Morgunblaðið - 30.09.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1982
13
Langidalur:
Bílvelta en ökumaður á bak og burt
SEINNI partinn á sunnudag lenti
fólksbirreið út af veginum í Langa-
dal í Húnavatnssýslu og valt. Öku-
maóur sem var á leið frá Stykkis-
hólmi norður í Hóla í Hjaltadal fór
af slysstað án þess að tilkynna um
slysið og tókst ekki að hafa upp á
honum fyrr en seinni partinn á
mánudag og hafði hann þá fengið
far yfir í Skagafjörð.
Að sögn lögreglunnar á
Blönduósi er bíllinn ónýtur og
má furðulegt teljast að ökumað-
ur skyldi sleppa ómeiddur því
bíllinn hafi að öllum líkindum
farið þrjár veltur. Einnig kom
það fram að þarna á sömu slóð-
um hafa áður skeð óhöpp en
þarna sleppir olíumöl og við tek-
ur malarvegur.
Um niúleytið á sunnudags-
kvöld varð svo allharður árekst-
ur tveggja fólksbíla er þeir
mættust skammt frá Skipanesi í
Melasveit. Mannlaus bifreið var
staðsett í vegkantinum og mun
hvorugur ökumannanna hafa séð
bílinn í tæka tíð og mættust þeir
samhliða þeim kyrrstæða. Skipti
það engum togum að önnur bif-
reiðin sem var Subaru lenti með
framhlutann í hlið hinnar bif-
reiðarinnar sem var Dodge.
Stúlka sem var í Dodge-bifreið-
inni fékk höfuðhögg og var flutt
á sjúkrahús en aðrir sluppu
ómeiddir. Önnur bifreiðin
skemmdist mikið og varð að
flytja hana á brott á vörubifreið.
Að sögn lögreglunnar á Blönduósi bendir allt til þess að bifreiðin hafi
verið á mikilli ferð og farið þrjár veltur. Uónm. v.k.
ERBILUNN
Það er um að gera fyrir þann sem hyggst kaupa sér
nýjan bíl að kynna sér vel hvað í boði er.
Skoða bíla og bera saman verð þeirra og gæði.
BMW, Ford, Toyota, Volvo eða hvað þeir nú heita
allir saman.
Sjáðu hinsvegar hvað SAAB býður hér:
Stórkostlegir bílar af árgerð '82. Þeir eru til
sölu núna á mjög hagstæðu verði.
SAAB 99 GL 2ja dyra, kr. 179,200
SAAB 900 GL 4 dyra, kr. 220,900
SAAB 900 GLI4 dyra, kr. 231,900
SAAB 900 GLE 4 dyra sjálfsk. kr.272,200
Það ber allt að sama brunni — SAAB er bíllinn.
TÖGCURHF
SAAB
UMBOÐtÐ
BÍLDSHÖFÐA 16, SÍMI 81530