Morgunblaðið - 30.09.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.09.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1982 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir BJÖRN BJARNASON Formenn sendinefndanna í INF-viðræðunum heilsasf. Til vinstri er Paul Nilze frá Bandarikjunum og andspæn- is honum Yuli A. Kvitsinsky frá Sovétrikjunum. Viðræðurnar í Genf um SS-20 og Pershing SKNDINKFNDIR Kandaríkjanna og Sovétríkjanna i svonefndum INF- viðræðum hefja i dag nýja samningalotu. INF-viðræðurnar snúast um Intermediate-range Nuclear Forces eða meðallangdrægar kjarnorkueld- flaugar. I*eim má ekki rugla saman við MBFK-viðræðurnar, sem fram hafa farið í Vinarborg með mislöngum hléum síðan 1973. í Vín er rætt um Mutual and Balanced F'orce Reductions, jafnan og gagnkvæman sam- drátt venjulegs herafla í Mið-Kvrópu. INF-viðræðunum má ekki heldur rugla saman við START-viðræðurnar (Strategic Arms Keduction Talks) um niðurskurð langdrægra (strategískra) kjarnorkueldflauga, sem hófust í Genf nú í sumar. Meðallangdrægri eldflaug er lýst þannig, að hana megi senda frá skotpalli á landi á skotmark í 2700 til 5500 km fjarlægð. Bandaríkjamenn eiga engar slíkar eldflaugar eins og stendur, en hins vegar eiga Sov- étmenn þær og er SS-20-eld- flaugin þekktust þeirra. Þessum sovésku kjarnorkueldflaugum er beint gegn skotmörkum í Vest- ur-Evrópu og draga þær alla leið hingað til íslands frá skotpöllum innan Sovétríkjanna. SS-20-eldflaugarnar voru fyrst teknar í notkun á árinu 1977. Talið er að núverandi gerð þeirra dragi 5700 km en ný og endurbætt gerð hafi verið fram- leidd og reynd, sem dragi 7500 km. Sagt er að unnt sé að miða SS-20-eldflauginni af svo mikilli nákvæmni að ekki skeiki nema 200 til 300 metrum. Hver flaug er 10,5 m löng og 1,4 m í þver- mál. Skotpallar flauganna eru á hjólavögnum, svo að auðvelt er að flytja þær. Unnt er að nota skotpallana oftar en einu sinni. í samanburði við eldri gerðir sov- éskra meðallangdrægra eld- flauga, SS-4 og SS-5, er SS-20-flaugin mun hættulegri. Marksækni hennar eykur líkur á því að hún verði notuð til árása — hægt er að miða henni á hern- aðarmikilvægar stöðvar, en eldri gerðum sovésku eldflauganna er fremur miðað á borgir og iðnað- arhéruð. SS-20-eldflaugin er þannig að hún yrði notuð til að ráðast á flugvelli, kafbátastöðv- ar, flugvélamóðurskip, meðal- langdrægan kjarnorkuherafla Frakka, geymslustöðvar fyrir kjarnaodda, fjarskiptamiðstöðv- ar, bækistöðvar herstjórna o.s.frv. Eins og áður segir eiga Banda- ríkjamenn ekkert sambærilegt vopn. Nokkur hundruð SS-20- eldflaugum hefur verið komið fyrir á skotpöllum og getur hver þeirra flutt allt að þremur kjarnaoddum. Til að svara þeirri ógn sem af eldflaugunum stafar og skapa ákvarðanatengsl á milli langdrægs kjarnorkuherafla Bandaríkjanna og kjarnorku- vopna í Evrópu var ákveðið á utanríkisráðherrafundi Atl- antshafsbandalagsins 12. des- ember 1979 að endurnýja banda- rískan kjarnorkuvopnastyrk bandalagsins í Evrópu með 108 Pershing Il-eldflaugum, sem draga 1750 km og má því skjóta til Moskvu frá skotpöllum í Vestur-Þýskalandi, og 464 land- stýriflaugum af Tomahawk-gerð sem draga um 2500 km. Bæði Pershing II og stýriflaugarnar munu verða þannig búnar, að hver flaug ber einn kjarnaodd. Pershing II»flaugarnar eiga að koma til Evrópu í desember 1983 og stýriflaugarnar nokkru seinna. Þessum eldflaugum á að deila þannig á milli landa: 160 stýriflaugar til Bretlands, 108 Pershing II og 96 stýriflaugar til Vestur-Þýskalands, 112 stýri- flaugar til Ítalíu, 48 stýriflaugar til Belgíu og 48 stýriflaugar til Hollands. Belgar og Hollend- ingar hafa enn fyrirvara á því, hvort þeir muni taka á móti stýriflaugunum. Ákvörðun NATO 12. desember 1979 var tvíþætt. í henni fólst ekki aðeins að hinum nýju bandarísku eldflaugum skyldi komið fyrir í Vestur-Evrópu heldur einnig að hafnar skyldu viðræður við Sovétmenn um niðurskurð meðallangdrægra eldflauga í Evrópu. Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, sagði í ræðu 18. nóvember 1981: „Bandaríkjamenn eru reiðubúnir til að hætta við að koma fyrir Pershing II og stýriflaugum ef Sovétmenn vilja taka niður og fjarlægja SS-20-, SS-4- og SS-5-eldflaugar sínar." Þessi yf- irlýsing er á ensku kölluð „zero option" eða „núll-leiðin“ og sagði Reagan, að á henni mundi af- staða Bandaríkjastjórnar byggj- ast í INF-viðræðunum, sem hóf- ust síðan í Genf 30. nóvember 1981. Á grundvelli ákvörðunar NATO frá 12. desember 1979 hefur bandarískum kjarna- oddum í Vestur-Evrópu verið fækkað um 1000. Hins vegar hafa Sovétmenn fjölgað kjarna- oddum sínum sem beint er gegn Vestur-Evrópu um 750 á síðustu sex árum og er mestur hluti þeirra í SS-20-eldflaugunum. Af hálfu Sovétmanna hefur því oftar en einu sinni verið lýst yfir síðan í ársbyrjun 1981, að þeir væru tilbúnir til þess að fresta uppsetningu á fleiri SS-20-eld- flaugum gegn Vestur-Evrópu á meðan INF-viðræðurnar fari fram, enda hætti NATO við að koma eldflaugum sínum fyrir (í árslok 1983) þar til niðurstaða liggur fyrir í viðræðunum. NATO-ríkin hafa ekki ljáð máls á þessu, enda liggur fyrir, að Sovétmenn hafa alls ekki hætt við að setja upp SS-20-eldflaug- arnar. Við upphaf INF-viðræðnanna lýsti Paul Nitze, formaður bandarísku samninganefndar- innar, því yfir að ræðst yrði við í trúnaði og ekki skýrt frá efni viðræðnanna. Við þessa yfirlýs- ingu hefur verið staðið og finnst ýmsum það gefa til kynna, að Sovétmenn vilji ná einhverjum árangri, að þeir skuli ekki hafa byrjað áróðursherferð fyrir ágæti eigin tillagna í viðræðun- um. Enn snúast viðræðurnar um ýmis flókin skilgreiningaratriði. Friðarhreyfingarnar í Vest- ur-Evrópu hafa lýst mun meiri andúð á hinum væntanlegu vopnum til varna eigin löndum en SS-20-eldflaugum Sovétríkj- anna. Það er því mikiil pólitísk- ur þrýstingur á ráðamenn í NATO-löndum. Hvort dregur úr þessum þrýstingi eftir nýleg kosningaúrslit í Hollandi og væntanleg stjórnarskipti í Vestur-Þýskalandi skal ósagt látið. Og hvað sem því líður er ljóst að andmæli gegn hinum nýju eldflaugum munu magnast eftir því sem nær dregur árslok- um 1983, þegar þeim verður komið fyrir, hafi ekki ei.nhver árangur náðst í INF-viðræðun- um. Blaðið Grimsby Evening Telegraph: Grein um fiskverk- smiðju dótturfyrir- tækis SH í Grimsby í DAGBLAÐINU Grimsby Evening Telegraph birtist grein 2. sept. sl. um hina nýju fiskverksmiðju sem nú er verið að reisa á vegum breska fyrir- tækisins Snax (Ross) sem Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna rekur. Kemur þar fram að kostnaður við byggingu verksmiðjunnar sé um 2 millj. punda. Þar segir m.a. að eitt af síðustu embættisverkum Sigurðar Bjarnasonar sem sendiherra í Lundúnum hafi verið að skoða verksmiðjuna. í viðtali við blaðið segir Sigurður: „Verksmiðjan á eftir að koma bæði Bretum og ís- lendingum til góða. Ég er mjög ánægður að sjá hina nánu sam- vinnu sem er milli þessara þjóða. Ennfremur kemur fram í grein- inni að Sigurður hafi farið lof- samlegum orðum um vinnu þeirra Breta sem starfað hafa við að reisa verksmiðjuna. „Ég hef rætt við starfsfólkið og það er fært í sínu starfi," sagði Sigurður. Þá kemur fram að fram- kvæmdastjóri Snax, Ólafur Guð- mundsson, hafi tjáð blm. blaðsins að í ráði sé að 200—300 manns muni starfa við verksmiðjuna. I upphafi yrðu þó aðeins um nokkra tugi að ræða, en síðan yrði smám saman bætt við starfsfólki. Samkvæmt greininni í Grimsby Evening Telegraph á starfsemi að hefjast í verksmiðjunni í október nk., en hún verður öll tekin í notk- un næsta vor. Ólafur sagði ennfremur í þessu viðtali að skip kæmu með fisk í verksmiðjuna og honum yrði síðan dreift til allra viðskiptaaðila fyrirtækisins. Hann bætti því við að Snax sendi fisk á markað í Belgíu, Frakklandi, Spáni og Portúgal, svo að dæmi væru tekin. Á myndinni, sem birtist í dagblaðinu Grimsby Evening Telegraph, eru frá vinstri: Guðmundur Garðarsson, blaðafulltrúi SH, Sigurður Bjarnason, sendiherra í Lundúnum, og Ólafur Guðmundsson, forstjóri dótturfyrirtækis SH, Snax (Ross) í Grimsby. Samningur um heilbrigð- isþjónustu undirritaður í GÆR var undirritaður í Reykja- vík samningur milli íslands og Bretlands um heilbrigðisþjón- ustu. Olafur Jóhannesson, utan- ríkisráðherra, undirritaði samn- inginn fyrir íslands hönd og Belstead lávarður, varautanrík- isráðherra Bretlands, fyrir hönd Bretlands. Samningurinn gerir ráð fyrir því að bráðnauðsynleg sjúkra- hjálp verði veitt íbúum annars landsins sem dveljast um stundarsakir í hinu landinu. í samningnum eru settar nánari reglur um þessa sjúkrahjálp. Samningurinn öðlaðist gildi VÍð undirritun. FrétUtilkynninK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.