Morgunblaðið - 30.09.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.09.1982, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1982 Magnús H. Magnús- son sextugur Ilávær símhrinKÍng í morgun- sárið. Hvínandi símalínur ok ham- íarir Atlantshafsins á línunni. „Gos í Eyjum“ — sagði röddin á hinum enda línunnar. Tilefnið var að þá voru í vist hjá mér nokkrir nemendur úr Eyjum við Mennta- skóiann á ísafirði. Þetta var á fimmta tímanum örlananóttina 23. janúar 1973. Athynli alþjóðar beindist þá að hetjulejíri baráttu Vestmanney- inna við hamfarir náttúruaflanna. Frá oj; með þessari örlaganóttu, o(í næstu misserin, átti þjóðin eft- ir að kynnast æ betur bæjarstjóra þeirra Vestmanneyinga, Magnúsi II. Majínússyni. Það er fljótsa«t, að Ma«nús óx mjö« af þeim kynn- um. ilann reyndist bezt, þe«ar mest á reið. Hann var fumlaus, æðrulaus, úrræðagóður á rauna- stund. Betri eftirmæli «etur en«- inn áunnið sér. Stundum er sagt, að auðveldara seíað vinna stríðið en friðinn. Ma«nús komst vel frá þeirri mannraun, sem stríðið við nátt- úruöflin var. Sumum þykir þó ekki minna um vert, að hann reyndist ekki síður hamhleypa til verka í því friðsama uppby««in«arstarfi, sem síðan hefur staðið yfir í Eyj- um. Endurreisn Vestmannaeyja eftir «os er aðdáunarvert afrek. Þar li(?Kur mikið starf eftir Ma«n- ús. Ma«nús H. Ma«nússon er fædd- ur í Vestmannaeyjum 30. sept- ember árið 1922. Foreldrar hans voru Ma«nús HelKason, ættaður úr Ölfusi, ok kona hans, Ma«nína Sveinsdóttir, frá Skutulsfirði við Djúp. Sjálfur telur Ma«nús si« VestmannaeyinK í húð o« hár, enda borinn þar o« barnfæddur. En«u að síður verður að árétta, að hann er VestfirðinKur í aðra ætt- ina. Ekki þykir mér það lakara. Seinni kona Magnúsar, Marta Björnsdóttir, er IsfirðinKur o« ættuð frá Aðalvík. Börn þeirra Mörtu ok MaKnúsar eru því Vest- firðinKar í meira en aðra ættina. Ekki sakar það heldur. Ma«nús ólst upp í Vestmanna- eyjum til átta ára aldurs í hópi fimm systkina. Þau eru: Páll MaKnússon, fluKmaður, sem fórst i fluKslysi á EnKlandi árið 1951, Sveinn MaKnússon, starfsmaður á Veðurstofu, Hermann, stöðvar- stjóri Pósts ok síma á Hvolsvelli, ok María, verzlunarstjóri, eÍKÍn- kona Ta«es Ammendrups, forstöðumanns lista- o« skemmti- deildar sjónvarps. Ma«nús er tvíkvæntur. Fyrri kona hans var GuðbjörK Guð- lauKsdóttir, sem látin er fyrir all- mörKum árum. Þeim varð tveKKja barna auðið. Þau eru MaKnús, framkvæmdastjóri Plastiðjunnar á Selfossi, ok Guðlaugur Ægir, verzlunarstjóri á sama stað. Með seinni konu sinni, Mörtu, á MaKnús fjögur börn: Sigríði, meinatækni við Sjúkrahúsið í Keflavík, Pál, fyrrum fréttastjóra Tímans, er nú á ritstjórn Iceland Review, Björn Inga, er stundar nám í tölvunarfræðum við háskól- ann, o« Helgu Bryndísi, sem er nemandi við Menntaskólann í Hamrahlíð og Tónlistarskólann. Á uppvaxtarárum sínum stund- aði Magnús öll algeng störf til lands ok sjávar. Frarr.an af árum var hann mör« sumur í sveit og því næst talsvert til sjós. Það er sérstakur kapítuli í ævi Magnúsar að hann sigldi á norskum skipum á stríðsárunum, og dvaldi þá lang- dvölum á Englandi. Þegar ég gisti eina eftirminnilega nótt á heimili þeirra hjóna eftir kratafund úti í Eyjum, rann upp fyrir mér, að við Magnús kunnum báðir vel að meta sitthvað í fari Breta, svo sem hversdagslega glaðværð þeirra, hlýleika í viðmóti og þrautseigju á raunastund. Magnús hafði frá mörgu að segja úr sigjingum sín- um á stríðsárunum. Ég játa, að það kom mér skemmtilega á óvart, hversu vel þessi þrautreyndi sveit- arstjórnarmaður og félagsmála- frömuður var heima um gang al- þjóðamála fyrir stríð, og um styrj- aldarreksturinn sjálfan. Þessa nó:t áttum við Magnús og vinur hans, Ágúst stórútgerðarmaður, eftirminnilegar viðræður um utanríkismál og utanríkispólitik Islendinga. Þá fann ég glöggt, að sannfæring Magnúsar um nauð- syn varnarsamstarfs lýðræðisríkj- anna stendur djúpum rótum í hans eigin lífsreynslu og byggir á mikilli þekkingu og yfirvegaðri söguskoðun. Upp úr stríði lagði Magnús fyrir sig símvirkjun með radíótækni sem sérgrein. Yfirboðarar hans fundu brátt að Magnús var afkastamikill starfsmaður, ná- kvæmur og ósérhlífinn. Hann var því brátt gerður að verkstjórn- armanni og síðar yfirverkstjóra radíódeildar. Árið 1956 urðu þáttaskil í ævi Magnúsar, þegar hann var fyrst kjörinn í bæjarstjórn Vestmanna- eyja. Því starfi hefur hann gegnt í tvo áratugi, unz hann gaf ekki kost á því lengur á sl. vori. Árið 1966 var hann kjörinn bæjarstjóri Vestmanneyinga, eins og fyrr er að vikið. Þegar dró til kosninga árið 1978, kusu Sunnlendingar Magnús til að leiða framboðslista jafnaðarmanna í Suðurlandskjör- dæmi. Magnús vann þá góðan kosningasigur. Hann var ekki fyrr sestur inn á Alþingi, en hann var valinn til að gegna embætti fé- lagsmálaráðherra í ráðuneyti Ólafs Jóhannessonar (1978—1980). Magnús gat sér sérstaklega ^ott orð sem félagsmálaráðherra. I því starfi naut hann yfirgripsmikillar þekkingar sinnar og reynslu sem sveitarstjórnarmaður, enda streymdu frumvörpin frá honum eins og á færibandi um hvert um- bótamálið öðru merkara. Er t.d. mikil eftirsjá af því að húsnæð- ismálafrumvarp Magnúsar hefur síðar verið limlest af skammsýn- um mönnum. Sem þingmaður og einn helzti talsmaður jafnaðarmanna á þingi um félagsmál og málefni sveitar- stjórna nýtur Magnús bæði virð- ingar og vinsælda. Hann undirbýr sín mál vel. Hann er töluglöggur, nákvæmur, og afkastamikill. Hann er óáleitinn við aðra að fyrra bragði, en fastur fyrir, ef á hann er leitað. Þar að auki er Magnús glaðvær í umgengni og hlýr í viðmóti. Þess vegna nýtur hann trausts, virðingar og vin- sælda. Sem betur fer er Magnús enn í fullu fjöri. Við vinir hans væntum þess að hann eigi enn ólokið löngu dagsverki. Vinir hans, Vestmannaeyingar jafnt sem meginlandsmenn, munu þess vegna fjölmenna í Átthagasal í dag til þess að árna Magnúsi og Mörtu heiila. Jón Baldvin Hannibalsson Magnús H. Magnússon alþingis- maður og fyrrverandi ráðherra er 60 ára í dag. Á þeim tímamótum vil ég senda honum hugheilar af- mælisóskir og þakkir fyrir ánægjulegt samstarf. Magnús er nú varaformaður Al- þýöuflokksins og stendur á sex- tugu með fangið fullt af pólitísk- um og félagslegum verkefnum. Ég ætla ekki við þetta tækifæri að tí- unda eða rekja öll þau hin giftu- drjúgu störf, sem Magnús á nú að baki, heldur víkja lítillega að ein- úm þætti þeirra. Þó er ekki hægt að hugsa til Magnúsar á þessari stundu án þess að sjá fyrir sér bæjarstjóra Vestmannaeyja með hjálm á höfði í eimyrju eldsum- brotanna 1973, og raunar má segja, að Magnús sé eldklerkur okkar tíma. Hlutur Magnúsar í samgöngumálum Vestmannaeyja sem og í vatnsveitu- og hitaveitu- málum kaupstaðarins ber vott um áhuga hans fyrir uppbyggingu byggðar og atvinnulífs í Eyjum. Ég vildi minnast hér á störf Magnúsar í þágu Brunabótafélags íslands. Magnús var kosinn í bæjar- stjórn Vestmannaeyja árið 1962, en fjórum árum seinna eða 23. september 1966, var hann kjörinn bæjarstjóri í Eyjum og gegndi hann því starfi til 1. júlí 1975. Eftir bæjarstjórnarkosningarn- ar 1966 var Magnús kosinn í full- trúaráð Brunabótafélags íslands fyrir Vestmannaeyjakaupstað og á næsta aðalfundi þess, 17. ágúst 1967, var hann kosinn í stjórn Brunabótafélagsins. Má segja að Magnús hafi tekið þar sæti Emils Jónssonar, sem þar hafði verið frá 1955. Allar götur síðan hefur Magnús verið í stjórn Brunabótafélagsins og er það enn. Magnús hefur tekið mikinn og góðan þátt í uppbygg- ingu félagsins á þessum 15 árum og ber að þakka honum fyrir þau störf. Magnús hefur á þessum starfsvettvangi verið tillögugóður og hefur áhugi hans fyrir vel- gengni félagsins reynst því vel. Sérstaklega lagði Magnús sig eftir því að treysta samstöðu sveitarfélaganna um Brunabótafé- lagið og í þeim efnum varð honum mjög vel ágengt, en sveitarfélögin eru hinn trausti bakhjarl þessa fyrirtækis. Magnús lætur sér annt um starfskjör starfsfólks félagsins og nýtur hann óskoraðrar virðingar þess og vináttu. Á þessum tíma- mótum í lífi Magnúsar flyt ég hon- um hinar bestu afmælisóskir og þakkir frá stjórn Brunabótafé- lagsins og öllu starfsfólki þess. Ingi R. Helgason raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar jJ'élagsstarf Sjálfstœðisflokksins] Viðtalstímar borgarfulltrúa Viótalstímar borgarfulltrúa Sjálfstæöisflokksins hefjast í Valhöll 2. október næstkomandi Munu borgarfulltrúar og varamenn þeirra | veröa til viötals a laugardögum frá kl. 10—12 á skrifstofu Sjálfstæö- isflokksins, Háaleitisbraut 1. Borgarfulltrúar veröa til viðtals i þessari röö: 2 okt Markús Örn Antonsson Guömundur Hallvarösson, 9. okt. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Málhildur Angantýsdóttir, 16 okt. Ingibjörg Rafnar Einar Hákonarson, 23. okt. Magnús L. Sveinsson Jóna Gróa Siguröardóttir, 30. okt. Páll Gíslason Gunnar S Björnsson, 6. nóv. Hilmar Guölaugsson Anna K. Jónsdóttir, 13. nóv. Hulda Valtýsdóttir Julíus Hafstein, 20. nóv Albert Guömundsson Margrót S. Einarsdóttir, 27. nóv. Ragnar Júliusson Sveinn Björnsson. 4 des. Katrin Fjeldsted Kolbeinn H. Pálsson, 11 des Sigurjón Fjeldsted Vilhjálmur G. Vilhjálmsson Orðsending til flokksráös Sjálfstæðisflokksins og for- manna flokksfélaga og flokkssamtaka. Miöstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ákveöiö aö halda sameiginlegan fund flokksráðs og flokkssamtaka Sjálfstæðisflokksins sbr. 32. gr. skipulagsreglna Sjálfstæöisflokksins. Fundurinn veröur haldinn í veitingahúsinu Glæsibæ í Reykjavík föstudaginn 5. og laugardaginn 6. nóvember n.k. Dagskrá fundarins hefur ekki enn verið end- anlega ákveöin en veröur tilkynnt hlutaöeig- endum bréflega. Þau félög, þar sem formannaskipti hafa orðiö síðan á landsfundi 1982 og ekki hafa tilkynnt þaö til flokksskrifstofunnar eru beðin um aö gera þaö nú þegar. Miöstjórn Sjálfstæöisflokksins. Landssamband sjálfstæðiskvenna minnir á áöur boðaða ráöstefnu og for- mannafund í Valhöll, Háaleitisbraut 1, Reykjavík, 2. október 1982. Kópavogur — Kópavogur Sjálfstæóisfelag Kópavogs heldur opinn fund i Sjálfstæðishúsinu, Hamraborg 1. fimmtu- daginn 30. september kl. 20.30. Fundarefni: Samskipti sveitarfelaga á höfuð- borgasvæöinu — Fossvogsbraut. Frummælendur: Richard Björgvinsson bæjarfulltrúi og Davið Oddsson borgarstjórl Allir velkomnir, kaffiveitingar. Sljórn Sjálfstæöisfélags Kópavogs. Dagskrá Kl. 9.00—10.00 Kl. 10.00 Kl. 10.15 Kl. 10.30 Kl. 10.45 Kl. 11.00 Kl. 11.15 Kl. 11.30 Kl. 12.15 Kl. 14.00 Formannafundur. Raöstefna Setning — form. landssambandsins. Margrót S. Einarsdóttir. Skólaskylda 6 ára barna — Elín Pálmadóttir. Heilbrigöismál — Katrín Fjeldsted. Verkaskipting ríkis og sveitastjórna — Ólina Ragnarsdóttir. Barnaverndarmál — Dögg Pálsdóttir, lögfr. Samstarf sveitastjórna — Salome Þorkelsdóttir. Frjálsar umræöur. Hádegisveróur — gestur Friörik Zophusson Pallborösumræóur — stjórnandi Bessi Jóhannsdóttir. Birna Guöjónsdóttlr, Sauöárkróki, Katrín Eymundsdóttir, Húsavík, Ingibjörg Rafnar, Reykjavík, Jóna Gróa Siguröardóttir, Reykjavik, Svanhildur Björgvinsdóttir, Dalvík, Ragnheióur Ólafsdóttír, Akranesi. Kl. 16.00—18.00 Samverustund — léttar veitingar. Vinsamlega tilkynniö þátttöku sem fyrst. Stjórnin. ife’HMÍ Kriðrik Mvgrél Salomv iMHOt EF ÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AlliLYSINGA SIMIN.N ER: 2248Ö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.