkja til í bresku utanríkisþjónust- unni, ætti því að vera ljóst, að Andrew Gilchrist var ekki, ég endurtek ekki, lækkaður í starfi þegar hann fór frá Is- landi. Hafi sir Andrew að ein- hverju leyti verið talinn óhæf- ur hefði hann alls ekki verið skipaður sendiherra í Indó- Sir Andrew Gilchrist nesíu (þar sem hann fékk titil- inn sir) eftir störf í Chicaco né heldur orðið sendiherra í Dubl- in eða formaður Highlands and Islands Development Board í Skotlandi. 27. september 1982 Brian D. Holt. Fundur í Valhöll í kvöld: Viðskiptaráðherra Noregs flytur erindi VIÐSKIPTARÁÐHERRA Noregs, Arne Skauge, mun flytja erindi í Yalhöll, Háaleitisbraut 1, í kvöld, þriðjudagskvöld, og mun hann fjalla um norrænt samstarf á sviði efnahags- og iðnaðarmála. Krindið flytur hann í boði Sambands ungra sjálfstæðismanna, sam- kvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Geir H. Haarde, for- manni SUS. Auk þess að vera viðskipta- ráðherra í ríkisstjórn Kaare Willochs, þá á Arne Skauge sæti í norrænu ráðherranefndinni. Hann hefur verið ráðherra í eitt ár, en þingmaður frá árinu 1977. Aður en hann var kjörinn á þing átti hann sæti í borgarstjórn Bergen. Arne Skauge er yngsti ráðherrann í norsku ríkisstjórn- inni, 34 ára gamall. Hann er hagfræðingur að mennt. I för með viðskiptaráðherra Noregs hingað til lands er að- stoðarráðherra hans, Nette Kongshem, og mun aðstoðar- Arne Skauge ráðherrann einnig sitja fundinn í kvöld. Fundurinn hefst klukk- an 8.30, en að loknu erindinu mun Arne Skauge svara fyrir- spurnum. Fimm ára afmæli SÁÁ: Leitað til 9 þús. félagsmanna um stuðning við byggingu sjúkrastöðvar „OFT HEFUR verið þörf, en nú er virkilega nauðsyn á að félagsmenn okkar bregðist myndarlega við,“ sagði Björg- ólfur Guðmundsson, formaður SÁÁ, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins, er hann var spurður um fjáröflun sem nú er í gangi vegna byggingar nýrrar sjúkrastöðvar SAÁ. „Við stöndum nú í afar kostn- aðarsömum framkvæmdum," sagði Björgólfur, „en nú er áætlað að byggingarkostnaður verði um 32 milljónir króna. Við áformum að taka sjúkra- stöðina í notkun á næsta ári, en til að svo megi verða, þurfa allir að leggjast á eitt. Við höfum núna sent út gíróseðla til allra félags- manna í Samtökum áhugafólks um áfengisvandamálið, hartnær níu þúsund manns. — Gíróseðill- inn er óútfylltur en öll framlög eru vel þegin, eftir efnum og ástæðum hvers og eins. En við treystum á að félagar í SÁÁ taki nú enn einu sinni höndum saman til að tryggja framgang bygg- ingarinnar," sagði Björgólfur. Samtök áhugafólks um áfeng- isvandamálið verða fimm ára nú hinn 1. október næstkomandi. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fram- kvæmdastjóri samtakanna, sagði, að á þessum tíma hefðu þúsundir manna farið í meðferð vegna alkoholisma, og tugþúsundir manna hefðu notið fræðslu erind- reka samtakanna um áfengismál og eiturlyf. Skortur á'sjúkrarúm- um væri hins vegar tekinn að há starfseminni, og því hefði verið ráðist í byggingu hinnar nýju sjúkrastöðvar við Grafarvog í Reykjavík. Með tilkomu hennar stórbatnaði öll aðstaða til að taka við sjúklingum, og ekki væri deilt um að mikil þörf væri fyrir það. „Því höfum við nú skrifað félags- mönnum okkar og óskað eftir stuðningi þeirra,“ sagði Vilhjálm- ur. „Við stöndum og föllum með frjálsum framlögum fólks og því er það afar mikilvægt að vel verði brugðist við nú, á 5 ára afmælinu, sem svo verður minnst sérstaklega í október næstkomandi.“ 1983 Verðskulduð athygli... Nýtt yfirborö bíla vekur alltaf athygli, en Tercelinn hefur einnig hlotið verðskuldaða athygli fyrir það sem undir yfirborðinu er. Þar vildum við sérstaklega benda á: Hitagalvaniseraó ,,boddý“ sem varnar ryðskemmdum og stuðlar að aukinni endingu bílsins. Reinforced Body Construclion Sérstök stálstyrking grindar sem eykur öryggi ökumanns og farþega. Þá er í Tercelnum nýtt fjöðrunarkerfi sem gefur lengri og betri fjöðrun, endurbætt fram- hjóladrif og hemlakerfi. Bíllinn tryggir sjálfkrafa minni bensíneyðslu og jafnari gang með innbyggðum hitajafnara. Fleiri nýjungar hefur Tercel að geyma sem sölumenn okkar vildu gjarnan útskýra. TOYOTA UMBOÐIÐ P. SAMÚELSSON & CO. HF. NÝBÝLAVEGI 8 — KÓPAVOGI SÍMI 44144 BLÁPELL SF draupnisgötu7A AKUREYRI — SÍMI 96-21090

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.