Morgunblaðið - 30.09.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.09.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1982 3 Ilmferöarhnútur myndaðist vid Suðurgötu í liöinni viku þegar stór flutningabifreið á leið suður í Skerjafjörð komst ekki leiðar sinnar framhjá Melavellinum við Suðurgötu, þar sem umferðareyja skiptir veginum í tvennt. Mynd Mbl. KÖE. Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar: Atkvæði verða greidd á föstudag og laugardag SAMNINGAR tókust í kjaradeilu Starfsmannafélags Reykjavíkurborg- ar og borgarinnar fyrir helgina og er samningurinn, þegar á heildina er lit- ið, svipaður þeim samningi, sem BSKB undirritaði við ríkið á dögun- um. Haraldur Hannesson, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar, sagði í samtali við Mbl., að hann væri þokkalega ánægður með samninginn. „Við náðum fram ákveðnum hlutum, sem við erum mjög ánægð með. í því sambandi vegur þyngst, að við náðum að þurrka út alla, sem eru fyrir neðan 6. launaflokk. Það þýðir í grófum dráttum, að við náum fram stefnu- miði BSRB-þingsins frá því í sumar, um að lágmarkslaun verði ekki lægri en 8.000 krónur," sagði Haraldur ennfremur. Haraldur Hannesson sagði ennfremur aðspurður, að atkvæði yrðu greidd um nýja samninginn á föstudag frá klukkan 15.00—21.00 og á laugardag frá 10.00—19.00. „Við munum telja atkvæði þegar að kosningu lokinni, þannig að úrslit- in ættu að liggja fyrir þegar á laug- ardagskvöld," sagði Haraldur ennfremur. Þess má svo að lokum geta, að í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar eru um 2.500 félagar, sem fylla 2.100 stöðugildi. Sjávarborg GK seldi í Hull í gær SJÁVARBORG GK seldi 62,4 lestir af fiski í Hull í gær. Ilcildarverð var 878.300 krónur, meðalverð 14,06. í dag mun Vigri RE selja afla sinn í Þýzkalandi og í næstu viku munu Albert Ólafsson KE og Bliki selja afla sinn í Englandi. Um fleiri sölur verður ekki að ræða í þeirri viku. 22ja ára maður: Grunaður um inn- brot í 100 bíla — tíu manns viðriðnir málið MAÐUR sá, sem setið hefur í gæzlu- varðhaldi frá 16. september vegna innbrota í bifreiðir, er grunaður um innbrot í um 100 bifreiðir á Reykja- víkursvæðinu. Alls koma 10 manns við sögu í þessum innbrotum, — piltar á aldrinum 16 til 23 ára. Maðurinn sem er f gæziuvarðhaldi er 22 ára gamall. Það voru einkum hljómburðar- tæki, sem stolið var úr bifreiðum, en einnig fundust fimm talstöðvar í fórum piltanna. Maðurinn sem nú situr inni var handtekinn um miðj- an mánuðinn, þegar hann ásamt öðrum var staðinn að verki við inn- brot í bifreið í Breiðholti. Faraldur innbrota í bifreiðir gekk yfir í sumar. í ágúst var brot- izt inn í 32 bifreiðir. Hljómburðar- tækjum og öðrum verðmætum var stolið úr þeim. Tekizt hefur að hafa upp á nokkru af þýfinu, en ekki öllu og óljóst er hvort eitthvað af þýfinu hefur verið selt. Málið er í rannsókn hjá rannsóknarlögreglu ríksins. Iðntæknistofnun: Þrír sækja um forstjórastöðu ÞRÍR hafa sótt um stöðu forstjóra Iðntæknistofnunar, en umsóknar- frestur er nú runninn út. Að sögn iðnaðarráðherra, Hjör- leifs Guttormssonar, óskaði einn umsækjenda nafnleyndar, en hinir tveir eru Sveinn Björnsson, núver- andi forstjóri, og Þórður Vigfússon, hagverkfræðingur. Samkvæmt lög- um skal forstjóri stofnunarinnar skipaður til fjögurra ára af iðnað- arráðherra og því hefur staðan ver- ið auglýst laus til umsóknar. Starfstímabil Sveins er þegar út- runnið, en hann gegnir áfram störf- um þar til gengið hefur verið frá ráðningu í stöðuna. Haukur Bjarnason skipaður aðstoðaryfirlögregluþjónn HAUKUR Bjarnason lögreglufull- trúi hefur verið skipaður aðstoðar- yfirlögregluþjónn í rannsóknarlög- reglu rikisins. * Hann hóf störf í lögreglunni í Reykjavík 1. nóvember 1950. Hann starfaði um eins árs skeið sem ör- yggisvörður hjá Sameinuðu þjóð- unum. Árið 1955 hóf hann störf hjá rannsóknarlögreglunni í Reykjavík. Hann var skipaður Haukur Bjarnason lögreglufulltrúi þegar RLR tók til starfa 1977. Haukur er 57 ára að aldri, fæddur 28. september 1925. Haukur tekur við af Kristmundi J. Sigurðssyni, sem lét af störfum 16. júní síðastliðinn. Kristmundur hóf störf í lögreglunni í Reykjavík 1. apríl 1940. I janúar 1945 hóf hann störf í rannsóknarlög- reglunni í Reykjavík. Kristmund- ur er 69 ára að aldri, fæddur 9. október 1912. Kristmundur J. Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.