Morgunblaðið - 30.09.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.09.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1982 5 Forsvarsmenn og stjórnandi söngsveitarinnar Fílharmóníu. Talin frá vinstri: Örn Ingvason, Elin Möller, Guðmundur Emilsson, stjórnandi söngsveitarinnar, Ragnar Arnason, Jóhanna Ögmundsdóttir, Anna María Þórisdóttir og Cunnar Böðvarsson. Ljósm. Mbl. Ól.K.M. Fílharmónía hefur vetrarstarf Söngsveitin Fílharmónía er nú að hefja sitt 23. starfsár, en aðalvcrk- efni hennar hefur verið að flytja kór- verk með Sinfóníuhljómsveit ís- lands. Nýr stjórnandi tekur nú við söngsveitinni, en það er Guðmundur Emilsson, sem er nýkominn frá námi í kór- og hljómsveitarstjórn í Bandaríkjunum. Hann var á sínum tíma nemandi dr. Róberts Abrahams Ottóssonar, sem var stofnandi og stjórnandi söngsveitarinnar, allt til þess er hann lést árið 1974. Fyrstu tónleikar vetrarins verða að þessu sinni með hinni nýstofnuðu íslensku hljómsveit. Það verða aðventutónleikar, flutt- ir skömmu fyrir jól. Á þeim verða flutt tvö verk, hátíðarmótettan „In ecclesiis" fyrir tvöfaldan kór og málmblásara, eftir Giovanni Gabrieli, en það mun vera í fyrsta skipti sem það verk er flutt hér á landi og kantatan „Vakna, Síons verðir kalla" eftir J.S. Bach. í byrjun mars verða tónleikar með Sinfóníuhljómsveit íslands, undir stjórn aðalstjórnanda Sin- fóníunnar, Jean Pierre Jacqillat. Á þeim verður flutt óperan „Tosca" eftir Giacomo Puccini. Þá verða 14. apríl tónleikar með Islensku hljómsveitinni, undir stjórn Guðmundar Emilssonar. Þar verður flutt verkið „Requiem" eftir Gabriel Fauré. Undirleikari á æfingum kórsins verður Anna Guðný Guðmunds- dóttir píanóleikari, en hún er ný- komin frá framhaldsnámi erlend- is. Fyrirhugað er að bæta við söng- fólki í söngsveitina og eru nýir fé- lagar velkomnir. Geta þeir annað hvort komið á æfingar söngsveit- arinnar eða gefið sig fram við ein- hvern úr stjórn kórsins. Tónlist- arkunnátta er ekki skilyrði fyrir þáttöku, en námskeið verða haldin í nótnalestri og raddbeitingu, einkum ætluð þeim, sem ekki hafa notið tónlistarmenntunar. Nánari upplýsingar um kór- starfið eru veittar í símum 79820, 74135 og 39119. STÓLL íslenzkar tónmenntir dr. Hallgríms Helgasonar MORGUNBLAÐINU hefur borist doktorsritgerð prófessors Hallgríms Helgasonar sem komið hefur út í bókarformi á íslensku undir heitinu íslenzkar tónmenntir. í ritinu, sem upphaflega var skrifað á þýsku, er lagður grundvöllur að fræðilegum tónmenntum íslands með rannsókn- um á þeirri elstu hljómandi arfleifð scm íslendingar hafa átt og ástund- að fram á okkar daga. Fyrir þetta rit hlaut llallgrímur Helgason doktors- gráðu við háskólann i Ziirich í Sviss árið 1954. Aðalkaflaheitin eru: Galdraljóð, Edduljóð, Dróttkvæði, Fornir dansar, Uppruni rímna og þjóðfé- lagslegt gildi þeirra og Formfræði rímnalaga. Hér mun vera um að ræða fyrsta vísindalega tónlist- arritið á háskólastigi. í formála ritgerðarinnar segir: „Við íslend- ingar höfum löngum verið hreykn- ir af fornbókmenntum okkar. Þar hefir skerfur okkar til samfélags þjóðanna verið viðurkenndur. En menning er fjölstrengja harpa, og tjóar lítt að knýja aðeins einn þeirra. Strengur tónmennta hefir ISLENZKAR TÓNMENNTIR Kvaeðalóg forsaga þeirra bvgging og flutningsháttur Dr. Hallgrímur Helgason of lengi legið í þagnargildi. Afleið- ing er þjóðmenningarlegt and- varaleysi, skeytingarleysi um þjóðleg verðmæti og þar af leið- andi skortur á menningarlegri sjálfstæðisstefnu, sem in.a. kemur fram í gagnrýnislausri upptöku lánslaga eftir ýmsa erlendas höf- unda undir yfirskini tónsettra ís- lenzkra öndvegisljóða. Þannig deyr út ekta þjóðlegur, lifandi arf- ur. Upp rísa undir fölsku flaggi ,íslensk“ alþýðulög; og mörgum Islendingi hefur orðið hált á því að kynna erlendis þessa söngvateg- und undir nafni Islands." Loks má geta þess að dr. Hall- grímur Helgason hefur flutt meg- inefni þessa rits í fyrirlestrum við ýmsa háskóla í þýskumælandi löndum svo og Kanada. Ennfrem- ur hefur hann flutt erindi um ís- lenskar tónmenntir á alþjóðlegum ráðstefnum í Köln og Helsingfors. AREID HJÓLl Mjög traustur barnastóll frá Sviþjóó. Festingar bæði ( bögglabera og hjólagrind. Hátt stólbak og hlif fyrir fæturnar. Verð: 456 kr. FALKINN SUÐURLANDSBRAUT8 SÍMI 84670 Á PUTTAN UM ÞORGEIR ÁSTVALDSSON FÁLKINN* Suðurlandsbraut 8 S-84670 Laugavegi 24 S-18670 Austurveri S-33360. w- -. VX HLIÐ A APUTTANUM TILBÚIO UNDIR TREVERKIÐ VINSTRI HÆGRI TÍZKAN í LEIT AD SJÁLFUM SÉR HLIÐB SPÁKONAN GAMLA HUSID LÍOANDI STUND (LIFDU SEM LENGST) RAUTT GULT GRÆNT — AF STAO NOROURLJÓS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.