Morgunblaðið - 30.09.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.09.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1982 25 Morgunblaðið/RAX iur hættir kl. 5 lskvldunnar“ sem heldur þessu uppi svo það er vissulega full ástæða til að standa í þessu verkfalli, þó það komi til með að kosta töluvert, ef það verður til þess að kjörin batna. Eg er ekki mikið inní þessum málum, hef ekki lagt mig sérstak- lega eftir að kynna mér þau, en ég vona bara að þetta verði til þess að kjörin skáni," sagði Kári Bjarnason að lokum. Kemst ekki heim kl. 5 Um borð í Dísarfellinu hittum við einnig að máli Kristin Aadnegard stýrimann. Við spurðum hann hvernig yfirmönnum, sem ekki eru í verkfalli litist á verkfall undir- manna. „I sjálfu sér kann maður ekkert illa við þetta. Það er gott að geta verið með fjölskyldunni eftir langa fjarveru og ganga bara sínar vaktir. En hvernig það kemur þjóðhagslega út, er svo aftur alit annað mál.“ Telurðu að þetta geti orðið lang- vinnt verkfall? „Mér sýnist bera það mikið á milli, að það sé ekki fyrirsjáanlegt að þeir nái saman á næstunni. Það er mikill misskilningur sem iðulega gætir hjá fólki, sem aldrei hefur verið til sjós, að einblína bara á heildartekjurnar. Það er gífurleg vinna sem liggur að baki þessum tekjum. Til dæmis þegar við förum á ströndina erum við iðulega á 2—3 höfnum á sólarhring og þá er þetta alveg gífurleg vinna og kaupið bygg- ist á því. En ef menn hafa ekki yfir- vinnuna er ekki verandi í þessu og ég held að það komi nokkuð til hvað varðar sum skipin hjá Eimskip og Hafskip, þó það hafi ekki verið hjá okkur, að þeir hafa mjög litla yfir- tíð. Annað í þessu, sem er mjög at- hyglisvert er, að nú standa yfir samningaviðræður við þá sem vinna á Tungnaársvæðinu, þar sem þeir fá sérstaka staðaruppbót fyrir það að vera þarna uppfrá fjarri heimilum sínum. En það mætti halda, þegar um sjómenn er að ræða, að fólk héldi að þeir væru fæddir með þeim ósköpum að geta ekki verið heima hjá sér. Ég er hræddur um að eitt- hvað heyrðist í fólki, ef það væri lokað inni á sínum vinnustað og kæmist ekki heim til sin nema á mánaðarfresti. Þegar þú ert á sjó, þá býrðu í lokuðu samfélagi og kemst ekki neitt. Ef þú átt ekki skap með þeim sem sigla með þér, er ekk- ert við því að gera, þú verður að sætta þig við það. Þetta er því alls ekki sambærilegt við störf í landi og það á ekki að vera með samanburð. Sjómennska er ekki starf, þar sem þú getur hætt klukkan 5 og farið heim til fjölskyldunnar. Það er lág- mark að menn hafi mannsæmandi laun fyrir þetta starf og undirmenn eru síst ofaldir af því sem þeir hafa. Launakjörin þurfa að vera þannig hjá farmönnum, að þeir þurfi ekki að vera nema 7—8 mánuði á sjó á ári og geti verið hinn tímann í landi. Breytingin á þessu hefur verið gíf- urleg frá því að ég byrjaði sem há- seti á sjó. Þá var kannski stoppað í viku í hvert skipti sem komið var tii hafnar, en nú er það oft ekki nema dagurinn og þá hafa menn ef til vill ekki séð fjölskyldu sína í mánuð og þurfa að útrétta og gera annað slíkt, eins og aðrir þjóðfélagsþegnar," sagði Kristinn Aadnegard að lokum. Vegaframkvæmdir að skíðasvæðum við Kolviðarhól: „Nýi vegurinn gjör- breytir allri aðstöðu“ — segir Siguröur Guðmundsson, formaður skíðadeildar Vals VEGAFRAMKVÆMDIR standa nú yfir að skíðasvæðum þriggja íþrótta- félaga í Kevkjavík við Kolviðarhól; skíðasvæði IR í Hamragili, Víkings í Sleggjubeinsskarði og Vals í Sleggjubeinsdal. Félögin hafa samið við verktakafyrirtækið ístak um að endurbyggja veginn frá Suður- landsvegi að skíðasvæðunum. Veg- urinn verður hækkaður upp um allt að metra, breikkaður, ræsi verða lögð og bílastæði gerð. Framkvæmd- ir hófust þann 15. september síðast- liðinn og er áætlað að Ijúka verkinu næstu daga. Kostnaöur er áætlaður liðlega 300 þúsund krónur. „Nýi vegurinn gjörbreytir allri aðstöðu, sem félögin hafa upp á að bjóða. Vegurinn er byggður upp á 5 kílómetra kafla að svæðunum og bílastæði gerð. Sannleikurinn er sá, að aðkeyrsla hefur verið afleit. Þarna er ein besta skíðaaðstaða landsins, 8 skíðalyftur og þrír skíðaskálar. Við vonumst til að Borgarsjóður taki þátt í kostnaði. Hingað til hefur borgin greitt snjómokstur en við vonum, að með þessum framkvæmdum eigi snjómokstur að vera að mestu úr sögunni og þannig á að sparast umtalsvert fé. í vetur munu því Valur, Víkingur og ÍR bjóða upp á einhverja bestu aðstöðu til skíða- iðkunar á landinu,“ sagði Sigurður Guðmundsson, formaður skíða- deildar Vals, í samtali við Mbl. Vetraráætlun Flugleiða verður með svipuðu sniði VETRARÁÆTLUN Flugleiða í millilandaflugi verður með svip- uðu sniði í vetur og hún hefur ver- ið, samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. fékk hjá félaginu, en vetrará- ætlun tekur gildi 1. nóvember nk. og er í gildi til 26. marz á næsta ári. Farnar verða fimm ferðir í viku til Kaupmannahafnar, þar af verða tvær með viðkomu í Glasgow. Farið er til baka sömu daga. Auk þess verður eitt vöru- flug í viku til Kaupmannahafn- ar. Tvær ferðir verða í viku frá Keflavík um Osló tii Stokkhólms og til baka sömu daga. Til Lond- on verður flogið fjórum sinnum í viku. Frá Keflavík verða þrjár ferð- ir í viku til Luxemborgar, en frá Luxemborg verða hins vegar fimm ferðir vikulega til Kefla- víkur. Milli Keflavíkur og New York verða fjórar ferðir í viku, en hins vegar þrjár ferðir frá New York til Keflavíkur. Þá verður ein ferð í viku frá Kefla- vík til Chicago um Baltimore og má geta þess, að sl. vetur var ekki flogið til Baltimore

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.