Morgunblaðið - 30.09.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.09.1982, Blaðsíða 31
Olís hefur nú tekið í notkun nýtt tæki, olíusugu sem gerir viðskiptavinum kleift að fá skipt um vélarolíu á bílum sínum á ein- faldan og hraðvirkan hátt. Olíusugan sem er til ókeypis afnota, er sett upp miðsvæðis í borginni, á bensínaf- greiðslu Olís við Álfheima, gegnt Glæsibæ. Olíusugan er einföld í meðförum: Sog- röri er rennt niður um olíukvarðagat vélar- innar og óhreina olían sogast upp á auga- bragði. Síðan er nýrri og hreinni olíu hellt á vélina, lesið af kvarðanum til öryqqis, - oq ekið af stað. Við bendum bíleigendum á að ódýrasta og einfaldasta ráðið til að viðhalda bílvél- inni er að fylgjast vel með olíunni og skipta reglulega. Slíkt stuðlar einnig að minni eldsneytiseyðslu. Við bendum einnig á að Olís býður ein- göngu 1 .flokks gæða olíur frá B.P. og Mobil. Einföld olíuskipti — gjörið svo vel. OLÍUVERZLUN ÍSLANDS HF. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1982 1000- krónurút! Philipseldavélar Við erum sveigjanlegir i samningum heimilistæki hf. HAFNARSTRÆTI3 - 20455 - SÆTÚNI 8 -15655 VZterkurog kj hagkvæmur auglýsingamióill! Olíusugan Nýtttækí ° tií þjónustu reiðubúið veikindi, en á ferðalagi á Akureyri varð hann bráðkvaddur 24. þ.m. Kvaddur er þakklátum huga góður drengur og frændi. Kristínu og öðrum nánum aðstanriendum sendum Við h-jóuiTi Innilegar sam- úðarkveðjur. Jón SigurðsNon Það er skammt stórra högga á milli í röðum okkar eldri Framm- ara, f.vrir mánuði síðan andaðist Júlíus Pálsson og nú, 24. þ.m. and- aðist Sigurður Halldórsson snögg- lega. Hann var einn af máttarstólp- um knattspyrnufélagsins Fram í mörg ár og lék ávallt í stöðu miðframvarðar, sem hét þá „half- back-cent“ á knattsjjyrnumáli. Ár- ið 1939 varð Fram Islandsmeistari með miklum glæsibrag og átti Sig- urður sinn stóra þátt í þeim glæsta sigri. Hann lék í nokkrum úrvalsliðum fyrir íslands hönd á þessum árum og meðal annars í Þýskalandi 1935. Sigurður lagði knattspyrnuskóna á hilluna um 1940 en sagði ekki skilið við sitt gamla félag, heldur var þar virkur félagi og sat FsfJUrn'þess í mörg ár og var formaður þess 1953-1954. Fyrir margvísleg störf í þágu fé- lagsins var hann sæmdur silfur- krossi og gullmerki þess, sem lít- inn þakklætisvott fyrir hans miklu störf. Fyrir hönd fulltrúaráðs knattspyrnufélagsins Fram sendi ég eftirlifandi konu hans og öðrum aðstendendum, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Einnig vil ég persónulega senda kveðjur mínar og þakklæti fyrir margar Ijúfar stundir á Öldugötunni í verslun- inni hans, og fyrir margar góðar stundir á knattspyrnuvellinum. Við minnumst góðs drengs með virðingu og þökk í hjarta og biðj- um algóðan Guð að veita honum ljúfa heimkomu í ríki eilífðarinn- ar. K.h. fulltrúaráðs knattspyrnufé- lagsins Fram, Jörundur Þorsteinsson, formaður. Minning: ; n Sigurður Halldórsson fv. verslunarstjóri Fæddur 7. maí 1910 Dáinn 24. september 1982 Sigurður var sonur hjónanna Halldórs Högnasonar frá Skálm- holtshrauni, Skeiðum, og Andreu Guðmundsdóttur Ámundasonar frá Hömrum, Gnúpverjahreppi. Sigurður fæddist í Reykjavík og ól þar allan sinn aldur. Systkinahóp- urinn var stór, 12 alls, en níu náðu fullorðinsaldri. Voru þau öll vel gerð, myndarleg og fríð, mjög samrýnd, glaðlynd og vel liðin af öllum, sem þeim kynntust. Sigurður fór snemma að vinna fyrir sér, fyrst sem verslunarmað- ur í Liverpool, rak síðan um langt skeið eigin verslun við Öldugötu, en gerðist svo starfsmaður Áfeng- isverslunar ríkisins og var nokkru síðar ráðinn verslunarstjóri úti- bús áfengisverslunarinnar að Laugarásvegi 1. Árið 1941 kvæntist Sigurður eftirlifandi konu sinni, Kristínu Þorláksdóttur frá Skútustöðum í Mývatnssveit, dóttur Þorláks Jónssonar bónda þar og konu hans, Arnfríðar Sigurgeirsdóttur skáldkonu. Hjónaband Sigurðar og Kristínar var alla tíð mjög far- sælt og gæfuríkt. Þeim varð fimm barna auðið. Þau eru: Arnfríður, gift Roger Burke, deildarstjóra hjá Saudia-flugfélaginu, Saudi- Arabíu, þar sem þau búa, en eru nú stödd hér ásamt börnum sínum þrem, vegna fráfalls Sigurðar, Erna, bankastarfsmaður, Ásgeir, útvarpsvirki, kvæntur Marínu Pétursdóttur, Halldór, flugmaður, og Kristín, fornleifafræðingur. Sigurður var alla tíð mjög mik- ill reglumaður, heilsteyptur mað- ur og samviskusamur. Hann hafði létta lund og var afar greiðvikinn. og hjálpsamur. Hann var því mjög vel látinn í starfi og utan þess. Sigurður stundaði mikið knatt- spyrnu sem ungur maður, var áhugasamur og góður Frammari. — Hann var allt sitt líf mjög heilsuhraustur, þar til fyrir 5—6 árum, að hann veiktist skyndilega af alvarlegum nýrnasjúkdómi. Fyrir nokkru virtist hann hafa náð sér fyllilega eftir langvarandi Líkamsræktin, Kjörgarói sími 16400 Gerum líkamsrækt að lífsvenju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.