Morgunblaðið - 30.09.1982, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1982
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthias Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 130 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 10 kr. eintakiö.
Ovænt uppgötvun -
enginn aflabrestur
Ojrjörninjrur er að sejrja fyrir um það, hvenær menn
eru móttækilejrir fyrir því sem að þeim berst, hvort
heldur það eru staðreyndir, viðhorf eða hreinar getgátur.
Fáir gera sér betur grein fyrir þessu en þeir sem starfa
við fjölmiðla. Það er undir hælinn lagt hvaða áhrif fréttir
hafa og hvernig andrúmsloft myndast. Þetta veldur því að
ávallt ríkir nokkur spenna og óvissa hjá þeim sem setja
fram staðreyndir og skoðanir byggðar á þeim. Þeir geta
spurt sjálfa sig: Verður þetta gripið á lofti eða hitt? Fáir
menn eiga afkomu sína meira undir því að skapa sér
vinsamlegt andrúmsloft en stjórnmálamenn. Þeir eiga
frama sinn undir því að hljóta náð fyrir augum kjósenda
og framgangur baráttumála þeirra ræðst af því, að þau
eigi nægan hljómgrunn. Um það má endalaust deila,
hvort það eru stjórnmálamenn eða fjölmiðlar sem skapa
andrúmsloftið. Víst er að vald stjórnmálamannanna í því
efni er miklu meira en fjölmiðla — það jafnast enginn
miðill á við Alþingi ef þannig má að orði komast.
Þessi formáli er nauðsynlegur þegar litið er til þeirrar
stöðu, sem núverandi ríkisstjórn telur heppilegasta fyrir
sig í umræðum um þjóðmálin. Ráðherrarnir vilja láta líta
þannig út sem þeir takist á við gífurlegan utanaðkomandi
vanda og megi hafa sig alla við að forða þjóðinni frá
hinum mestu hörmungum. Þeir verkalýðsforingjar, sem
settu útflutningsbann á íslenskar afurðir vorið 1978 til að
mótmæla lögum um sama efni og þeir styðja nú, reyna að
rökstyðja tvöfeldnina með því að lýsa viðskiptastöðu
okkar út á við með sem dekkstum litum. Þegar Morgun-
blaðið bendir á þá staðreynd, að ríkisstjórnin hafi lagt
sinn drjúga skerf af mörkum til öngþveitisins er blaðið
sakað um „blint ofstæki" af Þjóðviljanum. Og Tíminn
segir að Morgunblaðið kenni ríkisstjórninni „flest það
sem aflaga fer í veröldinni", þegar á það er bent að
ríkisstjórn Islands gengur við stjórn efnahagsmála þvert
á allt það sem skynsamlegast er talið í öðrum löndum.
Þungamiðjan í áróðri ráðherra og málgagna þeirra
fyrir því að efnahagsvandinn hér sé ekki af mannavöldum
er þessi: Loðnan er horfin, það er aflabrestur, skreiðin
selst ekki. Það er rétt að loðnan er horfin en hins er ekki
getið í sömu andrá, að verð á lýsi og mjöli er því miður svo
lágt núna, að það hefði alls ekki staðið undir kostnaði við
rekstur verksmiðjanna. Um skreiðina er alls ekki unnt að
slá neinu föstu. Kn að tala um aflabrest er út í bláinn. Það
var greinilega óvænt uppgötvun hjá fréttastofu sjón-
varpsins, er hún komst að því, að hvort heldur litið er á
botnfiskafla eða þorskafla verður um metveiði að ræða í
ár, aðeins árin 1980 og 1981 verða betri ef svo fer fram
sem horfir og er þá litið til afla íslenskra skipa allt frá því
land byggðist. Hin óvænta uppgötvun sjónvarpsins stang-
ast algjörlega á við áróður stjórnarherranna og málgagna
þeirra.
Ingólfur Jónsson, fyrrum ráðherra, benti á það í sjón-
varpsumræðujn á þriðjudagskvöldið, að það væri á sinn
hátt þakkarvert að efnahagsvandinn væri að verulegu
leyti heimatilbúinn, því þá væri það undir okkur sjálfum
komið að sigrast á honum. Svo sannarlega er ólíku saman
að jafna ástandinu nú og á erfiðleikaárunum 1967—68 en
eins og Ingólfur Jónsson benti á þá lækkuðu útflutnings-
tekjur um 49% á þeim árum og þjóðartekjur um 20%. í ár
er talið að þjóðartekjur dragist saman um 4%. Á ótrúlega
skömmum tíma tókst að rétta þjóðarskútuna við eftir
áföllin 1967—68, enda stóðu menn þá á ekki fúaspýtum í
austri og höfðu af forsjálni lagt fé til hliðar í góðærinu.
Nú reyna stjórnarherrarnir ekki einu sinni að ausa heldur
láta eins og skútan fljóti best með því að dæla sem mestu
í hana, og eftir bestu aflaár íslandssögunnar er ekki til
einn eyrir í neinum varasjóði til að létta undir. Þjóðar-
skútan þolir ekki lengur minnstu ágjöf og stjórnarherr-
arnir halda að þeir geti ráðið við storminn með því að
skamma þá sem gá til veðurs.
Kári Bjarnason, háseti.
MorKunblaðið/Emilía.
Kristinn Aadnegard, stýrimaður.
Sigurður llrólfsson, stýrimaður.
„Ekki vinna sem mat’
og fer heim til fjöl
MORGUNBLAÐIÐ hafði tal
af nokkrum farmönnum við
Reykjavíkurhöfn í tilefni af
því, að nú eru farskipin
óðum að safnast í hafnir
hérlendis, vegna verkfalls
undirmanna á farskipum.
Fátt bendir til að verk
fallið leysist á næstunni
Fyrst var Sigurður Hrólfsson tek-
inn tali, en hann er stýrimaður á
Dettifossi, sem var þá nýkominn
inn. Hann sagði að þeir hefðu haft
litlar fréttir, ekki nema fréttaágrip
frá loftskeytamanninum, þannig að
þeim væri ekki alveg ljóst, hvernig
samningamálin stæðu, enda tiltölu-
lega nýlagstir að. Þó vissu þeir að
sjálfsögðu svona utan og ofan af
þessu.
Gerirðu ráð fyrir, að þetta verk
fall^eti jafnvel orðið langvinnt?
„Eg geri alveg eins ráð fyrir því,
miðað við þær litlu fréttir sem við
höfum haft, að þetta geti orðið lang-
vinnt. Annars er alltaf erfitt að
segja til um svona lagað, því þetta
getur breyst fljótt, en mér hefur
virst talsvert þungt hljóð í
mönnum," sagði Sigurður Hrólfs-
son, stýrimaður að lokum og vildi
ekki tjá sig frekar um málið.
Ekki efni á að vinna fyrir
launum sem ekki
eru mannsæmandi.
„Við búumst alveg eins við löngu
verkfalli, vegna þrákeikni vinnu-
veitenda að koma til móts við
okkur," sagði Þór Saari, háseti á Ál-
afossi, en hann var næst tekinn tali
og fyrst spurður hvort hann byggist
við löngu verkfalli. „Eftir hljóðinu í
mönnum að dæma, niðri í sjó-
mannafélagi í morgun, þá eru þeir
þar ekki bjartsýnir á, að sé að ganga
saman. En það stendur yfir fundur
núna og maður hefur ekki haft nein-
ar fregnir af honum, en ég get ekki
sagt að ég sé bjartsýnn. Það er hart
að geta ekki fengið fram leiðrétt-
ingar á því sem stendur í samning-
um, en vinnuveitendur virðast alveg
þvertaka fyrir það. Þetta eru mikið
til orðalagsbreytingar á greinum
sem við viljum koma inn, sem hafa
að einhverju leyti verið óskýrar
hingað til, alla vega þannig að reynt
hefur verið að hártoga þær.“
Hvað viltu segja um launakjörin?
„Miðað við að vinna alla laugar-
daga og sunnudaga í hverjum mán-
uði og skila þetta frá 60—80 og upp
í 100 yfirvinutímum í mánuði eru
þetta þokkaleg laun, en það er auð-
vitað ekki sú viðmiðun sem á að
hafa. Staðreyndin er sú að kaupið er
alis ekki fulnægjandi þegar miðað
er við landverkafólk og að við erum
langt á eftir í þeim efnum.
Það, sem mér sárnar mest í þessu
sambandi, er að í síðasta fréttabréfi
Eimskipafélagsins 24. september
síðastliðinn, er talað um óheyri-
legar kaupkröfur háseta á skipun-
um, sem er ekki rétt. Það sem við
förum fram á er einungis eðlileg
leiðrétting á kjörum okkar. En það,
að dreifa svona fréttabréfi meðal
starfsmanna sinna, finnst mér fyrir
neðan allar hellur.
Það hefur engin efni á að fara í
verkfall eins og ástandið er í þjóð-
félaginu, en samt hefur maður held-
ur ekki efni á að vinna fyrir launum
sem ekki eru mannsæmandi," sagði
Þór Saari háseti að lokum.
Yfirtíðin heldur þessu uppi
Um borð í Dísarfellinu hittum við
að máli Kára Bjarnason háseta og
spurðum hann hvernig honum litist
á þróun mála, en Dísarfellið kom
inn á laugardaginn var.
„Ég býst við, að þetta geti orðið
langvinnt, þetta gengur ekki neitt,
að því er virðist. Mér heyrðist það
líka á starfsmanni Sjómannafélags-
ins, að horfurnar væru fremur
dökkar. Ennþá hefur ekkert gengið
saman eftir því sem maður hefur
heyrt."
Hvað er að segja um laun undir-
manna?
„Byrjunarlaunin eru mjög lág og
fastakaupið er ekkert sem hægt er
hrópa húrra yfir. Það er yfirtíðin
■ »101*. i&m
t
Þór Saari, háseti.