Morgunblaðið - 30.09.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.09.1982, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1982 „7hamborgaru, einn ko-ffiboUa og vcitnsfótu." Ég er nú þeirrar skortunar að það Mitt hús er minn kastali. — Og sé skemmtilegra að safna frí- hér er drekinn ógurlegi. merkjum. HÖGNI HREKKVÍSI " PÉSI PÁFAGAUK.OK mon lesa upp þAKKAKÁV/ARP HÖölVA HKEKKt/l'SA- " X. K Horkell Hjaltason . Enn um þjóð- sönginn l»orkell lijaltason skrifar: „Þjóðfáninn o« þjóðsöngurinn Ó, Guð vors lands! eftir Matthías Jochumsson eru tvíburar af sama stofni ok af sömu rótum runnir. Sérstök Iök hafa verið samin og sett um friðhelgi þjóðfána okkar íslendinga og sömu lög eiga að gilda um þjóðsönginn; hann þarf ekki síður lögverndar við. Sömu lög eiga því að gilda um hvort tveggja, hvorugt getur án hins verið. Eins og áður sagði eru þetta tví- burar af sömu rótum runnir, er lifa eiga án skemmdarverka með þjóðinni um alla framtíð meðan líf varir í þessu landi. Stjórnvöld eiga nú að bregða skjótt við og lögvernda þjóðsönginn á sama hátt og þríliti krossfáninn var löghelgaður á sínum tíma. Töluverðar umræður hafa spunnist um þetta mál vegna kvikmyndar Hrafns Gunnlaugs- sonar Okkar á milli — í hita og þunga dagsins. Ágætar blaða- greinar um misnotkun þjóðsöngs- ins hafa birst í Morgunblaðinu eftir Önnu Þórhallsdóttur söng- konu og Jón Þórarinsson tón- skáld. Báðir greinarhöfundar for- dæma afskræmingu þjóðsöngsins í kvikmyndinni og á hljómplöt- unni í auglýsingaskyni. T.d. segir Jón Þórarinsson: „Ég hef engar kröfur sett fram eða tillögur gert um hindrun á sýningum hennar. En engar „listrænar" röksemdir styðja útgáfu á afskræmdum „út- setningum" þjóðsöngsins á hljóm- plötu, þar sem þær eru með öllu slitnar úr samhengi myndarinnar. Þó þykir mér smekkleysið (eða óskammfeilnin) keyra um þver- bak þegar önnur þessi „útsetning" er notuð í sjónvarpsauglýsingu um myndina. Afskiptaleysi menntamálaráðherra um þetta tvennt, hljómplötuna og sjón- varpsauglýsinguna, verður ekki skilið öðruvísi en sem yfirlýsing hans um það að hann telji sæmd- arréttarákvæði höfundalaganna markleysu eina, og að engu haf- andi.“ Já, þessi tilfærðu ummæli Jóns Þórarinssonar tónskálds eru svo sannarlega réttmæt eins og vænta mátti frá hans hendi. Tel ég því tilgangslaust að reyna að tala við daufdumbana í menntamálaráðu- neytinu og sný því máli mínu í von um árangur til forsætisráð- herra, Gunnars Thoroddsen, sem sjálfur er músíkmaður mikill og lagahöfundur meðal annars. Ég trúi því að forsætisráðherra komi þessu máli um þjóðsönginn heilu í höfn, svo að Islendingar þurfi aldrei að óttast afskræmingu á )essum þjóðardýrgrip sínum. Þjóðsöngurinn, eins og þjóðfán- inn, er og verður ávallt helgi- og sameiningartákn þjóðarinnar um alla framtíð." * I rallkeppnum: Hættan er ekki meiri en þegar farið er út í búð á föstudegi Guðm. Guðmundsson skrifar 26. september: „Kæri Velvakandi. Mig langar til að fara nokkr- um orðum um bréf það sem Ó. skrifar 14. september síðastlið- inn og birtist í Velvakanda 26. sama mánaðar. Þar skrifar Ó. um aksturs- íþróttir, þá sérstaklega um tor- færuakstur og rallkeppnir. Hann segist hafa séð myndir af keppnum þessum í sjónvarpi, og ofboðið sú „eyðilegging á gróðri og röskun á jarðvegi," eins og hann segir orðrétt. I j)essu sam- bandi vil ég benda Ó. á það að björgunarsveitin Stakkur í Grindavík hefur nú í nokkur ár gengið frá og sáð í svæði það sem þeir halda sína árlegu tor- færuaksturskeppni. Ó. gerir ennfremur að umtals- efni „augljósa slysahættu" í þessum keppnum. Verð ég að segja það að hinn ágæti Ó. hefur augsýnilega aldrei gert tilraun til að kynna sér öryggisreglur þær sem gilda í svona keppnum, því ef hann hefði gert það myndi hann ekki segja svona vitleysu. Sem dæmi um öryggisbúnað í bifreiðum þeim sem eru notaðar í keppnum sem þessum vil ég nefna veltigrindur og fjögurra punkta öryggisbelti, sem eru að- eins lítill hluti öryggisbúnaðar þess sem krafist er. A öðrum stað í bréfi sínu seg- ir Ó. orðrétt: „Höfum vit fyrir þessu fólki og bönnum því að leggja sig og e.t.v. aðra í lífs- hættu.“ Enn kemur fáfræði hins ágæta Ó. berlega í ljós, þar sem lífshætta þess fólks sem tekur þátt í þessum keppnum er ekki meiri en þegar hann fer út í búð á föstudegi, rétt fyrir klukkan Þessir hringdu . . . „Alþingiskosning- ar“ í Þýskalandi? Grétar hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Ég var að lesa í dálkum þínum um mistök sjónvarpsfréttamannsins á mánudagskvöld. „Varð á í mess- unni,“ var yfirskrift klausunnar. Auðvitað getur mönnum orðið á, fréttamönnum eins og öðrum, en þó hætti mér að standa á sama þegar ég heyrði í kvöld- fréttum hljóðvarpsins þetta sama kvöld klukkan 19, að fréttamaðurinn talaði oftar en einu sinni um „alþingiskosn- ingarnar" í Þýskalandi. Þetta minnti mig á það, þegar einhver góður maður sagði að nú hefðu strákarnir í Liverpool orðið ís- landsmeistarar í Bretlandi. Fyrirspurn til Seðlabankans Hrafn Bachmann í Kjötmið- stöðinni hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Ég hef furð- að mig svolítið á þessum heil- síðuauglýsingum Seðlabankans um arðbærustu leiðina í fjár- festingu í dag, sem er að dómi stofnunarinnar að kaupa verð- tryKKÖ spariskírteini ríkissjóðs. En tekið er sérstaklega fram, að samkvæmt gildandi lögum um tekjuskatt og eignaskatt komi ekki í neinu tilviki til skattlagn- ingar á vaxa- og verðbótatekjum af spariskírteinum þessum „hjá mönnum utan atvinnurekstrar". Sem sagt, menn í atvinnurekstri njóta ekki í þessu efni sömu kjara og aðrir landsmenn. Þess vegna er mér spurn, og í því efni beini ég máli mínu til Seðla- bankans: Hvað er skynsamleg- asta og arðbærasta fjárfest- ingarleiðin fyrir fólk í atvinnu- rekstri, fyrst við njótum ekki þeirra réttinda sem öðrum íandsmönnum bjóðast varðandi verðtryggð spariskírteini ríkis- sjóðs? 6ÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Þar er um að ræða ýmsa afstöðu manna gagnvart hver öðrum. Rétt væri: ... ýmsa afstöðu manna hvers gagnvart öðrum. Einnig væri rétt: Menn hafa ýmsa afstöðu hver gagn- vart öðrum (og væri þó betra: hver til annars).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.