Morgunblaðið - 30.09.1982, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.09.1982, Blaðsíða 48
■—— llifr- I I .— jf\skriftar- síminn er 830 33 _/\uglýsinga- síminn er 2 24 80 FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1982 Farmannadeilan enn í hnút: Dagsbrún boðar samúðarverkfall frá 7. október LITIf) sem ekkert þokaAist í deilu undirmanna á farskipum og útgerð- armanna á fundum þeirra hjá sátta- semjara í gær, art sögn Guðlaugs l'orvaldssonar, ríkissáttasemjara. Verkamannafélagið Dagsbrún hefur nú samþykkt samúðarverk- fall við afgreiðslu á erlendum leig- uskipum, sem koma hingað til lands, frá og með 7. október nk., en vegna málsins var eftirfarandi samþykkt gerð á fundi trúnað- armannaráðs félagsins: „Trúnað- armannaráð Verkamannafélags- ins Dagsbrúnar hefur á fundi sín- um 28. þessa mánaðar samþykkt að lýsa yfir samúðarvinnustöðvun til styrktar Sjómannafélagi Reykjavíkur og að beiðni þess, vegna vinnustöðvunar þess, þar sem deilt er um kaup og kjör und- irmanna á kaupskipaflotanum. Samúðarvinnustöðvun Dagsbrún- armanna tekur til afgreiðslu á þeim föstu leiguskipum með er- lendum áhöfnum, sem íslenzku skipafélogin hafa í förum og skulu sömu reglur gilda um lestun og losun þeirra, sem íslenzk skip væru. Sama skal einnig gilda um önnur skip, sem skipafélögin kynnu að taka á leigu til að annast Virti stöðv- unarmerki að vettugi UNG KONA virti að vettugi stöðvunarmerki lögreglumanns eftir að bifreið, sem hún ók, hafði mælst á of miklum hraða á Kll- iðavogi i gær og hófst mikill elt- ingarleikur vestur Klliðavog og Sætún. I'egar loks hafði tekist að stöðva bifreið konunnar við Höfða við Sætún læsti hún bif- reiðinni og neitaði að opna og varð því að brjótast inn í bifreið- ina. Atvik voru þau, að lögreglan í Reykjavík var með radarmæl- ingar á Elliðavogi í gær. Um klukkan 14 mældist Mazda-bif- reið, sem konan ók, á 90 kíló- metra hraða og gaf lögreglu- maður konunni merki um að stöðva bifreið sína. Það gerði hún en þegar hún var beðin að færa bifreiðina að vegarkant- inum ók hún á brott á miklum hraða. Lögreglumaðurinn hóf eftir- för og gaf konunni stöðvunar- merki, en hún sinnti því engu. Honum tókst að komast fram úr bifreið hennar og þvinga hana til þess _að stöðva. Þá gerði konan sér lítið fyrir, bakkaði og komst framhjá og ók á miklum hraða áleiðis vest- ur á bóginn. Við Höfða tókst lögreglunni enn að komast framhjá og þvinga konuna til þess að stöðva bifreið sína. Sendibifreiðastjóri, sem hafði séð hvað gerðist, lagði bifreið sinni fyrir aftan bifreið henn- ar, þannig að hún komst hvorki aftur á bak né áfram. Hún gerði sér þá lítið fyrir og læsti bifreið sinni og neitaði að opna. Varð þá að brjótast inn í bifreiðina. Þegar það hafði tekist varð að fjarlægja konuna úr bifreiðinni með valdi, því enn sýndi hún mót- spyrnu. Hún var flutt í lög- reglustöðina í Reykjavík. þá flutninga, sem falla niður vegna vinnustöðvunar Sjómanna- félags Reykjavíkur, svo og þeirrar samúðarvinnustöðvunar, sem hér er boðuð. Samúðarvinnustöðvun þessi kemur til framkvæmda frá og með fimmtudeginum 7. október nk.“ í gærdag hafði um fjórðungur flotans stöðvazt, en ekki er búizt við, að fleiri skip bætist við fyrr en fyrir og um helgina. Áhrifa verkfallsins er lítilsháttar farið að gæta í sambandi við útflutning, t.d. á frystum fiski, en hins vegar er ljóst, að finnist ekki lausn inn- an tíðar munu áhrifin verða mikil. Guðlaugur Þorvaldsson, ríkis- sáttasemjari, sagði í gærkvöld, að hann sæi alls ekki hilla undir neina lausn í málinu, „það ber ennþá alltof mikið á milli". Attræður maður varð fyrir strætisvagni ÁTTRÆÐUR maður liggur þungt haldinn á gjörgæzludeild Borgarspítalans eftir umferðarslys í Hafnarstræti laust fyrir klukkan ellefu í gærmorgun. Gamli maðurinn varð fyrir strætisvagni gegnt Bifreiðastöð Steindórs. Vagninum var ekið austur Vesturgötu og inn Hafnarstrætið. Gamli maðurinn er höfuðkúpubrotinn. Hann er meðvitundarlaus og talinn í lífshættu. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna: Stöðvar framleiðslu á karfa- flökum á Rússlandsmarkað Hefur helzt áhrif sunnanlands og vestan — frystigeymslur víðast að fyllast SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna sendi í gær skeyti til þeirra frystihúsa, sem aðild eiga að Sölumiðstöðinni og stöðvaði vinnslu á karfaflökum á Rússlandsmarkað frá og með miðjum næsta mánuði. Að sögn Eyjólfs ísfeld Eyjólfssonar, forstjóra SH, var þessi ákvörðun tekin vegna þess, að Ijóst er að ekki verður um viðbótarsamninga við Rússa um sölu á karfa þangað á þessu ári að ræða. . - Nú er langt komið með að fram- ieiða um helming væntanlegs samnings á næsta ári. Því yrðu umbúðasendingar fyrir Rúss- landsmarkað einnig stöðvaðar. Eyjólfur sagði, að það væri ekker* einsdæmi, að grípa þyrfti til slíkn. ráðstafana, það hefði einnig verið gert í fyrra. Þessi stöðvun mun helzt koma niður á frystihúsum sunnan- og vestanlands og hafa það í för með sér, að vinna verður karfann á aðra markaði, en það er tímafrekari vinnsla en fyrir Rússlandsmarkaðinn. Sambandið hefur enn ekki gripið til þessara ráðstafana hjá frystihúsum sín- Gunnar Lórenzson, verkstjóri hjá Útgerðarfélagi Akureyringa, sagði í samtali við blaðið, að þessi stöðvun á vinnslu karfa á Rúss- landsmarkað hefði ekki áhrif á vinnslu í frystihúsinu. Ekki hefði verið unninn karfi á Rússlands- markað nema í einn dag síðan í byrjun ágúst. Allur karfi, sem nú bærist á land, væri unninn á Bandaríkjamarkað. Þá sagði Gunnar, að nú væru um 55.000 kassar í frystigeymslum félagsins og væri geymslupláss í þeim fram að helgi. Eftir það yrðu fengnir frystigámar, sem leystu málið út næstu viku. Eftir það yrði allt frystirými á þrotum. Svavar Svavarsson, framleiðslu- stjóri hjá BÚR, sagði í samtali við blaðið, að stöðvun vinnslu karfa á Rússlandsmarkað kæmi sér illa fyrir Bæjarútgerðina. Síðustu mánuði hefði karfi verið um 85% af þeim afla, sem borizt hefði til frystihússins. Nú þyrfti að fram- Sportver segir upp fjórðungi starfsfólks Stafar af versnandi samkeppnisaðstödu fataiðnaðarins FYRIRTÆKIÐ Sportver hefur nú sent um fjórðungi stafsmanna sinna eða 17 manns uppsagnarbréf. Munu uppsagnirnar koma til framkvæmda 1. janúar á næsta ári. Fyrirtækið hefur meðal annars framleitt Kórónarök og Lee Cooper-flíkur. Stafar þessi samdráttur af versnandi samkeppnisstöðu fataiðnaðarins vegna þróunar gengismála. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins mun þetta ekki vera eina fyrirtækið í fataiðnaðinum, sem á við erfiðleika að stríða. Vegna þessa ræddi Morgunblað- ið við Björn Guðmundsson, fram- kvæmdastjóra Sportvers, og hafði hann eftirfarandi um málið að segja: „Á undanförnum 20 mánuð- um hefur samkeppnisstaða fata- iðnaðar hér á landi versnað mjög vegna þróunar gengismála. Sú þróun hefur valdið því að birgðir aukast stöðugt og kjör á lánum til þess að standa undir birgðum eru orðin óbærileg. Nú er svo komið að óarðbært er að framleiða í dag ýmsan fatnað, sem unnt var að framleiða áður. Af þeim sökum hefur stjórn fyrirtækisins neyðzt til þess að endurmeta stöðu þess. Niðurstaðan varð sú að draga saman framleiðsluna og hætta framleiðslu á þeim vörum, sem ekki borgar sig að framleiða leng- ur. Afleiðingin er sú, að óhjá- kvæmilegt er að fækka starfsfólki og sú ákvörðun er okkur forráða- mönnum fyrirtækisins þungbær, en því miður óhjákvæmileg eins og staðan er í dag.“ Þá sagði Björn, að Sportver væri ekki eina fyrirtækið, sem í erfiðleikum ætti. Þróun gengis- mála hefði verið þannig, að frá ára- mótum 1981 og par til gengið var fellt í ágúst hefði innlendur kost- naður við framleiðsluna vaxið um 80% en gengi lækkað um 40%. Þá mætti geta þess, að svipuð vanda- mál steðjuðu að fataiðnaðinum í Evrópu vegna birgðasöfnunar og væru flest vöruhús full af fatnaði, sem hægt væri að fá á hvaða verði sem óskað væri. leiða á aðra markaði og sú fram- leiðsla væri tímafrekari, þannig að mjög erfitt væri að taka á móti sama magni af karfa og verið hefði. Því væri eina vonin að tog- ararnir gætu veitt annan bolfisk. Svavar sagði að nú væru birgðir af karfa í frystigeymslum Bæjarút- gerðarinnar 70.000 til 80.000 kass- ar, en þrátt fyrir það væri nóg geymslurými og myndi það endast út næsta mánuð. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk hjá Síldar- vinnslunni í Neskaupstað, hefur stöðvun framleiðslu karfa á Rúss- landsmarkað nánast engin áhrif. Togarar fyrirtækisins hafa lokið skrapdögum það, sem eftir er árs- ins nema þeim sem teknir verða út um jólin, og því er mjög lítið um karfa í afla þeirra. Þá fengust þær upplýsingar að rými í frysti- geymslum fyrirtækisins dygði út næstu viku. Verðtryggðir innlánsreikningar: Verðbætur hækka úr 3% í 3,75% BANKASTJÓRN Seðlabanka íslands hefur ákveðið, að frá og með 1. októ- ber nk. skuli verðbætur af verðtryggð- um innlánsreikningum hækkaðar úr 3% i 3,75% á mánuði, eða um 25%. Á heilu ári jafngilda sérstakar verðbætur þá 55,5% í stað 42,6% eins og verið hefur. Þess má geta að verðbætur verð- tryggðra innlána leggjast við höf- uðstólinn um hver mánaðamót. Sá hluti innistæðu, sem er óhreyfður í mánuðinum, fær verðbætur sam- kvæmt lánskjaravísitölu, en fé, sem er greitt inn eða tekið út, er verð- bætt með sérstökum verðbótum innan mánaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.