Morgunblaðið - 30.09.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.09.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1982 Ný sjúkrabifreið búin fullkomnum tækjum K.VI DI KKOSS íslands hefur tekið í notkun nýja sjúkrabifreift, sem búin er fullkomnum lækningar- og öryggistækjum. Bifreiöin er staðsett við Slysadeild Borgarspítalans og fer læknir með í útköll, þegar alvarleg slys ber að. Morioinbladid/Emilía. Reynt ad finna verkefni fyrir Ikarus-vagnana í borgarrekstrinum: Tilboðin í vagn- ana með öllu ófullnægjandi — segir í umsögn stjórnar SVR UMSÖGN stjómar Strætisvagna Reykjavíkur um þau tilboð, sem gerð hafa verið í þrjá strætisvagna borgarinnar af IKARUS-gerð, var lögð fram á fundi borgarráðs sl. þriðjudag, en nýlega var ákveðið að bjóða þessa vagna til sölu. f umsögninni kemur fram að stjórn SVR telur þessi tilboð með öllu ófull- nægjandi, enda var hæsU verð, sem boðið var í einn af vögnunum þremur, aðeins um 30% af verði nýrra vagna af þessari gerð, þó vagnarnir væru ekki neraa 4 mánaða gamlir. Sáttatillaga í Tungnaárdeilunni að öllum líkindum samþykkt í dag: Afturvirk hækkun fyrir núverandi starfsmenn Þeir sem störfuðu efra í sumar fá ekki afturvirka hækkun RÍKISSÁTTASEMjARI, Guðlaugur Þorvaldsson, lagði í gærmorgun fram sáttatillögu í deilu starfsmanna á Tungnaársvæðinu og vinnuveitenda, en verkfall hefur nú staðið á svæðinu um nokkurt skeið. I'egar tillagan var fram komin aflýstu stærstu verkalýðsfélögin verkfalli sínu og hófst vinna þegar efra. Reyndar höfðu allmargir starfsmenn þegar hafið starf að nýju í fyrra- kvöld. Jafnframt samþykkti stjórnin samhljóða, að vagnar þessir væru algerlega óbrúklegir fyrir SVR. Ástæðurnar fyrir lágu verði taldi stjórnin skefjalausan áróður um að starfsmenn SVR hefðu vísvit- andi reynt að skaða vagnana. For- dæmdi stjórnin þennan áróður og vísaði honum alfarið á bug. „Það vekur vekur vissulega at- hygli, að atjórn SVR samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum, og þ.m.t. atkvæði fulltrúa Alþýðu- bandalagsins, að vagnar þessir séu algerlega óbrúklegir fyrir SVR,“ sagði Davíð Oddsson borgarstjóri í samtali við Mbl. „Þetta er ekki síst athyglisvert vegna þess að Alþýðubandalagið, undir forystu Sigurjóns Péturs- sonar, barðist ákaft fyrir því á síð- asta kjörtímabili, að keyptir yrðu 20 vagnar af þessari gerð. Munaði hársbreidd að það yrði samþykkt. Ef það hefði gerst væri strætis- vagnakerfi Reykjavíkur í dag al- gerlega lamað. Vegna þessarar ályktunar stjórnar SVR tel ég ljóst, að reyna verði að kanna hvort verkefni finnist fyrir þessa vagna innan borgarrekstrarins, þar sem ekki reyni jafn mikið á þá og þá vagna sem þurfa að fylgja hinum nákvæmu tímaáætlunum SVR,“ sagði Davíð Oddsson. Tveir 14 ára piltar: Unnu skemmdar- verk á níu bifreiðum Undir lokin var aðallega deilt um afturvirkni samningsins, en verkalýðsfélögin kröfðust þess, að hann gilti frá 1. júlí sl. og þá fyrir alla starfsmenn, bæði í starfi og þá, sem störfuðu efra í sumar. Vinnuveitendur kröfðust þ?ss á hinn bóginn, að hann gilti frá und- irskrift hans. Þá var deilt um verkfærapeninga iðnaðarmanna. SÁ ADILI í Frakklandi sem í sumar geröi samning við Búvörudeild SÍS um kaup á 70 tonnum af hrossakjöti og þegar hefur fengið % hluta þess afgreidda, hefur beðið um að af- greiðslu á því sem eftir er verði frestað. Að sögn Agnars Tryggvasonar hjá Búvörudeildinni eru ástæð- urnar einfaldlega þær að hann er ekki búinn að selja allt það kjöt sem hann hefur þegar fengið sent Halldór Þ. Jónsson skipaður sýslumaður Skagafjarðar IIALLDÓR Þ. Jónsson, bæjarfógeti á Siglufirði, hefur verið skipaður sýslumaður Skagafjarðar frá og með 1. nóvember. Hann tekur við af Jóhanni Sal- berg Guðmundssyni, sem lætur af störfum fyrir aldurs sakir. Níu sóttu um sýslumannsembættið í Skagafirði. Samkvæmt sáttatillögunni fá þeir, sem voru við störf þegar verkfallið hófst, 4% beina hækkun með afturvirkni frá 1. júlí sl. og þeir, sem verða í starfi að loknu verkfalli fá 6% beina hækkun afturvirka frá 1. júlí. Hinsvegar fá þeir, sem störfuðu á Tungnaár- svæðinu í sumar og eru hættir starfi enga afturvirka hækkun. og væri ekki vitað hvenær hann tæki það sem eftir væri af pöntun- inni. Þá gerir sáttatillagan ráð fyrir ákveðinni hækkun á verkfærapen- ingum iðnaðarmanna, auk ýmis konar annarra tilfærslna og leið- réttinga. I tillögunni er að finna ákveðið þak á bónusgreiðslur, auk þess sem svigrúm skapast nú til að vera með einn starfsmann í stað tveggja á vinnuvélum í ákveðnum tilvikum. Þegar á heildina er litið gerir tillagan, ásamt þeim atrið- um, sem aðilar höfðu náð sam- komulagi um, ráð fyrir svipuðum eða ívið meiri hækkunum og eru í heildarsamningi ASÍ og VSI. Vinnuveitendur greiddu at- kvæði um sáttatillöguna þegar í gærmorgun og voru atkvæði þeirra innsigluð hjá sáttasemjara, þar til niðurstaða atkvæðagreiðslu starfsmanna á Tungnársvæðinu, sem fram fer í dag, liggur fyrir. Samkvæmt upplýsingum Mbl. samþykktu vinnuveitendur tillög- una og talið er næsta víst, að starfsmenn efra muni samþykkja hana, þannig að vinna geti hafizt með eðlilegum hætti þegar í dag. TVEIR fjórtán ára gamlir piltar voru handteknir í fyrrakvöld, er þeir voru að vinna skemmdarverk á bifreiðum í Suðurhólum i Breiðholti. Piltarnir gengu berserksgang og unnu skemmdarverk á níu bifreiðum. Þeir brutu rúöur í fjórum bifreiðum og dælduðu aðrar með því að traðka á farangursgeymslum, toppi og húddi. Lögreglunni var gert viðvart um athæfi piltanna og voru þeir tekn- ir. Þeir voru báðir ölvaðir. Ljóst er að skemmdir á bifreiðunum nema tugum þúsunda króna. Hólmavík: Einn umsækjandi UMSÓKNARFRESTUR um Hólmavíkurprestakall er útrunn- inn og sótti einn um, séra Rögn- valdur Finnbogason á Staðastað, Snæfellsnesi. Óskað eftir viðræðum um breytingar á rekstri fræðsluskrifstofunnar: Borgin fari með stjórn þeirra þátta sem heyra undir hana — segir Davíð Oddsson borgarstjóri „FRÆDSLIJSKRIFSTOFAN í Reykjavík og fræðslustjórinn hafa ætíð notið mikillar sérstöðu og þetta embætti vegiö miklu þyngra hér en annarsstaðar gerist, vegna þess að borgaryfirvöld hafa jafnan lagt fram geysilegar upphæðir umfram skyldu, sem færðar hafa verið undir rekstur skrifstofu fræðslustjóra," sagði Davíð Oddsson borgarstjóri í samtali við Morgunblaðið. Samkvæmt tillögu sem lögð var fram á fundi borgarráðs sl. þriöjudag, er borgarstjóra falið að eiga viðræður við menntamálaráðu- neytið um stöðu og rekstur fræðsluskrifstofunnar í Reykjavík, en viðræð- urnar miða að því að gera fræðslustjóraskrifstofuna í Reykjavík sambæri- lega við fræðslustjóraskrifstofur utan Reykjavíkur. „Fræðslustjórinn hefur af þessum sökum verið í mjög nán- um tengslum við borgaryfirvöld og í reynd fremur virkað sem starfsmaður borgarinnar en ríkisins, sem þó hefur greitt honum laun. Hann hefur haft á sínum vegum mikinn fjölda borgarstarfsmanna. Yfirvöld menntamála í landinu hafa hingað til metið þetta mikils og því gættu þau þess að ganga ekki gegn borginni við ráðningu fræðslustjóra. Nú sýnist ráðu- neytið hafa breytt um stefnu í þessum efnum og stefni að því að gera fræðslustjórann í raun að einum af deildarstjórunum í menntamálaráðuneytinu. Við því eiga borgaryfirvöld ekkert svar og hljóta framvegis að fara með stjórn þeirra þátta sem beint heyra undir borgina, sem hingað til hafa verið hjá fræðslustjóranum, vegna þessa sameiginlega skilnings, þannig að hér eftir verður fræðslu- stjóraembættið í Reykjavík sam- bærilegt við önnur fræðslu- stjóraembætti í landinu," sagði Davíð Oddsson. Tillagan sem lögð var fram í borgarráði er svohljóðandi: „Borgarráð felur borgarstjóra að óska eftir viðræðum við mennta- málaráðuneytið um stöðu fræðsluskrifstofunnar í Reykja- vík og rekstur hennar, samanber ákvæði reglugerðar númer 182 frá 1976 um starf fræðslustjóra, þar sem gert er ráð fyrir að emb- ætti þeirra og fræðsluskrifstofur séu sjálfstæðir rekstraraðilar, óháðir sveitarsjóðum, samanber 6. grein nefndrar reglugerðar," segir í tillögunni. í greinargerð með tillögunni segir m.a.: „Markmið þeirra við- ræðna, sem hér er óskað eftir, er að ákvæði reglugerðar númer 182 frá 1976, sem aðrar fræðslu- skrifstofur en í Reykjavík hafa starfað eftir, nái hér eftir til Reykjavíkur. Fræðsluskrifstofan mun að sjálfsögðu starfa áfram með framlagi ríkissjóðs og mót- framlagi borgarinnar, eins og lög gera ráð fyrir og sjá um kennslueftirlit, sérkennslu, sálfræðiþjónustu, safnamiðstöð og annað, sem lögum samkvæmt telst starfssvið fræðslustjóra, þar með talinn úrskurður fyrir hönd menntamálaráðuneytis í þeim málum er það felur honum úrskurðarvald í.“ Miðað við helmingaregluna hefði mótframlag borgarsjóðs á árinu 1981 numið 462.229 krón- um, þ.e. heildarframlag 924.458 krónur. Heildarkostnaður vegna rekstrar skrifstofunnar nam þetta ár 2.352.537 krónum. Reykjavíkurborg hefur því lagt fram nettó 1.428.079 krónur vegna stjórnunarstarfa, sem rík- ið leggur ekki framlag til á móti. Sveitarstjórnum er ætlað að hafa með höndum rekstur grunnskóla, iðnskóla og fjöl- brautaskóla, en fá hlutdeild rík- issjóðs greidda eftir á í uppgjöri. Af þessu leiðir, að sveitarstjórn- ir eru hinn raunverulegi rekstr- araðili varðandi rekstur þessara stofnana. Hrossakjötssalan til Frakklands: Afgreiðslu Vs hluta pöntunarinnar frestað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.