Morgunblaðið - 30.09.1982, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SERTEMBER 1982
+
GUNNLAUGUR F. GUNNLAUGSSON,
fyrrverandi efnisvörður,
Grettisgötu 81,
er látinn.
Utförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 1. október kl. 15.
Aöstandendur.
.......... '"T
MAGNÚS EINAR ÞÓRARINSSON,
kennari,
Kringlumýri 14, Akureyri,
lést þann 24. september.
Jaröarförin fer fram frá Akureyrarkirkju laugardaginn 2. október
kl. 10.30 fyrir hádegi.
Siggeröur Tryggvadóttir og börn.
Maöurinn minn. + INGÓLFUR JÓNSSON, hæstaréttarlögmaöur,
Dísardal,
er látinn.
Fyrir hönd barna hans og annarra vandamanna.
Sóley S. Njarövík.
+
Faöir minn,
ZOPHONIAS SIGURÐSSON,
andaöist í Landakotsspítala 27. september.
Ómar Zophoniasson.
+
Utför föður okkar og fósturfööur,
GÍSLA KONRÁÐSSONAR,
Stekkjargötu 25,
Hnífsdal,
fer fram frá Hnifsdalskapellu föstudaginn 1. október kl. 14.00.
Fyrir hönd móöur okkar og annarra aöstandenda,
Brynjólfur Gíslason,
Bjarney Gísladóttir,
Konráö Gíslason,
Guörún Siguröardóttir.
+
Utför
RANNVEIGAR EYJÓLFSDÓTTUR
frá Hlíðardal,
■ Vestmannaeyjum,
fer fram frá Landakirkju laugardaginn 2. október kl. 1.30.
Þeir sem vilja minnast hennar láti Slysavarnafélagiö njóta þess.
Börn og tengdabörn.
+
Jarðarför
AUÐUNS TEITSSONAR,
Grímarsstööum,
Andakílshreppi,
sem lést föstudaginn 24. september fer fram frá Hvanneyrarkirkju
laugardaginn 2. október kl. 2 eftir hádegi.
Aöstandendur.
Systir mín og frænka okkar,
HALLDÓRA BENEDIKTSDÓTTIR,
Noröurbrún 1, Reykjavík,
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 1. október kl.
13.30.
Þóröur Benediktsson,
Sturla Þóröarson,
Benedíkt Þóröarson.
Utför
JÓNS GUÐMUNDSSONAR
frá Hafnarfiröi,
fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 1. október kl. 10.30.
Jarðsett verður í Hafnarfjarðarkirkjugaröi.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag íslands
eöa Hrafnistu i Reykjavík.
Sigríöur Guömundsdóttir.
Karítas Guðmunds-
dóttir - Minningarorð
í huga okkar flestra er öldin
sem leið nú í óra fjarlægð. Svo
margt hefur skeð frá síðustu alda-
mótum í öllum málefnum sem
snerta daglegt líf okkar, stjórn-
málasögu og sjálfstæðisbaráttu
jíjóðarinnar, efnahagsmálum og
baráttu til betri lífskjara að við
eigum erfitt með að gera okkur
skýra mynd af lífi og lífsbaráttu
fólksins til sjávar og sveita fyrir
aldamót.
Eitt er þó víst að hverskonar
áföll náttúrunnar, aflabrestur til
sjávar, óþurrkar til landsins,
höfðu þá meiri áhrif og skótvirk-
ari á kjör fólksins en nú er.
Þeim fækkar nú óðum sem
fylgdust með þessari breytingu,
þessum stórkostlegu sveiflum frá
fát.ækt til bjargálna og þaðan til
þe rrar hagsældar sem við njótum
í dag.
Rétt fyrir jólin eða hinn 20. des-
ember árið 1899 fæddist hjónun-
um Margréti Kolbeinsdóttur og
Guðmundi Péturssyni sem bjuggu
að Brunnstíg 7 í Reykjavík dóttir
sem skírð var Karítas.
Margrét var ættuð frá Kolla-
firði, en Guðmundur frá Grjóteyri
í Kjós.
Guðmundur stundaði bátasmíði.
Vinnustaðurinn var fjaran neðan
við Brunnstíginn vestast í Vest-
ur-höfninni sem þá var ekki til en
ströndin óvarin fyrir veðri og
vindum.
Að smíða báta við þær aðstæður
hlýtur að hafa verið kuldalegt
starf á vetrum undir beru lofti.
Því má geta sér til um gleði báta-
smiðsins þegar hann sá til Karí-
tasar litlu þegar hún fetaði sig
troðninginn niður í fjöruna með
kaffi og brauð handa föður sínum.
Um það snerust æskuminningar
hennar sem hún sagði börnum sín-
um oft frá.
Af 6 börnum Margrétar og Guð-
mundar komust aðeins 3 á legg.
Elstur var Pétur sem síðar á æf-
inni var kenndur við Málarann og
með fádæma dugnaði og framsýni
braust áfram í viðskiptalífi höfuð-
borgarinnar og komst til áhrifa og
efna, en gerðist síðan bóndi að
Þórustöðum í Ölfusi áður en hann
settist í helgan stein.
Yngstur var Sigurður. Hann var
brautryðjandi í verzlun og iðnaði,
var kenndur við Hörpu, máln-
ingarverksmiðjuna sem hann rak
Minning:
Stefanía Guðrún
Einarsdóttir
Pædd 19. janúar 1904
Dáin 22. september 1982
í dag kveðjum við ömmu okkar
Stefaníu Einarsdóttur. Hún var
fædd að Steinavöllum í Flókadal,
Skagafirði og voru foreldrar henn-
ar hjónin Anna Jónsdóttir og Ein-
ar Baldvinsson. Amma var sjötta í
röðinni af tíu systkinum. Hún var
ung að árum tekin í fóstur til móð-
urbróður síns Stefáns Jónssonar
og konu hans Guðrúnar Friðriks-
dóttur, sem bjuggu að Nesi í sömu
sveit. Hún bar nafn fósturforeldra
sinna, er ólu hana upp sem sitt
eigið barn. Voru þau og fóstur-
systkinin henni ekki síður kær en
hennar eigin.
Sautján ára fór hún að heiman
til að vinna fyrir sér.
Hún dvaldi á Siglufirði, Akur-
eyri, Hafnarfirði og í Vestmanna-
eyjum og vann þar við hin ýmsu
störf, m.a. saumaskap og fisk-
vinnu og heimilisstörf.
Skólaganga ömmu var ekki
löng, aðeins barnalærdómurinn,
utan einn vetur við saumanám. En
reynsla sú sem hún hlaut á þeim
myndarheimilum er hún dvaldi á,
varð henni ómetanlegt veganesti.
Hún hélt alla tíð tryggð við það
ágætisfólk og kunni vel að meta
þann lærdóm sem hún hlaut hjá
því. Amma hefði kosið lengri
skólagöngu en ástæður og efni
leyfðu það ekki. Víst hefði hún átt
þangað fullt erindi því hún var
skírleikskona og hafði mjög gott
minni. Kunni hún t.d. mikið af
kvæðum. Hún var mikið gefin
fyrir lestur og m.a. gat hún íesið
dönsku sér til gagns án þess að
hljóta teljandi tilsögn í því máli.
Á yngri árum var amma orðlögð
fyrir glaðværð og félagslyndi.
Amma giftist afa okkar, Guð-
mundi Vigfússyni frá Holti í Vest-
mannaeyjum, á gamlárskvöld
1933.
I Vestmannaeyjum bjuggu þau í
tuttugu og fjögur ár, lengst af á
Helgafellsbraut 15. Þau eignuðust
tvö börn, Erlu, sem gift er Stefáni
V. Þorsteinssyni og Vigfús Sverri,
+
Viö þökkum af alhug ríkisstjórn íslands, stofnunum,
félögum og öllum þeim fjölmörgu einstaklingum nær
og fjær sem heiðraö hafa minningu
Kristjáns Eldjárns
°g ®ýnt okkur hlýhug og vinarþel viö fráfall hans.
Halldóra Eldjárn og fjölskylda.
+
Utför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa,
SIGURÐAR HALLDÓRSSONAR,
Hávallagötu 33,
fer fram frá Frikirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 30. septemöer
kl. 15.00.
Kristín Þorlóksdóttir,
Arnfriður Siguröardóttir, Roger P. Burke,
Ásgeir Sigurösson, Marin Pétursdóttir,
Erna Siguróardóttir, Halldór Þ. Sigurósson,
Kristín Huld Siguróardóttir,
og barnabörn.
af miklum dugnaði og myndar-
skap um áratugi.
Karítas ólst upp í foreldrahús-
um að Brunnstíg 7. Fermdist í
Dómkirkjunni, þeirri sömu sem
hún verður jarðsungin frá í dag,
gekk í Kvennaskólann við Tjörn-
ina og bjó sig þar undir mikið,
langt og farsælt ævistarf.
Að lokinni skólagöngu réði hún
sig í hannyrðaverzlun en síðar á
skrifstofu Eimskipafélags Islands
hf.
Á þessum árum eignaðist hún
vináttu margra yngismeyja í bæn-
um sem hélst og dafnaði enda þótt
fyrir henni lægi að búa og starfa
annarstaðar á landinu um margra
ára skeið. Það var gæfa Karítasar
að kynnast ungum laganema,
norðan úr landi. Það var Jón
Steingrímsson Jónssonar sýslu-
manns á Húsavík, frá Gautlönd-
um í Mývatnssveit og Guðnýjar
konu hans Jónasdóttur frá
Grænavatni í sömu sveit. Beið hún
hans uns hann hafði lokið laga-
námi.
Karítas og Jón voru gefin sam-
an í Reykjavík 24. júlí 1924, og
stofnuðu bú á Akureyri en þar
hafði Steingrímur faðir Jóns þá
tekið við bæjarfógetastarfi og
varð Jón fulltrúi hans.
Þá strax reyndi á hugkvæmni og
dugnað hinnar ungu húsfreyju í
nýju umhverfi, meðal ókunnugs
fólks í nýju hlutverki sem fljótt
sem giftur er Kristínu Davíðsdótt-
ur.
Afi var þjóðkunnur útgerðar-
maður og skipstjóri um árabil.
Reyndi þá mikið á ömmu, sem
þurfti að vera ein með heimilið,
þegar afi var vikum saman á sjón-
um oft í vondum veðrum því að
hann sótti sjóinn fast. Hjá þeim
bjuggu oft sjómenn og aðrir, sem
við útgerðina störfuðu um lengri
eða skemmri tíma og varð margt
af þessu fólki þeirra bestu vinir
upp frá því.
Amma var mjög myndarleg
húsmóðir, mikil hannyrðakona og
er okkur minnisstætt hvað heimili
þeirra afa var fallegt.
Hún starfaði í mörg ár í slysa-
varnafélaginu Eykyndli í Vest-
mannaeyjum. 30. september 1957
fluttu þau til Hafnarfjarðar og
eru því í dag tuttugu og fimm ár
síðan. Á þessum árum hafa þau
lengst af búið í Hafnarfirði utan
nokkur ár sem þau bjuggu í
Reykjavík.
Árið 1978 fluttu þau að Hrafn-
istu í Hafnarfirði. Síðustu tvö árin
dvaldi amma á St. Jósefsspítalan-
um í Hafnarfirði, þar sem hún lést
22. þessa mánaðar eftir langa og
stranga sjúkdómslegu. Amma átti
við veikindi að stríða í fjöldamörg
ár og reyndist afi henni sérstak-
lega vel. Umhyggja hans og ástúð
fyrir henni var einstök og vitum
við að amma dáði hann mikið.
Nú þegar hún hefur fengið þá
hvíld, sem hún þráði svo mjög
þökkum við afa allt það sem hann
var ömmu og mættum við margt
af því læra.
Við færum starfsfólki Hrafnistu
og St. Jósefsspítala, Hafnarfirði,
bestu þakkir fyrir góða umönnun.
Við systkinin minnumst ömmu
okkar með innilegri virðingu og
þökk og biðjum algóðan guð að
blessa heimkomu hennar og
styrkja afa um ókomin ár.
Guðný, Inga Þóra, Helga
Björg, Elfa og Víðir.