Morgunblaðið - 28.09.1982, Page 22

Morgunblaðið - 28.09.1982, Page 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJÚDAGUR^.SRPTEMBER 1982 Kasparov var langsterkastur í Moskvu Garry Kasparov, nítján ára gamall stórmeistari frá Uakú virt Kaspíahaf, vann yfirburAasigur á millisva>rta- mótinu í Moskvu sem lauk um helg- ina. Kasparov hlaut tíu vinninga af þrettán mögulegum oj> var einum og hálfum vinningi á undan nasta manni, Alexander Beljavsky, sem einnig er frá Sovétríkjunum. l>eir tveir örtlast mert þessum árangri rétt til art taka þátt í næstu áskorenda- keppni, sem fram fer á na sta ári. Ilópur hinna átta, sem tefla um rétt- inn til art skora á Anatoly Karpov, heimsmeistara, er nú fullskipartur. í honum eru Korchnoi, Sviss, lliibner, V-Þýzkalandi, Sovétmennirnir Kasp- arov, Smyslov og Beljavsky, llng verjarnir Portisch og Ribli og Fil- ippseyingurinn Torre. Árangur Kasparovs á mótinu í Moskvu er langbezti einstaklings- árangur sem náðst hefur á þeim þremur millisvæðamótum sem fram hafa farið í sumar. Fyrir mótið hafði honum verið spáð mikilli velgengni, en til að byrja með vegnaði honum ekki sérlega vel og gerði mörg jafntefli. En á meðan taugastríðið lék keppi- nauta hans grátt á endasprettin- um vann hann fjórar síðustu skák- ir sínar og tryggði sér öruggan sigur. Fyrir síðustu umferðina var Kasparov þegar orðinn öruggur um efsta sætið, en aftur á móti ríkti mikil óvissa um það hver myndi hreppa hitt sætið í áskor- endakeppninni, því að fimm skákmenn voru þá jafnir í öðru sæti með sjö og hálfan vinning, þeir Beljavsky, Geller, Andersson, Tal og Garcia. Spennan í síðustu umferðinni var því gífurleg og svo fór að taugarnar réðu úrslitum. Tal og Andersson sömdu innbyrðis um jafntefli, Geller tapaði fyrir Sax, sem hafði átt erfitt uppdrátt- ar á mótinu og Garcia tapaði fyrir filippeyska alþjóðameistaranum Rodriguez, sem hafnaði í næst- neðsta sæti á mótinu. Beljavsky tókst aftur á móti að vinna Gheorghiu með svörtu eftir að skákin hafði farið í bið. Þar með voru úrslitin ráðin á þessu æsispennandi og skemmti- lega móti, sem verður áreiðanlega lengi í minnum haft. Að fá þá Kasparov og Beljavsky í áskor- endakeppnina er mikill fengur fyrir skákáhugamenn, því að þeir hafa báðir skemmtilegan og skarpan stíl og eru auk þess óum- deilanlega þeir tveir skákmenn af yngri kynslóð sovézkra stórmeist- ara sem eiga mesta möguleika á að verða eftirmenn Anatoly Karp- ovs í hásætinu. Að vísu er mikil eftirsjá í nokkrum þeirra sem komust ekki áfram á Moskvumótinu. Tal á sinn stóra og trygga aödáendahóp og í fyrstu virtist allt leika í lyndi hjá honum. En eftir tap fyrir Belj- avsky í áttundu umferð var hon- um greinilega brugðið. Eftir það TlT- 1L L elo STlQ 1 2 3 H 5 T ? 8 ’ R 10 ÍL 111/3 'A/ vm KOÐ { Cr KASPAROVCSovétrtkjvnun) SM 2475 Yz Yz Yz Yz Yz 1 { { { { { { Yz 10 jL\ 2 A BELTAVSKY (So*étr.) SM 242 0 Yz <y// 'VA 1 Yz i 1 O O { i 0 { Yz' { SYz 1. i 3 M. TAL (Sovítnkjunum) SM UI0 Yz 0 m Yz Yz 1 Yz Yz { { Yz {//z 8 3-V 7 U ftNDERSSONCMtoit) SM 24/0 Yz Yz m O Yz 1 Yz Yz Yz { { Yz { 8 3-7 I5 E. GELLER(Sovétnlcjunurm) SM 2545 Yz O Yz ( 7<FA 'h- .O í 1 YzYz {\Yz J/z 5-0 : Íp G-. GfíRClA(KiSbu) SM 2500 Yz O YiYz Sj 1 o { { Yz O { lYz 5-6.! 7 J. MUREl ('lsrael) m 2500 O 1 0 0 Yz dm (Yz Yz Yz' Yz { { &Yz ? S Qr. SfíX (Untjrerja.la.nd;) SM 25Í0 0 1 íz Yz o o m Yz O'v/zYz { o n 7 L CHRIS TlfíNSEN (OoLnd) SM 1505 0 O Yz Yz 0 { Yz Yz%. 0 Yz’/z { 1 0 S-9. 10 11 D. VELIMIROVIC (Júgíilayiu) SM 2W5 0 O O Yz 0 0 Yz Yz { v/A Yz / i \%. 5Yz 10. J VfíNdER W/EL (Hollandi) AM 1520 0 1 O O Yi O Yz { Yz Yz O Yz Yz 5 11-/2. 12 F. &HEORGHIU (Rúrmtn'iu) SM 2535 0 0 Yz O Yz Yz Yz Yz Yz 0 1 % Yz Yz E 11-12. 13 R. RODRlGUEí (Fihppjtyjurm) AM 25/5 0 Yz O Yz O 1 O Yz O O Yz Yz Y/// { H/z 13. iH M aUlNTER0S(fírgent',nV) SM 2520 Yz O Yz O Yz O O O O ii Yz Yz 0 w. 3 /7 Garry Kasparov tókst honum aðeins að vinna eina skák en öllum hinum lauk með jafntefli og því missti hann ungu mennina upp fyrir sig. Sama er að segja um Ulf Andersson sem vann ekki skák eftir tap fyrir gömlu kempunni Efim Geller í áttundu umferð. Það hefði vafalaust orðið mjög athyglisvert að sjá Anders- son í áskorendakeppninni, því ró- lyndislegur skákstíll hans kæmi sér áreiðanlega vel í löngu einvígi. Geller, sem orðinn er 57 ára, má vel við árangur sinn una, því hann var hársbreidd frá því að komast í aukakeppni um sæti í áskorenda- keppninni. Eftir frábæra byrjun Guillermo Garcia frá Kúbu á mót- inu, en hann hlaut fimm og hálfan vinning úr fyrstu sex skákunum, hefði honum nægt að gera síðustu sjö skákirnar jafntefli. En þá sneru gæfudísirnar við honum bakinu og í síðustu umferð, er hann átti enn möguleika, var hann heillum horfinn. Garry Kasparov minnir mjög á Fischer að því leyti, hversu grátt hann getur leikið öfluga stór- meistara í byrjun skákar, oft með vopnum sem hann hefur rannsak- að heima hjá sér. Skákin sem tryggði honum sigurinn í mótinu er gott dæmi um þetta. Rúmenski stórmeistarinn Florian Gheorghiu kallar ekki allt ömmu sína þegar flókin byrjunarafbrigði eru ann- ars vegar og hann er jafnvel sér- fræðingur í þeirri byrjun sem varð uppi á teningnum í skák þeirra Karparovs. En allt kom fyrir ekki, kóngur Rúmenans var mátaður á ferðalagi um miðborðið, eftir hár- nákvæma taflmennsku unga stór- meistarans. Hvítt: Kasparov Svart: Gheorghiu Drottningar-indversk vörn 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rf3 — b6, 4. a3 Uppáhaldsleikur Kasparovs. 4. — Bb7, 5. Rc3 — d5, 6. cxd5 — Rxd5, 7. Dc2!? Það nýjasta. Venjulega er hér leikið 7. e3 — Be7, 8. Bb5+ — c6, 9. Bd3. 7. — c5, 8. e4 — Rxc3, 9. bxc3 — Be7? Gheorghiu ætlar að flýta sér að hróka, en þessi leikur er óná- kvæmur eins og Kasparov tekst að sýna fram á. 9. — Rc6 er betra. 10. Bb5+! — Bc6. Könnun á vegum Neytendasamtakanna: Verðmunur á hamborg- urum 90% í Reykjavík 1 SKYNDIKONNIJN á ga-rtum hamborgara á veitingastörtum á höfuðborg- arsværtinu, sc-m Neytendasamtökin gengust nýlega fyrir, kom í Ijós art í öllum tilvikum var um söluhæfa vöru að ræða. Hins vegar voru gærti og verrt hamborgara afar mismunandi eftir störtum. Sem dæmi má nefna art munur á hæsta og lægsta verrti var 90%, mirtart virt gramm af kjöti. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi, sem Neytendasamtökin efndu til í því skyni að skýra frá niðurstöðum könnunarinnar. Jón Óttar Ragnarsson, dósent, kvað meginástæðu þess að ráðist var í þessa könnun þá að komast að raun um hvort hér væri um neysluhæfa vöru að ræða, en einn- ig til að ganga úr skugga um hvort verðmismunur væri á hamborgur- um. Jón sagði að á heildina litið væru hráefni, sem notuð eru í hamborgara, nokkuð góð. Á hinn bóginn væri ýmislegt sem neytt er með hamborgurum, s.s. franskar kartöflur, olíusósa o.fl., oft nær- ingarlítið. Jón Magnússon, formaður landssamtaka neytenda, sagði að þessi könnun hafi ekki einungis verið gerð í því augnamiði að upp- lýsa neytendur, heldur einnig að benda seljendum á kosti og galla framleiðslunnar. Jón sagði ennfremur að í ráði væri að halda áfram skyndikönn- unum á borð við þessa í náinni framtíð, en fjárskortur háði þó samtökunum. Annars fór könnunin á gæðum og verði hamborgara þannig fram að starfsmaður Neytendasamtak- anna fór á skyndibitastaði í Reykjavík og festi kaup á ham- borgurunum. Síðan voru sýnis- horn send Matvælarannsóknum ríkisins og fæðudeild Rannsókn- arstofnunar landbúnaðarins. Könnun á næringargildi, gerla- fjölda og bragðgæðum var reist á sýnishornum frá einum degi, mæl- ing á saltinnihaldi á sýnum tveggja daga og verðkönnun frá þremur mismunandi dögum. I skýrslu, sem Neytendasamtökin hafa gefið út um þessa könnun, kemur m.a. fram að á óvart hefði komið að bragðgæði hamborgar- anna stóðu ekki í beinu sambandi við gæði hráefna eða næringar- gildi. Ástæðan til þess væri eink- um ýmis mistök við matreiðsiuna, t.d. of hátt saltinnihald, of mikil fita, illa hreinsaðar steikarpönnur og of þurr hráefni. Ennfremur kemur þar fram að í fáeinum til- vikum fór saltinnihald yfir 2,5%, og er hamborgarinn þá farinn að líkjast saltkjöti. Hér á eftir birtist tafla um gæði hamborgara á 9 skyndibitastöðum í Reykjavík, og er byggð á niður- stöðum áðurnefndrar könnunar Neytendasamtakanna ásamt skýr- ingum. Staðirnir 9 sem hér um ræðir eru taldir upp í stafrófsröð. Síðan er þeim raðað með númer- um frá 1—9 og (1 er best). Er eitt númer fyrir hvern þátt. Því lægri sem talan er þeim mun betri er útkoman. Hæstu einkunn fengu Svarta Pannan, Tomma hamborgarar og Brautargrill. Lægst verð á ham- borgurum fékkst á Brautargrilli. Næringargildi er mælikvarði á hollustu hamborgaranna. Besta einkunn fengu hamborgarar sem voru með hæst hvítuinnihald og lægst fituinnihald. Um 40% mun- ur var á hvítuinnihaldi og yfir 100% á fituinnihaldi (miðað við hæsta og lægsta gildi). Verrt í kr./g af kjöti er mæli- kvarði á það hvað neytandinn fær fyrir peningana. Hæsta verð var Startur Næringar- Verrt/g Gerla- Summa1 Bragrtgæðid Saltinni- gildi* kjötK" fjöldir hald'' Askur, Breiðh. 3 9 6 18 4 8 Brauðbær 6 8 7 21 6 3 Brautargrill 5 1 4 10 3 7 Góðborgarinn 9 6-7 8 23-24 5 5 Svarta pannanl— 2 4 2 7-8 2 2 Texas Sn. Bar 4 3 9 16 1 6 Tomma hamb. 1—2 6-7 1 8-10 8 9 Trillan 7 2 3 12 9 1 Winnies 8 5 5 18 7 4 a Miðad við að hvíta sé sem hæst og fita sem lægst. Sýnishorn eins dags. b Verðið er verð á einföldum hamborp'ara og er reiknað í kr./jframm af hreinu kjöti. Sýnishorn þrigKja daga c Gerlafjöldi í 1 grammi við ræktun við 30°C (eftir steikingu). Sýnishorn eins da(?s. d Meðaleinkunn fjögurra dómara. Aðeins miðað við kjöt. Sýnishorn eins dags. e Hlutfall matarsalts í heildarþunga kjöts (% NaCI). Sýnishorn tveggja daga. f Summa af tölum úr þrem fyrstu dálkunum. t»ví lægri sem summan er þeim mun betri einkunn fær hamborgarinn. Myndin er tekin á blaðamannafundi Neytendasamtakanna. (Ljósm. Mbi. KÖE) 0,86 kr./g af kjöti en lægsta verð var 0,45 kr./g af kjöti. Jafngildir þetta hvorki meira né minna en 90% mun á hæsta og lægsta verði. Gerlafjöldi er mælikvarði á heil- næmi hráefna og hreinlæti á við- komandi stöðum. Mældur var heildarfjöldi gerla í grammi við 30°C ræktun (eftir steikingu). Öll sýni reyndust vera neysluhæf. Hins vegar var mikill munur á gerlafjölda eftir stöðum. Ofangreindir þrír þættir voru not- aðir til þess að gefa hamborgurun- um níu heildareinkunn. Voru töl- urnar í fyrstu þrem dálkunum ein- faldlega lagðar saman. Því lægri sem summan er þeim mun betri er útkoman fyrir hvern tiltekinn skyndibitastað. Bragrtgærti voru metin en ekki reiknuð með í heildareinkunn. Að- eins voru metin bragðgæði ham- borgaranna sjálfra (án sósu og brauðs). Gæðin reyndust afar mis- jöfn og var það af ýmsum ástæð- um, ekki eingöngu vegna þess að hráefni væru mismunandi. Saltinnihald var mælt en var ekki reiknað með í heildarein- kunn. Hæsta einkunn fengu þeir staðir sem notuðu minnst salt í hamborgarana. Var álitið æski- legast að neytandinn sjálfur fengi að stjórna því hve mikið salt hann notar. Halló! — ný ljóðabók 1ALLÓ!“ nefnist nýútkomin ijóðabók eftir Ásgeir Þórhallsson og er þetta þriðja bók höfundar, en hann hefur m.a. skrifað ferða- greinar í Morgunblaðið. í bókinni, sem ber undirtitilinn „Ljóð og góð ráð“, eru ljóð, heilræði og ævin- týri. Hún er 71 bls. að stærð og útgefandi er Frjálst orð. Árni Elf- ar hefur teiknað kápumynd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.