Morgunblaðið - 30.09.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.09.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1982 39 fclk í fréttum Eftirlíkingar þjóðhöfðingja + Andlit þessi líta kunnuglega út en þau eru hvorki af Elísabetu II Bretadrottningu né Ronald Reagan Bandaríkjaforseta, heldur fólki er hefur þaö aó lifibrauði að líkjast þeim skötuhjúum. Plaköt þessi voru sett upp um allt Frakkland nú um helgina sem auglýsing fyrir romm nokkurt og hafa auglýsendurnir greinilega álitið að þjóðhöfðingjarnir gætu aukið sölu þessa eflaust ágæta drykkjar... „Sic transit gloria mundi“ + Bandaríska þjóðlagasöngkonan Joan Baez má nú reyna það, að valt er veraldargengið. Nýlega var eftir henni haft: „Ég er orðin 43 ára gömul og af allt annarri kynslóð en meirihluti plötukaupenda. Ég hitti strák, sem sagði við mig: „Þú hefur mjög fallega rödd — ég hef heyrt í þér á plötunum hans pabba". Ég hefði getað lamið hann! Mér finnst ég enn hafa boðskap fram að færa, en samt fæ ég ekki gefna út nýjustu plötuna mína, sem ég gerði með hljómsveitinni Grateful Dead.“ Hér er Joan Baez stödd í kvöldverðarboði með Edward Kenn- edy og syni hans, Patrick. COSPER Heyrðu, geturðu ekki kennt mér að synda? Fagan sýknaður af vín- stuldinum + Michael Fagan, sá er gerði garð- inn frægan fyrr í sumar er hann birtist skyndilega á rúmstokk Elísabetar Bretadrottningar II, var i síðastliðinni viku sýknaöur af þeim sökum að hafa stolið hálfri flösku af víni er var í eigu Karls prins, þegar hann hraust inn i Buckingham-höll í ferð er hann tók sér á hendur áður en hann birtist síðan í rúmstokksferðinni. Kviðdómur er saman stóð af tólf manns (fimm konum og sjö karlmönnum) var fjórtán mínút- ur að koma sér saman um þessa niðurstöðu eftir að fimm klukku- stunda réttarhöld höfðu farið fram. Dagblöð í Bretlandi hafa lýst furðu sinni á þessari niðurstöðu kviðdómsins og blaðið Sun birti þessa fyrirsögn að fenginni niðurstöðu: „Næst þegar þið eigið leið hjá Buekingham-höll og eruð með þurrar kverkar, af hverju Elísabet II Bretadrottning I lok- rekkju sinni... skellið þið ykkur þá bara ekki inn í höllina og fáið ykkur drykk?" og bætti því við að niðurstaða kviðdómsins þýddi í raun að heimili drottingar og fjölskyldu hennar væri í raun eins og hvert annað opið hús. Fagan sagði réttinum að hann hefði fundið til þorsta er inn í höllina kom eftir allt klifrið og púlið. „Hvað átti ég að gera ann- að en fá mér eitthvað við þessum þorsta og grípa til flöskunnar þar sem hún stóð fyrir framan mig?“ sagði Fagan og sagði að óhætt væri að fullyrða að hann hefði fullkomlega unnið til sop- ans... Megrunarnámskeið Ný námskeiö hefjast 7. október. (Bandarískt megrun- arnámskeið sem hefur notið mikilla vinsælda og genu mjög góðan árangur.) Námskeiðiö veitir alhliöa fræöslu um hollar lífsvenjur og vel samsett mataræði, sem getur samrýmst vel skipulögöu, venjulegu heimilismataræði. Námskeiðið er fyrir þá: • sem vilja grennast • sem vilja koma í veg fyrir að vandamálið endurtaki sig. • sem vilja foröast offitu og það sem henni fylgir. Upplýsingar og innritun í síma 74204 kl. 13—18. Kristrún Jóhannesdóttir, manneldisfræðingur. Já, það er von þú hváir. En líttu á: Við bjóðum upp á meira en 500 titla! Það gerir samtals 50.493 mín. dagskrá. Fyrir VHS, BETA og 2000. Opið frá kl.12.00-21.00 virka daga. 12.00 —18.00 laugardaga. Lokaö á sunnudögum. VIDEOMIÐSTÖOIN Laugavegi 27 — Sími 14415 heyrir&i ekkert óvenjulegt úrPhilips hljómtækjum! Pannigá það líka að vem Hljómtæki eiga að skila nákvæmlega því sem er á hljómplötu eða kassettu og því sem kemur úr útvarpinu. Engu skal bætt við og engu sleppt. Þannig er það einmitt hjá Philips. Philips hefur ávallt verið í fararbroddi í hljómtækjaframleiðslu og með þvf að hagnýta sér fullkomnustu tækni sem völ er á hefur þeim tekist að framleiða hljómtæki sem uppfylla kröfur hinna vandlátustu. ePHiuPS i Phlllps hlustardu á tónltst en ekkl á tækin sjálf! F 212 samstæðan kostar aðeins 23.445 kr. staðqreitt. 2x30 watta magnari.plötuspilari.kassettutæki.útvarD. hátalarar oq skápur. Hafðu samband, viö erum svetgjanlegir j samningum heimilistæki hf. HAFNARSTRÆTI3 - 20455 - SÆTÚNI 8 -15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.