Morgunblaðið - 30.09.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.09.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1982 Óvenjuleg grafík Myndlist Valtýr Pétursson í anddyri Norræna hússins hef- ur verið komið fyrir um tuttugu og fimm grafíkmyndum eftir lista- konu, sem vekur strax athygli. Þessi verk eru unnin í lit, og hafa verið notaðar einhverjar aðferðir, sem ég er ekki viss um að geta útskýrt, til að seiða fram skemmlileg áhrif. Hér mun aðal- lega á ferðinni æting og akvatinta, en hvað sem því við kemur, er hér um að ræða afar skemmtilegar gnfíkmyndir, gerðar á töluvert óvenjulegan hátt. Listakona sú, er hér á í hlut, heitir Helmtrud Nyström, og mun hún fædd í Þýskalandi, en hefur alið mestan aldur sinn í Svíþjóð. Hún hefur hlotið sænska menntun í list sinni, hefur unnið í Svíþjóð, sýnt þar og búið. Mikill og langur ferill hennar víðsvegar um heim verður ekki rakinn hér, en hún hefur unnið til verðlauna og hlotið styrki víðs vegar að. Þegar þessi verk Helmtrud Nyström eru skoð- uð, fer ekki hjá því, að áhorfandi verði fyrir áhrifum af þeim heimi, sem hún framkallar á myndfletin- um. Það er heimur sóttur í endur- minningar liðinna daga, í æsku- daga og ókunn lönd, og er ekki ofsagt, að listakonan láti oftsinnis hugmyndaflugið ráða ferðinni. Litameðferð í þessum verkum er afar viðkvæm og fínleg. Stundum minnir hún svolítið á sum verka Paul Klee, að minnsta kosti er þarna skyldleiki, en engan veginn eftiröpun. Þessi verk komu mér mjög á óvart fyrir fínleika og nákvæmni, en einmitt þeir eigin- leikar verða oft útundan hjá þeim, sem vinna í grafík, en þar ræður átakið milli svarts og hvíts oftast ríkjum, og iðulega er nokkur harka í þeirri viðureign, en hér er ekki um slíkt að ræða. Grafíksýning Helmtrud Ny- ström í Norræna húsinu stendur ekki nema þessa viku, og er það leitt. Hér eru svo eftirtektarverð verk á ferð, að þau hefðu gjarnan mátt vera þarna á veggjum lengri tíma, en það er 3. október, sem sýningunni lýkur. Að lokum vil ég þakka þessari listakonu frá Sví- þjóð fyrir innlitið og vonast til, að við fáum að sjá verk hennar hér aftur og þá lengur og betur en að sinni. Eg vil svo eggja fólk til að sjá verkin, sem nú hanga uppi í anddyri Norræna hússins og fara þar afar vel á veggjum. Sýning Eriku Stumpf Myndlist Valtýr Pétursson í Gallery Lækjartorg er nú sýn- ing á smámyndum eftir þýska stúlku að nafni Erika Stumpf. Þessar myndir eru unnar í mis- munandi tækni og einna mest ber á vatnslitum, pennateikningum, trélitum og krít. Einnig er ein- staka gouachemynd. Upphaf myndgerðar Eriku Stumpf mun hafa verið textílhönnun, en síðan lagði hún fyrir sig teiknun og mál- un. Ilún fer nokkurs konar meðal- veg milli hins abstrakta og hins raunverulega. Ætli við köllum það ekki hugmyndaflug. En það er ein- kennandi fyrir þessar myndir, að þær virðast vera dregnar úr heimi, sem jaðrar við að vera hluti draumsins. Þetta er notaleg og snotur sýn- ing. Hún lætur ekki mikið yfir sér, en hefur aðlaðandi andrúmsloft. Litameðferð er í hófi og teikning í frjálslegum og stílfærðum drátt- um. Mig langar til að benda aðeins á örfáar myndir, er mér virtust betri en aðrar myndir á þessari sýningu: No. 3 og 4, 22, 29, 41 og 43, en tvær þeirra síðastnefndu eru frá íslandi, Askja og Herðubreið, mjög snotur verk. Það er skemmtilegur blær yfir þessari sýningu, og mér þótti fengur að henni í heild. Þetta eru að vísu ekki nein stór listaverk, sem þarna eru á ferð, en ómögu- legt er að flokka allt undir meist- araverk. Þessi kona hefur án nokkurs efa hæfileika, sem henni virðast nýtast ágætlega, og hún virðist einnig kunna sitt verk tæknilega séð. I stuttum formála í sýningarskrá, segir listakonan: „Fyrir mig er það að mála, að miðla tilfinningum mínum og gera þær sýnilegar og það er eitthvað Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Tímarit Máls og menningar 4. hefti, 43. árg. Ritstjórar: Þorleifur Hauksson, Silja Aðalsteinsdóttir. lltgefandi: Bókmenntafélagið Mál og menning. Nú er rætt um gagnrýni og gagnrýnendur, meira að segja haldin ráðstefna fyrir hvern gagn- rýnin sé og hvernig hún eigi að vera. I Tímariti Máls og menning- ar (4. h., 43. árg.) er gagnrýnin á dagskrá. Bókmenntagagnrýni dagblað- anna nefnist grein eftir Astráð Eysteinsson. Ástráður er lítt hrif- inn af umfjöllunum og vinnu- brögðum gagnrýnenda (Þjóðvilja- gagnrýnendur undanskildir) og kemur með tillögur um gagnrýni. Að gagnrýnin verði persónulegri og láti meira uppi um skoðanir gagnrýnenda en áður get ég tekið undir. En hvað röksemdafærslu viðvíkur eru dagblaðagagnrýnend- ur í nokkrum vanda. Fræðilegri hlið gagnrýninnar þarf ýmissa hluta vegna að vera stillt í hóf. En ýmsum lítt rökstuddum sjónar- miðum gagnrýnenda hlýtur les- andi alltaf að taka með fyrirvara. Það er að vísu ekki óhugsandi að lesandi trúi sinum gagnrýnanda, en engum skyldi detta í hug að gagnrýnandinn hafi undantekn- ingalaust rétt fyrir sér. Það er þó furðu oft sé heiðarleiki eiít af boð- orðum gagnrýnandans.. Undir lok greinar sinnar deilir Ástráður á fjöldaframleiðslu Erika Stumpf Ólafur Jóhann Sigurðsson fárra gagnrýnenda fyrir jólin, sumir þeirra skrifa nokkra rit- dóma í viku að hans dómi, „jafnvel stundum einn á dag“. í bókarkafl- anum, Dauða leikhúsið, sem birt- ist í þýðingu Jóns Viðars í sama tímaritshefti, skrifar breski leik- stjórinn Peter Brook um gagnrýn- endur og leikhúsfólk og orðar um leið fróma ósk um lífvænlegra leikhús: „Samskipti okkar við gagnrýnendur geta verið óþægileg á yfirborðinu, en þegar dýpra er skoðað geta hvorugir án hinna verið. Eins og fiskurinn í sjónum þörfnumst við hæfninnar til að rífa hvert annað á hol til að lífið á hafsbotni haldi áfram. En að rífa í sig er ekki nærri nóg: við þurfum að vinna saman að því aö komast upp á yfirborðið. Það reynist okkur öllum erfiðast. Gagnrýn- andinn er með í leiknum og það skiptir ekki öllu máli hvort hann skrifar umsagnir sínar hratt eða hægt, hefur þær langar eða stutt- ar. Aðalatriðið er að hann hafi ákveðnar hugmyndir um hvernig leikhúsið gæti verið í samfélagi hans en sé jafnframt reiðubúinn allt annað en að gera myndir af því, sem maður hefur séð“. Mynd- listarmaður, sem þannig hugsár, hlýtur að hafa innsæi til að skapa listaverk. er túlka og tala sínu eig- in máli til þeirra, sem á annað borð eru móttækilegir fyrir slíku. Það eru tvær erlendar konur að sýna verk sín í Reykjavík þessa stundina. Báðar munu þær vera fæddar í Þýskalandi, en önnur býr í Svíþjóð og hefur hlotið menntun sína þar. Nú væri ef til vill ekki úr vegi að gera hér svolítinn saman- burð á innihaldi verka þessara tveggja listkvenna, en það verður hver og einn að gera eftir sínu höfði, og hver veit nema eitthvað skemmtilegt komi þá í ljós. Auð- vitað er hér aðeins um hugdettu að ræða frá minni hálfu, en allt getur gerst. Skoðið báðar sýn- ingarnar. að endurskoða þessar hugmyndir í Ijósi hverrar nýrrar reynslu. Hversu margir gagnrýnendur rækja starf sitt með þessu hugar- fari?“ Bókarkafli Brooks er sannar- lega tímabær þótt hann sé saminn fyrir fjórtán árum. Brook gerir miklar kröfur, en ekki meiri en þær sem hver listamaður verður að gera til sjálfs sín og um leið hver gagnrýnandi. Annað mál er árangurinn. Guðbergur Bergsson á grein í Tímariti Máls og menningar sem fjallar um andstæður norræns og latnesks eðlis, bráðskemmtilega athugun með óvæntum niðurstöð- um. Hann afhjúpar blekkinguna um hinn skapheita Suðurlanda- búa. Guðbergur á líka athyglisverð- ustu ljóðin í heftinu. En ég verð að játa að þegar ég les ljóð Guðbergs fæ ég það á tilfinninguna að ég sé að lesa þýðingar, að vísu góðar þýðingar. Það telst til tíðinda að umræða um frjálshyggju fer fram í Tíma- riti Máls og menningar að þessu sinni. Ásgeir Daníelsson skrifar um bók Birgis Björns Sigurjóns- sonar, Frjálshyggjuna, og Birgir Björn birtir andmæli við ritdómi Ásgeirs. Vel fer á því að frjáls- hyggjan blómgist á síðum þessa vinstrisinnaða rits og æsi áhang- endur Marx upp. Skrif frjáls- hyggjumanna (einkum hinna yngri) minna mig alltaf á tíma Rauðra penna þegar hugsjónirnar voru nýjar og ferskar og menn höfðu ekki afneitað félaga Stalín. Bergmál frá þessum tíma heyr- ist í ádrepu eftir Ástráð Ey- steinsson þegar hann með ungæð- islegum hætti orðar tilgang Tíma- rits Máls og menningar: „ ... á að taka púls á samfélaginu og vera vopn gegn afturhaldsöflum þjóð- félagsins." Betur veit gamall baráttumaður, ólafur Jóhann Sig- urðsson, sem af heilbrigðri íhaldssemi kveður lof anganinni mildu og góðu „af mjaðarjurt, af ljósbera" með langþreytt augu „á fláttskap, á launhvísli/ og firna- öskrum gargandi sveina". UNM-hátíð í Reykjavík: Kammertónleikar í Norræna húsinu 25. sept. Tónlist Jón Þórarinsson Fyrsta verkið, sem flutt var á þessum tónleikum, „('ounter Force" eftir Kristian Evenson (Noregi) er „tileinkað öllum sem berjast gegn kjarnorkuvopnum ... og öllum sem vinna fyrir af- vopnun og frið“. Aumingja fólk- ið. Þetta reyndist vera 25 mín- útna langloka, tilbreytingarlaus, andlaus og yfirburða leiðinleg. Getur verið að maðurinn sé út- sendari einhverra stríðsæsinga- dólga til að spilla fyrir friðar- hreyfingunum? Áheyrendur undruðust því meir sem á leið þennan dæmalausa langhund, og sumir töldu, að fólk sem tæki þá „áhættu" að leggja eyru við 20 klst. að nýrri tónlist á einni viku, ætti að minnsta kosti að vera verndað gegn uppákomum af þessu tagi. Aðdáunarverður er húmor þess manns, sem hrópaði „Da capo!“ þegar þessi eldraun var afstaðin. En sem betur fór var hann ekki tekinn á orðinu. Þau verk, sem á eftir komu, virtust öll vera stutt, skemmti- leg og ágæt, og raunar held ég að þau hafi flest verið það með ein- hverjum hætti. Fluttur var lítill hluti fyrir einsöngsrödd og píanó af verki, sem hlýtur að vera miklu stærra og viðameira, „Landet som icke ár“ eftir Sten Melin (Svíþjóð). Af því hefði ég gjarnan viljað heyra meira. Lilja Ósk Úlfarsdóttir átti þarna lítið og yfirlætislaust lag, „Nú“, fyrir einleiksflautu, og Lárus H. Grímsson annað miklu íburð- armeira verk, „Sambúðarsundur- þykkja“, fyrir horn, sembal og segulband. Verk Lárusar bar vitni auðugu ímyndunarafli og verulegri kímnigáfu. Bæði eru þau nýliðar í hópi íslenzkra tónhöfunda. „Equale" eftir Tap- ani Lánsiö (Finnlandi) er stutt verk, fremur hefðbundið í stíl, fyrir 4 horn og slagverk. Af segulbandi voru leiknar tvær etýður fyrir svonefnt „synclavier“ eftir Otto Roman- owski (Finnlandi). Þessar tónsmíðar virðast byggðar á eins konar tölvuleik, sem höfundur- inn sjálfur virðist ekki taka mjög alvarlega, en er sjálfsagt mjög skemmtilegur fyrir þann sem leikur og jafnvel áheyrend- ur. Lokaverk tónleikanna, ____de Tartuffe, je crois ...“ eftir Magnus Lindberg (Finnlandi) var hið efnismesta, sem þarna var flutt, kannski svolítið „bólg- ið“ á pörtum, en annars áhrifa- mikil og myndarleg tónsmíð. Eins og á öðrum kammertón- leikum UNM-hátíðarinnar voru flytjendur hér fleiri en taldir verði í stuttri umsögn, en um þá sameiginlega má segja, að þeir skiluðu verkefnum sínum með mikilli prýði, og að slepptum fyrstu 25 mínútunum voru tón- leikarnir mjög áheyrilegir og ánægjulegir. Púlsinn og anganin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.