Morgunblaðið - 30.09.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.09.1982, Blaðsíða 1
I 56SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI 216. tbl. 69. árg. FIMMTIJDAGUR 30. SEPTEMBER 1982 PrentsmiÖja Morgunblaðsins Luxemborg: 12 létust, þota fórst l.uxemhorg. 29. september. AP. TÓLF farþegar létu lífið og 65 slösuðust þegar sovésk Ilyushin-62 farþegaþota fórst í kvöld í lendingu á Findel- flugvelli í Luxemborg. Var vélin á leið til Lima í Perú. er sovézk í lendingu Lendingarskilyrði voru hin ákjósanlegustu er þotan hóf að- flug sitt, sem var að öllu leyti eðli- legt. Um leið og vélin kom inn á flugbrautina snerist hún skyndi- lega til hægri og fór út af braut- inni. „Vélin hafnaði fyrst á litlu húsi utan brautarinnar, þar sem er fjölstefnuviti, og sópaði því með sér,“ sagði Valgeir Sigurðsson í Luxemborg er Morgunblaðið ræddi við hann seint í gærkvöldi. „Síðan lenti vélin ofan i litlu, af- líðandi og skógi vöxnu gili og rann alls um 3-400 metra. Vélin brotn- aði í mél. Sumt fólkið komst af sjálfsdáðum út úr vélinni og var bjargað." Að sögn Valgeirs var það lán í óláni, að vélin fór útaf hægra megin á brautinni. Hefði hún farið útaf á nákvæmlega sama stað vinstra megin hefði hún hafnað á flugskýli Cargolux, þar sem í voru tvær DC-8 þotur. Fyrir framan flugskýlið voru þrjár þotúr til viðbótar. Ein DC-8 þota frá Flug- leiðum og tvær aðrar vélar Cargo- lux, júmbóþota og önnur DC-8. ísraelar á brott fyrir áramót Fúlsa við poppi og jazzi: Klassísk tón- list er besta svefnmeðalið Dewsburv, Knglandi, 29. september. Al*. TÓNLIST Brahms, Hándel og Mozart hefur reynst hið besta ráð til að svæfa börnin á Stain- cliffe-fæðingarsjúkrahúsinu í Dewsbury í vesturhluta York- shire. „Þetta hefur alveg verið draumur," segir hjúkrunar- konan Angela Avery. „Börnin sofna um leið og við leikum klassíska tónlist." Leika hjúkr- unarkonurnar tónlist af seg- ulbandi á göngum sjúkrahúss- ins með þessum árangri. „Það þýðir ekkert að leika popptónlist eða jazz fyrir börnin, það hefur ekki svæf- andi áhrif. Þeim finnst það óþægilegt og láta strax í sér heyra. Um leið og eitt barnið byrjar að gráta fara öll hin af stað,“ sagði Avery hjúkrun- arkona. „Eg held að við höfum dottið niður á bestu aðferðina til að hafa hér ró og frið.“ Beirút, 29. september. AP. RÚMLEGA 800 bandarískir her- menn gengu á land í Líbanon í morgun og bættust í hóp ítalskra og franskra gæsluliða, sem þegar voru komnir til Beirút. Komu gæsluliðarnir ýmist með skipum að bryggju eða með þyrlum frá flug- móðurskipinu Guam. Að sögn tals- manns bandaríska sendiráðsins í Beirút, er von á 400 hermönnum auk skriðdreka, brynvagna og fleiri farartækja með Hermitage, sem leggst að bryggju á morgun, fimmtudag. „Bandaríkjamenn búast við því að herir ísraela og Sýrlendinga verði farnir frá Líbanon innan skamms og eigi síðar en um ára- mót,“ sagði Nicolas A. Veliotes, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna í Washington í dag. Sagði hann ennfremur að Bandaríkjamenn litu svo á að brottför Israelsmanna frá Beirút í dag væri fullkomnun annars skrefsins í þeirri viðleitni Banda- ríkjamanna að færa Líbönum eigið land á ný. Síðustu hermenn ísraela drógu sig til baka frá flugvellinum í Beirút svo að segja á sama augnabliki og bandarísku gæslu- liðarnir stigu á land. Einn bandarísku gæsluliðanna, sem komu til Beirút i gærmorgun, tekur i hönd ungs pilts í Beirút, sem fékk að smella herhjálmi á höfuð sér í tilefni dagsins. Símamynd AP. Begin tekur á sig alla ábyrgð á fjöldamorðunum Jerúsalem, 29. september. AP. í FREGNUM, sem „láku út“ af fundi utanríkis- og öryggismála- nefndar ísraelska þingsins, sem fram fór fyrir luktum dyrum í dag, og skýrt var frá í ríkisút- varpinu í Israel, segir að Men- achem Begin, forsætisráðherra, hafi lýst því yfir að hann væri ábyrgur „fyrir öllu því er gerst hefði“ í Beirút að undanfórnu. Hann sagði að það skipti engu hvort hann hefði frétt af fjölda- morðunum strax eða síðar. Það breytti ekki staðreyndum máls- ins. Lokaundirbúningur ítarlegr- ar rannsóknar á fjöldamorðun- um í Beirút hófst í dag. Begin „Aldrei verið farið eins á bak við kjósendur og nú“ — segir Willy Brandt, fyrrum kanslari, um ráðagerð stjórnarandstöðunnar Bonn, V Pýskalandi, 29. september. AP. „ALDREI FYRR í sögu Vestur-Þýskalands hefur verið reynt að fara á bak við kjósendur eins rækilega og nú,“ sagði Willy Brandt, fyrrum kanslari landsins og flokksbróðir Helmut Schmidt, í yfirlýsingu sem hann gaf út í dag. Var Brandt að vitna til ráðagerða kristilegra og frjálsra demókrata, sem miða að því að fella Schmidt. Flokkur Schmidt herti enn róðurinn gegn stjórnarandstöð- unni í dag. Undirbjó flokkurinn í dag fjöldafund í Bonn undir því siagorði, að verið sé að fella Schmidt án samráðs við kjós- endur. Þá voru límdir upp borð- ar á víð og dreif með kjörorðinu „Við viljum kosningar strax" og „Við verðum að ákveða hvert V-Þýskaland stefnir". Helmut Kohl, leiðtogi kristi- legra demókrata, og Hans Diet- rich Genscher, leiðtogi frjálsra demókrata, hafa báðir lýst því yfir að þeir séu samþykkir nýj- um kosningum en ekki fyrr en í byrjun næsta árs. Vonast frjálsir demókratar, sem fóru hroðalega út úr ríkis- kosningunum í Hessen um helg- ina, til að auka fylgi sitt áður en gengið verður að kjörborði. Margir vilja kenna þeim stimpii, sem flokkurinn hefur fengið á sig, „kanslaradrápararnir", um hið slæma gengi í kosningunum í Hessen. Schmidt heldur ræðu í þinginu á föstudag, rétt áður en gengið verður til kosninga um hvort hann skuli felldur. Talið er víst að með ræðu sinni muni hann vinna á sitt band einhverja þeirra frjálsu demókrata, sem sögðu skilið við stjórnarsam- starfið fyrir hálfum mánuði. Andstæðingar Schmidt segja að þeir hafi 10 þingmanna meiri- hluta til að fella hann. Kosning- in verður leynileg og það rennir stoðum undir þá skoðun, að e.t.v. muni nægilega mörgum snúast hugur á elleftu stundu til að Schmidt haldi velli. sendi í dag bréf til Yitzhak Kahans hæstaréttardómara og bað hann að útnefna menn til að skipa þessa rannsóknar- nefnd, sem myndi hafa vald til að kalla fyrir vitni, þar með talið forsætisráðherrann sjálf- an. Rannsóknarnefnd þessari eru engin tímatakmörk sett. Niðurstöður hennar yrðu held- ur ekki bindandi fyrir ríkis- stjórnina, en þær myndu engu að síður hafa veruleg áhrif á álit almennings. Það er skilyrði fyrir starfsemi nefndarinnar að einn meðlima hennar sé hæstaréttardómari. Skoðanakönnun, sem gerð var eftir fjöldamorðin í Beirút, til að kanna áhrif þeirra á vinsældir Menachem Begins og Ariel Sharons og birt hefur verið, sýnir, að vinsældir þeirra beggja hafa dvínað, þó mun minna en búist hafði verið við. 72% aðspurðra kváðust vera ánægð með Begin í emb- ætti á móti 82% í síðustu könn- un og 64%. sögðust ánægð með frammistöðu Sharons á móti 78% í næstu könnun þar á und- an.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.