Morgunblaðið - 28.09.1982, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1982
Icelandair, stolt
íslendinga? Nei
Svar til skrifstofustjóra Flugleiða í Amsterdam
eftir Geir R.
Andersen
„Eru Islendingar ekki lengur
stoltir af Icelandair?", spyr Albert
P. van Ipenberg, skrifstofu- og
sölustjóri þeirra Flugleiða í Amst-
erdam. Það hefur kannski verið
meira en tímabært að kasta þess-
ari spurningu fram. Og fyrst sölu-
stjórinn spyr þannig í opnu bréfi
til lesenda Morgunblaðsins, er þá
ekki rétt, að einhver svari?
Sölustjórinn hefði að vísu getað
notað tækifærið og svarað fyrir
sig, persónulega, hvort hann sjálf-
ur væri stoltur af Icelandair. Það
gerir hann hins vegar ekki. — Það
láir honum enginn.
En samkvæmt uppsetningu
bréfs Albert P. van Ipenberg skal
nú svarað í réttri röð.
Ástæðan til þess, að öðru félagi
en Flugleiðum hefur verið fengið í
hendur flugleyfi til Amsterdam er
sú, að þjóð, sem ekki á annarra
kosta völ í samgöngum við um-
heiminn en með flugi er illilega
reyrð í fjötra, ef hún á að treysta
eingöngu á eitt fyrirtæki í þeim
efnum. Fyrirtæki, sem auk þess er
alls ekki traust, og sækir árlega
fjárstuðning til landsmanna gegn-
um sameiginlegan sjóð þeirra,
ríkiskassann.
Undirritaður er meðal þeirra
fjölmörgu Islendinga, sem er
sannfærður um að farþegum frá
íslandi, jafnt og frá heimalandi
sölustjórans, Hollandi, verði til
góðs að breyta til og hafa vaikosti
um flugfélög. Þar hafa Hollend-
ingar gefið gott fordæmi sjalfir og
hafna einu ríkisstyrktu flugfélagi.
Sem starfsmaður Loftleiða hf.
og síðar Flugleiða um nærri
tveggja áratuga skeið, minnist
undirritaður einmitt íyrirtækisins
„Aerotrans", undir stjórn hins
hörkuduglega De Meyer, sem lézt
fyrir allmörgum árum.
Ekki er hægt að segja, að sú
skrifstofa hafi verið sérlega
„skemmtileg", né hafi hún verið
staðsett í einhverjum „“hallar-
garði". Fyrirtækið „Aerotrans"
var engu að síður mjög „aktivt" og
skilaði verkefnum þeim, sem það
tók að sér frábærlega vel. Starfs-
lið virtist samhent og traustvekj-
andi. Minnist sá er þetta ritar með
ánægju margra ferða til Amster-
dam í þágu Loftleiða hf., og frá-
bærrar fyrrigreiðslu við öll mál
Loftleiða á þeim tíma.
Um Hollandsmarkaðinn segir
sölustjórinn m.a.: „Þetta var og er
ekki enn auðvelt verkefni, upplýs-
ingabæklingar og þess háttar var
af skornum skammti ..." — Þetta
væri svo sem eftir öðru, þótt
óskapnaðurinn Flugleiðir, sem
varð til úr hinum tveimur íslenzku
flugfélögum, Loftleiðum og Flug-
leiðum, sem varð til úr hinum
tveimur íslenzku flugfélögum,
Loftleiðum og Flugfélagi íslands,
ætti einmitt að þjóna því hlut-
verki að auðvelda það verkefni
með áreiðanlegum upplýsinga- og
áætlunarbæklingum. Slíkt hefur
sennilega verið svikið eins og ann-
að.
Og nú verður skrifstofu Flug-
leiða í Amsterdam lokað, segir
sölustjórinn. „Sex íslandsvinir
verða nú að sjá á eftir störfum
sínurn." — Hér í heimalandi
Flugleiða hafa ekki bara sex menn
þurft að sjá eftir störfum sínum,
heldur hundrað og tíu sinnum sex.
Undirritaðan minnir að for-
stjóri Flugleiða hafi látið hafa eft-
ir sér að það hafi verið hátt í 700
manns, vítt og breitt innan fyrir-
tækisins, sem misstu atvinnu sína,
þegar óskapnaðinum Flugleiðum
hafði verið sleppt lausum með
nýrri „áhöfn"!
í þessum sjö hundruð manna
hópi voru margir, ef ekki flestir
þeir frumkvöðlar, sem höfðu unn-
ið hjá Loftleiðum frá upphafi og
höfðu m.a. mótað sölu- og stjórn-
unarkerfi þess félags, þ.á m. for-
stjóri og aðaleigandi.
í þeim efnum hefur raunar engu
verið breytt með tilkomu Flug-
leiða og byggja Flugleiðir í dag
afkomu sína á þeirri einu áætlun-
arleið, sem tekin var upp á þessum
árum, nefnilega Ameríkuleiðinni.
Nyti hennar ekki við nú, væru
Flugleiðir steindauðar. En að því
marki virðist raunar hafa verið
stefnt, allt frá endanlegri samein-
ingu flugfélaganna tveggja, árið
1976. — Það var því áfangi í þeirri
stefnu, þegar „hreinsanir" úr
starfsliði hófust, seinni hluta árs-
ins 1980.
Að lokum. Sölustjóri Flugleiða í
Amsterdam fullyrðir, að eftir
sameiningu LL og FI „stöndum við
nú í sömu sporum" — og spyr:
„Hvers vegna"? Þetta er alveg
hárrétt hjá sölustjóranum.
Flugmálin eru í þann veginn að
komast í sömu spor og fyrir sam-
eininguna, og á samgönguráð-
herra íslands þar þakkir skildar.
Arnarflug, hið unga flugfélag á
einmitt margt sameiginlegt með
Loftleiðum fyrr á árum, á erfitt
uppdráttar, en er stjórnað af
frískum mönnum, sem ásamt
starfsliði hafa góðar hugmyndir
og ryðja vandamálum úr vegi, án
ríkisstyrks. — En það má aldrei
gleymast, að Flugleiðir eiga
stærstan hlut einstakra aðila í
Arnarflugi, og það eitt sér, eru
handjárn, sem gera Arnarflugi
erfitt um vik til athafna. Og hvers
vegna vill stjórn Flugleiða hand-
járna fyrirtæki, sem hún á aðild
að? — Þetta vefst fyrir mörgum
Islendingum.
Á dögum sameiningarviðræðna
FI og LL höfðu gárungar á orði, að
bezta nafnið á hið nýja sameinaða
félag (sem menn vissu raunar, að
aldrei yrði sameinað að fullu, í
þess orðs fyllstu merkingu) —
væri FILL — og nota einkennis-
stafi beggja félaganna.
Þegar frá líður er augljóst, að
svo klunnalegum óskapnaði sem
Flugleiðir eru, hefði nafnið FÍLL
hf. verið við hæfi.
„Eru íslendingar ekki lengur
stoltir af Icelandair?", spyr sölu-
stjóri Flugleiða í Amsterdam að
lokum. Því verður bezt svarað
þannig.
íslendingar voru stoltir af nöfn-
um flugfélaga sinna, Loftleiða og
Flugfélags Islands, sem notuðu
ensku orðin „Icelandic" og „Ice-
landair", sitt fyrir hvort félag á
erlendum vettvangi.
Þegar sameiningin átti sér stað
og úr varð Flugleiðir — Iceland-
air, misstu fjölmargir íslendingar
trú á íslenzkum flugmálum yfir-
leitt. Orðið Icelandair sem annað
heiti á óskapnaðinum Flugleiðum
er ekki stolt landsmanna, og hefur
aldrei verið, — nema ef til vill
þeirra, sem hagsmuna hafa að
gæta gengum atvinnu og/eða ætt-
artengsl. Slíkt viðhorf verður þó
fremur að flokka undir aga og
hræðslubandalag.
Það er aldrei merki um traustan
rekstur fyrirtækis, þegar forstjóri
fer að ólmast með hengilása fyrir
framan hurðir hinna ýmsu deilda
fyrirtækis, boðandi váleg tíðindi.
En þótt sölustjóri Flugleiða (nú-
verandi eða fyrrverandi) standi
við lokaðar dyr skrifstofu félags-
ins í Amsterdam, ber undirritaður
þá einlægu von í bjrósti, að aðrir
aðilar en Flugleiðir fái notið þekk-
ingar og reynslu sölustjórans sem
fyrst. Flestum, sem urðu þeirrar
ógæfu „aðnjótandi" að ánetjast
óskapnaðinum Flugleiðum, eftir
sameiningu íslenzku flugfélag-
anna tveggja tókst þrátt fyrir það
að halda lífi og limum.
Bók Friedmans árituð af höfundi
SVO SEM kunnugt er gáfu Almenna
bókafélagið og Félag frjálshyggju-
manna út bók Miltons Friedmans,
Frelsi og framtak eða ('apitalism
and Freedom, 31. júlí sl. á afmælis-
degi höfundarins, en hann varð þá
sjötugur. Nú hefur Félag frjáls-
hyggjumanna gefið út fimmtíu ein-
tök af bókinni, sem eru sérstaklega
innbundin, tölusett og árituð af
Milton Friedman.
Friedman áritaði bækurnar
fimmtíu úti í Berlín, þar sem hann
sat ársfund Mont Péierin-samtak-
anna, en þau eru alþjóðasamtök
frjálslyndra fræðimanna, sem
stofnuð voru 1947 af þeim Fried-
man, Hayek, Popper og fleirum.
Tveir menn sóttu fund þeirra frá
íslandi að þessu sinni, þeir Friðrik
Friðriksson hagfræðingur og
Hannes H. Gissurarson sagnfræð-
ingur, en hann þýddi bók Fried-
mans á íslensku.
Hér sést Friedman með bók sína.
Innbundnu eintökin eru þegar
öll upppöntuð, en vera kann, að
einhver þeirra verði þó til sölu, ef
pantanir verða ekki sóttar. Geta
mann haft samband við Félag
frjálshyggjumanna vegna þess
síðar.
Bók Friedmans, Frelsi og fram-
tak, skiptist í 13 kafla, en í þeim
ræðir Friedman meðal annars um
tengsl mannréttinda og mark-
aðskerfis, hlutverk ríkisins, skýr-
ingar hagfræðinga á heimskrepp-
unni (en Friedman telur, að
heimskreppan hafi orðið vegna of
mikilla ríkisafskipta, en ekki of
lítilla eins og margir aðrir hag-
fræðingar telja), peningamál og
ríkisfjármál, en einnig reifar hann
ýmsar hugmyndir sínar, sem
þykja róttækar, til dæmis um
einkarekstur skóla og trygginga-
kerfis. Hún er að sjálfsögðu til
sem pappírskilja í öllum bókabúð-
um.
STJÚRNUNARFR/EÐSLA
BOKHALD MEÐ
SMÁTÖLVUM
Tilgangur námskeiösins er að gefa Leiöbeinandi:
þátttakendum innsýn í og þjálfun á
tölvuvætt fjárhags-, viöskipta-
manna- og birgöabókhald ásamt
hvaöa möguleikar skapast meö
samtengingu þessara kerfa.
Efni:
— Tövluvæöing bókhalds og skrán-
ingarkerfa.
— Sambyggt tölvukerfi og mögu-
leikar þeirra.
— Kennsla og raunhæfar æfingar
á tölvur.
Námskeiöiö er ætlað þeim aöilum sem hafa tölvuvætt eöa
ætla aö tölvuvæöa fjárhags-, viöskiptamanna- og birgöa-
bókhald sitt og einnig þeim sem vinna viö kerfiö á tölvurnar.
Gert er ráö fyrir þekkingu í bókfærslu.
Hilmir
Hilmisson,
viöskiptafræöingur.
Staöur: Ármúli 36, 3. hæö (gengiö inn frá Selmúla).
Tími: 11—13. október kl. 13.30—17.30.
Ath.:
Fræðslusjóður Verslunarmannafélags Reykjavíkur
greiöir þátttökugjald félagsmanna sinna á þessu nám-
skeiöi og skal sækja um þaö á skrifstofu VR.
Tölvuval — undir-
búningur og framkvæmd
Tilgangur námskeiðsins er aö gera
þátttakendur færa um aö taka
ákvaröanir varöandi undirbúning og
framkvæmd tölvuvæöingar og val
tölvubúnaöar fyrir eigin fyrirtæki.
— Þafnast fyrirtækið tölvu? Leiöbeinandi:
— Hvaö á aö tölvuvæöa?
— Hvenær er rétti tíminn til aö
tölvuvæöast?
— Meö hvaöa búnaöi á aö tölvu-
væöa?
Efni: Fjallað veröur um alla verk-
þætti tölvuvæöingar frá undirbún-
ingi til vals tölvubúnaöar. Auk þess
veröur fjallaö sérstaklega um áhrif
tölvuvæöingar á stjórnskipulag og
starfsfólk fyrirtækisins.
Námskeiöið er ætlaö framkvæmda-
stjórum og öörum þeim stjórnend-
um sem taka þátt í ákvöröunum um
tölvuvæðingu og val tölvubúnaöar.
Gert er ráö fyrir aö þátttakendur
þekki helstu hugtök á sviöi tölvu-
tækni og kerfisfræöi.
Páll Pálsson,
hagverkfræöingur.
Staöur: Síöumúli 23, 3. hæö.
Tími: 11,—13. október kl. 13-
-18.
Tölvuritvinnsla
Tilgangur námskeiösins er að kynna
tæknina viö tölvuritvinnslu og æfa
nemendur í notkun ritvinnslukerfa.
Efni:
— Undirstööuatriöi um tölvur og
tölvupóst.
— Kostir tölvuritvinnslu.
— Kynning og æfingar á ýmis rit-
vinnslukerfi sem þegar eru flutt
til landsins.
Námskeiöiö er ætlaö þeim sem vllja
afla sér alhliða þekkingar um hvaö
ritvinnsla er og vilja æfa sig og meta
mismunandi valkosti ýmissa kerfa
sem boöiö er uppá á íslenska mark-
aönum í dag.
Leiöbeinendur:
\
Kolbrún
Þórhallsdóttir
Staöur: Ármúli 36, 3. hæö (gengiö
inn frá Selmúla).
Tími: 11.-15. október kl. 09—13.
Ragna Siguröar-
dóttir Guöjohnsen
Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfólagsins í
síma 82930.
Ath.:
Fræöslusjóöur Verslunarmannafélags Reykjavíkur
greiöir þátttökugjald félagsmanna sinna á þessu nám-
skeiöi og skal sækja um þaö á skrifstofu VR.
STJfiRNUNARFELAG
ÍSLANDS
SÍÐUMÚLA 23 SÍMI 82930