Morgunblaðið - 30.09.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.09.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1982 Ljósm.: Kmilía. Rúmlega 200 nemendur Landakotsskóla, sem rekinn er af kaþólikkum, fóru síðastlióinn laugardag í skólaferða- lag í logru veðri. Petta er í fyrsta sinn, sem skólinn efnir til slíks haustferðalags, en börnin í skólanum eru á aldrinum fi til 12 ára. Myndin var tekin er krakkarnir voru að leggja af stað í ferðalagið. Heybruni á Efra- Ási í Hjaltadal Skaganrói, 29. seplember. I^ugardaginn 25. þessa mánaðar brunnu og eyðilögðust um 1000 hest- ar af um 1400, sem voru í fjóshlöðu að Efra-Ási í Hjaltadal. Bóndinn þar, Sverrir Magnússon, varð fyrir miklu tjóni, þó hey og hiaða væru sæmi- lega vátryggð. Hlaðan var nýtt stór- hýsi og skemmdist hún töluvert, þar sem sperrur sviðnuðu og skemmdust og einnig þakið. Slökkviliðin frá Sauðárkróki og Hofsósi voru komin á staðinn og björguðu því sem bjarg- að varð, ásamt heimamönnum. Kuldatíð er í Skagafirði, en snjór er ofarlega í fjöllum. Kýr eru þó látnar út, sérstaklega þar sem grænfóður er til. Mjólk hefur þó minnkað töluvert í samlaginu. Heyskapur er til muna minni í út- hluta héraðsins, heldur en var á síðastliðnu ári, en í framhéraðinu er hann talinn góður. Slátrun sauðfjár stendur nú yfir og fall- þungi talinn misjafn. Lömbin eru ekki stór, en sæmilega vel feit og flokkast yfirleitt vel. Þorskafli er talinn enginn á Skagafirði. Björn í Bæ. Neskirkja: Samverustundir fyrir aldrað fólk Skattar sem hlutfall af þjóðarframleiðslu: Skattar til ríkisins aukast hlutfallslega en skattar til sveitarfélaga standa í stað SKATTAR til rikisins, sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, hafa farið vax- andi á siðustu árum, á meðan skatt- tekjur sveitarfélaganna hafa nær staðið í stað, að því er fram kemur í grein Ólafs Davíðssonar forstjóra Þjóðhagsstofnunar í Sveitarstjórn- armálum nýlega. í greininni segir Ólafur að síðastliðin tuttugu ár hafi skatttekjur sveitarfélaganna verið að meðaltali G,8% af vergri þjóðar- framleiðslu. Sveiflur kringum þetta meðaltal skýrist einkum af sveiflum í þjóðarbúskapnum. Árið 1980 segir Ólafur skatt- tekjur sveitarfélaganna hafa verið 7,2% af þjóðarframleiðslu, og lík- lega örlítið hærri hlutfallslega 1981. Svartsengi: Affallsvatni dælt aftur í iður jarðar Á SVARTSENGl er þessa dagana unnið að tilraunum með að dæla vatni niður í borholur á jarðhita- svæðinu, að því er Sverrir Þórhalls- son hjá Orkustofnun sagði i samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Til- raun þessi er meðal annars gerð til að kanna samgang milli borhola á svæðinu, og er köldu vatni dælt niður til að ganga úr skugga um feril þess í iðrum jarðar á svæðinu. Sverrir Þórhallsson sagði að hugmyndin væri að dæla síðar af- fallsvatni úr virkjuninni niður í jörðina aftur. Það væri einkum gert í tvíþættum tilgangi; annars vegar til að viðhalda þrýstingi á jarðhitasvæðinu, sem hefði minnkað við nýtingu orkunnar, og svo hins vegar til að takmarka stækkun lónsins sem affallsvatnið hefur runnið í. Holan, sem boruð var í þessum tilgangi í vor, er 1.500 metra djúp að sögn Sverris, og var hún boruð sem hver önnur yrkjunarhola, og var hún látin blása nýlega. En síð- an er sem sagt ætlunin að láta hana taka við affallsvatni, sem þannig er komið aftur niður í iður jarðar eftir notkun. Þannig er meðal annars unnt að hafa stjórn á vatnsborðshæðinni, sem hefur lækkað við nýtingu jarðhitasvæð- isins svo sem áður segir. Að sögn Sverris hefur verið unnið að margvíslegum rannsókn- um í Svartsengi í áratug eða svo. Framan af hefðu rannsóknir eink- um beinst að því hvernig nýta mætti orkuna á svæðinu. Nú væri einnig byrjað á rannsóknum er fælust í könnun á eðli jarðhita- svæðisins, sem svo að sjálfsögðu nýttust einnig við orkunýtinguna. — Erlendis kvað Sverrir það þekkt að dæla vatni aftur niður eftir notkun, og væri það aðallega gert vegna mengunarvarna. Til- raunir af þessu tagi hafa á hinn bóginn ekki verið gerðar hérlendis fyrr. Skattar til ríkisins hafi á hinn bóginn farið vaxandi hlutfallslega á síðustu tveimur áratugum. Árin 1960 til 1969 var skatthlutfallið um 22,2% af þjóðarframleiðslu að meðaltali, en 25,7% á árunum 1970 til 1979. Árið 1980 hafi hlut- fallið verið 27,3%, og líklega 28% á síðasta ári. — Samtals hafi skatttekjur hins opinbera því ver- ið rösklega 35% af þjóðarfram- leiðslu í fyrra, og hlutur sveitarfé- laganna í opinbera búskapnum sé því um einn fimmti á þennan mælikvarða. — Þar bendir for- stjóri Þjóðhagsstofnunar þó á, að hlutur sveitarfélaganna sé líklega nokkuð vanmetinn með þessu móti, því þau eigi iðulega frum- kvæðið að ýmsum framkvæmdum og þjónustu, sem síðan er að veru- legu leyti greidd af ríkinu. Þá bendir Ólafur Davíðsson einnig á hve náin samskipti ríkis og sveit- arfélaga séu á mörgum sviðum, að erfitt sé oft að greina á milli. Það komi til dæmis í ljós er skoðaðar séu tölur um mannafla í þjónustu hins opinbera. Um 70% þeirra sem vinna hjá hinu opinbera séu við starfsemi sem unnin er sam- eiginlega af ríki og sveitarfélög- um, rúmlega 20% séu hjá ríkinu og tæplega 10% hjá sveitarfélög- um. Þetta hlutfall hafi lítið breyst síðustu ár. SÉRSTAKAR samverustundir fyrir roskið fólk hafa verið haldnar viku- lega í Neskirkju undanfarin þrjú ár. Mikill fjöldi listamanna hefur komið í heimsókn og átt mikinn og þakklátan hlut í að gera þessar stundir vinsælar og minnisstæðar. Haldið verður áfram á sömu braut á komandi vetri og byrjar starf- semin nk. laugardag, 2. október. Ætlunin er að hefjast handa með því að fara í smá ferðalag og er í ráði að framkvæma „kirkjuúttekt" í Mosfellssveit og fá að heyra sögu staðanna að Mosfelli og Lágafelli. Lagt verður af stað frá Nes- kirkju nk. laugardag stundvíslega kl. 15. (Fréttatilkynning.) „Dauðinn í fenjun- um“ í Hafnarbíói „DAUÐINN í fenjunum" heitir ensk-bandarísk kvikmynd frá EMI, sem Hafnarbíó hefur byrjað sýn- ingar á. Myndin fjallar um þjóðvarðlið Louisiana í Bandaríkjunum og æf- ingaferð þess langt inn í fenja- skóg, til að reyna á dugnað og út- hald manna. Hópurinn snarvillist og hans bíða miklar þrengingar í fenjunum. Meðlimirnir týna töl- unni einn af öðrum og margt hef- ur gerst áður en tjaldið fellur. Margt að gerast á Loftleiðum í vetur Gestir í Blómasalnum fá sér af kalda borðinu. Einum gesta skammtað af steikinni. Ljósmyndir Mbl. Emilía. Margt er á döfinni hjá Hótel Loftleiðum í vetur. Þar verður meöal annars boðið upp á vík- ingakvöld, sælkerakvöld, átthaga- kvöld, franska viku, enska krá, ungverska daga, sjávarréttakvöld og villibráðarkvöld svo eitthvaö sé nefnt. Föstudagsskemmtanir verða í Blómasalnum, þar sem sýnt verður það sem hæst ber í tísku og snyrtingu hverju sinni. Auk þess verða tískusýningar í há- deginu fyrsta föstudag hvers mánaðar. Næsta sýning í Blóma- salnum verður föstudaginn 8. október. Þá verður íslensk mat- arkynning í anddyri hótelsins á hverjum laugardegi klukkan 16-19.30. Sælkerakvöld verða á fimmtu- dögum i haust og vetur. Það er Jónas Kristjánsson ritstjóri sem ríður á vaðið í dag, fimmtudagin 30. september. Næsti sælkeri er líklegt að verði Björgvin Hall- dórsson söngvari. Sælkerarnir verða annað hvert fimmtudags- kvöld, en á móti þeim munu mat- reiðslumeistarar hótelsins sjá um matinn. Víkingakvöld verða í Blóma- salnum á sunnudagskvöldum frá 19—22.30. Þar er gestum meðal annars boðið upp á þríréttaða máltíð og að bragða á sérstökum miði sem víkingablóð nefnist. Vestmannaeyjakvöld verða í Víkingasal 1. og 2. október, undir stjórn Árna Johnsen og verður þar á borðum ýmislegt, sem eyjamenn munu kannast við, svo sem lundi og svartfugl. Vestfirð- ingakvöld verða 5. og 6. nóvem- ber og um svipað leyti verða Týr- ólbúar þar á ferð. Þá verður sjávarréttakvöld í Blómasal 29. október. Vínlandsbar verður breytt í enska krá dagana 11. til 22. nóv- ember. I desember verður jóladagskrá á sunnudagskvöldum í stað vík- ingakvöldanna. Aðventukvöld verður 6. desember, Lúsíuhátíð 12. desember og jólapakkakvöld laugardaginn 18. og sunnudag- inn 19. desember. Tískusýningar verða öll kvöldin. Meðal þess sem boðið verður upp á eftir áramótin er síldar- ævintýri, ostavika, ungverskir dagar og frönsk vika.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.