Morgunblaðið - 30.09.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.09.1982, Blaðsíða 32
n 32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTPMBER 1982 Samræmd kjör á út- flutnings- lánum NÝVERIÐ hafa OKCD-löndin komiö sér saman um samræmd vaxtakjör og lánstima vcgna út- flutnint'slána. Kclst i þcssu nvja samkomulagi nokkur vaxta- hækkun og skal ryrirkomulagið tfilda þar til í maí árið 1983. Refílurnar eru þannin, að taki „tiltölulega rík þjóð“ lán til 2—5 ára skal hún greiða 12,15% vexti, en greiddi áður 11%. Sé lánið tekið til 5 ára skal Kreiða 12,40% vexti, en áður voru Kreiddir 11,35% vextir. Fyrir „tiltölulega ríkar þjóðir" er hámarkslánstími 5 ár. Ef um er að ræða „meðal- ríka þjóð“ er hármarksláns- tíminn 8'k ár. Sé lánið til 2—5 ára skal greiða af því 10,85%. vexti, en áður þurfti að að Kreiða af slíku láni 10,5% vexti. Sé lánið til 5 ára eða lengur skal greiða af því 11,35% vexti, sem er það sama og áður. Ef um er að ræða „tiltölu- lefía fátæka þjóð“, þá er há- markslánstíminn 10 ár. Ef lánið er til 2—5 ára skal Kreiða af því 10% vexti, sem er það sama ojj áður og ef lán- ið er til 5 ára eða lengur skal greiða af því 10% vexti, sem einnig er sama hlutfallstalan. Volvo 240 af 1983-árgerðinni. Mikil söluaukning hjá Volvo fyrstu sex mánuði þessa árs MJÖG mikil söluaukning ein- kcnndi fyrstu sex mánuði þessa árs hjá Volvo á árgerð 1982. Sala á Volvo 240 og 760 hefur aukist um 11%, er nú 116 þúsund hifreiðir miðað við 105 þúsund á sama tíma á síðasta ári, samkvæmt upplýs- ingum fyrirtækisins. Á sumum mörkuðum sínum hefur Volvo sett ný sölumet. T.d. VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjón: SIGHVATUR BLÖNDAHL í Bandaríkjunum hefur Volvo sett ný sölumet bæði í vor og snemma í sumar. Söluaukningin hefur orðið þrátt fyrir minnkandi heildar- sölu hjá öðrum framleiðendum. í júní sl. féll bifreiðasala í sama fjölda og hann var í júní 1958. Þetta þýðir að salan í júní 1982 var ekki helmingur af sölumeti júnímánaðar fyrir fjórum árum. Það verður að líta allt til árs- ins 1961 til að sjá sömu hlutföll bifreiðasölu í Bandaríkjunum á fyrstu 6 mánuðum þessa árs. Þrátt fyrir minnkandi sölu bifreiða í heiminum í dag, þriðja árið í röð, hefur Volvo aukið markaðshluta sinn allverulega. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs er fjöldi skráðra bifreiða á sextán stærstu mörkuðum í heiminum 6% minni en á sama tíma á síðasta ári, sem var um 10,8 milljónir bifreiða. Á þess- um sextán mörkuðum voru skráðir 4% fleiri 240- og 760-Volvo-bifreiðir en á sama tíma sl. ár. Þrír stærstu markaðir Volvo fyrstu 6 mánuði þessa árs: 1. USA + 15% 35.800 2. Svíþjóð + 17% 23.800 3. Bretland + 0,4% Volvo 760 GLE, sem kynntur var í febrúar sl., hefur verið mjög vel tekið og vakið mikla athygli. Nú er verið að afhenda fyrstu sendingarnar á helstu markaði Volvo, og hafa nú verið afhentir um 1.200 Volvo 760 GLE síðan framleiðsla hófst. Árið 1982 er fimmta árið í röð sem Volvo eykur markaðshlut- deild sína í Bandaríkjunum. Ár- ið 1978 var hún 0,4% en er nú um 1% af heildarmarkaðinum. Vegna mikillar eftirspurnar eftir Volvo 240 og 760 GLE, hef- ur Volvo aukið framleiðslu sína í 225.000 bifreiðir sem er aukn- ing um 15.000 bifreiðir frá því sem áætlað var í upphafi. Fram- leiddir verða á milli 15.000 og 18.000 Volvo 760 GLE á þessu ári, þessi aukning kallar á fleira starfsfólk og hefur Volvo nú ráðið 600 starfsmenn til viðbót- ar og seinna í haust verða 300—400 manns ráðnir til við- bótar. Einnig hefur orðið fram- leiðsluaukning á Volvo 340. Áætlað var að framleiða 87.500 bifreiðir, en framleiðsluaukning var nauðsynleg vegna mikillar eftirspurnar og var því ákveðið að auka framleiðsluna um 11.000 þúsund bifreiðir. Á þessu ári framleiðir Volvo fleiri en 310.000 þúsund bifreið- ir. Erlendar stuttfréttir . . . ! Atvinnuleysi hefur sjaldan verið mcira en um þessar mundir í lönd- um Kfnahagsbandalagsins, en í síðasta mánuði voru 11 milljónir manna án atvinnu í löndunum 10. Japan/Launafrysting Zenko Suzuki, forsætisráð- herra Japan, tilkynnti nýverið, að ríkisstjórnin hefði ákveðið að frysta öll laun í opinberri þjón- ustu til þessa minnka hallann á fjárlögum landsins, sem er gíf- urlegur um þessar mundir. Volkswagen-starfsmenn Talsmaðúr Volkswagen-verk- smiðjanna tilkynnti í vikunni, að enn þyrfti að draga saman seglin vegna minnkandi eftirspurnar. Hefur vinnudagur starfsmanna fyrirtækisins verið styttur til að spara og verður eitthvað haldið áfram á þeirri braut. Ítalía/vöruskiptajöfnuður Vöruskiptajöfnuður ítala var óhagstæður um 522 milljónir dollara í júlímánuði sl. og hefur hann ekki verið minni um langt árabil. Sérfræðingar þakka þennan bata aðallega auknum ferðamannastraumi í landinu. International Harvester Bandaríska stórfyrirtækið International Harvester, sem hefur átt í gríðarlegum rekstrar- erfiðleikum undanfarin ár, til- kynnti nýverið, að ljóst væri, að tap fyrirtækisins fyrstu 10 mán- uði ársins yrði í námunda við 1,5 milljarð dollara, en um mitt ár töluðu menn urh 1 milljarð doll- ara. Sony Hagnaður Sony-fyrirtækisins japanska var um 165 milljónir dollara fyrstu sjö mánuði ársins, en það er um 14% samdráttur miðað við sama tímabil í fyrra. Talsmaður Efnahagsbanda- lags Evrópu, EBE, tilkynnti ný- verið, að bandalagið hefði ákveð- ið stálframleiðslukvóta banda- lagslandanna fyrir tímabilið október-desember og verður hann að þessu sinni 25,6 milljón- ir tonna í stað 31,6 milljóna tonna á sama tíma í fyrra. FIAT Eftir mikinn uppgang á síð- asta ári hefur verulega dregið úr eftirspurn hjá FIAT-bílaverk- smiðjunum ítölsku á þessu ári. Þess vegna hefur fyrirtækið neyðst til að segja upp töluverð- um fjölda starfsmanna. Atvinnuleysi/Bretland Atvinnuleysi hefur ekki verið jafn mikið í Bretlandi og um þessar mundir, en í síðasta mán- uði voru 3,34 milljónir manna án atvinnu. Hins vegar hefur verð- bólga ekki verið minni um langt árabil, eða um 6,5%. (ilasgow-London Nú er hafið mikið verðstríð milli brezku flugfélaganna Brit- ish Airways og British Midland, sem bæði fljúga svokallað „skutluflug" milli London og Glasgow. Farþegar geta ein- faldlega gengið um borð og greitt farseðla sína þar. Lengi vel var farmiðaverðið hið sama, en á dögunum tilkynnti British Midland, að eftirleiðis myndi fé- lagið bjóða um 20% lægri far- gjöld, en British Airways gerir. Chrysler Chrysler-bílaverksmiðjurnar bandarísku tilkynntu nýverið 1983-bílana og við það tækifæri sagði Lee Iacocca, forstjóri fyrir- tækisins, að hækkun á milli ára yrði aðeins um 2%, sem væri það minnsta hjá bandarísku fram- leiðendunum. Hagvöxtur/Bandaríkin Bandarískir hagfræðingar telja margir hverjir, að hagvöxt- ur þar í landi verði eitthvað í námunda við 3,5% á næsta ári, en talsmenn ríkisstjórnarinnar segja hins vegar að vöxturinn verði nærri 4%. Iðnaður/Svíþjóð Eftirspurn jókst um 3% í sænskum iðnaði á fyrstu átta mánuðum ársins, samanborið við fyrstu átta mánuði ársins 1981, samkvæmt upplýsingum sænska iðnaðarráðuneytisins. ASEA Mikill uppgangur hefur verið hjá ASEA-samsteypunni sænsku, en fyrstu átta mánuði ársins jókst sala fyrirtækisins um liðlega 20%, miðað við sama tímabil á árinu 1981. Svíþjóð/útflutningur Sænskir efnahagssérfræð- ingar gera ráð fyrir, að útflutn- ingur landsmanna muni aukast um í námunda við 3,5% á þessu ári, en fyrri spár höfðu gert ráð fyrir a.m.k. 4% aukningu. Massey-Ferguson Massey-Ferguson hefur átt við mikla rekstrarerfiðleika að stríða á liðnum misserum. Fyrir skömmu lauk þriggja daga fundi forsvarsmanna fyrirtækisins og helztu lánardrottna þess og var tilkynnt eftir fundinn, að bráða- birgðalausn væri í sjónmáli. Þjóðarfram leiðsla / Bandaríkin Þjóðarframleiðsla Banda- ríkjamanna jókst um 2,1% á öðrum ársfjórðungi þessa árs, samkvæmt upplýsingum banda- rískra yfirvalda, en spár höfðu gert ráð fyrir um 1,5% aukn- ingu. Neytendaverð/Bandaríkin Neytendaverð hækkaði um 0,3% í Bandaríkjunum í ágúst- mánuði og er það minnsta hækk- un þess um langt árabil. Enn- fremur hefur verðbólga ekki ver- ið minni um sex ára skeið, en verðbólguhraðinn er talinn vera í námunda við 5,5% um þessar mundir. Dai-Ichi Dai-Ichi, stærsti banki Japans og jafnframt níundi stærsti banki veraldar, tilkynnti nýver- ið, að hann hefði tapað um 36,5 milljónum dollara á gjaldeyris- viðskiptum það sem af er árinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.