Morgunblaðið - 30.09.1982, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.09.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1982 47 »■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■I Sverrir Herbertsson skoraöi seinna mark Víkinga. ÍBV tapaði 3-0í Póllandi ÍBV lék aíöari leik sinn I Evrópu- keppni bifcarhafa I gaarkvöldi í Póilandi. Lech Posnan sigraöi örugglega I leiknum 3—0, og kemst því éfram meö saman- lagöa markatölu 4—0 í báöum leikjunum. En fyrri leik liöanna hér heima lauk með sigri Pól- verja, 1—0. Fyrsta mark Pólverjanna kom á 7. minútu er Okonski skoraði meö góöu skoti. Annaö mark leiksins kom á 50. mínútu og þaö þriöja beint úr aukaspyrnu aö- eins tveimur mínútum síöar. Liö ÍBV er því úr leik í Evrópukeppn- inni í knattspyrnu aö þessu sinni. Neituðu að leika í „austantjaldsskóm" LEIKMENN Möltuliósins Hiberni- an uröu fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu er þeir voru aö »fa fyrir Evrópuleik sinn gegn Widzew Lodz í Póllandi í fyrradag, að ein- hver óprúttinn læddist í klefann meöan leikmenn voru í sturtu, og rændi 10 pörum af knattspyrnu- skóm. Möltubúarnir hótuöu því í gærdag, að leika ekki gegn Wid- zew nema aö þýfinu yröi skilað, þeir neituöu alfarið aö leika í „austantjaldsskóm“. Vestrænir fótboltaskór njóta mikillar hylli meðal knattspyrnumanna í Austur-Evrópu og fá færri en vilja. Sá fingralangi gæti því hæglega hagnast verulega. Pólska löggan var auövitaö kom- in í spilið í gær, en síöast er frótt- ist, hafói hún ekki haft erindi sem erfiði Ivic rekinn frá Anderlecht ÞAÐ HEFUR gengió illa hjá belg- íska stórliðinu Anderlecht þaó sem af er þessu keppnistímabilí, reyndar var farið aö halla undan fæti undir lok síðasta tímabils. Nú hefur þjálfarinn Tomislav Ivic frá Júgóslavíu verið rekinn, en lélegheitin hafa þótt keyra úr hófi fram síöustu vikurnar, liöið tap- aði tveimur síöustu leikjum sín- um í deildinni, þeim síöari 1—4 á heimavelli fyrir Standard Liege. Liöió hefur aöeins 9 stig eftir átta fyrstu umferðirnar í Belgíu. Stjarnan AÐALFUNOUR handknattleiks- deildar Stjörnunnar verður ha- Idinn í Garöaskóla 12. október klukkan 20.30. Stööu Ivics tekur hinn kunni fyrrum belgíski landsliösmaöur Paul Van Himst. Hann er nú 39 ára gamall, en þaö er ekki langt síðan hann lék sinn síöasta leik meö Anderlecht. Van Himst mun þjálfa Anderlecht til loka keppnistíma- bilsins, en almennt er ekki talið aö um framtíöarlausn sé aö ræöa hjá Anderlecht. Eru ýmsir kunnir þjálf- arar nú oröaöir viö félagiö, ekki síst Ernst Happel. Annars þykir lé- leg frammistaöa Anderlecht í haust hafa komiö verulega á óvart, búist var viö liöinu mun sterkara. Fyrir voru hjá liöinu sterkir belgísk- ir landsliösmenn eins og Munaron, Coek, Vercauteren og Lozano. Og liðiö bætti viö sig markaskorurun- um miklu Erwin Van Der Bergh og Alex Czerniatinski áöur en tímabil- iö hófst. Gott afrek Víkinga skoruðu tvö mörk á útivelli gegn Sociedad — Þetta var besti leikur sem lið Víkings hefur leikið. Á því leik- ur enginn vafi. Jafntefli heföi ver- ið sanngjörn úrslit í leiknum. Sig- ur þeirra hékk á bláþræöi. Því aö sjö mínútum fyrir leikslok feng- um við dauðafæri. Markvörður Real Sociedad fór í ævintýralegt úthlaup og Jóhann Þorvarðarson fákk boltann fyrir opnu marki en skot hans sleikti þverslána og fór yfir. En þrátt fyrir aö viö sigruðum ekki eru leikmenn í sjöunda himni yfir að hafa getað leíkiö svona vel á útivelli á móti spönsku meisturunum, sagöi Víkingurinn, Óskar Tómasson, er Mbl náði í hann á Spáni seint í gærkvöldi og innti hann eftir gangi leiksins er Víkingar mættu spönsku meisturunum Real Soci- edad í síóari leik liðanna í Evrópukeppni meistaraliða í knattspyrnu. Spönsku meistur- unum tókst aö sigra naumlega Real Soceidad — Víkingur 3:2 meö einu marki, 3—2, en það er mikið afrek hjá Víkingum aö skora tvö mörk á útivelli og standa alveg í spönsku meistur- unum. Strax á fyrstu mínútu leiksins skoruöu Vikingar. Jóhann Þor- varðarson átti þrumuskot aö marki og boltinn þandi út netiö. En Ur- alde skoraöi fyrstu tvö mörk Real, þaö fyrra á 16. mínútu og þaö síö- ara á 28. mínútu. Staöan í hálflelk var 2—1. Víkingar léku mjög vel í síöari hálfleiknum og sóttu þá oft stíft og áttu góö marktækifæri. En á 54. mínútu tókst Satrutegui aö skora laglegt mark. Sverrir Her- bertsson átti svo lokaorðiö í leiknum er hann skoraöi annað mark Víkings, á 80. mínútu, mjög fallega. Síöustu 11 mínutur leiksins reyndu leikmenn Real aö tefja leik- inn og gáfu hvaö eftir annað aftur á markvörðinn og fengu að heyra óánægjuhljóö frá áhangendum sínum. En áhorfendur á leiknum voru tuttugu þúsund. Bestu menn Víkings í leiknum að sögn Óskars Tómassonar voru þeir Gunnar Gunnarsson sem lék sérlega vel og var einn besti maöur vallarins. Þá komu þeir Ómar Torfason og Jó- hann Þorvarðarson vel frá leikn- um. Ögmundur markvöröur varöi oft meistaralega vel í leiknum. Og í eitt skiptiö varöi hann svo frábær- lega að áhorfendur risu úr sætum og klöppuöu honum lof í lófa. - ÞR. Enginn stjörnusigur Víkinga í baráttuleik VÍKINGAR höföu sigur í miklum baráttuleik Stjörnunnar og Vík- ings í íþróttahúsinu á Selfossi í gærkvöldi, þó ekki stjörnusigur. Islandsmeistararnir í handbolta unnu nýliðana með 20 mörkum gegn 19, en í hálfleík var staðan 11—8 fyrir Víking, og skoraöi því Stjarnan tveimur mörkum fleira í þeim seinni. Leikurinn var lengst af í járnum, og mætti ef til vill segja að jafntefli heföi veriö sanngjörn úrslit. Víkingar höföu frumkvæöiö í sínum höndum mestallan tímann, en leikmenn Stjörnunnar gáfu sjaldan eftir og komust Víkingar því aldrei á lygnan sjó, uröu jafnan aö berjast af hörku og léku því undir pressu, og setti þaö sitt mark á leik þeirra. Og þaö fer ekki fram hjá neinum, aö Víkingsliöið er ekki hiö sama og undanfarin ár, reyndar eins og þar sé allt annaö liö á ferðinni, þótt sömu gömlu landsliösjaxlarnir hafi veriö í aöal- hlutverkum í gær. Þannig brást Víkingum ansi oft bogalistin, og sjaldan báru leik- kerfi, sem öll höföu sín númer, til- ætlaðan árangur. Þaö veröur þó aö segjast, aö leikmenn Stjörn- unnar tóku á móti Víkingum af mikilli ákveöni í vörninni, veittu þeim eins lítið svigrúm og frekast var unnt. Þá stóö Brynjar sig af stakri prýöi í markinu, varöi vel. Af þessum sökum einkenndist leikur beggja af frekar miklu hnoöi, en svo vill nú oft veröa í fyrstu leikjum mótsins. Því er vart viö ööru aö búast en að leiknum fleygi fram þegar á veturinn líður. Eins og áöur segir höfðu Vík- ingar þriggja marka forystu í hálf- leik, sem var frekar tíöindalitill. Hins vegar minnkaöi munurinn í eitt mark eftir tvö vel heppnuö upphlaup Stjörnunnar, þar sem Gunnar Jónsson skoraöi eftir lang- ar sendingar Brynjars markvaröar. Þegar átta mínútur voru af seinni hálfleik tókst Stjörnunni aö jafna, og stuttu seinna ér aftur jafnt, 14—14. Fyrstu 10 mínútur seinni hálf- leiks voru skemmtilegar og spenn- andi, hratt spil og mikil barátta, en ■■■■■■■■■■■■■■■I Stjarnan — Víkingur 19:20 þá var eins og lágkúra færöist yfir völlinn, og næsta korteriö ein- kenndist af gamla hnoöinu, en jafnan höföu Víkingar frumkvæöiö. Og þegar sex mínútur voru til leiksloka stefndí í öruggan Vík- Eyjólfur Bragason Stjörnunni var í miklum ham í gærkvöldi, akor- aói níu mörk. ingssigur, enda staðan 19—16 fyrir Víking. En þá fór Stjarnan í gang aftur og þegar 90 sekúndur voru til leiksloka var eins marks munur, 19—18, og spennan í al- gleymingi. En Víkingar geröu út um leikinn þegar tæp mínúta var eftir, en Stjarnan átti siöasta oröiö er Eyjólfur Bragason skoraöi úr vítakasti rétt fyrir leikslok. Áhorfendapallarnir í íþróttahús- inu á Selfossi voru þéttsetnir og stemmningin mikil. Mörk Stjörnunnar: Eyjólfur 9 (4v), Gunnar 3, Guömundur 0. 3, Guömundur Þ. 2, Magnús 1, Ólafur 1. Mörk Víkings: Þorbergur 6, Sig- uröur 3 (2v), Steinar 3, Guömundur 2, Magnús 2, Viggó 2, Ólafur 1, Páll 1. Brottrekstur: Páli Björgvinssyni tvisvar vikiö af velli, einnig Viggó hjá Víkingi, en hjá Stjörnunni var Guömundi Óskarssyni gert aö hvíla sig. Stjörnugjöfin: Stjarnan: Eyjólfur Bragason 3, Brynjar Kvaran 3, Ólafur Lárusson 2, Gunnar Jónsson 2, Guðmundur Þóröarson 1, Magnús Teitsson 1. Víkingur: Þorbergur Aöal- steinsson 3, Steinar Birgisson 2, Viggó Sigurösson 1, Páll Björg- vinsson 1, Guömundur Guö- mundsson 1, Hjálmar Sigurgísla- son 1 og Kristján Sigmundsson 1. Skólamót K.S.Í 1982 Auglýst er eftir þátttöku í framhaldsskólamóti í knattspyrnu sem hefst svo fljótt sem unnt er. Þátt- tökutilkynningar sendist á skrifstofu K.S.Í. íþrótta- miöstööinni Laugardal eöa í pósthólf 1011 fyrir 4. október ásamt þátttökugjaldi sem er 600 kr. Nauð- synlegt er aö tilgreina framkvæmdaaðila og síma- númer hans. Umsjón mótsins annast Ingvar Guömundsson sími 84925 þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18.00—19.00 og heimasími 53543. K.S.Í.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.