Morgunblaðið - 30.09.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.09.1982, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1982 Forsvarsmenn Kreditkorta sf. Frá vinstri Haraldur Haraldsson, stjórnarformadur, Gunnar Bæringsson, fram- kvæmdastjóri, Haraldur Ólafsson, fulltrúi Verzlunarbankans í stjórn fyrirtækisins, og Reynir Jónasson, adstodar- bankastjóri Landsbankans. Kreditkort traustari gjaldmiðill en ávísanir — segir Reynir Jónasson aöstoðarbankastjóri Sem kunnugt er hafa fyrirtæki sem veita kreditkortaþjónustu starfaó hér á landi um nokkurra ára skeið. I>að var svo í óndverðum júnímánuði sl. sem fyrstu bankarnir hösluðu sér völl á þessum vettvangi. Hér er um að ræða lltvegsbankann og Verzlunarbankann, sem ásamt fyrirtækinu Kreditkortum hf. settu á stofn Kreditkort sf. I'etta fyrirtæki er umboðsaðili Eurocard International, sem er í samvinnu við Access í Bret- landi og Master ('ard i Bandaríkjunum. Nú eiga um 23.000 bankar og fjármagnsstofnanir aðild að þessari samsteypu, sem er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Knnfremur eru um 3,6 milljónir þjónustu- og verzlun- arfyrirtækja sem taka við kreditkortum frá Kurocard-hringnum til greiðslu á vörum og þjónustu. í því skyni að fræðast um starf- semi Kreditkorta sf. ræddi blm. Morgunblaðsins við þá Harald Haraldsson, stjórnarformann fyrirtækisins, Gunnar Bærings- son, framkvæmdastjóra þess, Reyni Jónasson, aðstoðarbanka- stjóra Utvegsbankans, og Hall- grím Ólafsson, fulltrúa Verzlun- arbankans, í stjórn Kreditkorta sf. Gunnar sagði upphafið að stofn- un Eurocard-kreditkortaþjónust- unnar á Islandi vera, að fyrir u.þ.b. tveimur og hálfu ári var stofnað fyrirtækið Kreditkort hf. Það fyrirtæki starfaði fram í júní á þessu ári og gaf út Eurocard- kreditkort til notkunar innan- lands 1200 mönnum til handa. Kreditkort hf. gerði einnig sam- ning við um þrjú hundruð verzlan- ir um að þau tækju við Eurocard- kreditkortum sem greiðslu fyrir vörur sínar og þjónustu. Reynir kvað tildrög að stofn- setningu Kreditkorta sf. þau, að í kjölfar vaxandi notkunar kredit- korta erlendis, hefðu forráðamenn Útvegsbankans leitað um nokkurt skeið eftir kreditkortafyrirtæki til að skipta við. Að vel athuguðu máli varð Eurocard fyrir valinu. Reynir sagði, að ástæður þess hefðu einkum verið tvíþættar: Annars vegar væri Eurocard eitt stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum, og hins vegar væri öllum bönkum í hverju landi gefið tækifæri á að eignast hlutdeild í því. Og væri nú svo komið, að 30 af 50 stærstu bönkum í Evrópu ættu aðild að Eurocard-samsteypunni. Eftir að þessi ákvörðun var tek- in, sagði Reynir, að viðræður hefðu fljótlega hafist mílli Út- vegsbankans og Verzlunarbank- ans og umboðsfyrirtækis Euro- card hérlendis. Niðurstaðan hefði síðan orðið sú, að þessir þrír aðilar sameinuðust um að stofna nýtt fyrirtæki, Kreditkort sf. Reynir sagði, að sá góði árangur, sem Kreditkort hf. náði á tveimur ár- um, hefði ráðið miklu, þegar sú ákvörðun var tekin að leita eftir samstarfi við forsvarsmenn fyrir- tækisins. Hallgrímur kvað Verzlunar- bankann hafa átt mjög gott sam- starf við Kreditkort hf. þessi rúm tvö ár, sem fyrirtækið hefði haft kreditkortaþjónustu innanlands með höndum og hefði bankinn séð um alla venjulega bankaþjónustu fyrir fyrirtækið, auk þess sem bankinn hefði séð um útskriftir á reikningum og gíróseðlum fyrir Kreditkort hf. og veitt innlendum sem erlendum handhöfum Euro- card ákveðna neyðarþjónustu. Þegar þessi staða hefði síðan kom- ið upp um eignaraðild að fyrirtæk- inu, hefði Verzlunarbankinn slegið til að fenginni góðri reynslu og gengið til samstarfs. Reynir sagði, að viðbrögð hinna bankanna við stofnun Kreditkorts sf. hefðu enn ekki komið fram, en þó hefðu forsvarsmenn þeirra á sínum tíma ákveðið að taka ekki þátt í þessu samstarfi að sinni. Reynir kvað þessa ákvörðun að mörgu leyti skiljanlega, því að hræðslan við nýjungar væri ávallt fyrir hendi, en hins vegar væri ekki unnt að virða þá staðreynd að vettugi, að notkun kreditkorta færi sífellt vaxandi í heiminum. Gunnar sagði, að viðskiptin hæfust þannig, að sá, sem óskar eftir kreditkorti, fylli út sérstakt umsóknareyðublað. Þar tilgreinir hann helstu upplýsingar um sig og sína hagi. Viðskiptaferill umsækj- anda er kannaður hjá samstarfs- bönkunum og umsókninni svarað samkvæmt þeirra niðurstöðu. Verði umsóknin samþykkt, fær viðkomandi í hendur Eurocard- kreditkort, sem hann getur fram- vísað á þeim stöðum, sem það gild- ir á. Korthafi semur um ákveðna úttektarheimild fyrir hvert 30 daga úttektartímabil, sem er 30 dagar. Að loknu hverju 30 daga úttektartímabili fær hann sendan reikning í formi gíróseðils, þar sem skráðar eru allar úttektir hans á tímabilinu. Þennan reikn- ing greiðir síðan korthafi innan 15 daga. Reynir bætti við, að notkun kreditkorta væri mjög auðveld, sökum þess, að korthafi þyrfti ein- ungis að skrifa nafnið sitt undir úttektarseðil við framvísun korts- ins, og fengi síðan afrit af seðlin- um. En þetta gæti m.a. stuðlað að betra bókhaldi fyrirtækja og heimila. Haraldur sagði, að týndist kreditkort, tæki útgáfufyrirtækið á sig alla ábyrgð á kortinu, eftir að korthafi hefði tilkynnt um tap- ið. Reynir kvað kreditkort traust- ari gjaldmiðil en ávísanir. Ástæð- an til þess væri sú, að ítarleg könnun færi fram á vegum bank- anna, sem standa að Kreditkort- um sf. á fjárhagsstöðu þeirra, sem sæktu um kreditkort. Ennfremur sagði Reynir þetta eftirlit vera mun strangara en þegar um ávís- anir væri að ræða. Því mætti segja, að kreditkort væru fyrst og fremst ætluð ráðdeildarfólki. Þó taldi Reynir, að kreditkortin mundu ekki leysa ávísanir af hólmi í framtíðinni, en unnt væri að ganga út frá því að ávísunum fækkaði samfara úttektum á kreditkortum. Þá sagði Reynir gott dæmi þess hve kreditkort séu orðin snar þáttur í viðskiptum, að starfsfólk, t.d. hótela erlendis, tortryggði oft á tíðum þá ferðamenn, sem ekki gætu framvísað kreditkortum. M.ö.o. hefði sá viðskiptavinur, sem væri með kreditkort undir hönd- um, meiri tiltrú en hinn sem ekk- ert slíkt kort ætti. Haraldur sagði, að kreditkort hefðu rutt sér mjög til rúms í heiminum á undanförnum árum, og væri reynslan af þeim góð. T.a.m. væru ávísanir nú lítið not- aðar í Bandaríkjunum. Hann bætti því við, að þar væri vart hægt að fá bílaleigubíl nema því aðeins að leggja fram kredit- kort. Þeir, sem hefðu ekki slík kort, yrðu að leggja fram hátt tryggingagjald. Haraldur sagði ennfremur, að það hefði færst mjög í vöxt, að þjónustufyrirtæki tækju við Euro- card-kreditkortum, vegna þess að það firrti t.d. verzlunareigendur því umstangi að kanna hvort viðskiptavinir væru borgunar- menn skulda sinna eða ekki. En slík rannsókn væri, eins og áður sagði, í verkahring kreditkorta- fyrirtækisins gegnum bankana. Að sögn fjórmenninganna hefur starfsemi hins nýja fyrirtækis gengið vel. T.a.m. væru gefin út 25—30 Eurocard daglega á vegum þess. Ennfremur væri algengt, að sótt væri um Eurocard til að nota erlendis, en slík kort er einungis unnt að gefa út með leyfi Gjald- eyriseftirlits Seðlabankans. Þess konar kreditkort eru ætluð þeim, sem þurfa að ferðast á vegum fyrirtækja og opinberra aðila er- lendis, og má aðeins nota kortin til greiðslu á ferðakostnaði og uppi- haldi í viðskiptaferðum. Þeir töldu þó, að þróunin yrði sú, hér eins og annars staðar, að takmarkanir á notkun kreditkorta yrðu afnumd- ar. Að lokum sögðu fjórmenn- ingarnir, að viðgangur Kredit- korta sf. gæfi vissulega tilefni til bjartsýni, enda væri stéfnt að því að gera Eurocard-kreditkort að stórveldi hér á landi. Þessi glæsilegi vagn er nú til sölu. Hér er um aö ræöa Dodge Royal Monaco árg. 1977. Bílnum hefur aöeins verið ekiö 27000 mílur og hann er meö öllu s.s. 8 strokka vél, sjálfskiptingu, vökvastýri og bremsum, rafsætum og rúöuupphölurum og læsingu og fl. og fl. Allar uppl. eru gefnar í síma 18700 á daginn og 85561 á kvöldin. » B1 adburöarfólk óskast! Austurbær Þingholtsstræti. Miðbær I Miöbær II vesturbær Upplýsingar Tjarnargata 3 40. Sfma Úthverfi __ __ Langholtsvegur 151—208 Vv4UO ftwgmtfrffitoifc Eftir hverju ert þú að bíða? Tækniþróunin bíöur ekki eftir þér; þaö borgar sig fyrir þig aö kynna þér tölvu- tæknina strax!!! tölvubladið er komiö út; þykkt og vandaö tímarit, sem opnar þér heim tölvutækninnar. Veistu hvaö tölva er? Veistu hvaö minni er? Veistu hvaö tvíund er? Veistu hvernig tölvur vinna? Veistu hvernig á aö velja tölvu? Veistu hvernig á aö forrita tölvu? Veistu hvernig hin tölvuvædda framtíö veröur? Viö öllu þessu og mörgu fleiru færöu svör viö í Tölvublaðinu!!! Vertu áskrifandi frá upphafi — þaö borg- ar sig: Fylltu út miöann og sendu strax í dag til Tölvuútgáfunnar h/f, PO Box 10110, 130 Reykjavík eöa hringdu í síma 25 140. Ég undirrit Nafnnr.: óska eftir að gerast áskrifandi aö Tölvublaðinu: Nafn: Heimili: Pnstnr • Sveitarfélaa: Simi: Tölvublaðið er nauðsynlegt rit fyrir nútímafólk. fisjrgi ^lj Mbifeife 5 Áskriftarsíminn er 83033 CO J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.